Vísir - 22.07.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 22.07.1946, Blaðsíða 4
I 4 V I S I R Mánudaginn 22. júlí 194(» VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN YÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Orð í tíma töluð. íjótt við getnm glaðs’t yfir þeim góða á- * rangri, sem orðið hefur af starfi þjóðar- innar síðustu áratugina, finnast mörg leið fyrirbæri í þjóðlífinu, sem vert er að gefa gaum og varast ef verða má, Einn af stofn- endum ungmennfélagsskaparjns, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri á Akureyri, hefur nýlega rætt mál þetta nokkuð í Skinfaxa, en Þor- steinn er um alla hluti merkur maður, og var á sinni tíð einn af áhrifamestu þingmönnum þjóðarinnar. Eru ummæli hans vel þess virði, iið fleiri kynnist þeim, en lesendur ofan- greinds tímarits, en þar segir svo: „Islandi og íslendingum cr það nú lífs- nauðsyn, að æska landsins kveiki hugsjóna- cld í brjóstum sínum, hugsjónaeld, er logi enn betur en hugsjónaeldur sá logaði, er hin i'yrstu ungmennafélög kveiktu. Islcnzk æska þarf að efla guðsneistann í hrjósti sér, til ]»ess að berjast á móti allskonar spilltri tízku. Hún þarf að herjast gegn víndrykkjuósómanum, hún þarf að temja sér heiðarleik í viðslcipt- um, samxsögli og drengskap í orðum og athöfnum. Húil þarf að vekja for-nar dyggðir, svo sem iðjusemi og hófsemi í meðferð fjár- muna. En um fram alla muni þarf hún að temj.a sér að vera sjálfstæð í hugsun og þar með forðasi múgliugsun þá, sem sýnist vera hættulegur faraldur hæði hér á landi og víða annarsstaðar. Þessi faraldur hefur oft áður valdið mannkyninu óbætanlegu tjóni og ger- ii" enn. Múghugsunhi er nú aðalhjálparlyf flokkstrúarhragðanna eins og hún var áður trúarbragðaofsókna og galdrabrennuæðis. Eg þori að fullyrða, að flokkstrú og múghugsun fsviftir marga nútíma Isiendinga andlegu Ifrelsi sínu. Stjórnarfarslegt fullveldi þjóðarinnar er fengið, en það er ekki minni vandi að halda ]>ví cn ná því. En til þess að vera viss um að halda því, þú þurfum vér fyrst og fremst að gæta fjárhags vor svo vel, að vér verðum ekki íjárhagslega öðrum þjóðum háðir. Og í við- skiptum vorum og framferði gagnvart öðrum ■þjóðum, verður vér að leitast við að Jiaga oss þannig, að vér öflum oss virðingar þéirra- og álits. Ef þjóðin temdi sér hóflega spar- semi, þá myndi hún aldrei verða fátæk aftur, °g þá gætu Islendingar allir í framtíð húið í igóðum, vel úthúnum, hlýjum og björtum luis- um og haft nóg af öllum öðrum lífsnauð- jsynjum." „Þjóðin á enn hæfileika til þess að geta 'orðið merkileg þjóð, en til þess að svo vérði, þá verða æskumenn Islands að efla 'siðferðis- jjroska sinn og sjálfsvirðingu. En verði ís- lenzk æska hirðulaus, nautnasjúk, eyðslusöm og áhyrgðarlítil i orðum og verkum, þá á þjóðin ekki lífsmöguleika í framtíð. En slík æska er í raun og veru engin æska, heldur er hún nokkurskonar umslcfftingur, átján barná fáðir í álfheimum. Hún er fædd gömul og úrkynjuð. Lifandi hugsjónir og hugsjóna- eldur eru einkenni lífrænnar, sannrar æsku“. Vissulega eru þessi orð í tima töluð. Is- lenzk æska verður að gera sér ljóst hverjar skyldur Irvíla henni á herðum. Hún verður að temja sér sjálfstæða hugsun, skyldurækni og starfsemi, þannig að lnin megi þar áfram halda er rosknari kynslóðir hverfa l'rá. Örugg og fullkomin höfn gerð úr steinkerum á Akranesi. Tr>ö ker Awmíms oi/ hiö pnóga « icEÚtnn Akranesi er nú venð að framkvæma hin mestu hafnarmannvirki. Má telja, að með kaupum stemkeranna í Englandi, hafi mjög verið flýtt fyrir að bætur fengust á hafn- leysi staðanns. Einnig er mikil samgöngu- hót að bílaferjum þcim, sem Akranesshær liefir nýlega keypt. Verða þær til stórra framfara i samgöngum Norður- og Suðurlands. Bæjarstjórinn á Akranesi, A rn lj ó t ur G uðm undsson, hauð nokkurum opinherum embætlismönnum ásamt tíð- indamönnum hlaða og út- varps lil Akraness síðastl. föstudag, til að skoða þær framkvæmdir sem verið er að vinna þar. Farkosturinn var önnur hílférjan, en þær eru hin traustustu skip og hafa reynst með ágætum. Talið er að hvor ferja beri um 300 smáh Ganghraði þeirra er um 11 m. á klst., eru þær knúðar af Paxman- Ricliardo dieselvclum og eru tvær- vélar í hvorri. Bú- ið er að ráða skipshöfn á aðra ferjuna og verður Guðni EyjólTsson skipstjóri hennar. Alls hal'a ferjurnar háðar kostað 300 þús. kr„ af því er helmingur heint kostnaðarverð, en kaup á varalilutum, flíftningur heim og fleira hefir reynst jafn- dýrt frumverðinu. Að ferjum þessum er mik- il samgöngubót og eru þær að sínu leyti jafnþarfar norðurleiðinni og Ölfusár- hrúin Suðurlandi. • Þegar komið var upp eftir, vorii kerin skoðuð. Voru þau notuð til hafnargerða i Frakklandi á innrásartíman- um. Fann Haraldur Böðv- arsson útgerðarmaður mynd ir í enskum hlöðum, af þess- ari innrásarhöfn og' varð það til þess að leitað var fyrir sér um kaup á kerun- um. í þeim erindagjörðum fóru til Englands i des. s.l. þeir 4xel Sveinsson vita- málastjóri og Arnljótur Guðmundsson bæjarstjóri. Eftir miklar tilraunir og í- trekaðar, tókst þeim að semja um kaup á fjórum kerum og eru tvö þeirra þeg- ar komin en tvö hin síðari koma von hráðar. Ker þessi eru geysileg mannvirki og sést það bezt á stærð þeirra. Á hæð eru þau um 13 m. og svipuð að breidd, lengdin er um 60 m. Öll eru þau hol að innan i smá hólfum. Þegar húið er að fylla ker þessi af sjó eru þau orðin hafnar- garður, en talsverl þarf að gera að þeim áður en þau eru sett niðiu’, t. d. setja sterkt og vel járnbundið steinstevpulag utan á vcggi þeirra. Kerin verða lögð í hoga út frá hafnargarði þeim seir. frystihús Þórðar Asmunds-* sonar stendur við og cr með því gjörð örugg bátakví. Með jæssu verður Akranesshöfn eins fullkomin og liægt er. Kerin kosta innan við 400 þús. hvert. — Kl. 7.30 um kvöldið hauð svo báejarstjórn gestunum lil borðhalds. Flutti hæjar- stjóri þar fyrir borðum skýrslu um framkvæmdirn- ar og þakkaði stuðning þann sem þessi mál hafa hvar- vetna orðið aðnjólandi. Aðrir ^æðumenn voru þeir Emil .íónsson ráðherra, Magnús Sigurðsson hankastjóri, Si.» urður Þórðarson nýbygg- ingarráðsmaður, Ólafur B. Björnsson forseti bæjar- stjórnar Akraness og Gísli .iónsson alþm., formaður fjárveilinganefndar. Voru ræður þeirra allar á cinn veg: hvalningarorð um framkvæmdirnar og viður- kenning á hagsýni i þessum málarekslri. Akranesbær á tvímæla- laust glæsilega framtíð bæði hvað útgerð og rældun snertir, enda er svipur vel- megunaEog atorku á hænum og þvi ástæða til að tcngja við hann hinar björtustu vonir á komandi tímum. Bærinn okkar og börn hans. Við viijsnm ekki harðstjórn. Reykvíkingar! Til ykkar ætla eg að snúa máli mínu beinlínis að þessu sinni, hvorki með ónotum né skömmum og ekki heldur neinuni hænum, heldur nokkrum áhendingum, sem vonandi dæmast skynsam- legar. Skemmtilegra c,r að húa meðal frómra manna og dag- l'arsgóðrar æsku, en kynslóð- ar á glæpastigum. Og skemmtilegra er að húa í ryklausum og þrifalegum bæ, en sóðalegum. Siðastliðin ár hef eg verið margorður um ]»á óöld, sem nú er mjög rædd meðal manna og i blöðum landsins. En fyrir nokkrum árum skrifaði eg allmargar hlaða- greinar, hétu sumar þeirra „Ömenning“, þar sem eg reyndi að benda á, hvert stefndi með þjóðaruppeldið. Frh. á 8. síðu. Rödd Það er hrcinasti óþarfi, að vera að að utan. taka .það fram, að íslendingar hafa af fáu meira gaman en að lesa lirós um sjálfa sig úr penna útlendra manna. Flestir stökkva þeir upp á nef sér, ef þeir sjá land- inu eitthvað hallmœlt, og er það eðlilegt, cf ó- réttmætt er, en það þarf ekki til. Ef bent er á einhvern Ijóð á ráði okkar, er það tekið illa upp, enda l»ótt ekki sé ástæða til að ætla, að nokkur útlendingur telji okkur alfullkomna, frekar en nokkra þjóð aðra, og þeir ieggja sjaldn- ast slík unnnæli mjög á minnið. En nú hefi cg fengið að „sjá“ rödd að utan, sem cg geri ráð fyrir að raenn geti hlýtt á án þess að reiðast. * Bréf. Það er hréf vestan af strönd Kyrrahafs- ins, sem eg tek nokkrar glefsur úr. Bréf- ið er ritað í San Francisco, mestu hafnarhorg við Kyrrahafið nú, og bréfritarinn er maður, sem hér var um tíma í setuliðinu. Skrifaði hann kunningja sinum liér hréfið og leyfði hann mér að sjá það: „.... Þú getur nærri, að mér þótti gaman að koma heim, þvi að eg liafði. ekki séð hafið mitt í nærri finnn ár. Og svo er látið svo mikið með alla, þótt ekki sé hetjur á ferð. * Heiðurs- Þegar eg var kominn vestur, það er merki. að segja til New York, og sá þar fjölda jafnaldra minna með allskonar heið- ursmerki fyrir hctjudáðir og hreystiverk, var ekki laust við að mig langaði til að hafa fengið eitthvað slikt líka, því að allt stríðið hefi eg aldrei „fundið púðurlykt“, ef svo má segja. En nú er mér alveg saraa, því að þegar við vinn- mn að friðsamlegum störfum, stöndum við jafnt að vígi, og eg eg hcld, að það sé slik störf sem flestir vilja vinna, þótt einstaka maður verði hetja af tilvitjun. Sc Kyrrðar ,Iá, það var gaman að veTa kominn saknað. i borgina sína, vera innan um allt þetta iðandi lif, scni maður hafði ver- ið liluti af svo lengi. En sú gleði stóð ekki lengi, því að eg þreyttist af ysnum og þysnum. Eg tók allt i einu að þrá Island og kjrrðina, sem þar ríkir, jafnvel í „stórborginni“, en það var ein- mitt þessi kyrrð og deyfð, sem var alveg að gera út af við mig, þegar eg var búinn að vera lengi á íslandi. En nú vil cg umfram allt fá kyrrðina aftur. * Jlargt En kyrrðin er ekki hið eina, sem eg fleira. þrái nú cins mikið og eg hataði liana hér áður' lyrr. Mig langar til að fá að ganga meðfram sjónum á fögru sumarkveldi, kannske með ljóshærðr stúlku mér við lilið (og það væri þá fyrsta islenzka stúlkan, sem cg gengi með), þegar sólin iitar skýin og maður sér jökulinn (eg man ekki hvernig nafnið er skrifað) gnæfa óraleiðir i hurtu. * Fllegasta Eg liafði alltaf haldið, að ekki væri sólarlagið. hægt að sjá fallegra sölarlag en þeg- ar sólin lmigur til viðar í Gullna hliðinu, sem er leiðin út úr flóanum ókkar. En það kemst ekki í.hálfkvisti við sólarlagið ykk- ar í Reykjavík. Eg sagði það við liann litla hróð- ur minn (15 ára), en hann harðneitaði að trúa þvi í fyrstu. Nú held eg samt, að eg sé húinn að sanrifæra kauða, en erfitt var ]iað. - * Ef .... Ef eg v.æri ekki svo fáfróður, að kunna ekkert nema „bless, stúlka og sæll“ í íslenzku, þá lield eg, að eg mundi reyna að fá vinnu á íslandi. En fyrir bragðið verð eg lik- lega að láta nægja að fara aðeins stutta ferð þangað, ef það ....“. Jæja, livað finnst mönn- tini nni samanhurðinn, þótt á fáum sviðuin sé'?• Eg lield að ekki sé ástæða til að kvarta. Það er eiris og maðurinö sé með tárin í augunum!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.