Vísir - 20.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1946, Blaðsíða 2
v i s r r Þriðjudaginn 20. ágúst 1946 efnahagsiegu sjálfstæði íslands. Viftéað viö íslaiidsviniim Chr. Westergárd - IVielsen. Síðaslliðinn laugardag kvaddi Island maður, sem öllum íslendingum er hann þekkja, er hjartfólginn. Þessi inaður var Chr. Westergárd- Nielsen magister ritari Dansk-Islandsk Samfund i Kaupmannahöfn. Westergárd kom hingað hinn 10. april siðaslliðinn á- samt konu sinni, var það í tyrsta skipti, sem f rú Wester- gárd-Nielsen kom til íslands. Westergard, sem kom hingað á vegum íslandsdeild- íir Dansk-islenzka-félagsins jiefir átt mjög annrikt i siim- ju'. Hann hefir haldið fyrir- testra í Dansk-islenzka-félag- inu og fleiri félögum. Fimm x'ttvarpserindi hefir hann haldið, tvö uni Damnörku á liernámsárunum og þrjú um „Viðreisnarstarf í Danmörku eftir striðið". AJlir þessir iyrirlestrar hafa verið samd- i'r og fluitir með slikum glæsibrag, að þeir hafa vakið 'Juifningu allra, sem á liafa hlýtt. Auk þessa hélt Wester- gárd snjallan fyriiiestur Uffl JÝaj Munk í Háskólanum og sstórfróðlegan fyrirlestur ,;Um málið á Guðbrandar- Libliu" á Prestafélagsfundi. íslenzku tnælir Westérgárd svo vel, að manni gleymist oft, að hann er útlendingur. Mun það eigi ofmælt, að eng- inil Dani hafi náð slíkum tök- xun á íslenzkri tungu, nema •ef vei-a skyldi málfræðingur- inn Rask. En það er ekki málið eitt, sem gerir það að verkum, að manni gleymist, að Wester- gárd er Dani. Allur hans liugsunarháttur og fram- koma er þannig, að það er f ullkomlega rétt sem einn af menntamönnum bæjarins sagði, „að Westergárd væri aðeins útlendingur að nafn- iau til." Engann málsvara eigum við Islendingar nú við Eyrar- ¦sund ötulli en Westergárd. Hann er óþreytandi í að fræða landa sína um ísland og tala okkar máli, ef honum finnst á okkur hallað. Þegar tónninn i dönsku blöðunum var hvað óvinsamlegastur í okkar garð vegna sambandsslitanna, reit Iiann stórmerka kjallaragrein í Berlingske Aftenavis og skýrði málin frá islenzku jsjónarmiði, með þeirri rök- i'estu og skarpskyggni, sem «inkennir allt, sem hann skrifar. Ekki num Wester- gárd hafa hlotið miklar þakkir sumra landa sinna íyrir þessa grein og vafasamt ¦ <tv hvort við íslendingar höf- um launað honum þetta dréhgskaparbragð hans, sem vert væri. Nýlega er komin út mikil bók eftir Westergárd, „Láne- ordene i det 16. Árhundredes trykte islandskc litteratur", „Tökuorð i íslenzku í prent- uðum bójtmenntum 16. ald- ar". BÓkina samdi hann fyrst sem ritgerð og hlaut gutl- medalíu Hafnarháskóla fyr- ir, síðan jók hann hana og cndurbadti og hafði lokið því starfi nokkru áður en hann kom í vor. Skömmu fyrir brottförina hitti liðindamað- ur hlaðsins Westergárd að máli. „Yilltu ekki gera svo vel og segja eittlivað um veru þína hér á landi í þetta skipti?'" „Þegar íslandsdeild Dansk- íslenzka-fciagsins bað dönsku deildina að senda fulltrúa hingað til að endurskapa samstarfið, yar eg fyrir val- inu. Öll stríðsárin reyndi cg að fylgjasl með þvi, sem gerðist á Fróni, cftii1 því sem kostur var á, cn mig langaði að sjá allar breytingarnar með eigin augum. Eg skal ekki neita þvi, að mér fannsl erfitt verkefni bíða min, en allar áhyggjur hvað það snerti reyhdust ó- þarfar. íslendingar lóku konu minni og mcr með kostum og kynjum. Oft fundust mér fyrhiestr- ar mínir fátæklegir, en eg held samt að þeir hafi aukið skilning Islendinga á erfið- leikum Dana, en það er auð- vitað annarra að dæma um slíkt. Dvölin var mikilsvirði bæði fyrir konu mina og mig. Við lifðum hér fagurt sumar og eg efast um, að nokkrir útlendingar hafi mætt öðru eins sólskini frá landi og þjóð." „Hvað er þér minnisstæð- ast?" „Öll þau gæði, sem stjórn íslandsdeildarinnar og aðrir vinir og kunhingjar auð- sýndu okkur. Eg minnist ýmsra merkisdaga, sem eg held, að eg gleymi aldrei. Eg minnist hinnar fögru hálíðar Menntaskólans og skrúð- göngu allra aldursflokka. Þar gengu hrörlegir öldungar og ungir stúdentar hver á eftir sínu aldursmerki. Það var mynd af lífi þjóðarinnar hinn síðasta mannsaldur. I lirukk- óttum andlitum öldunganna las eg minningar um baráttu íslenzku þjóðarinnar, til að vinna sér rúm meðal annarra þjóða. Cr andlitum stúdent- anna las eg drauma um fagra framtíð. Eg minnist hátíðarinnar hinn 17. júní, þá sá eg íslend- inga halda þjóðhelga hátíð á virðulegan hátt. Eg minnist einnig ferðar til Þingvalla i boði íslandsdeildariimar. Endurfundir við gamla vini hafa verið ánægjulegir og nýja hef eg eignast. Nú er það ósk min og von, að mér megi auðnast að not- fa>ra mér þá reynslu, sem eg hef fengið í sumar dansk- íslenzkri samvinnu til gagns" Jegu gagni. En mér er nær að lialda, að það væri hollara fyrir þjóðlifið, ef henni fylgdu alvarlegar tilraunir til að lækka vísitölu og f ram- færzlukostnað. Þetta verður ekki gert ,án sjálfsfórna, en stundum er sjálfsfórn það, sem borgar sig bezt. Öllum hður vel á Islandi og er það ómetanlegt, en okk- ur ber líka að líta á framtíð- ina. Að visu hafa íslendingar breytt striðsgróðanum í var- anleg verðmæti, en striðsárin hafa einnig haf t margt miður gott í för með sér. Vinnu- hraði og vinnugleði er ekki eins og fN'iir stríð. Það er vinnugleðin að vísu ekki í neinu landi. En séu nokkur verkefni fyrir hendi, sem við smáþjóðirnar getum leyst er það einmitt sköpun vinnu- gleðinnar, á þvi sviði geta smáþjóðirnar orðið til fyrir- myndar. Um langan aldur hafa Is- íendingar með réttu getað miklast af fornri frægð, og enn geta íslenzkar bókmennt- ir veitt heiminum mikilsverð andleg verðmæti. Islendingar hafa einnig náð góðum ár- angri í hinni friðsamlegu keppni milli þjóðanna. Með þessiim orðum á eg meðal annars við íþróttamennina, seni yirðast hafa hagnýtt sér þa möguleika, sém fyrir hendi voru, meðan æskulýð annarra þjóða blæddi á víg- völlunum. Nú hef eg gagnrýnt svo margt, að flestum mun þykja nóg komið. Eg vil einnig láta í ljós gleði mína yfir þvi hversu gott er að vera ungur á Islandi nú. Hér fær unga f ólkið stöður strax að af loknu prófi. I Danmörku eru menn oftast orðnir hálfgamlir áður en fjárhagsleg afkoma þeirra er tryggð. Eg kveð nú Island að þessu sinni, en eg vona, að eg eigi eftir að koma aftur og hitta vini og kunningja. Island kveður mig með blíðu og sól- skini. Það verður fögur sjón að sjá jökla Fróns hverfa i fjarska. Jöklarnir eru sem táknræn mynd af fari Islend- inga. Jöklarnir geyma eldinn eins og Islendingar hjarta- ylinn. Ef til vill sé eg eldinn úr Vatnajökli um leið og eg fer, eins og eg hef fundið hjartayl Islendinga gagnvart konu minni og mér. En held- ur kysi eg að sj ájöklana rísa úr sæ og eiga fyrir höndum langt sumar á íslandi." „Nú ertu búinn að segja svo margt fallegt um land og þjóð, hefurðu ekki veitt eftir- tekt neinum annmörkum?" „Eldíi get eg neitað því, en það er vist ekki viðeigandi að greina frá þeim?" „Enginn mun áfellast þig fyrir það, því allir vita.að þú mælir af góðum hug." „Jæja-þá. Eg skal ekki neita þvi, að þrátt fyrir öll þau gæði, sem mér hafa verið auðsýnd er ýmislegt, sem veldur mér uggs með tilliti til framtíðarinnar. Tortryggni stórveldanna hvert tilannarra varpar einnig geigvænlegum skuggum yfir ísland. Eg álít, að hin sivaxandi dýrtíð sé hættuleg fyrír efna- hagslegt, en því miður einnig pólitískt sjálfstæði Islend- inga. Frelsi er dýrmæt eign, cn eg held, að stríðið hafi kennt okkur Dönum, að frelsi án ábyrgðar er hættulegt fyrirbrigði. Oft átti eg hægt með að sætta mig við hinar ýmsu takmarkanir á persónu- legu frelsi í Danmörku, að stríðinu afloknu. Á eg þar við peningaskiptin og fleira slíkt. En mér hefir skilizt að þetta er sprottið af ábyrgðar- tilfinningu og gert til þess að tryggja í'relsi komandi kyn- slóða. Eg ól þá von í brjósti, að Islendingum myndi takast að halda tlýrtíðinni í skef jum, en nú virðast þessi mál á ný stefna í öfuga átt. Nýsköpunin er mikilvægt fyrirbrigði í sögu Islendiriga og vonandi verður hún kom- andi kynslóðum að ómetan- UNGLINGA vantar til að bera blaðið til kaupenda á HVERFISGÖTU. Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. DAGBLAMB VÍSIR Gólfdreglar nýkomnir, ágætis úrval. Gey&ir h.f. Veiðafæradeil din. AUGLÝSING um umferd í Revkjavík. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur eru bifreiðastæði bönnuð með öllu á 20 metra svæði hjá öllum viðkomustöðum strætisvagnanna, 10 metra hvoru megin við stöðvarmerkin, beggja megin á götunni. Þetta tilkynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 19. ágúst 1946 Agnar Kofoed-Hansen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.