Vísir


Vísir - 04.11.1947, Qupperneq 3

Vísir - 04.11.1947, Qupperneq 3
V I S I R 3 Þriðjudaginn 4. nóvembei’ 1947 ALÞINGI: Fyrírmæli um sæðingu bufjar tekin upp í nýtt frv. um búf járrækt. Sæðingin getnr dregið úr hættu af búljársíúkdémum. Landbúnaðarnefnd Neðri deildar ber fram — að beiðni Búnaðarfélags íslands — frumvarp til laga um búfjár- rækt Er þetta mikill bálkur i samtals 9 köflum og 83 greinum. Er breytingin mikil frá fyrri lögum, því að fjórir nýir kaflar bætast við og hin- ir fyrri eru talsvert breyttir. Eitt merkasta nýmælið i frv. er um sæðingu búfjár. Er það ný og fljótvirk aðferð til að kynbæta búfé, þar sem auðvelt verður að útbreiða Ijeztu og reyndustu karldýr- in. Um þann kafla segir svo í greinargerð fyr'ir frum- varpinu: .....Aðferð þessi hefir á siðustú árum rutt sér ört til rúms i öllum lielztu búfjár- rætkarlöndum heims og gef- ið góða raun. Það, sem m. a. mælir sérstaklega með þess- ari aðferð hér á landi, er, að hún dregur mjög úr þeirri liættu, að sjúkdómar berist milli landa og landshluta með kynbótadýrum, en þetta atriði er mikilsvert fyrir ís- lenzka bændur nú vegna sjúkdómavarnanna, sem gera víða ómögulegt að flvtja lcynbótagripi milli héraða, liversu brýn sem nauðsyn þess kann að vera. Það hefir allmikinn kostnað í för með sér að koma á stofn sæðingar- stöðvum, og rekstur þeirra verður kostnaðarsamur í fyrstu, meðan Starfsemin er að komast i fast horf og bændur að.fá traust á henni, svo að þeir minnki við sig nautahald og fallist á að greiða sæðingarstöðvunum nauðsynleg gjöld. Þvi er svo ráð fyrir gert, að ríkissjóður greiði laun sérfræðings, með- an hann er að koma rekstri stöðvarinnar í gott horf. Enn fremur er ætlazt til, að ríkis- sjóður greiði til reksturs stöðvarinnar kr. 7.00 fyrir hverja sædda kú og kr. 0.50 á sædda á. Útgjöld samkvæmt lcafla þessum geta numið nokkurri upphæð, þó ekki mikilli fyrst um sinn, þar sem aðeins ein sæðingarstöð er starfandi nú sem stendur. rlins vegar má búast við þvi, ef áhugi er fyrir hendi, að út- gjöld muni vaxa á næstu ár- um, en því fé væri vel varið, vegna þess að starfsemi þessi mundi flýta mjög fyrir kyn- bótum búfjárins yfirleitt ..“ Fyrsti vefirarfundur álliance Francaise. Alliance Francaise hélt fyrsta fund sinn á vetrinum s. 1. þriðjudag. Ýmsum utanfélagsmönn- um hafði verið boðið, m. a. A. Jolivet kennara við Há- skóla íslands. Flutti hann er- indi um franska leikrita- skáldið Jéan Anouilh, en á undan erindinu ávarpaði rit- ari félagsins, Magnús G. Jóns- son, hinn franska sendikenn- ara, og óskaði lionum til hamingju með Fálkaorðuna, sem forseti Islands sæmdi hann fyrir skömmu. Hlaut A. Jolivet lnð mesta lof fyr- ir erindi sitt, enda er hann mjög skemmtilegur fyrirles- ari. Benli hann m. a. á að Anouilh minnti oft mjög á norska skáldið Ibsen. Að loknu erindi Jolivet var sezt að kaffidrykkju, en skömmu áður en hófinu var slitið kvaddi formaður félagsins, Pétur Þ. .1. Gunnarsson stór- kaupmaður, sér hljóðs og þakkaði A. Jolivet fyrir kom- una og hið ágæta erindi. Færði hann A. Jolivet að gjöf frá félaginu liið nýútkomna rit Magnúsar Jónssonar. um Hallgrim Pétursson og ósk- aði honum góðrar lieimferð- ar, en þetta var siðasti dagur A. Jolivet hér á Islandi að þessu sinni. Aður en hófinu lauk þakkaði A. Jolivet fyrir hinar ágætu viðtökur, sem hann hafði fengið hér á landi. Lokið við stækkun é gistihúsinu að Fornahvammi. Um þessar mundir er ver- ið að Jjúka við stækkun, sem framkvæmd hefir verið á Gistihúsinu að Fornahvammi í Norðurárdal í Borgarfirði. Gistihúsið hefir verið stækkað allmikið og rúmar það nú um 50 gesti í herbergi, án þess að þröngt sé um þá. Aðalbreytingarnar hófust i fyrravetur og liefir þeim verið haldið áfram siðan og er nú svo komið, að verið er að leggja síðustu hönd á verkið. Aðalbvggingin er tví- lyft með kjallara og risi og er mjög haganlega frá öllu gengið í húsinu. Gistihúsið i Fornahvammi. mun vera með einu af fullkomnustu gistihúsum hérlendis. Mikil umferð er á sumr- um um Norðurárdal óg kem- ur það sér vel fyrir ferða- menn, að geta fengið gist- inu i Fornahvammi og annan beina. I>áta mun nærri að um 150 manns snæði þar máls- verð, þegar áætlunarbifreið- irnar milli Rvikur og Akur- eyrar liafa þar viðstöðu. Forstöðumaður gistihúss- ins er Páll Sigurðsson og liefir hann rekið gistihúsið með miklum myndarbrag og hafa menn tekið til þess, hve öll þjónusta, sem gistihúsið lætur ferðamönnum i té er fullkomin og góð í alla staði. Frá aðalfundi Þing- eyingafélagsins. Aðalfundur Félags Þing- eyinga í Reykjavík var hald- inn í Oddfellowhúsinu 30. okt. s. 1. Formaður félagsins var kjörinn Stefán Björnsson fra Grjótnesi á Sléttu. Meðstjórn- eridur eru Aðalbjörg Guð- mundsdóttir, Indriði Indriða- son, Sigurður Kristjánsson og Valdimar Helgason. Fé- lagar eru tæplega 200 talsins. A fundinum voru rædd ýmis félagsmál, svo sem starfsemi söngltórs, bókaút-' gáfa, skemmtanastarfsemi á komandi vetri o. fl. Innan fé- lagsins hefir starfað blandað- ur kór undanfarin 5 ár. I honum eru um 10 manns, en óráðið er um stjórnanda hans í vetur. Skýrt var frá útgáfu á Rit- safni Þingeyinga. Af þvi er nú þegar komið út fyrsta bindið, en það er eftir dr. Björn Sigfússon og fjallar um landnám og sögu Þing- eyinga til Þjóðveldisloka. Gert er ráð fyrir að sjálf sag- an verði í 3 bindum og nái til vorra daga. Hinsvegar verður rilsafnið miklu slærra, a. m. k. 7—10 bindi. Nú er í prentun 2 bindi af Ritsafninu. Það eru þættir eftir Indriða Þorkelsson á Fjalli. Eru það frásagnir af einstöku mönnum og mál- efnum úr Þingeyjarsýslu, um 220 bls. að stærð og búin und- ir prentun af Indriða syni hans. Óvist er hvað næst verður gefið út í Ritsafninu, en með- al þess sem er í undirbúningi eru bvggðalýsingar sýslunn- ar. Hefir einum manni i hverjum hreppi beggja sýsln- anna verið falið að skrjfa lýs- inguna, hver fyrir sína sveit, en siðan- verður tveimur mönnum, sínum úr livorri sýslu, falið að samræma lýs- ingarnar og’ búa þær undir prentun. Þá má geta þess að Jóhann- es Askellsson jarðfræðingur hefir tvö undanfarin sumur ferðast um Þingeyjarsýslur til úndirbúnings samningu á 1 jarðfræðilýsingu. Auk þessa verður að sjálf- sögðu skrifað um margt fleira þ. á m. um gróður og dýralif, veiði, íþróttir, land- búnað o. s. frv. Ritstjóri rit- safnsins hefir verið ráðinn Þorkell Jóhannesson prófes- sor. Bridgekeppnin Tveir síðustu undan riðl- arnir í bridgekepprdnni voru spilaðir í gær. I 4. riðli urðu þessir efstir: 1. Helgi Eiríksson 5714 st. 2. Guðm. Ólafsson 5114 — 3. Hörður Þórðarson 51 — 4. Jón Þorsteinsson 4814 — 5. Stefán Þ. Guðmunds- son 48 -— 6. Halldór P. Dungal 47 7. Jens Pálsson 4614 — I 5. riðli urðu efstir: 1. Þorst. Þorsteinss. 54 st. Sa'jatýréttir 308. agur ársins. Næturlæknir. Læknavarðstofan, simi 5030. Næturvörður er i Laugavegs Apóteki, sími 1616. Veðrið. Norðan eða norðaustankaldi. sums staðar alllivasst í dag. Yíð- ast skýjað en úrkomulaust. Höfnin. Vatnajökull kom i gær frá Am- eriku. Esja kom úr strandferð 1 gær. Enskur togari fór á veiðar i morgun. Frú Jóhanna Rokstað, Marklandi í Garðalandi er scslíu ára í dag. Iíaupsamningar liafa verið úndirritaðir milli matreiðslu- og framleiðslumanna og veitingahúseigenda í Rvik. — Grunnkaup matreiðslumanna verður kr, 650.00 á mánuði. Yfir- matreiðslumenn fá 25% hærri grunnlaun. Útvarpið í kvöld. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.25 Þing- fréttir. 20.25 Mendelsohn, 100 ára dánardægur: a) Erindi: Róbert Abraham. b) Tónlist eftir Mendel- sohn (plötur). 21.15 Smásaga vik- unnar: „Ljónabúrið'* eftir Verner von Heidenstam (Helgi Hjörvar). 21.45 Spurningar og svör um is- lenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Djassþáttur (Jón iM. Árnason). Happdrætti Landbúnaðarsýning- arinnar. Dregið hefir verið hjá borgarfógetanum í Reykjavik i happdrætti Landbúnaðarsýning- arinnar. Þessi númer hlutu vinn- inga: 26107: Reiðhestur. 24632: Jeppabifreið. 20465: Farmal- dráttarvél. — Vinninganna niá vitja hjá Kristjóni Kristjónssyni í S. í. S., sími 7080 eða 3978. Félag Vestur-íslendinga. Aðalfundur verður haldinn i Oddfeilowhúsinu uppi, fimmtu- daginn 6. nóvember kl. 8,30. — Eftir aðalfundarstörf verður kaffi, spil og dans. Allir, sem dvalið hafa vestan hafs, geta gerzt félagar. Félagar! Fjölmenn- ið og takið með ykkur gesti. — Stjórnin. 2. Kristj. Kristjánss. 53 3. Kristinn Bergþórs- son 52 — 4. Pétur Emarsson 5114 — 5. Lárus Karlsson 49 — 6. Einar Jónsson 4614 — 7. Gunnar Möller 4614 —- Spilað verður í 2 milli- riðlum, en 8 menn í hvorunt milliriðlum komast í úrslit. Skrifstofur Stjórnarráðsins, SJÚKRAMÁLADEÍLDAR, eru fluttar á Klapparstíg 26, III. hæS. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Háteigsveg 2. Jarðarför systur minnar, Sofm Daníeisson, fer fram fimmtudaginn 6. fí.m. og heíst með húskveðju að heimili hennar, Aðalstræti 11 kl. 1,30 e.h. Leopoldfna Eiríkss. Innilegt fjakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andiát og jarðarför, Snsönnu !. fónasdáttur, hárgreiðslukonu. Aðstandendur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.