Vísir - 22.12.1950, Blaðsíða 33

Vísir - 22.12.1950, Blaðsíða 33
JÓLABLAÐ VISIS ■33. að vera hjá sængurkonum, þó að þú sért liðleg til verka, það er alltaf meira að gera á svoleiðis heimili, og svo bætast við jólaannir.“ „Viltu koma þangað með mér, mamma?“ „Ég hef ekkert þangaö að cgera. Þú getur sagt konunni það sjá|lf, að þú hafir ekki fengið leyfi til að fara í vist. ■ina.“ Ragna þrábað og mamma lét að lokum tilleiðast og fór með henni til Ásdísar. „Þetta er efnispiltur aö vera bara tveggja nátta,“ sagði mamma og lyfti sæng- inni ofan af syni Ásdísar, Síðan barst talið að eldri böfnunum, sem viku ekki frá Rögnu. „Ég verð víst að eftirláta yður Rögnu litlu um tíma, hún sækir það svo fast að vera hjá yður,“ sagði mamma. „Ég veit að þér tak- íð ekki hart á því þó að hún sé ekki fullkomin til allra verka, en hún verður góð og lipur, það veit ég fyrir víst, og sérhlífin er hún ekki. Ég ætla að biðja yður að hafa auga meö því aö hún vinni sér ekki um megn, henni finnst auðvitað að hún þurfi að keppast meira við, fyrst hún þarf að vera þarna á basarnum líka.“ „Mér lízt svo á hana, aö þaö muni ekki vera auðvelt að aftra henni frá vinnu,“ sagði Ásdís, ---lÉtÍ'dyrahufðinni vaf ýt| svo harkalega upp, að Ragna, sem kraup í gangin- um, slengdist flöt, „Ég bið margfaldrar af- sökunar,11 sagði maöurinn, sem inn kom. „Ég hélt að hurðin stæði á sér, þess vegna var ég svona harð- hentur. Ég vona að ég hafi ekki meitt yður?“ Ragna hristi höfuðið. „Það er ekki auðgert að brjóta bein í mér,“ sagði hún glaðlega. Aðkomumaðurinn leit á kafrjótt ancllit Rögnu í um- gjöi’ð dökkra, óstýrilátra lokka, síðan á fötuna og gólfklútinn, sem sýndu hvaða verk hún var að vinna, „Þér hljótið að vera ný- komin hingað í húsið, því að ég hef ekki séð yður hér áð- ur,“ sagði hann. Ragna játaði því og kynnti sig með þessum orðum: „Ég heiti Ragna og er vinnukona hjá firú Ásdísi.“ „Eg heiti Hólmsteinn Hallsson og er bróðir frú Ás- dísar.“ Síðustu orðin voru sögð í eftirhermutón. Ragna horföi á hann með athygli. Þetta var þá bróðir- inn, sem Á.sdís háfði :minnzt á viSPhana og sagt að væri hjálparhellan sín„ Hún hafði vitað áð hann mundi ver-a góður maður, en svona glæsilegur... „Ég trúi ég sé nú alveg hissa,“ tautaði hún við sjálfa sig, þegar Hólm- steinn var farinn inn. Hún setti á sig hvíta svuntu og færði honum kaffi. „Þér hafiö létt þungum steini af hjarta mínu,“ sagði hann alúðlega. „Dísa segir, að þér ætlið ekki að fara frá henni fyrr en hún sé orð- in vel frísk.“ Vaknaði hún hvern morg- un í nýjum heimi, eða hafði heimurinn aðeins skipt um svip? Hvers vegna var hún skyndilega orðin svo rík af fagnaðarefnum að ekkert verk var henni of erfitt, ekk- ert myrkur of svart, enginn næðingur of napur? Hvern morgun varð hún aö fara flugsnemma á fætur í blind- sorta og nepjukulda skamm- degisins, kveikja upp kola- eld, þvo þvott, ræsta her- bergi, fara í mataraðdrætti hvernig sem viðraði, búa til mat, hjúkra sængurkonu og hjálpa ungum börnum. Það gerði henni mun erfðiðara fyrir að hún vann jafnframt í básarnúm. Ótal'. óta! storf bíðu hen.nar, aldrei var tími til hvíldar fyrr en húri'va-r lögst út af í bóþð seint á kvöldin með Diddu litlu sof- andi við hliö sér„ Já, hvers vegna var hún svona rík af fagnaðarefnum? Hún vissi það, hún fann það hvern ein- asta dag, að það, sem gaf henni þrek til þessa erfiðis, sem hún hafði aldrei vanizt áður, var vitundin um það, að hún stæði við hlið Hólm- steins í því mannúðarstarfi að vaka yfir þessu litla heim- ili, vefja það kærleika sínum og umhyggju. Lífið hafði kallað á hana til starfs, hún var metin og dáð. Hví skyldi hún ekki vera sæiL? Hún hafði alltaf álitið for- eldra sína afbragð annarra, en nú — hún blygðaðist sín fyrir að hugsa þannig, en fékk þó ekki að gert — nú fannst henni gæði þeirra of takmörkuð, hugsun * þeirra um of bundin við þeirra eig- in hag og þeira nánustu. En móðir Fanneyjar, sem var ekkja og varð að vinna baki brotnu til þess að sjá heirn- ili sínu farborða, aldrei va;r hún þó svo önnum kafin a,ð hún gæf i séf ekkf tirha til að hjálpa Öðrum.' Og Hólrív ste'inn — hann vár ungur 'ög hafði nýlokið' löngu námi, ef- láu'st halpf nann litlú ur að spila, en þó vakti hann ýíir því að systur hans vantaði ekki neitt. Þetta heiillandi andrúms- loft, sem hún lifði í, ly'íti henni yfir strit daglega lífs- ins. Hún gleymdi að géra kröfur til lífsins fyrir pýí, hve henni var umhugað um. að uppfylla þær kröfur, sem lífið gerði til hennar. Hinar góðu hugsanir og fögnuður hjartans Ijómuðu í svip heún ar. Hún var falleg þó að hún gæfi sér ekki ætíð tóm til &Ö greiða lokkana sína og þvo burt „eldhúslyki,linn“ af kinninni. — Hóhnsteinn kom 1 b'ás- arinn til hennar og verzláoi við hana. Hann trúði henni fyrir jólaleyndarmálum sín- um og fékk hana til að fára í búðir með sér. — Á Þorláksmessu varð ín!5ö;5rííjíj;so;iíioíj!5rj!i{jíjíjöíjj;5íj;j;j;iöíÍOC5;5CeíÍ««GttíÍ!bíÍÍÍÍS«ÍÍÍ5ÍÍÍÍÖ5ÍÍÍÍ5ÍÍÍÍÖÖÍÍGttí5í5ö;50íÍÖOiÍt5ÖÍÍtiOíj;SíÍ«ÍÍÍÍOKÍ500«aíSOOÍÍOOÍSÍSGGeGílíííSKÖíÍCiSíeCSO!ÍSCOSÍOCSíöCiOí^ Tæki ti 1 íi§kþurrkunar j Blásar ar. Loftspjöla. Að jafnaði fyrirliggjandi fullkomnustu tæki fyrir Innlend og framleiðsla. góð Lyftivagnar. Loftviftur. VELSMIÐJAN HEÐINN ##.#.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.