Vísir


Vísir - 18.11.1949, Qupperneq 4

Vísir - 18.11.1949, Qupperneq 4
4 V I S I R Föstudaginn 18. nóvember lí)49 ¥lSIE DACBLAÐ " Otgefandi: BLAÐAOTGAFAN VlSIR H/E, RJtstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson, Sknfstofa: Austurstræti 7. Afgreiðaía: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan hJ, Út vil ek, — ÚL TTl vil ek“ sagði Snorri, þótt óheimil væri honum förin jr;W vegna lconungsvalds, en fór. til Islands i i'orboði konungs. Af þessn beið hann aldurtila síðar, er innlendir konungsþjónar sáu færi á að ryðja honum úr vcgi, með því að hann virtist ekki rækja svo erindi konungs, sem skyldi. Atfcrli Snorra þótti á sínum tíma frækilegt og lif- ir í sögunni, sem citt dæmi um einþykkni og sjálfstæðis- þrát Islendinga. Þessa dagana gerast ekki ósvipaðir at- burðir víðsvegar um heim, en sá er þó inunurinn á, að Snorri flýði frá Noregi, sem ekki var hans heimaland, en nú flýja hópar manna, stórir og smáir, föðurlönd sín og leita liælis mcð framandi þjóðum. Menn hafa ef til vill veitt því athygli í blöðunum í gær, ■að þra var þess getið, að tékknesk sendinefnd, sem dvalið hefur í Vestur-Þý/kalandi og rekið erindi stjórnar sinnar, hafi óskil't leitað Bretum á hönd og bcðizt þar náðar og landsvistar, ineð þcim rökum, að fulltrúarnir í nefndinni væru pólitískir flóttiunenn. Blöðin hafa þráfaldlega getið Jiess, að óslitinn straumur flöttamanna lægi frá löndunum austan við járntjaldið, til crlendra hernámssvæða vestan ])ess, og mörg eru þau dæmi, að flugmenn hafa verið neyddir (il að hverfa frá áætlun og lenda utan flugstöðva heimalands síns. lþróttamenn, sem farið hafa á alþjóðamót i Vestur-Evrópu, hafa neitað að hverfa heim 'aftur að mót- unum loknum, enda er fullyrt, að „kommúnistisku“ rikin reyni að gæta þess vandlega, að slíkir atburðir fái ekki gerzt of títt. Ilinsvegar munu þess fá eða engin dæmi, að sendinel'ndir, sem gegna trúnaðarstörfum fýrir bin komm-1 únistisku ríkin, bregðast svo sem hin tékkneska nefnd. Slíkir atburðir, sem þeir er að ofan getur, virðast öllu <)ðru frekar benda til ])ess, að nokkur ónánægja sé ríkjandi vfir þróuninni og ástandinu austan járntjaldsins, scm Þjóð- viljinn og önnur málgögn kommúnista guma svo mjög af hér heima fyrir, að jafnvel hehningur Framsóknarflokks- ins hefur lagt á þetta trúnað, og vill stuðla að kommúnis- tiskum stjórnarháttum hér í fásinninu á norðurhjara heims. Sagt cr, að menn vilji mikið til frelsisins vinna, en sé það hinsvegar svo, að almenningur njóti frekara frelsis undir kommúnistiskri stjórn en lýðræðisskipulagi, virðist ekki eftir miklu að slægjast fyrir l'lóttamennina í því efni. Sé ]>að einnig rétt, að efnaliagsleg vehnegun aukisl hraðfara í kommúnistiskum löndum, saintímis því, að yfir liinum vcstræna heimi vofi „auðvaldskreppur“, ])á sýnist fjarri lagi, að flóttamennirnir leiti á náðir neyðar- innar vegna líkamlegrar vcllíðunar, nema |)ví aðeins, að þeir sækist eftir sjálfspyntinginn eða meinlætalifnaði. Flóttamennirnir frá Austur-Evrópn hafa aðra sögu að segja, en fimmta herdeild kommúnistanna í öllum löndum. ]5eir telja hin austrænu lönd tæpast réttarríki öllu lengur, en þar sé stjórnað með grimmd og harðýðgi, lögregluvaldi og her. öryggisleysið er algjört, bæði að því er mannrétt- indin varðar og efnahagslegt öryggi. Tiltölulega fámennir kommúnistaflokkar hal'a brotizt til valda í skjóli „rauða liersins“ og Ráðstjórnarríkjanna, en þessar flokksdeildir ganga þvínæst erinda þessa stórveldis i cinu og öllu, en bera réttindi föðurlands síns fyrir borð. Meðan öllu ])essu fer fram, cr talið, að augu fjölmargra Bússa, sen^.crlendis dvelja, hafi opnazt fyrir vesaldómi þeim, er heimaþjóðin á við að búa, enda bundizt samtökum, um að skapa henni frelsi að lýðræðislegum lögmálum. Þar, sem þjóðirnar mega heita frjálsar til orðs og æðis, répar fylgi kommúnistanna stöðugt, og heita má til dæmis, að áhrifum þeirra hafi verið útrýmt á Norðurlöndum. ðæri stórfurðulegt, ef borgaralegir flokkar léituðust við að efla þessa sértrúardeild til frekari áhrifa í íslcnzkum þjóðmáluin, hvort sem væri beint mcð samstarfi í ríkis- stjórn, eða óbeint mcð hlutleysi þeirra og tilheyrandi laun- nm. Myndi eklci svo fara, að ef slíkur flokkur sæti í skjóli kommúnista um stund, þá heyrðist umla í einhverjum ÍJokksmanni „Dt vil eg“ úr slíku samstarfi? MINNINGARDRÐ. Sigurður Guðmundssou skólameisiario „Öllum kom hunn til nokkurs þroska“. Oss alla, er numið höfum hjá Sigurði skólameistara, setti hljóða, þá er vér spurð- uni hann látinn. I ys og óróa tímanna daprast oss stund- um í augum þær raddir, sem í kyrleika hafa á strengjum leikið og satt oss unaði. En ])á er hljóðleikurinn fær tök á hug og sinni, lieyrast þær aftur og vekja fyrri hrifni og huggnan og unaðsleik. \rið andlátsfregn Sigurðar skólameistara opnuðust upp- sprettur minninganna og un- aðar þess, er vér lifðum i skóla hans og við kennslu iians. Vér rckjum l'yrir oss nú — svo sem Helga en fagra gjörði fyrrum — ])á skikkju, sem ofin var á skólaárum vorum. Og við livem þráð og ivaf kenuir oss liann í hug. Svo mótað- isl svipur hans og far i minn- ingu vora. Sigurður Guðm undsson kom að Gagnfræðaskólan- um á Akureyri haustið 1921 og skildist við þapn sama skóla sem Menntaskólann á Akureyri á áramólum 1947 <>g 1948. Á þessu árabili vann hann sinn megin sigur. Þar vann hann mest og bezl að heillum og þrifum liins verðandi menntalýðs. Is- lands. Og nú má Island drúpa höfði, því að genginn er göfgur sonur og gegn, gagnhollur unnandi lands og lýðs, kennandi, megnug- ur að örfa til drengskapar og koma öllum — jafnvel oss, hinuin tregustu — lil nokkiirs þroska. Sigurður skólameistari var skóla sínum það, sem góður 'l'aðir er sínum syni. Nemendur sína nefndi hann stundum fóstra. „Vcl er ort, fóstri“, mælti hann gjarn- an, þá er ncmandi gekk lrá púlti hans eða prófborði og kunni vel. „Betur má yrkja, 'fóslri", kvað liann og, þá er honum þótti miður gjört en skvldi. Ilann vildi þroska nemenda í hvívetna. Skyggnu auga sá hann, iiversu sveinar hans og meyjar störfuðu og unnu. Ilann liafði og gát á, liversu tómstundum var varið. Ef Jionum þótli miður horfa, laldi hann skylt að vara við og bæta úr, cf unnt var. Eg minnist ræðu einnar, er hann liélt á Sal, um hve dýr liver líðandi stund væri Sérhver sú stund, er vér eyddum ónyfsamlega eða til óheilla og vansa, væri ei- i . ilífðinni týnd og gæfu vorri iglötuð. Annað sinn kallaði hann oss, æði marga, inn í kennslif stofu 3ja bekkjar B. Oss hafði orðið á um regluhald og hefð skólans. Yfirsjón var það en ekki óknyttir. Þá mælli hann þeim orðum um boð og reglur, að fátt veit eg spakara cða af næm- ara föðurþeli talað. Áttum vér ekkert það innra með oss, spurði liann, sem sagði oss um rétta liegð- an og ranga, enga skuggsjá, er sýndi, hvar hið rétta væri í stóru máli eða smáu. Eitt- hvað væri þar, ef vér gætl- um vor, senr vér gætum horft í og spurt eins og í sögunni scgir: „Seg þú mér það glerið mitt gullinu búna: Hyernig liður Vilfríði völufegri núna“. Vér hlut- um að eiga eitthvert ..gulii búið gler“, sem vér skvld- um oftlcga skoða og spyrja um vorn innri farnað, sæmd vora, Jnoska og drengskap. Slíkt var þel hans til vor. Annar meginþáttur æfi- starfs Sigurðar skólameist- ara var kennsla lians í is- lenzku. Enginn samliðar- manna stóð honum jafnfæt- is, svo að eg viti. Enginn, nema sá, sem reynt liefir, veit, hver unaður var að njóta kennslu hans og leið- sagnar í íslenzku. íslenzk tunga óx oss svo í hug og ást, þá er hann skýrði hana og kenndi, að vér vissum þá og vitum enn enga tungu jafn dýra, göfga og fagra. Ilann lauk upp leyndar- dómum liennar, sýndi oss sköpunarsögu liennar og tign. Hann kenndi oss, að íslenzkan er „Ástkæra, ylliýra málið, og allri rödd fegra!“ Hann vill að vorir niðjar |læri þessa ástarjátningu til íslenzkrar tungu: „Móðurmátið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu cnn eins og forðum mér yndið að veita“. Og nú er hann látinn. Yður, 'frú Halldóra, og börnum ykka, sendiim vér hugumblýj ar salcnað arkveðj ur. Yður einni sóindi brúð- arfaldur hans. Vér, nem- endur manns yðar, mælum. ttil yðar þessum fornu orð- um: „En þó er þat vel, er þú grætr góðan mann.“ Nemanda sinn eiun vissi eg Sigurð skólameistara kveðja þessum orðum: !„Vertu blessaður og sæll, og j Guð almátlugur sé með í þér.“ Þeim orðum sný eg nú til míns góða og hugumslóra lærýföður: „Vertu blessaður og sæll, og Guð ahnáttugur sé með þér“. Gunnar Jóhannesson. ♦ BERGMÁL ♦ Ekki er mér kunnugt um, hve margar þúsundir nú búa í Hlíðunum, en þær eru áreiðanlega ekki fáar, enda eru þær nú orðnar eitt stærsta úthverfi bæjarins (og eru tæpast úthverfi leng- ur, svo mjög, sem byggðin hefir þanizt út á síðustu ár- um). Það er því ekki nema von, að stundum heyrist hljóð úr horni, þegar Hlíða- búar una ekki hlut sínum sem bezt. * Undanfarna daga hefir verið votviðrasamt i meira lagi, eins og allir hafa tekiö eftir, og sumar göturnar j HliiSunum eru eklci sem þokkalegastar umferðar, eins og ef til vill er ekk i nema von, þar sem aðrar götur sitja í fyrirrúnti um mal- bikun, enda heðið lengtir. Vegtta þessa hefir mér borizt eftirfar- -andi frá „Hliðabúa?: „Vænt þætti mér. ef Bergmál, sem oít leggur ýmislegt gott til mál- anna, vildi hreyfa þeirri spurn- ingu, ltvers vegtia ekki sé hafizt handa um malbikun á Miklu brautinni nú þegar í stað? Raunar þyrfti að ntalbika eða steypa miklu íleiri götur í Hlíð- tmum, en látum þa'ð nú vera i bili, ef strax yríii byrjað á Miklubrautinni. * Miklabrautin (frá Mikla- torgi að Lönguhlíð) er geysifjölfarin gata, eins og allir vita, en þeir bezt, sem í Hlíðunum búa. Þarna er látlaus straumur farartaíkja allan daginc, strætisvagnar, vörubifreiðir með þunga- flutning á vegum bæjarbúa, að ógleymdum hundruðum, ef ekki þúsundum, leigu- og einka-bifreiða. * ÞaS liggur því í augtim uppi, að umferðarbraut sem þessi, verður að vera alveg sérstak- lega vel úr garði gerð til þess að þola slikt álag, ef hún á að vera sæntilega fær ökutækjum, aö ógleyntdu fótgangandi fólki, þegar votviðrasamt er. I’essa dagana heíir Miklabrautin á þessum kafla verið eitt samfelt fen, þar spm bifreiðir verða aö sniglast yfir (ef ökumenn eru almennilegir menn), en annars brjótast yfir, ausandi vegfar- endur auri. Það er aumt aö vera íótgangandi á Miklubrautinni þegar viðrar sent nú, en það er líka erfittað vera bifreiðarstjóri og aka þar svo um, aö maðtxr stórskemmi ekki fatnað veg- farenda. \’egna þessa og af fleiri ástæðum, er eg nenni ekki að tína til, ættn yfirvöldin ao hefjast lianda um ntalbikun Miklubrautarinnar. setn fyrsta áfangans í almennum endttr- bótum á götum í HHðttnum.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.