Vísir - 26.01.1948, Blaðsíða 2

Vísir - 26.01.1948, Blaðsíða 2
2 VISIR Mánudaginn 26. janúar 1948 GUÐMUNDUR DANIELSSDN Frii Það er mikill Iiátíðisdagur, þegar svo ber við, að eitt- hvert snilldarverk heims- bókmenntanna er allt í einu komið upp í liendurnar á manni vel þýtt og fallcga inn- bundið, og þetta er reyndar orðinn furðanlega algengur viðburður. Eitt síðasta dæmið um a gætt starf islenzkra bókaút- gefenda er útgáfa ísafoldar- prentsmiðju á hinni frægu skáldsögu Gustave Flauberts, Frú Bovary, í þýðingu Skúla Bjarkans. Gustav Flaubert var uppi frá 1821—1880, og er hann einn af frægustu meisturum franskra bókmennta, stíl- snillingur og frábær að and- ríki, brautryðjandi raunsæis- stefnunnar í bókmenntum lieimalandsins, lærifaðir nokkurra af meslu rithöf-. undum 19. aldarinnaiv þar á meðal Leo Tolsloy’s, Emile Zola og Guy de Maupassants. Frú Bovary er af okkar samtíð talin bezta skáldsaga Flauberts. Hún gerist í frönsku sveitaþorpi á fyrri bluta 19. aldar og hefir að geyma eina snjöllustu kven- lýsingu beimsbókmenntanna. Ekki svo að skilja, að frú Bovaiy, kona Charlesar Bo- varys læknis, sé í sjálfu sér neitt merkileg manneskja. Upphaflega er liún aðeins venjuleg sveitaslúlka, hvorki betri né vérri en fólk gerist og gengur, snotur áð útliti, meðalgreind og aðeins lítils- liáttar menntuð. Hún er ung send í klausturskólann, og í fásinninu þar verður henni það helzt til dægrastyttingar, að lesa rómantískar riddara- skáldsögur, skoða mynda- bækur og dreyma sig inn i hinar dularfullu veraldir tunglskinssveipaðra ævin- týra þessara bókmennta, þar sem ungur maður í gtuttum frakka faðmar að sér unga stúlku í hvítum kjól úti á svölum, eða þar sem soldánar með langar reykjapípur liggja í örmum dansmeyja undir laufgrænum trjám, —. eða þá hún lignaði í húganr um Maríu Stuarl og fann tíl 'innilegrar aðdáunar og að- • dáunar á öllum frægum ó- gæfusömum konum. — (Ber- ið þetta saman við nútíma- jæsku okkar eigin þjóðar, dýrkun kvikmyndaleikara o. s. frv. — eðlismunurinn er enginn). — Þcgar móðir hennar dó, grét hún niikið, fyrstu dagana og skrifaði föður sínum og bað uni, að liúri yrði grafin bjá henni, Jiegar þar að kæmi. Og liún var lalsvert hreykin af því, að hafa svo snemma kynnzt alvöru hfsins, scm meðalr. mennskan þekkir ekki. Iiún sökktj sér niður í draumóra í anda Lamartines, heyrði hörpuslátt og söngva deyj- andi svana, sá haustlaufið falla og lireinar mejTjar slíga til himna og heyrði rödd eilífðarinnar bergmála í dölunum. (Vildi maður staðsetja þessa síðustu setn- ingu, svo hún ætti fullkom- lega við um okkur liérna á Eyrarbakka eða ykkur þarna i Reykjavík, þyrfti eklci ann- að en fclla burt nafnið La- martine og setja í staðinn Benedikt Gröndal eða Davið Stefánsson). Svo varð hún leið á þessu og fann sér til mikillar undrunar, að sorg 1 hennar var sefuð, ekkert angur lengur í huga hennar, og ennið lirukkulaust. Hún giftist ung án þessað ! unna manni sinum verulega, en ■ af .óróleika og æsingu, ! sem hún hafði kennt í návist þessa manns, dró hún þá á- lyktun, að nú væri hún loks að kynnast hinni unrWi sam- legu ástríðu, sem fram til (þessa hafði svifið eins og stór (fugl á rósrauðum vængjum um háloft skáklskaparins. — En svo reyndist þessi maður , engan veginn sá ævintýra- J jirins,- sem liún hafði kynnzt á draumþingum, heldur voru I umræðuefni lians tilbreyt- I ingarlaus, eins og hellur I gangstéttarinnar og í tali . lians birtust hugmyndir al- múgans í hversdagsklæðum sinum, óliæfar til að velcja nokkurn mann til hrifningar, hláturs eða umhugsunar. .Ilann sagðist aldrei hafa nennt að fara í leikhúsið og sjá lcikarana frá Paris, þeg- | ar hann var í Rouen. Hann kunni hvorki að synda, skvlmast né skjóta al' byssu; hann var ekkert annað én heldur illa gefinn sveita- læknir, geðgóður meinleys- ingi, sem ekki sá sólina fyrir konu sinni, staurblindur á aha liennar skapgerð, og því óhæfur til að forða liennj frá þeim liættum, sem henni voru búnar, bæði í ylra um- liverfi og innra með lienni sjálfri. Með glýju íinyndaðs glæsileiks í augum, verðui; hxersdagshfið í samhúð •lælaiisins Iienni æ grárra og hvimleiðara og smátt og smátt leiðisl hún út á glap- stingu i áttavilltu fálmj sinu eftir auðugri (ilveru. í fyrstu er hún þó hálfhrædd Qg var- færin, en sleppir sér að lok- um út í taumlaust nautnahf með tveim karlmönnum, sem af tilviljun verða á vegi henn- •ar, auk þess sem samvizku- laus peningamangarí ginnir hana til meiri eyðslu en efni hennar leyfa, unz hún er sokkin i svo botnlaust skulda- fen, að liún fær ekkj bjarg- að sér frá opinberri háðung. Þar með er hún ofurseld glötuninnj ásamt sakleysingj- anum, eiginmanni sínum, sem, einn elskaði hana og dáði til hinstu slundar. Þratt fyrir ófyrirgcfanlegan sljó- leika sinn, getur maður þó ekki annað en gefið honum samúð sína. Hann minnir svo á barn, sem áhygjulaust reikar um i sólskininu, unz allt í einu að blindhríð skell- ur á; þá veit það ekkert ráð til bjargar, lieldur missir kjarkinn, sezt niður kjökr- andi og verður úti. —- Skájdsagan, Frú Bovarv, Iýsir á ógleymanlegan hátt mannlcgu eðli, baráttu ills og góðs í mannssálinni, og hversu við vcrðum fyrr eða síðar óhjákvæmilega að greiða þá skuld, sem við eitt sinn höfum stofnað til. Jafnfranil þessu speglar hók- in á lislrænui Iiátt franskt sveita- og smábæjarlíf fyrir rúmum hiuidrað árum. Aftur á móti gætir hvorki fjarlægð- ar rúms né tíma í lýsingum þess fólks, sem við söguna kemur, svo gagneðlilegt og lifandi kemur það nianni fyrir sjónir enn þann dag í dag, enda er skáldsaga þessi sígild og mun aldrci fyrnast svo lengi, sem manneskjan heldur áfrani að vera sjálfri sér lík. r e=j rannsókn. Rætt var í s. 1. viku í Sam- einuðu þingi, hvað liði bygg- ingu áburðarverksmiðju samkv. stjórnarfrumvarpi 1944. Ingólfur Jónsson gerir fyr- irspurn um þelta og vill fá að vita,. hvað gert liefir ver- ið, til að hrinda málinu í framkvæmd. Varð Bjarni Asgcirsson fyrir svörum og kvyð nefnd hafa rannsakað málið; Skilaði hún, s.törfum í nóv. 1946 og lagði álit.sitt fyrir rikisstjórnina. Var síð- an ákveðið á s.I. hausli að láta fara fram rannsókn og útrcikninga yegna. slofnunar slíkrar verksmiðju, svo og enn stærri verksmiðju en uppliaflega var fyrirhuguð. Þá hefir það og gerzt, að fundin hefir verið ný aðferð til að framleiða köfnunar- efnisáburð, sem gerir frain- Ieiðsluna mun hagstæðari. Verður þessi nýja aðferð rannsökuð. Mar del Plata, 1945. Hvítt: M. Najdorf (Pólland). DrottningarbragS. Svart: G. Stahlberg (Svíþj.). (Orthodox-vörn). 1. d2—d4 o 00 OJD 2. Rgl—f3 d7—d5 3. c2—c4 e7—e6 4, Rbl—c3 Bf8—e7 5. Bcl—g5 Rb8—d7 6. e2—e3 0—0 7.Hal—cl. 1 þessari stöðu heí'ir einnig oft verið leiki 7. Ddl—c2 og næst Ifal—dl, sem hefir þótt gefast vel. 7. —c7—c6 8. Bfl—d3 d5Xc4 9. Bd3Xc4 Rf6—d5! Aðalalriðið í Oorthodox- vörn. — Leikurinn miðar að þvi fyrir svart, sem hefir þrengri stöðu að losa um sig og ná uppsldptum, sem verka þannig að staða lians verður þægilegri og auðvelt fyrir hann að fá jafnt tafl takisl honuríi að ná þeim. Mis- heppnist þessi tilraun fær svart hinsvegar í fleslum til- fellum þrönga og erfiða stöðu. 10. Bg5Xc7 Dd8Xe7 11. 0—0 Rd5Xc3 12. IIclXc3 e6—e5! ? - Þetta afbrigði upphaflega valið af Showalter, síðan endurbætt af Capablanca virðist vera bezta og eðlileg- asta áframhaldíð. Óneitan- lega er það þó mjög tvíveggj- að, enda hægt að svara því á ýmsa vegu. Algengasta svarið er án efa 13. dlXe5 Rd7Xe5., 14. Rf3Xe5 De7Xe5, 15. f2—f4 Rubensteinsaf- brigðið svonefnda. 13.. Bc4—b3 Þessi leikur sem í raiín- inni er biðleikur er líklega of hægur, sterlcara er 13. Ddl- c2 sem ógnar 14. Dc2—e"4 eða 13. Ddl—bl! — nýr leikur í stöðuni, sem Najdorf lék siðar á þessu móti í sömu stöðu gegn R. Sanguinetti og vann. Leikurinn ógnar bæði D—e4 og b2—b4, 13. — e5—e4. Svart liefir varla nema um tvær leiðir að vclja annað livort að drepa á d4, sem mundi gefa hvílum opnar línur og liagkvæma sóknar- möguleika eða þá sem valin var, sem að mörgu Ieyti virð- ist ákjósanlegri en krefst hinsvegar mikillar nákvæmni í. leikjavali. 14. Rf3—d2 Sterkara en Kg8— Ii8, 15. Rd7—f6, 16. h2 e6, 17. Bb3Xé6, De7Xe6, 18. Hc3 -b3, De6—e7 og livítt slendur betur. 15. Ddl—c2, Sterkára virðist 15. D—bl, til greina kemur einnig 15. h2—h3. 15. —Bc8—gl! Hótar 16. :—„— Bgl—e2 og síðar til d3 ef til vill. Þar sem staðan liefir nú Iokast að nokkru leytj er hagkvæm- ara að hugsa frenuir til að- gei'ða en uppskipla. 16. Ilfl—cl, J Leiktap. Bezt var 16. Ilel— cl, ef t. d. 16. —„ — B—e2 þá 17. B—c4, BXcl,18..HX cl og hvítt stendur að minnsta kosti eins vel. 10. —Kg8—h8 Rd7—f 6!. 14, — Ddl—c2, —h3! Bc8— Til að losa f-peðið úr lepp. stöðunni ef til þyrfti að taka. 17. a2—a3, Með það fyrir augum að leika B—a2—bl, sem þó er meinlaust. Hvítl teflir ekki ákveðið, en það vill oft liefna sin. 17. — I4a8—e8 En svart teflir flókið tafl. Er t. d. 17. — Bg4—e6, 18. Bb3Xe6, De7Xe6, 19. I4c3—b3, De6—e7 og staðan er svipuð. 18. Rd2—fl, Ónákvæmni sem hvítt hef- ir varla efni á. Betra var 18. Bb3—a2 t. d. 18. — Bg4— e6. 19. Ba2—bl, Be6—d5, 20. b2—1)4 og sóknin er hafin. Svart mun liinsvegar þá §ækja kongsmegin. Sem dæmi 20. Rf6—li5, næst ef til vill f7—f5—f4. Sterkasta á- framhaldið fyrir livítt er þó sennilega 18. Rd2—c4, sem ógnar 19. Rc4—e5 og ef 19. —„— Rf6—d7 lcemur 20. 1)2——li3 sterkt til greina. 18. —„—- Bg4—e6 19. Bb3Xe6 De7Xe6. 20. b2—b4 Rfö—d5. 21. I4c3—c5 a7—a6. Til að liindra b4—b5 án frekari aðgerða. Eðlilegasta áframlialdið fyrir hvítt væri nú 22. Hel—bl. í'7—f5. 23. a3—a4, f5—f4, 24. b4—b5, sem þó er ekki fýsilegt, vegna 24. — f4-—f3! sem er all- verulega truflandi. 22. Rfl—g3 f7—g5. 23. Dc2—d2 De6—li6! Þar með liefir svart náð yfirhöndinni og nú liefst sóknin fyrst fyrir alvöru. 24. a2—a4,: Réttur leikur, á rangri stund. Nú er það ekki sóknin lieldur vörnin, sem er tíma- bær. Belra var þess vegna 24. H—c2 eða R—e2, til að liindra f5—f4. IJ I y lAiftp®m A B C D E F G H 24. —f 5—f 4! 25. e3xf4, Leiðir að vísu til taps, en ef 25, R—f 1, f4—f3 með ýms- um liótunum og livítt á ekki allra kosta völ. 25. —,,— Rd5xf4! Fjölþælt hótun. 26. Hel—e3 Rf l—d5. 27. Iie3—e2 Dli6xd2. Til greina ltom einnig 27. —el—e3! 28. f2Xe3, Rd5Xe3, næst Dli6—f4 með máthótun, en Stahlberg hefir annað í sigti. 28. Héfxd2, Staðan eftir 28. leik hvíts. 28. — e4—e3! ...Þyingandi lcikur_, ,mun sterkari en 28. —„— RdXb4. 29. f2Xe3 IIc8Xe3. Hótar máti í 2. leik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.