Vísir - 24.08.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1946, Blaðsíða 7
Laugardaginn 24. ágúst 1946 flægri höitd De Gaulles. tjr ErnesfeO. Hauser, einn &{ ritstjórum ;$aturday Eyening Post. Hann sneri sér við og fór að líta til strandar. Hann horfði á landið um stund eins og viðutan. Eirðarleysi hans var að aukast. Það kom yfir hann einhver þrá, að hafa meira svigrúm en unnt var að hafa á snekkjunni Gar, og honum flaug í hug að róa til strandar í kænunni. Hann gekk af tur á og var honum nú ef st i hug að framkvæma þessa hugmynd. Hann náði sér í gamlan, bláan flónelsjakka, og vatt sér niður i bátinn. Halvard kom aftur til þess að vera honum til aðstoðar, en Woolfolk afþakkaði hina þöglu að- stoð, sem Halvard var reiðubúinn að láta i té. Woolfolk greip nú til áranna og reri frá snekkjunni, en á framstafni hennar hékk ljós- ker, og ljósið frá henni var í augum Woolfolks eins og gulleit stjarna, er hann fjarlægðist snekkjuna. Hann leit eitt sinn um öxl og í sömu svifum rann kænan upp í sandinn mjúklega. Woolfolk tók akkerið og festi kænuria og horfði :svo í kringum sig af nokkurri forvilni. Á hægri hönd honum var olender-rjóður og lagði þaðan sterka angan, en þar' fyrir handan «óx hávaxið gras að rústunum, en til vinstri fyr- ir handan gamlan, hrörlegan brunn, gat að líta dálítið hús byggt af múrsteini. Svalir mjög úr :sér gengnar voru fyrir framan það. Skýin greiddust nú sundur og tunglið skein á þennan bústað og umhverfi haris. Woolfolk kom nú á eitthvað sem líktist götu- slóða innan um rústir og grjót og brak og gekk unz hann kom að girðingu, en þar fyrir handan voru mörg tré, angandi gullaldinairé. Hann kom nú á gangstíg lagðan fjölum og hélt áíram cftir honum. Hin röku, vaxkendu blöð gullald- inatrjánna snertu andlit hans, og i þessum svif- n :n sá hann þroskuð aldin milli greirianna, og ósjálfrátt rétti hann út hönd sína, tók eitt gull- aldin, og þar næst annað. Þau voru lítil og þung, en börkurinn heill og leit \el út. Hann reif börkinn af einu og lagði ávöxtinn sér til munns. Honum til mikillar furðu var iiann beiskur mjög á bragðið og kastaði hann þegar frá sér því, sem eftir var i lófa hans. En brátl fann hann gullaldin svo ljúffeng, að hann hafði aldrei bragðað neinn ávöxt þessarrar teg- undar, sem honum bragðaðist eins vel. Og nú sá bann ljós beinl fyrir framan sig. Hann var kominn að opnum dyrum húss og Ijósið lagði út um þær. III. Hann fór sér hægara og virti nú fyrir sér hús það, sem fyrir augu hans bar, umvafið miklum gróðri á allar hliðar. Hann var nú skammt frá aðaldyrunum, sem ljósið lagði út um, og hann sá allt í einu skugga, eins og einhver hefði skot- ist inn i forstofuna eða gengið yfir gólfið í henni. Af tur var hann var þar nokkurrar hreyf- ingar og sá nú gianna, hvítklædda konu stíga þar fram allhikandi. Hann nam staðar í þeim svifum, er hún kall- aði, skærum rómi og örugglega: „Hvað viljiðþér?" Það var spurt alveg blátt áfram, en þó i þeim tón, að nokkurs beygs varð vart i röddinni. „Ekkert", flýtti hann sér að segja, svo að kon- an gæti fullvissað sig um, að hún hefði ekkert að óttast. „Þegar eg reri til lands flaug mér ekki i hug, að neinn byggi hér." „Þér eruð á skipinu, sem sigldi inn á víkina um sólsetursbil?" „Já, og er á förum þangað aftur." „Það var eins og töfrasjón," sagði hún. „Allt i einu, án þess nokkurt hljóð beyrðisl, var hún komin og lögst á víkinni." Jafnvel í þessum orðum, sem hún mælti blált áfram, þótti Woolfolk verða var geigs. Og þó var sem þessi geigur konunnar stafaði ekki af þvi hve skyndilega hann kom i ljós. Þessi geigur virtist búa með henni. ,,0g eg hefi rænt yður," sagði hann i léltari tón. „Eg er með gullaldin i vasanum." „Yður mun ekki geðjast að þeim," sagði hún. „Það er komin órækt i þau og við getum ekki 'seit þau." ,,Þau bafa sérkennilegt bragð, sem mér fellur veí. Eg vil gjarnan kaupa nokkur gullaldin." „Eins mörg og þér óskið." „Háseti minn mun sækja þau og greiða fyrir þau —" „Nei, nei—" Hún þagnaði skyndilega. Og þegar hún tók til máls af nýju þóttist W7oolfolk verða þess var, að geigur herinar væri orðinn að ótta. „Við seljum ekki upp hátt verð fyrir þau," sagði hún að lokum. „Nicliolas annast þetta." Bæði þögðu um stund. Hún stóð þarna og hallaði sér að dyrastafnum umvafin skini mán- ans. Hún var grannvaxin og smágerð, en fögur, alll virtist benda lil, að þessi fíngerða kona væri af allt öðrum stofni en þeir, sem ströndina byggðu, og málfar hennar og hreimur var ger- ólíkt því, sem þar tíðkaðist, og fegurra. \,Viljið þér ekki setjast," sagði bún loks. „Fað- ir minn var hérna, þegar þér komuð, en hann fór inn. Það hefir alltaf truflandi áhrif á bann, ef einhver ókunnugur kemur." John Woolfolk gekk upp á svalirnar til þess að dveljast þar smástund. Konan scttist, virtist næstum hníga niður i lágan stól. Allt var kyrrt í kringum þau og hann greip ósjálfrátt til tó- baks síns og vafði sér sígarettu. 'AKVfflWðMNMl Móðurást. Kona nokkur var komin til vinkonu sinnar og haföi orö á því, aö sér þætti sonur hennar efnilegu En vinkonan svaraöi: Vanur klækjum verður sá vel þó bækur læri, lig'gur skrækjum í og á öll við tækifæri. Ameríka. Ameríka er auðnu hjól unga fyrír drengi, en hún er líka skálkaskjól skálk þó margan hengi. Ók. höf. ? Ástavísa. Auðgrund nett, sem ást mér bjó, um þig fléttast bögur, herðaslétt og mittismjó mjarimaþétt og fögur. 6. B. •» Gamalt stef. Sá eg ljós í SySri-Vík af sandi löngum, bar þaiS drósin blómarík I ..... í bæjargöngum. ...... • '•¦'¦ Frakklandi, varð aldrei samur maður eftir að hann missti konu sina. Það var aldrei nein glaðværð í Bidault-heimilinu í borginni Moulins hjá Vichy, en þar fæddist Geprges árið 1889. Þegar hann var tíu ára að aldri var hann sendur i Jesúíta-skóla í Norður-Italíu — því að Jesúítum var bannað með lögum að kenna í Frakklandi — og þar var hann í sex ár, þar sem allskonar klass- . iskum i'ræðum var troðið i hann. Þegar hann kom heim aftur bar hann viljaþreki og styrk merki á allan hátt. Hann tók þegar að lesa sögu og las af kappi miklu. Hann gekk einnig í kaþólskt æskulýðsfélag og varð fljótlega foringinn í sínum hópi. Kennarar hans og skólabræður voru á einu máli um það, að hann væri fluggáfaður og mundi komst langt i líl'- inu. Árið 1918 var hann kallaður í franska herinn og var meðal annars í setuliði frakka í Ruhr-héraði. Var hann þá undirliðþjálfi. Þegar hann var leystur úr herþjónustu, hélt hanri þegar náminu áfram í Svartaskóla í Paris, lauk prófi með ágætiseinkunn og var strax ráðinn söguprófessor í Valenciennes,, En hinum mikla lærdómi hans var eytt aS mestu til einskis í þessari smáborg, svo að hann sótti um em- bætti í Paris og var settur kennari við ágætan skóla þar. Var hann tæplega þrítugur, þegar hann fékk þá stöðu og var yngsti kennarinn, sem sá frægi skóli hafði nokkuru sinni haft í þjónustu sinni. I fyrstu héldu samkennarar hans, að hann væri einn læri- sveinanna og það kom meira að segja fyrir, að þeir stöðviioa hann, er hann var á gangi í húsakynum skólans og íilkynntu honum, að nemendum væri ekki leyfilegt að reykja þar. Nú er hann orðinn uíanríkisráðherra Frakklands og á því láni að fagna, að geta byggt utanríkis- stefnu stórveldis á skoðunum, sem hann myndaði sér í kyrrð og næði vinnuherbergis síns. Árum sam- an fyrir strið skrifaði hann í blað sitt um utanrikis- mál og skrif hans höfðu mikil áhrif meðal hinna menntaðri manna þjóðarinnar. Blaðið varð til upp úr kosningunum 1932, þegar fáeinir áhugasamir flokksmenn þjóðlega demokrata-flokksins stofnuðu með litlum efnum dagblað, sem þeir nefndu l'Aube, — Dögunin. Bidault tók að sér ritstjómina og á næstu árum varð hann sannkallaður spámaður. Hann komst oft vel að orði í blaði sínu og með því að lesa gamlar greinar eftir hann, er hægt að gera sér nokkra grein fyrir skoðunum hans. Árið 1935, þegar Italir voru að búa sig undir árás á Abessiníu, skrií'aði hann: „Hvaða vald hefir Þjóða- bandalagið til að stöðva ofbeldi í Evrópu, ef það getur ekki stöðvað ofbeldi í Afríku?" Hann taldi samruna Austurríkis og Þýzkalands, „ógæfu frá sjónamiði menningar óg friðar." Meðan borgara- styrjöldin geisaði á Spáni, var Bidault harðorður um Franco. En honum tókst aldrei betur upp, en þegar hann fordæmdi aðfarirnar í Miinchen. „Eg óttast," sagði hann rétt áður en Chamberlain flaug til Berchtes- gaden, ,,að slík för, sem á sér engan lika í sögu Bretlands, muni af Þjóðverjum verða talin siSferði- legur sigur, sem í sjálfu sér réttlæti hina svívirði- legu kúgun, sem allir menn handan Rínar hafa verið beygðir undir." „Þegar menn hrapa niður fjallshlíð," skrifaði hann viku síðar, „verða menn að stöðva sig í fall- inu á fyrstu metrunum, því að öðrurn kosti eru þeir glataðir. Mig langar til að vona, að við séum enn réttu megin línunnar, sem markar það svæði, þar sem allt er um seinan .... Þar sem Tékkóslóvakía hefir verið hneppt í fjötra," segir hann að lokum, „sækir Hitler-Þýzkaland að nýjum landamærum, til að frelsa nýja Súdeta — hinir nýju sigrar eru handan við hina sundurlimuðu Tékkóslóvakiu: 1 Rúmeníu, Póllandi og síðan Rússlandi með hinu mikla landflæmi þess." Enda þótt upplag l'Aube færi aldrei fi-am úr 20,000 eintökum, barst blaðið samt í hendur hinna réttu manna, sem kunnu að meta góð skrif og-um það bil, sem það framdi „sjálfsmorð" árið W^Oj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.