Vísir - 24.11.1947, Blaðsíða 8

Vísir - 24.11.1947, Blaðsíða 8
(Lesenður eru beðnir að athuga aS smáauglýs- i n g a r eru á 6. síðu. — Næturlæknir: Sími 5030. — Næturvörður: Ingólfs Apóték, sími 1330, Mánudaginn 24. nóvember 1947 Hý stjórn heflr verið myndul Bidaislf verður áfram utan- það var tilkynnt í París nokkru eítir miðnætti í nótt, að Robert Schuman hefði tekizt að mynda nýja stjórn í Frakklandi. Sijórnarnujndanin gekk eifiðlega og lá hvað eftir arínað við, að allir samniríg- ar færu út um þúfur. Blum sættir. Sérstaklega ætlaði að gangá erfiðlega að ná sam- komulagi við jafnaðarmenn, þvi kröfur þeirra voru meiri en Schumann treysti sér til að ganga að. Leon Blum ' jafnaðarmannaleiðtoginn, .var kvaddur til þrisvar til þess að koma á sættum og tókst honum að koma með málamiðlun, er báðir gátu gengið að. Skiptingin. Kristilegir demoltratar, flokkur Schumanns forsæt- israðherra, hefir flesta ráð- herra í stjórninní eða níu, en jafnaðarmenn hafa sex og' róttækir fjóra. ílialds- menn hafa einn ráðherra í stjórn Schumanns. Bidault verður utanriki sráðherra og fer á fund utanríkisráð- hefrana í London á morgun. Stjórn. Scþumanns mun fyrst og fremst heita sér fyr- ir því að koma á friði i at- vinnumálum Frakklands, en ekkert'hefir ennþá dregið úr verkföllunum. Heita má að allar járnbrautarsamgöngur hafi Iagst niður í Frakklandi vegna verkfalla járnbraut- arstarfsmanna. Schumann segir að stjórnin muni láta hendur standa fram úr erm- um, en tala minna. Álit frettamanna. Fréttanlenn, sem í París dvelja, segja að almennt sé álilið að stjórn sú er nú hef- ir verið mynduð í Frakk- landi, sé aðeins hráðabirgða- stjórn, og muni ryðja braut- ína fyrir stjórn de Gaulles. Ymprað hefir einnig verið á því að nýjar kosningar verði látnar fara fram í Frakk- landi, en það mundi tryggja de Gaulle nægilegan meiri- hluta í þinginu til þess að hann gæti myndað stjór’n. 7 Kaliforníu fór í gær fram reynsl'uflug stærstu landflug vélar, sem smíðuð hefir ver- ið í heiminum. Flutningáíiugvél þessi á að geta borið 400 hermenn með alvæpni og er flugsvið hennar 12.800 kílómetrar. Á- höfn vélarinnar er aðeins 9 rnenn. Reynsluflug vélaTinn- ar tók klukkustund og þótti fara að óskum. Flugvél þessi verður fyrst um sinn fram- leidd fyrir bandaríska her- inn. Skákþingi Islendinga er nú lokið og fóru leikar sem hér segir: Meistaraflokkur a. 1. Bjarni Magnússon 5 vinninga. — 2.-3. Eggert Gil- fer ýVé v. — 2.-3. Sigurgeir Gislason 4% v. — 4.-5.sÁrni Stefánsson 3% v. — 4.-5. Steingrímur Guðmundsson 3% v. —- 6. Jón Ágústsson 3 v. — 7.8. Jón Kristjánssön 2 v. — 7.-8. Kristján Silverí- usson 2 v. Meistaraflokkur b. 1. Guðmundur Pálmason 6 vinninga. — 2.-3. ,Óli Yaldi- marsson 5%. — Sveinn Krist- insson 5y2 v. — 4. Benóný Benediktsson 5 v. — 5. Þórð- ur Þórðarson 3 v.— 6. Hjálm- ar Theódórsson 2 v. _— 7. Gunnar Ólafsson 1 v. — 8. Pétur Guðmundsson 0 vinn- ing. I l.flokki varð Guðmund- ur Guðmundsson efstur með 7 vinninga og nætsur honum Ingimundur Guðmundsson með 6y> vinning. í a-riðli 2. flokks urðu' efst- ir Samúel Jónssón og Sæ- mundur Kjartansson með i5y2 vinning hvor. í b-riðli 2. flokks varð Jón Böðvars- son efstur með lx/%. vinning. Siú Bsn iðsiölI Tvær beinan|@!sv@rksinið|- ur á Suðurnesjum bræða síld. Verið að breyta verksmiðju í Ennri Njarðvikum. Frá fréttaritara Vísis í Keflavík. Um þessar mundir ec unn- ið að þvi, að breyta og útbúa Beinamjölsverksmiðju Innri Njarðvík, svo að hún geti unnið úr síld. Ekki er ennþá vitað, hve- nær breytingunni verður lok- ið én vonir standa til, að það ■verði á næstunni. Áætluð af- kös.t verksmiðjunnar verða niii 500 mál á sólarhring. Eins og Visir hefir áður skýrt frá, er hafin hi'æðsla á sild í Beinamjölsverksmiðj- unni Fiskiðjan í Keflavík. Gerl er ráð fyrir, að sú verk- smiðja geti brælt allt að 1000 málum á sölarhring. Búast má við ým'sum örðugleikum fyrst í stað, en væntanlega verða þeir fljóllega yfirstign- ir. í samhandi við þessar verk- smiðjur er gert ráð fyrir, að vélbátar af Suðurnesjum gangi fyrir um afgreðslu. — Á föstudag ko7n v.b. Fróði með 450 mál af Ilvalfjarðar- sild, sem landað var til Fisk- iðjunnar í Keflavík. Bretar og stjórn Rhodesíu ætla að verja 23 millj. punda til að koma upp miklum stál- iðnaði í Rhodesíu. Verður mi a. byggð 350 feta há stífla í Zambesi-fljót- ið, en málmurinn, sem finnsl beggja vegna þess verður bræddur með rafmagni. Gera Bretar ráð fyrir að fá liálfa irlilljón smálesía stáls þarna fyrsta árið, en magnið sex- faldist fljótlega. Höfundur þessarar fyrirætlunar er Sir Dennistoun Burnejr, sem smíðaði loftfa.ið R—100 á sinum tíma. Tekið hefir verið fyrir í bráð, áð ættingjar heilnsæki brezka hermenn sem veikzt liafa af kóleru í Egiptalandi. dddtjórnmálanámileib -Jfeimda ííar Fundur í Sjálfstæðishús- inu í kvöld kl. 8,30. Fyrirlestur flytur: Ólafur Björnsson dósent. Heimdellingar fjölmennið og mætið stundvíslega. — — T^rone Framh. af 1. síðu. skalf og liélt við öngviti er Power snart liönd hennar. Ilingað kom Power frá Shannon á Írlandi, og ætlaði héðan aftur til Bandaríkj- anna í morgun um Græn- iláild, eins og þegar er sagt. Ilefir hann verið á miklu ferðalagi, fór til Evrópu um Miami á Floridaskaga, um Vestur-Indíur, Natal i Brazi- líu, til Afríku. Síðan flaug hann um Suður-Afríku og með austurströndinni til Evrópu, en þar kom hann m. a. við í Aþenu, Rómaborg, París og London. Hann er sagður mjög slvngur flug- maður, enda var hann í flug- Iier Bandaríkjanna í síðustu lieimsstyrjöld. og komust færri að lionuin en vildu, er verið var að ljós- mynda hann. Virtist hann þreytulegur eftir ferðina, með úfið hár og nokkuð skeggjaður, en var samt all- ur liinn fyrirmannlegasti, eins og kvikmyndir lians liafa borið með sér. Fannst honum næðingssamt á flug- vellinum, eins og von var, er hann var að gefa eiginhandar undirskriftirnar og kvaðst heldur vilja halda sér innandyra, þar eð við horð lægi að hann væri hú- inn að-fá lungnahólgu!! Móttökur Powers á flug'- vellinum í gær sýndu glögg- lega hverjum vinsældum liann á að fagna hér sem annarsstaðar. I sambandi við kvikmyndatökur. Ferðalag lians var m. a. í því skyni, að taka nokkur at-, riði, úr tveim nýjum kvik- myndum, sem munu lieita „Dark Wood“ og „The black magic“. Annars er siðasta kvikmynd Tyrone Power „Captain from Castile“, sem nefnd hefir verið á íslenzku „Sigurvegarinn frá Kastilíu“ og er nú framhaldssaga Vísis. Leikur hann þar aðalhlut- verkið, en myndin er sögð mjög glæsileg, tekin í eðlileg- um litum og verður væntan- lega frumsýnd fyrir jólin, að þvi er auglýsingafulltrúi Powers tjáði tíðindam'anni Vísis í gær. Blaðamenn og ljósmynd- arar voru staddir á flugvell- inum í gær og „smeltu“ ó- spart af framan í leikarann Að Hótel Borg. Um fjögur leytið í gær fór Tyrone Power niður á Hótel Borg og drakk þar kaffi á- samt fleirum. Er koma lians þangað spurðist, þyrpist þangað fjöldi manns, til þess að reyna að sjá leikarann. í gærkvöldi snæddi liann lcvöldverð í hótelinu og náði fólksfjöldinn þá hámarki sinu. Mikill manngrúi, að- allega kvenfólk, stóð fyrir utan dyr Hótel Borg og gerði ítrekaðar tilraunir til þess að komast inn, en allt -kom fyr- ir ekki. Fólksmergðin var svo mikil um tima,. að lög- reglan neyddist til þess að loka Póstliússtræti fyrir allri umferð um skeið, þar sem bílar gátu ekki komizt um götuna fyrir fólksfjöldanum. Lögreglan dreifði mann- fjöldanum. larshall andvígur sér ‘fril vil Þýzkaland. George Marshall utanrík- isráiðh erra B an d arí kjanna er þvi andvígur, að vestur- veldin geri sérfrið við Þýzka- land. Hávær^r raddir hafa ver- ið uppi um það, að vestur- veídin ættu að gera sérfrið við Þýzkaland, ef ráðstefna fjórveldanna í London fer út un\ þúfur. Friður án Rússa. Marshall hefir opinber- lega skýrt frá því, að hann í dag ræðir Bandaríkja- þing í fyrsta skip.ti tillögur Trumans forseta um bráða- birgðahjálpina til Frakka. llala og Austurrikismanna. Vandenberg öldungadeild- arþingmaður verður frum- mælandi um tillögurnar. telji frið við Þýzkaland, án þess að Rússar séu aðilar, ómögulegan. Allar slíkar 'uppástungur, segir utanrík- isráðherrann, eru andstæð- ar stefnu Bandaríkjanna er ganga í þá átt að endurreisa Evrópu. Skipting Evrópu. Allar tilraunir vesturyeld- anna til þess að gera sérfrið myndu verða til þess að Ev- rópa myndi skiptast í tvo hluta um aldur og ævi. —• Ýmsir emhæitismenn, sem eru nánir samstarfsmenn Marshalls segja, að utanrík- isráðherrann sé ákveðið á móti því að tilraunir verði gerðar til þess að semja sér- frið við Þýzkaland og telur að slíkur friður geti aldrei neitt gott af sér leitt fyrir þjóðir Evrópu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.