Vísir - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Vísir - 01.03.1949, Blaðsíða 10
?0 VISIR Þriðjudaginn 1. marz 1949 Hátíð. © Framh. af 9. síðu. e.v að hlæja, hlæja af öllum lífs og sálar kröftum..... ()g svo auðvilað að svara í sömu mynt, helzt strax. Þannig getur maður lent í návigi og eltingarleik og skotizt á mörgum hnefafyll- mn af konfetti, og uppgötvað svo allt í einu, að maður er búinn að tapa af andstæð- ingnum. Nokkrum augna- blikmn siðar sér maður liann e. t. v. í sama leik við ein- hvern annan. Maður litur í kringum sig — og hnippir í næsta inann, sem lítur við í sakleysi, og fær að launum vclútilátna gusu af konfetti. Og þannig koll áf kolli. Mað- ur evðr upp úr pokanum sin- um, en skotfærasalinn er á næstu grösum. Ekki mun standa á því. \rið gizkum á, að þarna væri samankomin upp undir 100 þús. manns. Göturnar, sem undir voru lagðar, voru eins þéttskipaðar fólki eins og síld er troðið í tunnu (þ. e. þegar hún veiðist, blessun- in), og þær voru samanlagt um 152 metra langar og 50 inetra breiðar. Tvö eða þrjú stórhótel snúa að þcssum götum, og voru allir gluggar þeirra jjéttskipaðir áhorf- endum, og auðvitað voru veitingahúsin, sem snúa að hátíðarsvæðinu vfirfull af fagnandi fólki. Stærsta veit- ingahús borgarinnar, Kur- saal, tveggja liæða bákn í ó- tal deildum, snýr framhlið sinni og gangstéttarveitinga- svæði að hátiðasvæðinu. Þar var margt um manninn. Nokkrir danspallar voru á- vallt þéltskipaðar dansfólki. Og himininn stóo í bjöi’tu báli. Klukkan sex var lvlé gert á orustunni þar til síðar, og nú fór hver til síns matar- staðar. Um kvlödið kluklcan níu vorum við komin á stað okkar í Englandsgarði við eystri hafnarbakkann til að sjá „næturhátíðina“ á liöfn- inni, sem svo var köllúð. í garðinum var fullt af fólki, sem allt reyndi að fá pláss sem næst höfninni. — Allra næst henni voru bekk- ir, sem þeir sem ráð Iiöfðu á, höfðu keyp-t sér sæti á. Þau voru nolckuð dýr, svo við liöfðum keypt okkur stæði rétt þar fyrir aftan, en eins og við vitum, Jiarf árvekni til að gæta stæðis síns i þröng1. Þetta var rétt eins og á ÍJn’óttavellinum i Reykja- vík, þegar mest er um að vcra þar. Klukkan niu renndi bark- urinn „Ea Vaudois“ framhjá okkur og lagði leið sina út undir innsiglingu liafnarinn- ar, milli hinna tveggja liafn- argarða, sem mynda höfnina. ílarkurinn hafði lítið ljós, og við gálum rétt grillt i hann Jjegar hann Iagði á sinn stað. Frá barkinum gerðist aðal- næturliátíðin. Klukkan 9.45 voru öll raf- ljós við höfnina og í nágrenni liennar slökkt, götuljós sem önnur. Og.nú hófust þeir al- glæsilegustu flugeldar, sem eg hefi séð. Mörgum íslend- ingum eru flugeldamir i Tív- ólí í Kaupmannahöfn minn- isstæðir, en þeir, sem eg hefi séð þar, jafnast ekkert við þessa, sem nú fóru fram, þótt Tívólí-flugeldarnir hafi ver- ið mjög fagrir. í klukkutima stóð himin- inn i ljósum loga. Ekki fá- breyttum loga eldsvoðans, heldur í logum ótal lita og forma. Fáeinar auganbliks- myndir sýna lésandanum dýrðina e. t. v. að nokkuru leyti. Fyrst var skotið flugeld- um frá álta mismunandi stöðum frá barkinum og liafnargörðunum og þungar skotdrunur kváðu við. Næst liófst „blómabardaginn‘“. Flúgeldarnir mynduðu marg- litar blómamyndir á himn- inum, stjörnuvendir ljómuðu og þessum þælt lauk með af- arsterkum rauðum og gulum fallhlífarblysum, sem lýstu upp alla höfnina og um- hverfi liennar. í næsta þætti voru m. a. tveir „Niagara-foss flugeld- ar“ í þrem hæðuin, J>. e., þeg- ar fyrsti eldurinn sprakk, kviknaði sá næsti og tók aði’a stefnu upp frá hinum og loks stökk sá þriðji út úr honum, þegar liann sprak. Til að sjá var eins og eldarnir ættu upptök sín þarna í lausu lofti hátt á himninum. Hver .,foss“ var syrpa af fjöl- mörgum og marglitum flug- eldum af þessari gerð. Þá kom gervi loftvarna- skothríð, sem slcotið var frá báðum hafnarbölckum og endaði með vendi 200 flug- elda og silfurlitum flugblys- um. Loks lcom Bengals-ljós, grænt og rault með spreng- ingum og blossum um leið. Var J>að talið vera nýjung. Síðast var slcotið 1600 flag- eldum í einum vendi, Ji. e. aldrei v'arð lát á fyrr en þeim hafði öllum verið slcotið, en sýningunni laulc með 200 blysum, sem loguðu samtím- is á hafnargörðunum í nokk- urar mínútur. Þegar þáð sið- asta þeirra dó, var aftur kveikt á rafmagnsljósunum. Þótt rafmagn sé nægilegt í Genf, og ljós eklcert spöruð, fannst olckur dauft um að litast fyrst eftir að flugeldun- um lauk. Aftur íil orustu. árið gengum nú yfir hina fögru Mont-Blanc-brú, sem liggur yfir Rón, J>ar sem áiu ,fellur úr Genfarvatni í Ilöfn- inni, og fylgjumst með straumnum að hátíðarsvæð- inu, þar sem lconefttiorustan er n útelcin upp aftur með auknu fjöri. A efri hæð Kni’saal bvrjar hátíðadansleikur klukkan 12 á miðnætti. Gestirnir verða að ganga i gegnum mannfjöldann, sem tekur Jxitt í lconfettí-orustunni. — Margir glápa forvitnir á gestina, sem eru prúðbúnir, og um stund dveljum við við slílct hið sama. Neðri hæð veitingaliússins er opin öllum. Undir lolcin slcreppum við þangað inn. Við spyrj'im einn Jijóninn, livenær J>eir lolci. Hann veit }>að elcki. Það verður opið meðan einhver aðsólcn er, gcrir liann ráð fyrir. Arið för- um aftur út og löbbum einn eða tvo hringi um orustu- völlinn. Þátttakendur eru á öllum aldri frá barnungum stúílc- um upp í áttræð gamal- menni. Allir eru brosandi eða hlæjandi, og allir eru þaktir konfettíi. Pappírsagnirnar eru svo smáar, að þær smjúga alls staðar inn á milli fata á manni i orustunum. Konfettiið þekur háa og lága, rílca og fátæka,' unga og gamla. í stuttu máli virð- ist öll borgin vera saman- lcomin liérna og hafa það eitt áhugamál, að slcjóta og vera skotinn með sem méstu af lconféttíi. Og svo auðvitað að vera í góðu skapi. Þótt alls staðar væri á boð- stólum nóg af livaða áfengi, sem maður vildi nefna, sáum við eklci vin á einum einasta manni. Og þó veltust eld- gamlir lcarlar um af lilátri yfir smágusu af lconfclti, — sem þeir fengu sjálfir fram- an í sig. Við sendum síðustu slcot- hriðina frá olckur framan í einhvern, sem við elckert þeklcjum og bara hlær og gefur olclcur síðustu gusuna, sem við fáum í orustumii. Síðan leggjum við af stað heimleiðis — al]>akin papp- írsögnum. Þega r þ j ó n u s t u s t úllcan lcémur inn næsta morgun með morgunverðinn olckar, er gólfið í herberginu þalcið konfettíi. Eg bendi henni af- salcandi á ó]>rifin, en hún bara brosir og segir án minnstu ásökunar í röddinni: „Svona er það í öllum her- bergjunum„“ og svo bætir hún við eftir svolilla ]>ögn, „eínnig í mínu herbergi“. A. V. T. Brezk-argentíslcu við- skiptasamningarnir renna út 31/3 og eru þegar hafn- ar umræður um nýja sanm- inga í Buenos Aires. —o— Skömmtun á bensíni og bílabörðum hefir verið felld niður í Finnlandi. ÞINGMÁL: Vill taka upp viðskipti við Spánverja. Ivomin er fram í Samein- uðu þing- tillaga til þings- ályktunar um að talca upp verzlunarslcipti við Spán. Hún liljóðar svo: Alþingi ályktar að slcora á stjórnina að gera allar nauð- synlegar ráðstafanir til, að sem fyrst geti hafizt sala á saltfiski frá íslandi til Spán- ar. — 1 greinargerð segir m. a.: „Fvrir nokkrum árum slitnaði upp úr hinum gömlu og heppilegu verzlunarskipt- um lslendinga við Spánverja. Bar tvennt til. Kommúnista- flokkur Islands taldi sig mót- fallinn stjórnarformi og rík- isstjórn Spánar og lagði af- greiðslubann á skip, sem gerðu sig líkleg til að flytja íslenzlcar afurðir til Suður- landa .... Sú tregða, sem verið hefir um stund á við- skiptum Islendinga við Spán- verja, stafar af ótilhlýðilegri undánlátssemi við lcommún- ista heima fyrir og af athug- unarléysi um gang heimsmál- anna. Franco heldur áfrám að stjórna Spáni, hvað sem liður mótgangi islenzlcra kommúnista .... En því lengri tími sem líður svo, að íslenzknr saltfiskur er ekki á boðstólum á Spáni, því meiri líkur eru til, að íslenzlca þjóð- in tapi elzta og bezta markaði sínum. Flestum mönnum mun nú ljóst, að forráðamenn útvegs- ins hafa verið heldur slcjót- ráðir, er þeir tóku upp mjög einhliða hraðfrystingu á fiski og létu eins og aldrei miujdi framar þurfa að salta íslenzk- an fisk .... Benda þó allar lílcur til, að innan slcamms muni þykja arðvænlcgt að framleiða Spánarfisk, eklci sízt í Reylcjavík, þar sem unnt er að þurrka geysimilcið fiskmagn á vorin og sumrin við liverahita, sein er bænum nálega verðlaus eftir að vor- ar......En til þess að létta fyrir viðslciptum milli land- anna að nýju þurfa stjórnar- völdin að ganga hreint til verlcs og freista að fá leystar allar óþarfar hömlur af gagn- lcvæmum slciptum þessara tveggja ]>jóða, sem hafa um langan aldur haft saman merkileg viðskipti, sem hentuðu báðum. Flm. till. er Jónas Jónsson. ÞINGMÁL: Aburðarverk- smiljan. Þingmenn Árnesinga, iRangæinga og Vestur-Skaft- fellinga bera fram till. til þingályktunar um rannsókn á heppilegum stað fyrir áburð- arverksmiðju. Tillagan liljóSar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að slcipa þriggja manna nefnd til þess að rannsalca, hvar æskilegast sé, að fyrirhuguð áburðar- verksmiðja verði reist, einlc— anlega með tilliti til þess, að óburðurinn verði sem ódýr- astur þeim, er aðallega nota liann. I sambandi við þessa rannsókn skal gaumgæfilega alluiga aðstöðuna til þess áð byggja verlcsmiðjuna i Þor- lálcshöfn. Nefndin slcal ljúka störfum það fljótt, að niðurstöður liennar liggi fyrir, áður cn verlcsmiðjunni verður álcveð. inn staður.“ I Ban ihuík'junum er almenningur hvattur til bess að láta j gegnlýsa sig reglulega svo berk’abakerían r.ái ekki að festn rætur. Clinton P. Andei’son, landbúnaSarráðherra Bandaríkjanna sést hér í gegnumlýsingu, en har.n var áður herldaveikur, en hefir fengið fullan bata.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.