Vísir - 26.02.1947, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1947, Blaðsíða 2
2 V I S I R Miðvikudaginn 26. febrúrtr 1947 * uppreistardagurinn I Grein sú, sem hér fer á eftir, er skrifuð af ungum Télcka, sem hér dvelst um þessar mundir. — Vlastis- lás Jírí Schnither. I marzmánuði 1945 var öllum Ijóst, að Þjóðverjar höfðu tapað stríðinu og fólk bjóst við stríðslokum þá og þegar. í Prág liöfðu Þjóðverjar uiídirbúið eyðileggingu ým- issa frægra bygginga einkum x lijarta borgarinnar. Andstaða Tékka gegn Þjóð- verjum var öðruvísi en t. d. Norðmanna og Dana. Tékkar höfðu ekki skipulagðan Ieýniher, en margir áttu vopn geymd og voru reiðubúnir að grípa til þeirra, er á þyrfti að lialda. Margir ungir Tékkar reyndu að komast úr landi og ganga í lieri bandamanna og (jll liernámsárin störfuðu sarntök Tékkó-slóvakíu, sem greiddu fyrir þeim, er höfðu slíkt í hyggju. A árunurn 1940—’41 kom- ust margir um Júgóslavíu, þar á meðal 5—600 flug- menn. Er Þjóðverjaar höfðu hernumið það land lokaðist þessi leið, en þá reyndu Tékkar að komast til Sviss. Leiðin til Sviss liggur, sem kunnugt er, um Þýzkaland og urðu því þeir, sem liæltu sér Iiana að ráða sig í þjónustu Þjóðverja; síðan hurfu þeir á einhverri járnbrautarstöð- inni í nánd við landamæri Sviss. Unnið fyrir Þjóðverja. Tékkar urðu að vinna fyr- ir Þjóðverja, en við réyndum að leysa verkin eins illa af hendi og við gátum. í stríðs- lokin vann eg á verkstæði, sem gerði við bíla og setti viðarkolavélar í þá. Yið unn- um eins slælega og nokkur kostur var á, því að við viss- um, að Þjóðverjar notuðu þessa bíla til þess að ftytja verðmæti ur landi og fórum okkur þvi að engu óðslega. Það var ekki auðvell fyrir okkur að svíkjast um, því að Gestapó átti vagnana og Gestapó-foringjai' konxu á hverjum degi til að líta eftir verkinu. Þeir sögðu okkur skýrt og skorinort, að ef við reyiidum að tefja vinnuna á einn eða annan hátt yrðum við umsvifalaust kærðir fyr- ir spellvirki. Til allrar liam- ingju fyrir oklcur var efnið lélegt og því erfitt að fylgjast með því, sem við gerðum. Ilinn 4. maí fékk eg til- kynningu um, að tíminn væri kominn og ætti eg að vera tilbúinn. Eg fór eftir skammbyssunni minni, sem var falin á skrifstofu, sem eg yann í á dögum hins ill- ræmda Heydrich. Prá skrif- stofunni átti eg að fara heim til min og standa á verði þar. Byrjað að berjasL Þegar eg kom út úr skrif- stofunni sá eg marga lier- menn reiðubúna til að hefja skolhríð. Fólk safnaðist sam- an í hópa og ræddi alvarleg málefni. Eg ætlaði að fara að spenna bóginn á skamm- byssunni minni, þegar stór- vaxinn þýzkur hermaður, vopnaður riffli, kom beint í flasið á mér. „Upp með hendurnar“, skipaði hann og siðan ýtli hann mér með byssuhlaupinu að horni hússins. Þar skipaði hann mér að ganga beint af augum og snúa ekki við. Til allrar hamingju Iiafði hann ekki komið auga skammbyss- una. Talsverð skothrið var i götunni, sem eg fór yfir, svo eg flýtti mér eins og eg gat að komast inn i húsasund. Ráðrizt á skriðdreka. Mér var nú ljóst, að upp- reistin var hafin. Brynvarinn þýzkur bíll með hermönnum og opinn hermanjiábíll komu akandi eftir götunni. Tékki þaut út úr næsta húsi með byssu í hendinni og skaut bílstjóra opna bílsins. Þetía gerðist á horni dPanska ullee nad Prikopy. Út úr húsinu á móli kom annar maður hlaupandi og áður en Þjóð- verjar fengu ráðrúm til að hlaða fallbyssuna, sem þeir liöfðu i bryndrekanum, var ráðizt á þá og bárdaginn hófsí. Nokkurir Þjóðverjar komu úr næstu götir félögum sín- um til hjálpar og ef þeir hefðu köinizt alla Jeið hefði verið liti um Tékkana. Nú skarst eg í leikinn. Það sem eg gerði var mjög einfalt en bar eigi að síður góðan ár- angur. Eg tók skammbyss- una upp úr vasanum og kall- aði á enzku: „Upp með hend- urnar“. Þegar Þjóðverjar heyrðu enskuna urðu þeir dauðskelkaðir og gáfust upp. Fleiri Tékkai' komu út úr nærliggjandi húsum og tóku Þjóðverjana til fanga. Yopn þeirra komu okkar mönnum í góðar þarfir. Náð í vopnabirgðír. Eg . komst heim til mín í skjóli bílsins, sem við náðum af Þjóðverjum, og var fyrsti Tékkinn, sem var vopna'ður i því húsi. Tékkneska leyni- útvarpið í Þrag bað fölk um aðstoð til að verja útvarps- stöðina og. ganga jafnframl milli bols og höfuðs á Þjóð- verjum. Fjöldi Þjóðverja var'i hús- inu, sem eg bjó í og þar eð yfirmetm þeirra höfðu gert þeim aðvart, voru þeir með alvæpni. Við vissum að riffla- birgðir voru til i húsinu. Til allrar hamingju fundum við þá fljótlega og lögðum þegar til atlögu. Allt gekk vel og áætlun, sem við liöfðum gert fáum dögum áður, virtist ætla að heppnast. Kvenfólkið hitaðí kaffi lianda okkur og á með- an fundum við matvæli, sem Þjóðverjar áttu. Sannaði sá fundur, að Þjóðverjar höfðu ællað að verjast til þrautar i húsinu. í fyrstu höfðu þeir alla neðstu hæðina á valdi sínu en bráðlega var þeim þrengt saman í nokkur herbergi. Er þeir undirbjuggu vörnina, liöfðu þeir ekki veitt þvi eftii’- tekt, að tveir stigar lágu inn í þessi herbergi, en við kom- umst að þeim eftir stigunum og tókum flesta þeirra lil fanga með áhlaupi. Nokkrir féllu af okkar mönnum, en mun fæi’i’i en við hefði mátt búast. Áhlaupið Iiafði komið Þjóðverjum að óvörum. Bryndreki á leiðinni. Næsta nótt var ægileg. Yið urðum að liafa gát á Þjóð- verjum sem enn léku lausum hala og halda vörð á þaki hússins, því að það var sam- byggt næstu húsum. Yið og við urðum við að senda að- albækistöðvunum boð um hvernig gekk. Allt í einu fengum við boð um að stór bryndreki með fallbyssu væri á leiðinni til okkar. Nokkrir urðu þegar að byrja að gera grafir fvrir skrið- drekavarnabyssur, sem við höfðúm. Þá var hringt frá ppisthús- inu, en þeir sem vörðii þá mikilvægu byggingú höfðu verið matarlausir allan dag- inn. Nokkrum af okkar mönnum var skipað að fara með mat handa þeim, en Þjóðverjar höfðu húsin kringúm pósthúsið á valdi sínu. Mér var falið að stjórna liópnum, sem átti að ráðast í þetta ævintýralega fei'ðalag. Okkur tókst að komast ýfir Venceslastorg heilu og höldnu og alla leið að póst- húsinu. Þegar dyr póstliúss- ins opnuðust, féll ljósgeisli út og' undir eins hófst skot- hríðin. Yið köstuðum okkur flötum til jarðar, reyndum að mjaka okkur áfram og ýta ílátunum með heita matn- um á undan okkur. Bak við öskutunnur. Þegar eg var i þann veginn að mjaka mér inn var ljósið inni slökkt, en mér til mik- illar skelfingar féll sterkur ljósbjarmi frá einii af hús- unum. sem Þióðveriar höfðu á valdi sinu, Keint á blettinn, þár sem eg lá. Eg þorði jhvorki að hræfa legg né lið. ÍAllt í einu kom eg auga a nokkrar öskutunnur rétt við dyrnar’ Það var aðeins selc- úndu verk að skjótast bak við þær. Eg komst bak við tunn- urnar áður en vélbyssa fór að gelta. Kúlurnar þutu yfir liöfði mér góða stund. Svo varð allt kyrrt, og eg komst inn. Það tók okkur klukku- stund að komast heim frá þessum óttalega stað, en er þangað kom vorum við ná- fölir af taugaæsingi. Við "i •' • ■ ' \ ' ’ i ?? - ji i; s>ló H i I' - ‘ kveiktum okkur í sigarettum ög fórum að skellililæja. Þeir sem ekki höfðu verið með héldu, áð við værum orðnir vitlausif, Svo nærri höfðu kúlurnar farið höfðinu á mér, að það var gat á lijálm- inum minum. Enginn timi var til að- sofa. Við sátum með rifflana á hnjánum og hlustuðum á útvarpið. Þulurinn bað Ame- ríkana lijálpar en árangurs- laust — við urðum sjálfir að bjarga okkur úr þessu hel- víti á jörðu. Þannig endaði fyrsti upp- reistardagurinn. Gott steinhiís í Skerjafirði til sölu. Stór eignarlóð. öll þægindi. 1 kjallara: 3 herbergi og eldhús. Á 1. hæð: 3 herbergi og eldhús. í risi: 3 herbergi og eldhús. Allt laust til íbúðaf nema 2ja herbergja íbúð í kjallara. Málflutningsskrifstofa Kristjáns Guðlaugssonar hrl. og Jóns N. Sigurðssonar hdl., Austurstræti 1. Sími 3400. Rafmagnshandsagir Höfum fengið nokkur stykki af hmum viður- kenndu SKILSAW-sögum. r * VerzEunin iVSALIVIEY Garðastræti 2. Laugavegi 47. Niðui'soðið blómkál. Klapparstíg 30. Sími 1884. Rafmagns- lÍBtpottar nýkomnir. —- Málning & Járnvörur, Laugaveg 25. Stúlka óskast til að sauma karlmanns- bijxur heima. Upplýsjngar í síma 5561. Árpiðanleg og lipur Stúíha óskast í vefnaðarvöru- verzlun í miðbænum um mánaðamótin. Umsóknir, ásamt' upplýsingum um fyrri atvinnu og meðmæl- um, ef til eru, sendist af- greiðslu Vísis, merkt: „1000“. PELSáH stór og lítil númer. Saumastofan Uppsölum, Sími 2744. Skáphöldur, Skúffutappar, Skáplokur. nýkomið. Málning & Járnvörur, Laugaveg 25.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.