Vísir - 16.08.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 16.08.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Fösludaginn 16. ágúst 1946 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtíTGÁFAN VlSm H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.fv Til Aberdeen með „Narfa" Svo et nú það <Jíðustu árin hafa sjálfstæðismenn vcrið í ** meirihluta stjórn í hæjarmálum Vest- mannaeyja og alla tíð farizt það verk vel úr hendi, en við síðustu kosningar misstu þeir þessa aðslöðu sína. Kommúnistar og jafn- aðarmenn náðu sameiginlega meirihluta og notfæra sér hann núna. Þessir flokkar höfðu alla tíð, meðan sjálfstæðismenn réðu, l'jarg- viðrast út úr stjórn bæjarmálanna og sagt hana vera í mesta ólestri. En hvað skeður svo, þegar þessir flokkar ná meirihluta að- stöðu? Bæjarmálin, sem fram til þess tíma höfðu verið i bezta horfi, breyttu fljótt um svip. Kosningaloforðin fuku með dreifibrél'- unum, sem útbýtt var á kjördag og ekki nóg með það. Hvíslað er, að bæjarsjóður cigi nú lítið annað el'tir en peningakassana. Eftir standa svo meirihluta fulltrúarnir aí'hjúpaðir og bíða uppskerunnar eftir lélega sáningu. Kjóscndurnir, sem gerðu sér vonir um, að loforðin um byggingu skóla, sjúkrahúsa, elli- heimila og fleiri almenningsstofnana yrðu efnd, sitja nú eftir með sárt enni og naga handabökin fyrir að hafa látið blekkja sig til fylgis við.þessi óheillaöfl. En nú er ol' seint að iðrast. Kjörtímabilið er rétt að hcfjast og engar líkur til, að meirihlutinn bæti ráð sitt. Endurreisnin verður að bíða, þar til sjálf- stæðismenn hafa .aftur náð meirihlula stjórn, sem væntanlega verður við næstu bæjar- stjórnarkosningar. En ekki verða þcir öfunds- ¦verðir af hlutverki sínu fulltrúarnir, scm ciga sið bæta úr þessu vandræðaástandi. íþrótíir. slendingar hafa ekki haí't orð fyrír að standa framarlega á sviði iþróttamála til þessa 1íma, en nú síðustu árin hefur heldur brugðið lil betri vona um getu okkar á alþjóðavett- vangi. Þann 22. ágúst n. k. heí'st Evrópu- meistaramót í frjálsum íþróttum í Osló og á því móti munu íslenzkir íþróttamenn fá að reyna á þolrifin. Þeir eru tíu talsins sem fóru héðan fyrir nokkrum dögum og þeim er ætlað að halda uppi heiðri lands og þjóðar á sviði iþróttanna. Vonandi munu þeir ekki koma svo til baka, að þeir færi þjóð sinni ckki, að minnsta kosti, eitt sigurmerki og jafnvel i'leiri, >ef vel tekst. Islcnzkir íþróttamenn hafa sýnt það og sannað að í þeim býr mikill kraftur, sem andstæðirigunum mun veitast fullerlitt að sigrast á. Hversu langt okkar beztu menn •komast, hver á sínu sviði, er ekki til hlítar reynt enn þá, þar eð þeir hafa ekki fengið aiæga samkeppni hér heima. Margur Islendingurinn heldur því fram, að íþrótlamálin séu hégómamál, sem ekki sé á- stæða til að virða hið minnsta, en þetta er mikill misskilningur. Hér cr.vissulega um að ræða mcnningaratriði, sem vert er að veita fulla athygli. Líkamsmenntin ér ekki síður jiauðsynleg en sú andlaga. Það er mikils virði íyrir hverja þjóð að vera líkamlega hraust •og ná sem lengst á því sviði. Og þeir íþrótta- mcnn sem lengst skara fram úr hjá hverri .þjóð eiga að vera nokkifrs konar útverðir Jandsins á svíði líkamsmenntanna, er sýnt geti öðrum þjóðum hreysti hennar og Iíkams- íegurð. Framh. af 2. síðu. volk og vosbúð, frá Islandi á einum sandpramma, fær- andi Skotum ljúffenga, hornfirzka ýsu í soðið, — gómsætasta fiskinn, sem þeir ættu kost á að láta upp í sinn kjaft, — allir bláedrú með slóran skrælþurran blett á lungunni, sem ekkert ætti betur við að-væta, en „a drop of Scotsh" — og svo væri tekið svona á móti okkur: Á okkur væri sigað gömlum, skozkum hana, sem segði: „Icelanders are not served here," — og nú sæti þeir þarna, félagar mínir, nötr- andi af ótta um það, að á okkur yrði sigað lögreglu, fyrir syndir annara, — með sinn þurra blett á tungunni. Allt fer vel. Þetta var innihald ræðu minnar, þó að orðavalið væri máske annað, — eg man að eg var mælskur. Og yfir- þjónninn stóð á öndinni á mcðan, en fói'naði síðan höndum og bað afsökunar fyrir hönd þessa fyrirtækis, 'hcr væri um misskilning að ræða. Það liefðu verið Færey- ingar, — eða máske voru það Svíar, — sem þarna höfðu gert uppsleyt um helg- na og brotið allt og bramlað. íslendingar liefði það ekki verið. „I thought as much," sagði eg hróðugur. „Could not bave been Icelanders, — never!" Nei, — sannarlega ekki. Og nú skyldi hahn láta til okkar koma prúðan þjón. Og þar lofaði hann ekki upp í ermina sína, því að þjónn- inn sem hánn sendi okkur lék á hjólum og vildi allt okkur til hæfis gera. Var nú svolgrað lítilsháttar scotsli fyrst, til'þess að mýkja þurra blettinn. En lillir voru sjúss- arnir! Og var svo drukkinn beiskur bjór á eftir. Allt í hófi. En strákarnir voru mér þakklátir fyrir að hjarga þessari sitúasjón, þvi að skömm hefði verið að því að láta kasta sér á dyr ófulium. Við vorum nú svo seinir fyrir, að hvorki var hægt að komast á kvikmynda- né fjölleika-hús. En .á þessum siað var enginn hljóðfæra- slátlur. Og ekki heldur ætl- unin að sitja yfir drykkju um kvöldið. Eg var því látinn spyrjast fyrir um það, hvort ekki væri þarna nálægt ein- hver staður, þar sem dansað væri þá ulri kvöldið. Brást ])jónninn vel við þvi.og sagði okkur skilmerkilega til vegar að danssal einum, þar sem nú myndi standa leikur sem bæst. Við kvöddum hinn ágæta þjón og yfirþjónninn gekk í veg fyrir mig, þegar yið vor- um að fara út og spurði, hvort við værum ánægðir. Kvað eg já við því og kvaddi þann góða mann með virkt- um. Bað eg hann að gæta þess framvegis, að láta ekki þjóna sína brengla saman þjóðernum. Við værum Is- lendingar og gæti hann nú sjálfur séð, að hér færi prúðir menn. Hánn játaði því og hneigði sig. Var svo haldið í dans- salinn og ekki langt þangað. Þar var ekkert til fyrirstöðu um inngöngu og reyndist þetta all ski*autlegur salur og vistlegur og geisi-stór. Var þar áragrúi af ungu -fólki dansandi og hljómsveitin prýðilega skemmlileg — að svo miklu leyti, sem jazz- tónlist getur verið skennnli- leg. Eg 'undi mér vcl við að horfa á fólkið, sem var þannig yfirlilum, að vel hcfði þetta getað verið heima í Reykjavík, ef að þar væri lil svo stór og glæsileg salar- kynni. Fólkið var þokkalega búið og þó sýnilcga í hvers- dagsfötum. Stúlkurnar liefðu vel getað verið reykvískar. Sennilega er þó meira tildrið og tilgerðin hjá borgaraleg- um íslenzkum stúlkum, en þessum hinum skozku. Þær voru, eins og eg sagði áðan, þokkalega búnar, en alveg íburðarlaust. Og bjart var yf- ir þeini mörgum og glóbjart hárið. Eg hafði ánægju af að horfa yfir þennan hóp og eg hafði gaman af hljómsveit- inni, — jafnvel þó að jazz væri tónlistin. En strákarnir á „Narfa" skcnuntu sér þó enn bctur en eg. Þvi að allir náðu þeir sér í stúlkur og dönsuðu eins og Norðlendingum sæmir. En Norðlendingar eru þeir allir. Eg er það líka, en orðinn gamall og stirður og stóð á- lengdar. Fellur svo tjaldið! Æhyrtjö fyrir es . A bæjarráðsfundi í gær, var samþykkt að heimila borgarsHjóranum að undir- í'ita ábyrgðarskuldbinding- ar fyrir lánum hjá Stofn- lánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka Islands, og öðrum lánum, sem bæjar- stjörri hefir samþykkt að á- byrgjast fyrir kaupcndur vélbáta til Reykjavíkur. Er heimilt að ábyrgjast lánin fyrir hverskonar félög, scm upphaflegir umsækj- endur hafa slofnað, eða kunna að stofna, um útgcrð bátanna, enda hliti þau fé- lög öllum skilyrðum, seih bæjarstjórnin hefir sett l'yrir sölu á báturn og ábyrgð fyr- ir lánum. ^__sgessi Flugið. Hér á landi hefir flugi fleygt mjög fram hin síðari ár, og eru nú starf- rækt hcr tvö flugfélög. Þessi flugfélög halda m'i uppi reglulegu flugi milli allra helztu kaup- staða á landinu, og fara einnig í flugferðir til annara staða er tilefni er lil. Flugtæknin cr nú komin á það stig, að öruggt má heita að ferðast með flugvélum og sízt meiri hætta að ferðast með þeim en öðrum samgöngutækjum. Flugið Iiefir mikla þýðingu fyrir land eins og ísland, sem er strjálbýlt en víðáttumikið. Sam- göngubótin af nægilgeum flugvclakosti er því auðsæ. Svifflug. Það hefiir oft verið rætt um flugsam- göngur og öllum orðið ljóst, hve mikil þægindi fylgja þeim fyrir okkur Islendinga, og verða þær því ekki ræddar frekar að sinni. Það er til hcr á landi flugfélag dálitið annars cðlis cn hin tvö, sem halda uppi samgöngum um landið, en það er Sviffhigfélag íslands. Þa5 væri ekki úr vcgi að minnast þcss eilítið nú, því það á cinmitt 10 ára afmæli á þessu ári. Svifflugfclagið var stofnað 1936 af nokkrum á- hugasömum mönnum, og hefir gengi þess og vegur vaxið með ári hverju síðan. Flugsýning. Svifflugfclag íslands ætlar i tilefni af afmælisdegi þess, að halda fhig- sýningu á simnudaginn kemur, og gefst þá al- menningi kostur á að sja fclaga þess svífa í svif- flugum og sjá' leikni þeirra í meðferð svifflug- unnar. Æthinin er, að á flugsýningunni vcrði sýnt margs konar flug, m. a. listflug, í til þess gerðri sviffhigu. En til þess að gera sýning- una tilkomumciri, verða einnig notatSar vélflug- m: Það lælur að líkindum, að þcssi dagur verð- ur niikill mcrkisdagur í sögu flugsins á íslandi, þar sem í í'ýrsta skipti er haldin flugsýning þar scm aðeins íslendingar stan.da að, og not- aðar íslcnzkar flugvélar, ]>. c. a. s. sem eru í eigh íslendinga. ¦. ' - * Þróun Fhigsýningin cr haldin í tilcfni af 10 flugmala. ára afmæh Svifflugfélags íslands, en ætlunarverk hennar er einnig að sýna þróun flugmálanna hér á landi. í því sam- bandi má geta þcss, að sýnt verður stig af stigi gangurinn,' frá þvi cr félag Svirflugfclagar fs- lands liófn að gcra tilraunir sínar með svif'flug og siðan hvernig leiknin jókst og svifflugurnar urðu fiillkomnari, ])ar til er þeir gá'tu farið að fljúgá listflug i svifflugum. Sýningin mun að þessu leyti gefa almcnning gott yfirlit yfir þró- un fluglistarinnar, og ])á sérstaklcga svifflugs- ins hér á landi. * Þátttaka. Samkvæmt ])ví, cr Bergmál hefir frétt, ciga 8 svifflugur og' 10 vélflugur a$ notast við flugsýninguna og má gera ráð fyrir að sýningin vcrði stórfcnglcg og minnisstæð öll- um þcim, cr horfa á hana.Það, scm gerir sýn- inguna scrstaklega markvetíp.a er, að hún cr að líkindum sú mcsta, sem baldin hefir verið héh, og er auk þcss alislcnzk. Það er óhætt að scgja og það með sanni, að menn þcir, cr staðið hafa næslir Svifflugielaginu', hafa unnið mjög gott og óeigingjarht slarf, og licfði þróun fluglistarinnar ckki fleygt eins ört fram og raun er á, hefðu ekki áhugasamir menn verið áð verki. » '* Erlendis. Félagar Svifflugfélags íslands liugsa hátt og láta sér ekki allt fyrir hrjósti brcnna. Xú hafa þeir ákveðið að reyna sig á víðari grundvelli og taka þátt í alþjóðamóti i svifflugi. Sviffhigfclag íslands hefír nefnilega hng á þvi að taka þátt í svifflugi á næstu 01- ympiuleikjum, cn þeir vcrða haldnir í London 1948. Þcss er að vænta, að þeir geti á þcim tíma aukið liekni sína til munar og orðið landi sínu til sóma á sýningunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.