Vísir - 18.11.1949, Blaðsíða 8

Vísir - 18.11.1949, Blaðsíða 8
Fösíudaginn 18. nóvember 1949 Sextán pös’ Tvímenningskeppni meisl- araflokks í bridge hefst inn- an Bridgefélags Reykjavíkur n. k. sunnudag og taka 16 „pör“ þátt í henni. Pörin eru þessi: 1. Hermann Jónsson — Arngi-ímur Sigurjónsson. 2. Róbert Sigmundss. — Stein- þór Asgeirsson. 3. Kristján Kristjánsson —• Guðlaugur Guðmundsson. 4. Ragnar Jó- liannesson — Þorsteinn Þor- steinss. 5. Benedikt Jóliann- esson — Stcfán Stefánsson. 6. Jóhann Jóhannsson —- Guðin. Ó. Guðmundss. 7. Hörður Þórðarson — F.inar Þorfinnsson. 8. Arni M. Jóns- son — Lárus Karlsson. 9. Guðm. Guðmundsson — Gunnar Guðmundsson. 10. Jón Ingimarsson —- Árni Þorvaldss. 11. Gunnar Páls- son — Torfi Jóhannesson. 12. Einar B. Guðmundsson — -Sveinn Ingvarsson. 13. Guðmundur Pálss. — Högni Jónsson. 14. Tryggvi Briem — Kristjan Kristjánsson. 15. Gunnar J. Möller — Yíg- lundur Möller. 16. Sigur- hjörtur Pétursson — Örn Guðmundsson. Alls verða spilaðar 5 um- ferðir eða 150 spil samtals. Keppninni lýkur að- öllu for- fallalausu sunnudaginn 4. des. n. k. Iveppt er um hikara sem efsta ,,parið“ hlýtur til eign- ar. í fyrra báru þeir Árni M. Jónsson og Lárus Ivarlsson sigur úr býtum í þessari keppni. Fjórir neðstu tvímenning- ai’nir falla hverju sinni nið- ur i 1. flokíc, en úr 1. f-lokks keppninni koma þess i stað 4 pör upp í meistaraflokk. Nýliðarnir að þessu sinni eru þeir Víglundur Möller, Gunn- ar J. Möller, Steinþór Ás- geirsson, Högni Jónsson, tveir Kristjánar Kristjáns- synir og Guðlaugur Guð- mundsson. éiiig flmm3 Vín (UP). — Rússar virð- ast ætla að brevta mjög um stefnu gagnvart Austurríkis- mönnum, samkvæmt síðustu tilkvnningu þeirra. Skýra þeir stjórn landsins svo frá í tilkynningu þessari. sem gefin var út fyrir I skéinmstu, að öllum mönn- I um, sem rænt hefði verið af hernámssvæðum Vesturveld- anna í landinu muni verða skilað áftur. Er þar um 800 manns að ræða. Auk þess j ætla Rússar að láta lausa um 18000 stríðsfanga, sem setið j hafa í fangabúðum allt að sjö 1 ár, auk 1000 austurrískra Gyðinga, sem flýðíi til ým- issa landa í A.-Evrópu, þegar Hitler lagði Austurríki undir sig 1938. Öttast um Óttast er um bandarískt risaflugvirki, sem lagði í fyrradag af stað til Englands. Þegar flugvirkið átti skammt ófarið lil Bermuda- eyja sendi það út nevðar- skeyti um að það þyrfli að nauðlenda. Leit var þegar hafin að því í gær, en liafði ekki fundizt er síðast fréítist. 12 menn voru með flugvirk- inu. dj em m nm áuu - Eúnaðardeild atvinnudeild- ar háskólans starfrækir sér- stakí íilraunabú í Engev og (eru þar gerðar tilraunir í sambandi við mæðiveikina. Að því er dr. Halldór Páls- son skýrði Vísi frá í gær, er starfsemi tilrauhabúsins tví- þælt. I fvi’sta lagi sú, að rann- saka, hvort mæðiveikisýklar gcti boi'izt með sæði milli fjárins, þótt það þyki harla óliklegt. I tvö ár hefir sæði úr sýktuin hrútum verið flult í ósýktar ær at' Yest- fjörðum, sem komið liafði verið fyrir út í Engey og enn- fremur hefir verið flutt í [kci' sæði úr heilbrigðum úr- valshrúlum. Engrar sýkingar hefir orðið vart i fénu og er það við beztu heilsu. Annar þátturinn i starf- semi tilraunabúsins er sá, að þar sem nú stendur fyrir dvr- um niðurskurður á meira en helmingi á öllu fé á Islandi, þykir rétt og nauðsvnlegt, að eiga fyrir hendi velkynjaðan fjárstofn, sem hægt væri að nofa, þegar niðurskurði er lokið og bændur fara að hugsa til þess að koma sér upp nýjuni fjárstofni. Er búið að bjarga nokkuru af þvi bezta úr islenzku fé. Um eitt lmndrað f jár er úti í Engey og þolir eyjan tæj)- lega meira fé, enda [k’)U hún sé grösug. BandaJag náttúrulæknlnga- félaga á íslandi heí'r verið stofnað og heiíir það ,,Nátt- úrulækningafélag íslands“. Stofnþing þess var báð 5. og 6. nóv. s. 1. og sútu það fulltrúar frá5 félögum, 31 að tölu. Eitt' félag, í Ölafsfirði, gat ekki sent fulltrúa á þing- ið, en hafði lýst þvi yfir, að það óskaði að gerast stofn- andi. Aðalstarf þingsins var laga- setning, og voru samþykkt í ítarl'eg lög og þingsköp. Þá voru rædd ýms stefnu- og á- hugamál og gerðar ýmsar á- lyktanir, sem náuar verður skýrt frá síðar. í stjórn voru kosnir: For- seti Jónas Kristjánsson, lækii- ir. Varaforseti Björn L. Jóns- (son, veðurfræðingur. Með- j stjórnendur Hjörtur Ilans- son, kaupmaður, Marteinn Skaflfells, kennari, og Stein- dór Björnsson, efnisvörður. ' Einstök félög innan Nátt- úrulækningafélags íslands kenna sig við þá staði, [iar sem þau eiga hcimili. Á fram- haldsaðalfundi félagsins hér í Reykjavik 15. þ. m., fór þessi nafnbrevting fram, um leið og samþykkt voru ný lög fyrir félagið. \'ar sá fundur þannig jafnframt stofnfund- ur „Náttúrulækningafélags Reykjavikur". I stjórn þess voru kosin: Björn L. Jónsson j (formaður), Björn Ivristjáns- son, kaupm., Egill Hallgríms- son, kennari, Marteinn Skafl- l'ells5 kennari, og frú Stein- unn Magnúsdóttir. Eftir er að kjósa faslar nefndir, og verður það gert á framhalds- stofnfundi innan skamms. Export-Importbankinn í Bandaríkjunum hefir veitt Bolivíu 16 millj. dollara lán. Byggingarvöry- sýning í Um þessar mundir er haldin bvggingarvörusýning í Bretlandi, einhver sú mesta, sem þar hefir verið haldin. Sýnir sýning þessi þróun byggingariðnaðarins í Bret- landi eftir styrjöldina. Sýn- endur eru uni 400 og er allt sýna á sýningunni, cr þarf til þcss að koma upp ný- tízku byggingu. Tékkar neita að snúa heim. Öll tékkneska sendinefnd- in, sem starfað hefir í Vestur- Þýzkalandi á vegum hinnar kommúnistisku stjórnar Tékkóslóvakíu í sambandi við stríðsskaðabætur Þjóð- verja Tékkum til handa, hefir lýst sig pólitíska flóttamenn. Æskir enginn nefndar- manna að snúa aftur heim til Tékkóslóvakiu og hafa þeir beðið brezku hernámsstjórn- ina ásjár. Telja þeir að stjórn- arfyrirkomulag kommúnista i Tékkóslóvakiu virði ekki rétt einstaklinganna og vilji þeir því heldur setjast að utan föðurlands sins. Mun þeim verða leyft að setjast að til bráðabirgða á hernámssvæði l Breta í Þýzkalandi. Persakóngur heimsókn i Ve ^ gerir viðskipfa- v samninBg. Luxemburg og Veslur- Þýzkaland liafa gerl með sér samkomulag um [rjálsari viðskipti sín á milli. Nákvæmir sanmingar hat’a ekki cnnþá verið gcrðir, en íullirúar frá báðum ríkjim- um munu vinna að uppkasti þeirra. Shahinn yfir Persíu er kom- inn flugleiðis til Washington og tók Truman forseti á móti | honum á flugveílinum. ^íun Iiann dvelja um nokk- i urn tíma í Bandrikjunum og meðal annars fara í tveggja daga heimsókn til Arizona til | þess að athuga þar tilraunir, sem gerðar hafa verið þar til þess að breyta sandauðn í ræktað land. Aðalerindi Shah- ins er að atlmga um lántöku vegna 7 ára umbótaáætlunar Persiu hjá alþjóðabankanum vesfra. Danska flutningíiskipið „Ivar“ sigldi fyrir nokkru á tundurdafl við norð-vesturströnd Hollands. Mvnd þessi var tekin, er di-áttarbátur er að draga skipið í höfn í Terschelingen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.