Vísir - 22.07.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 22.07.1946, Blaðsíða 3
Mánudaginn 22. júlí 194G V 1 S I R 3 ■ tiQ' l' W ^ | Fjöldi manns slasast, er bif- undirbúningur reið veltur við Gljúfurá. a8 "í"a' /J-lff ittítnns meiðist — Rifreiðin hrennur. u m þijúleytið s.l. laugar- dag ók stór farþega- bifreið með 22 farþegum út af vegmum við Gljúfurá í BDrgarfirði. 15—18 af farþegunum slösuðust meira eða minna, en eng- mn þó lífshættulega. Var bifreiðin, D—11, á lcið frá Reykjavík að Staðárfelli og var með 22 farþega. Er bifreiðin var að nálgast Gljúfurá, sem er um 20 km. frá Borgarnesi ætlaði bif- reiðarstjórinn að hemla, en verður þá þess var, að fót- hemlarnir vinna ekki. Bif- reiðarstjórinn segist þá bafa ekið á 20 km. hraða. Var mjög óvíst, hvort hann gæti náð beygjunni inná brúna. Tók hann þá það ráð, að aka bifreiðinni út af bægra ,meg- in og fór bún eina veltu. Brotnuðu rúður bifreið- arinnar og slösuðust farþeg- arnir. Kom upp eldur sam- stuudis í bifreiðinni. Með aðstoð símamanna, sem vinna að símalagningu þarna skammt frá, var fólk- inu bjargað út úr bifreiðinni. Tókst það, án þess að nokk- ur þeirra skaddaðist af eld- inum. Skömmu eftir slysið bar þarna að nokkrar bifreiðar og fluttu þeir slasaða fólkið til Borgarness. Héraðslækn- arnir í Borgarnesi og að Klepiijárnsreykjum gefðu að sárum þeirra 15 farþega, sem munu hafa slasazt meira eða minna eh enginn þó lífs- hættulega. Fimm farþeganna voru fluttir með Laxfossi til Reykjavíkur og þrír liggja í Borgarnesi. en aðrir héldu áfram ferðinni til Dala. Sýslumaðui’inn 1 Borgar- nesi fór á slysstaðinn skömmu eftir slysið. Var bifreiðin ]>á að mestu brun- in. Farþegaflutningur sá, er í bifreiðinni var, var að mestu ónýtur. Lá bifreiðin skammt frá gtj úfubarmin- um. Hefði bún farið ca. einni bíllengd lengra, hefði bún lent niður í ánni. Kl. 3 í nótt var enn eldur í bifreiðiimi. Hér á eftir fará nöfn far- þeganna, sem slösúðust meira eða minna: Einar S. G. Einarsson og Ásgeir D. Einarsson, Eiríks- götu 35, Sigþrúðiir Bærings- dóttir og Filipus Ámunda- son, Rvík, Þorvarður Þor- steinsson og Theódóra Þor- steinsdóttir, Nýlendu við Ný- lendugötu, Rvík, Ágústa Þor- steinsdóttir og Garðar Dag- bjartsson, Ránargötu 23, Emma Benediktsdóttir, Ás- garði Dalasýslu, Teitur Magnússon, J óf rí ða rs töðum við Kaplaskjól, Sigurjón Gestsson og Trausti Gests- son Ægissíðu 107, Ingveldur Ehnmundai’dóttir, Bakka- bergi, Dalasýslu, Guðrún Magnúsdóttir, Breiðabólstað, Dalasýslu, Þóra Frans, Lind- argötu 27, Ölöf Sigi úsdóttir, Valfelli, Dalas. og Kristinn Sveinsson, Sveinsstöðum, Dalasýslu. Eins og áður er sagt, slas- aðist ekkert af þessu fólki lífshættulega. Nokkrir munu hafa beinbrotnað, aðrir mar- izt og skorizt o. frv. Æskan, 6.-7. 194G, er nýútkomin og flytur íueðal annars forsiðumynd af heyvinnu, grein uni Unglingaregiuna sextiu ára, framhaldssögu o. fl. humnverk- smiojii. 1 undirbúningi er að hefja tunnusmíði í stórum stíl og mun í ráði að starfrækja tunnuverksmiðjurnar á Siglufirði og’ Akureyri næsta vetur ef unnt reynist að fá efni. Mun reynt að auka afköst þeirra til muna frá því sem áður var og ennfremur verð- um hafinn undirbúningur að smíði nýtízku tunnuverk- sntiðju, er tekur væntanlega til starfa á næsta ári. Hefur atvinnumálaráð- herra skipað eftirtalda menu í stjórn tunnuverksmiðja rikisins: Tryggva Helgáson sjóm., Akureyri, i'orm., Jón .1. Þórðarson, Rvík og Gunn- laug Hjálmarsson, verka- íiiann á Siglufirði. EKdur b bifreEil. / gær ! jii jukH i litilli jólksbifreið (fjögru iminua bifreið) á Langholtsvegi, og skemmdist hún mjög mikið. Var kallað á slökkviliðið, en er það kom á vettvang, var búið að slökkva að mestu i bifreiðinni. Voru þá allar leiðslur brunnar i benni og bún stórskemmd að öðru levti. í nótt og í gær hefir sama og engin síld komið á land og þau fáu skip, sem komið hafa voru'með lítinn afla. Til Raufarhafnar komu í gær 12 skip með litla sfld. Hefir engin sild borizt þang- að, sem íiemur, síðustu 2—3 dagana. Alls er búið að landa 68 þús. málum á Raufarböfn. Til Siglufjarðar liafa fá skip komið í nótt eða morg- un og aflinn btill. Nokkur vefddu litilsháttar sild Iijá Selskerjum á Iiúnaflóa og einn bátur fékk um 150 mál bjá Ketu. Þessi sild fer til söltunar. Myrkurþoka var i nótt og í morgun á Siglufirði, en heldur að lélta til er Visir átti tal við Siglufjörð. Til Hjalteyrar komu fjög- ur skip i gær, Ísléndingur með 607 mál, Fagriklettur með 763 mál, Hafborg með 138 og Farsæll með 72, og á laugardaginn Súlan með 454 | n'iál. í nóll eða morgun liefir ekkerl skij) komið þangað. Alls er búið að landa rúm- lega 30 þús. máium og bræða 28. þús. mál. Litlar fréttir hafa borizt um síld i hafi nema um 20 sjómílur út- af Langanesi. Þar hefir sézl töluverð síld. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Gerist áskrifendur strax, hringið í síma 1660 og pantið blaðið. IPanir fara^ ósigraðir. KsSendÉngar unnu ssðasta lesk Inn gEæsilega-4:i 21 uensékii barsf. Svo sem kunnugt er aug- lýsti Sjávarútvegsnefnd bæj- arixis fyrir hokkúru láhsar stöðúr skipstjöra og yfirvcl- sljóra á. hinu nýja botn- vörpuskipi bæjarins, Ingólfi Arnarsyni. Umsóknarfrestur rann út ;.i; i, : v. 20. ]). m. og barust lo um- sóknir um skipstjórastöðuna og 6 umsóknir um yfirvél- stjórastöðúna. tlrval knattspyrnumanna úr Reykjavík sigraði úrvál dönsku knattspyrnumann- anna í gærkveldi með fjór- um mörkum gegn einu. Var leikur þessi mjög skemmtilégur og fjörugur og sýndu íslendingar oft ágætan leik. Var liðið brevtt frá þvi, sem það var á lands- ■leiknum. Danska liðið var einnig breytt og ekki eins sterkt og það var á lands- leiknum, þar sfem það vanl- aði nokkura sérstaklega sterka menn. Strax í byrjun gerðu Is- lendingar öflug upphlaup, en Danir svöiuðu í sömu mynt. Munaði-mjóu, að skor- uð .yrðu íiiörk ,á bó.ða' bóga. Er hálfleikúrinn var úm það bil hálfnaður töksf Albert Gúðmundssyni að skora mark. Og 10 mínútum síðar skoraði Haukur Óskarsson annað markið. Lauk hálf- leiknum, án þess að fleiri mörk yrðu gerð. Seinni hálfleikur hófst á öflúgúm upplilaupum á báða bóga. Er sjö minútur voru liðnar af leiknum, skoraði Albert þriðja markið. Rélt á eflir gerðu Danir upphlaup, sem lauk með marki hjá ís- lenzka liðinu. Var það hálf- gert „klaufamark“ og hefði islenzki markmaðurinn hæg- lega átl að geta verið það. Skömmu eftir markið gerðu íslendingar uppblaup að nýju og skoraði ÁlberT fjórða markið, Það sem eftir var léiksins gekk á ýmsu. .en ekki voru fleiri mörk skoruð. Lauk svo þessum siðásta leik íslelidinga við Dani með glæsilegipn yáj-gri islei^ja iiðsins, 1:1. ........... ~ Bifreið stolið. Bifreiðin R 77, eign Ey- jólfs Jóhannssonar framkv. /ar stolið á sunnudagsnótt. Fannst lnin skömmu síðar við Bræðraborgarstíg, stór- skemmd. Halði ])jófurinn, sem var ölóður pil-tur, 17 árá gamall, ekið utan i steinvegg svo að vél og grind bifreið- arinnar löskuðust mikið. Stémakúlm Garðastræti 2. — Sími 7299. Ölvun við akstur Tveir bifreiðastjórar voru teknir fastir um helgina fyr- ir að aka undir áhrifum á- fengis. Annar þeirra ók á húsið Bræðraborgarstíg L? liér i bænum, og var þá handsam- aður, en Júnn ók út af inni í Ivleppsholti. Þá ók bíll á ljósastaur á Skólavörðustígnum, og talið að bifreiðarsljórinn muni liafa verið ölvaður, en han.iv náðist ckki. Nýsköptmin: ara;á Neestk. miðvikudag verð- iir 'drégið unl tötjaraiid 10; seni. Nýlnjgginguráð liefir eigi i'tjhlniað, Ákveðið hefir verið, , að þeim verði öllum úthlutað íil ba'jarfélaga. Fvrii Skömmu vai- di-cgið uni 20 togara, óg forlí 'þé’ir'bæ'Ái l!l bæjarfélagá og* útgerðar- manna. Setning Alþingis. Alþingi kom saman i dag. Hófst þingsetningin nveð' guðsþjónustu og steig sira Friðrik Friðriksson í stólinn-. Að þeirri athöfn lokinni var gengið til Alþingishúsins og setti forseti þar þingið. Síðan var skipt í kjördeildir og l'undi frestað til kl. 2 i dag. Sýning á veikunt Sigurðar Breiðfjörðs. í dag og næstu daga frá kl. 1—3 verður opin stjning á Landsbókasafninu á verk- um Sigurðar Breiðfjörð. Er sýning þessi haldin í tilefni af 100 ára ártiS skáldsins og verður í lestr- arsal safnsins. Verður henni komið fyrir á likan hátt og öðrum sýningum,.sem haldn ar hafa verið á safninu. 3ja ára telpa bíður bana. S. 1. laugardag vildi það hörmulega slys til, að þriggja ára telpa beið bana í bif- reiðaslysi. Telpan, sem var sonardóttir Halldórs Hansens læknis, var að leika sér á Laufásvegin- um er slysið vildi til. Mun bún hafa hlaupið fyrir vöru- bifreið, er ók norður Lauf- ásveginn. Lenti hún undir liægra afturhjóli bílsins, sein rann yfir höfuð hcnnar og beið hún bráðan bana af. Stúlkubarnið hét Joan Hansen og var nýkomin til landsins. ISýr bátm* til Ne§kaup§- staðai*. Nýlega kom nýr Svíþjóð- arbátur til Neskaupstaðar. Ey bátur þessi 60 rúmlestir að stærð og eign Ölvers Guð- mundssonar. Báturinn inun hefja síldveiðar siðar i vikunni. Kvejur í tilefni af þjóðhátiðardégú Bandaríkjanna 4. júlí s. 1. sendi forseti íslands forsetá Bandarikjanna heillaóskir sinar og fslenzku þjöðarinn- ar. Foi'seli Bandarikjanna hefir þakkað kveðjuna. í tilefni af stofnun lýðveld- is á Eilippseyjuin I. júli s. 1.. sendi forseti íslands forselai, Fili])j)seyja, , Manuel Roxas, árnaðaróskir og helir forseli Filippseyja þakkað kveðjuna, Forseta Íslands hafir bor- i^l kvcðjúskey.li ýi’g .n^rr.iyn^, stúdentamóti í Örebro, Sví- þjóð, og hefir forsetinn þakkað kveðjuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.