Vísir - 22.12.1950, Blaðsíða 34

Vísir - 22.12.1950, Blaðsíða 34
34 JÓLABLAÐ VISIS Hann barði og gekk rakleiSis inn. Ragna að afgreiða til mið- nættis,, Hún var sársvöng, þegar hún kom heim um nóttina en líka svo þreytt, að hún kveið fyrir því að taka til mat handa sér. Hún bjóst við að Hólmsteinn, sem hafði ætlað að vera hjá systur sinni um kvöldiö væri farinn, en hann kom þá á móti henni fram í forstofuna og hjálpaði henni úr káp- unni. Mikill einstakur gæða- drengur var Hó.lmsteinn, hann hafði smurt brauð handa henni, soðið egg og hitaö mjólk, hún var svo hrærð yfir umhyggju hans að henni vöknaði um augu. Þegar hún hafði snætt, hall- aði hún sér út af á legu. bekknum, hún ætlaði aðeins að láta líða úr sór þreytuna >þessa örstuttu stund, sem Hólmsteinn væri að bera fram af borðinu, en þegar hann hafði lokið því var hún sofnuð. „Ósköp er hún þreytt, litla stúlkan,11 sagði hann og vafði um hana hlýrri á- breiðu. Hann sá það á and- litsdráttum hennar að lúa- verkirnir héldu áfram að þjá hana í svefninum, hendur hennar, sem hvíldu í barns- Jegrj ró upp við vanga henn- ar voru meiddar af þvottum og kolakyndingu, Hún var enn á mörkum bernsku og þroskaára, en hann hafði séð það, hve viðleitni hennar til að verða góð og dugandi manneskja var einlæg. Hún átti ekkí ' giróm í ’ sálinni, þessí ungá stúlká, ckki vott af sjálfséiskú. ' í leiftursýn sá hann púd- urfágUrt' stúlkuandlit, 'sem brosti til hans, blá augun glitruðu eins og sólglitaður sær undir dimmgullnum, uppbeygðum bráhárunum. Þessi fegurð hafði glatt hann og dregið hann að sér meö dularafli. Nú fann hann að fegurðin ein bindur ekki — en mannkostir ■—. Hann laut ofan að hinni sofandi stúlku og kyssti hana varlega á vangann,, Jólin verða helgari og sælli þar sem lítið barn sefur 1 vöggu. _ ,,... í heiminn kom sem ungbai’n eitt, hinn æðsti guð á hæðum... “ Ragna sleppti hönd Diddu, sem vildi fara til mömmu sinnar og tók framrétta hönd Hólmsteins. Þau sungu séjlminn til enda: „.... Guðs nafn sé blessað, soninn sinn hann sendi mér, nú kemst ég inn til hans í himnaríki.“ Þau höfðu gert það til að gleðja börnin að ganga í kring um litla jólatréð, sem stóð á smáborði 1 svefnher- berginu. „Hugsið um pabba í kvöld, litlu börn,“ sagði Ásdís. En þau voru svo gagntekin af gleði yfir jólatrénu og fal- íegu . guliunum, sem, ,þap höfðu fengið að barnshug- urinri rúmaði,;ekki:meira, .... Ragna. og, llólmsteinn slökktu á jólakertunum o.g færðu borðið með trénu inn í horn, þau ætluðu fram í eldhús til þess að hita súkku” laði. Þegar Ragna hafði lagt á boi’ðið sagði hún: „Mér þykir leiöinlegt að fara frá ykkur, en ég lofaði mömmu og pabba aö ég skyldi koma heim í kvöld.“ „Verðurðu lengi?“ spurði Hólmsteinn?“ „Ætli ég komi ekki aftur um ellefuleytið,“ svaraöi hún. Þegar hún var að hverfa út úr dyrunum sagði hann: „Hver veit nema ég komi að sækja þig.“ „Já, gerðu það,“ kallaði hún inn fyrir til hans og bætti við heimilisfangi sínu. En hve allt var fínt heima, Ragna horfði huugfangin á hvernig rafljósin brotnuöu í stórum kristalsvasa með túlí pönum í, sem stóð á miðju borðstofuborðinu. Mamma hennar var ein í borðstof- unni og var að ljúka við aö skreyta borðið áöur en sezt væi’i að drykkju. „Hvár er Edda?“ spurðí- Ragna. „Hún er uppi í herberginu sínu, þú ættir að fara tiL hennar og biðja hana aö koma niður. Það liggur ekki vel á henni, aumingjanum,. hún .hei'ur qrðið fyrir., mikl- um vonbrigöum.“ . , , „Meö livað?“ f Mamma.; hika.ð,i, andartak, svo nirelti hún í íágum rörni: ,,Þú veizt að hún hefur stundum yerið með ungum manni núna upp á síökastið,- og ég held að það.sé alvara á hennar hilið, en svo virðist ekki vera um hann, Gjafir. bera að jafnaði vott um, hvaða hug geíandinn ber til' þess, sem gjöfin er ætluð, og\ alveg sérstaklega á þetta við, þegar um er aö ræða gjöf ungs manns til stúlku, sem hann ann. Gjöfin, sem Edda fékk f’-á þessum manni, ber aðeins vott um kurteisi, og orðin, sem fylgdu henni. voru látlaus jólaósk. Hún lætur sem sér liggi þétta í léttu rúmi, en það er samt auð- fundið að henni hefur sárn-. að verulega.“ „Þakka þér fyrir balltösk- una, Raggí, hún er reglulega smart,“ sagði Edda, þegar Ragna hafði kysst hana á kinnina, óskað henni gleði- legra jóla og þakkað fyrir gjöf hennar. Edda hafði ekki haft svo mikið við að klæða sig í kjól, en hún var í foi’kunnar fögr' ...... — ......— 111111 * , ,, . ; Ijjjl ......................................... ‘ ............................................ ÍiiSiP mm iGaGOOGGGoaooöOQGoooeooGOooGOOGGOOOOQooGGQOooaooooöaGOOOöGOQaoGoaoöoaoooaooaGOGaacöQGQOöaooaQQaaoaoQQOQOQöaöaaoööGooaGatus;*? I»VOTTA¥ELiUt: „Automagic“ með miðflóftaaflsvindu, þvær, skolar og vindur þvottinn án annarrar íyrirhafnar, en að setja þvottinn í vélina og eftir nokkrar mínútur, taka hann hreinan og undinn úr henni aí'tur (sjá rnynd til vinfetri). „Sowaway“ með lausri vindu. Þegar vélin er ekki í notkun, má taka vinduna af og renna fótunum upp í vélarhelginn, tekur hún þá mjög lítið pláss (sjá mynd til hægri). STRAUVÉ'LAR straua allan þvott, jafnvel skyrtur. Þegar vélin er ekki í notkun má setja hana saman og fer þá mjög lítið lyrir henni (Sjá mynd t. v.) ISSKAPAR OG nxjög góðar tegundir. - Sýnishorn íyrirliggjandi. Til afgreiðslu strax frá verksmrðju í Englandi, Bandaríkjunum eða Kanada, gegn gjaldeyris og innflutningsleyfum. Einkaumboð fyrir „THOR“: Bankastræti 11. OOOOOOOOOOOOOOOOGOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO«OOQOOOOOOOOOOOOOOOOOa(ÍOOOOOOOaOOOOOOOOOO;OOOOOOOOOOOOOOOOOtÍOOOOOOO«OOOOi r\n« n, r* r <• r* r v r • r>» r nj+jwtís *>% .»»*.# *»■»*> *<*.*»*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.