Vísir - 22.12.1950, Blaðsíða 10

Vísir - 22.12.1950, Blaðsíða 10
10 JÖLABLAÐ VlSIS gerður þar bílfær vegur á alllöngum kafla, sem létt- ir umferö af aðalgötunni á milli Eyranna., Gert hafði verið ráð fyrir að alls þyrfti að moka upp úr vatnsstæðinu 400 þús. kúbikmetrum af jarðvegi. En til þess, að höfnin yrði nothæf, eins og nú er orðið, hefir verið mokaö upp um 60—70% af því magni. En athaínasvæöi hafnarinnar, sem er þríhyrnt áð lögun, eins og vatnið var, — er til- ið um 127 þús. ferm. í þessa höfn er nú búið að leggja um 5.'7 millj. kr. Greiðir ríkissjóður 40% af þeirri upphæð en hreppur- inn stendur undir hinu. Af þessari upphæð hefir verið greitt í vinnulaun, innan héraðs, um 2,3 millj. króna. Þetta læt ég nægja að sinni. 5. Ný rajveita. Kaupstaður- inn hefir aö vísu verið raf- lýstur um Iangt skeið, en þótti ekki vera fullnægj- andi lengur. Hefir nú verið byggt nýtt og myndarlegt hús yfir rafstöð á Vatneyr- inni (og er þar einnig bruna stöð kauptúnsins). Er þetta diesel-rafstöð og vélarnir af Ruston-gerð, 2 samstæður, 360 hestöfl hvor er framleiða samtals 480 kw. En rúm er í húsinu fyrir svipaða stækk- un. Gert er ráð fyrir að grafa allar leiðslur í jöröu og þeg- ar búið að vinna rösklega hejming þess verks. En mik- ið kapp var á það lagt að koma öllu kerfinu og nýrri götulýsingu í nothæft stand fyrir veturinn, þó að ekki yrði lokið við að múrhúða stöðvarhúsiö., Og þetta hefir tekist með prýöi, en kostn- aður við þessa nýju raforku- stöð, lagnir og götulýsing- una mun vera orðinn um 1,25 millj. króna og er talið að reynast muni verulegri upphæð undir áætlun ,þrátt fyrir gengislækkun. Mun það vera meðal annars að þakka hagkvæmum innkaup um á efni, til dæmis hin- um glæsiíegu Ijóskerastaur- um, úr járnbentri steypu, sem keyptir höfðu verið í Englandi, Var búið um vet. urnætur að koma þeim upp um þvera og endilanga Vatn eyri og eftir endilangri aðal- götunni, eða Aöalstræti, innfyrir Geirseyri, en stræti þetta er um 1 y2 km. að lengd, talið frá höfninni., Er götu- lýsing þessi svo glæsileg sem verða má, og á sennilega ekki sinn líka í kaupstöðum hér, nema ef vera skyldi á Seyðisfirði. Raforkumálaskrifstofa rík- isins hefir veitt tæknilega aðstoð við állt þetta fyrir- tæki, en teikningar og um- sjón með verkinu annaðist Guðjón Jóhannesson tré- smíðameistari, Patreksfirði. Uppsetning véla annaðist Hjörtur Kristjánsson vélstj. hér, en Ivar Helgason, raf- virki kauptúnsins, annast uppsetningu á töflum og rafbúnaði á stöðinni.*) 6. Aðrar framkvœmdir. y^r^amannabústapjr, hin- ir fýrstu hér, eru nú í smíð- umm, — áílmikið hús, þar sem eiga að vera fjórar þriggja herbergja íbúöir. Var undirstaða undir hús þetta steypt á síöastliönu ári, en á þessu ári hefir ver- iö unnið að því, eftir sem vinnuafl hefir verið til og er húsið nú komið undir þak, — eða vel það. Gert er ráð fyrir, að þessi bygging muni kosta 4—500 þús. krónur. Sjúkrahús, mikið og vand- að var fullgert og gat tekið við sjúklingum vorið 1946;, Var það smíðað eftir svip- aðri teikningu og sjúkra- húsbygging Keflvíkinga, og verkið hafið um svipað leyti, eða 1944, þó að Keflavíkur- sjúkrahúsið hafi oröið þetta síðbúnara, — eða var ekki komið í notkun til skamms tíma. Þetta sjúkrasús Pat- reksfirðinga, er miðað við 19 sjúkíinga, en hefir þó hús- rúm fyrir töluvert fleiri sjúkrarúm. Oft hefir það komiö fyrir, að það sé fullskipaö, og stunduö meira en þaö, eins og t. d„ um þessar mundir, því að hingað leita mjög er- lendir (og íslenzkir) togar- ar, ef eitthvað er aö. Sjúkrahús þetta mun hafa kostað um 960 þús. krónur, án húsgagna. Lœknisbústaður, mikiö hús og með öllum þægindum, var fullgert á miðju ári 1948. Þar er einnig lyfjabúö og lækningastofa héraðs- læknis., Sundlaug all-myndarleg, eða svipuð Bjarnalaug á Akranesi, var einnig full- gerð snemma á þessu tíma- bili, sem ég hefi gert aö um- talsefni. Og eflaust mætti fleira telja. En hér verður látið staðar numið að sinni. 7. Samgöngur á landi. Þegar ég kom hingaö fyr- ir fimm árum, mátti svo heita, að ekki yröi komist ,,spönn frá rassi“ frá Eyrun- unum, eða Patrekshöfn í bif- reið, nema ef vera skyldi, að klöngrast mætti til Tálkna- fjarðar., Var þó aö sjá,lfsögðu byrjað á ýmsum vegagerð- um, en gekk seint meðan unnið var aðeins með skóflu og haka, eða allt þangað til hin stórvirku vegagerðar- tæki komu til sögunnar. En nú er aðra sögu að segja. Nú eru komnir góðir bílfærir vegir í allar áttir. Sýndi Jóhann Skaftason *) Uppl. þœr, sem hér er byggt •'i um liöfnina og rafveituna liefi ég fengið hjá skrifstofu lirepps- oddvita og er mér uni að leenna, cf rangt er nieð farið, og stafar þá af skilningsleysi mínu. Th. Á. sýslumaður mér þá vinsemd, að gefa mér þær upplýsing- ar, sem hér fara á eftir um bílfæra vegi, sem nú eru full- gerðir frá Patreksfirði. Þjóövegur frá Patreksfirði til Sveinseyrar í Tálknafirði, ca. 19 km„Frá.Sveinseyrþ(út meö Télk'nafjpðl norð,áítfer ___v A'VÁfí/iiU ..it'v'í um), sýslúvéguf að Laugar- dajlsá, ca. 5 km. Frá Tálkna- firði til Bíldudals, 17 km. þjóðvegur og frá Bíldudal að Bakka í Ketildölum, 11 km. Frá Bakka að Fífustöð- um í Ketildölum, sýslu- vegur, ca. 5 km. Frá Bíldu- dal aö Fossi í Suðurfjörðum ca. 7 km. Frá Patreksfirði um Kleifa heiði að Brjánslæk á Barða- strönd, ca. 60 km. (Þá er eftir óruddur ca. 70 km, um Þingmannaheiði, Klettsháls, Kollafjörð og Gufufjörð að Brekku í Gufudalssveit, en þangaö er fært að austan). Frá Patreksfirði er einn- ig bílfært að Saurbæ á Rauðasandi, er sú leið öll ca. 25 km. Verið er að vinna að vegi frá Gjögrum í Örlygshöfn að Tungu og frá Gjögrum að Hænuvík í Rauðasands- hreppi, ca. 10 km,, í Austur-Barðastranda- sýslu er bílfáert frá sýslu- mörkum við Gilsfjarðarbotn um Geiradals og Reykhóla- hreppa að Djúpafirði og í þurru að Brekku í Gufudals- sveit, ca. 50 km. í Reykhóla- sveit er afleggjari frá aöal- vegi í Berufirði að ReykhÓl- um, ca. 10 km. og lögð und- irstaða að vegi frá Reykhól- um að Stað á Reykjanesi, ca, 10 km. Á síðastl. sumri var unnið allmikiö á öllum þessum vegum að nýbyggingum og endurbótum. Nú er veriö að ryðja sýsluveg frá Fífustöð- umm í Ketildölum að Selár- dal, ca. 5 km. Á þessu hausti hafa verið byggöar 3 brýr í vestur- sýslunni: Á Botnsá í Tálkna- firði og á Hagaá og Vaöals- á á Barðaströnd. ekki stærra pláss en Pat- reksfjörður er, en þó vænt- anlega aðeins stundartrufl- un, eins og fyrr er drepið á, því að nýtt skip, eða ný skip, munu vera væntanleg hing- að vpn bráðar. Og ekki er hægt að §egja, ■mp afe|™5fg|J|útge|ðar- [■- reiagsifís’ •Lafí' iafiið niður með þessu, þv^að auk hrað- frýstihúss síns, sem starf- rækt var aö staðaldri fram á mitt sumar, eða þangað til hætt var að frysta þorskflök, hefir það starfrækt fiski- mjölsverksmiðju sína lát- laust síðan um miöjan júlí cg látiö vinna karfamjöl og lýsi úr afla Austfjarðartog- ara, — og þó aðrýlega ísólfs frcí Seyðisfirði. Er það í frásögur færandi, að síðan 18. júlí hefir ísólf- ur lagt hér upp afla sinn úr 12 veiðiferðum, eða samtals um 3500 lestir af karfa. (En auk þess mun hann hafa lagt upp á Hjalteyri afla úr fáeinum veiðiferðum, þar á meðal úr metafla-ferð sinni um 20. okt., er hann hafði 430 lestir innanborðs). Ennfremur lagði annar Norðfjaröartogarinn hér upp um 300 lestir af karfa, úr einni veiðiferð. Af mjöli, sem unnist hefir úr þessum karfa, er búið að flytja út um 700 smálestir, eða að verðmæti í út.lendum gjaldeyri um 1,2 millj. kr. En um 100 smál. af karfalýsi munu vera hér tijbúnar til útflutnings. Nokkuð af karfanum, eða um 100 smálestir, sem tekið var nýjast úr síðustu veiði- ferðum ísólfs, hefir veriö flakað og hraðfryst fyrir Ameríkumarkað. hreppurinn og sýslan eru hluthafar í. Hefir það verið starfrækt að staöaldri frá því á vorvertíð og allt fram að þessu. Síðan hætt var að frysta þorskflök, hefir það engu aö síður keypt þorsk- inn, sem fjlotið hefir með flátfiski í- aila þéirra bá'ta, sem'selt liafa því fiskinri.— og sáltað hánn. En verkstjór-- ifín þar segir raér. að þaö sé léleg vara. Ekki er mér kunnugt um enn, hversu miklu nemur út- flutningsverðmæti þess afla, sem bæði frystihúsin hafa unniö úr á bessu ári,^n það mun vera ch’júgnr skilding- ur. En hér verður látið stað- ar numið, að sinni, þó að margt sé enn ósagt, sem mér þykir í frásögur færandi úr þessu plássi. En þess skal svo að lokum getið, að síð- astliðnu sumri er hér lýst, sem „fegursta og bezta sumri hér á Vestfjþrðum, í manna minnum“, og ég get bætt því við, að eflaust verður haustinu og vetrar- byrjun lýst á svipaðan hátt, því aö síðan ég kom hingað að þessu sinni (eöa 18. okt.), má heita, að verið hafi ,,sól- skin og sumarblíða“ upp á hvern dag, þangað til nú, rétt síöustu dagana. Þrjá dagana síðustu, hefir hér verið lítilsháttar • frost, en bjart veðui’. Það eru fyrstu frostin, og snjó hefir ekki fest hér enn, nema efst í fjöllum. Patreksfirði, 10 nóv. 1950. I l Annars eru frystihúsin; hér tvö og er annað þeirraj í eigu hlutafélags, sem | 8. Ég gat þess hér að fram- an, að hryggilegt óhapp og áfaU fleiri en eitt hefði hér steðjað að, á fyrri hluta þessa árs. Héðan höfðu verið gerðir út tveir togarar um margra ára skeið. En það var fyrir fram vitað, selja átti bæði skipin, sem út- gerðarfyrirtækið Ó. Jóhann- esson h.f. átti síðast, „Vörð“ og „Gylfa“, — nýleg skip að vísu en óhentug hér og dýr í rekstri, — þó að sjálfsögðu í þeim tilgangi, að fá ný skip og betri. En „Vörður“ fór aldrei nema eina veiðiför á þessu ári og fórst, eins og kunn- ugt er, á útleiðinni með ís- aðan fisk, hinn 29. janúar þ. á. Og „Gylfi“ var seldur og afhentur að lokinni þriðju söluferö sinni, eða 12. apríl,, Þetta voru mikil áföll fyrir Maðurmn á myndinn heitir Virg’il Baá«r. Hann er bú- seítur í íllinois-fylki í Bandaríkjunum cg hefir gaman af gr.röyiuju s íj 'undum sínum. Á myndinrii er hann að aíhuga rlsabaunasllður. Það er 46 þumlungar á lengd og vegur níu ensk pund. Er þarna um ííalskt afbrigði að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.