Vísir - 08.09.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1951, Blaðsíða 4
V 1 s I R Laugardaginn 8. september 1951 WXSKXB. SAGBLAB RiWjörar: Kristján Guðiaugsson, Hersteiim Pélssoa, Skrifstofa Austurstræti 7. Otgefandi: BLAÐaOTGÁFAN VISIR H.R 'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 75 aurar. Félagsprentsmiðjan hX Kirkjudagur Óháða Flóttinn irá kommúnismanum. það kémur tæplega fyrir að gripið sé ofan í erlent blað, svo ekki sé þar skýrt frá því, að fleiri eða færri menn eða konur hafi flúið eittlivert af þeim löndum, er hramm- ur Sovétríkjanna nær til. Stundum er það Tékkóslóvakía, Pólland eða Austur-Þýzkaland og stundum Éystrasalts- ríkin. Aldi’ei heyrist aftur á móti, að nokkur íbúi-vestrænnaj lýðræðisríkja flýi sín heimili. Þetta er ákaflega táknrænt um mismuninn á kjörum óbreyttra borgara í löndum þess- um. Mismunurinn á því að búa við austrænt eða vestrænt lýðræði. Það myndi þykja mikil býsn, ef nokkur íslenzkur i’ikisborgari myndi flýja þetta hrjóstruga land og smokra sér yfir „jámtjaldið“ og setjast að í Ráðstjórnarríkjunum og leita þar hælis fyrir ofsókn íslenzkra yfirvalda. Það er næstum ótrúlegt, og ekkert fordæmi er, heldur fyrir því, að íslenzkur kommúnisti gerði það. ^ Skýring þessa fyrirbrigðis er ákaflega einföld. Á Is- landi ríkir vestrænt lýðræði og þar geta allir, jafnt karlar sem konur, verið óhultir fyrir ríkisvaldinu í þeim sldlningi, að það þai’f ekki að óttast. Hér á landi þurfa menn ekki að óttast það að vera vaktir unx miðja nótt, af svokalladi-i öryggislögreglu, og sldpað að fara niður á lögi’eglustoð lil jæss að svara til saka fýrir nieint afbi’ot. Hafi menn í landi vestræns lýðræðis bi’otið eitthvað af sér, má lxann nokkurn N eginn vera viss unx, hvernig nxál lxans verður fyrir tekið. llann þarf ekki að óttast næturheimsóknii’, sem vii’ðast mjög tiðkast íxxeðal austrænna „lýðræðisþjóða.“ , ! Það er heldur ekki venjan meðal þeirx-a þjóða, sem geta talið sig heyx’a til vestrænnar nxennhigai’, að menu, sem eitthvað hafa til salca unnið, og fengið sixxn dóm, hverfi beinlinis, og til þeiri’á spyi’jist aldrei framar. Þetta nxun aftur á mótí vex*a meginreglan meðal þjóða, er „austræn inenning“ hefir undirlagt. Það er heldur ekki vitað, að í- búar vestrænna lýði-æðisþjóða geti ekki, ef þeir hafa á annað boi’ð efni á því, fai’ið ylir landanxæri lands sins og heimsótt nági'amxaþjóðii’iiai’, án þess að þurla að sækja uin | það leyfi til pólitíski’a stjómai’válda. Það er hins vegar meg- ini'egla meðal þjóða, er sæta austi’ænu „lýðfæði“. Þar má heita, að átthagafjötrar gildi, senx á sínum tíma þóttu ein- Iivei'ir verstu hlekkii-, er lagðir voru ó eixistaklinga, að minnsta kosti, er þeir giltu á þessu landi frelsis og jafn- ræðis. Fáfróðaxx Islending rekur í rogastanz, er liann les það dag eftir dag í ei’lendunx blöðum, að fólk sé að flýja sæluixa í austi’i. Flýja heinxili sín, jafnvel án þess að taka nokkuð með séi’. Skilja jafnvel eftir allar eigur sínar og á stundum verða menn að flýja heimilin og skilja eftir bæði konur og börn. Eitthvað nxeii'a en lítið Iilytur að vera bogið við það þjóðskipulag, senx fælir menn svo frá séi’, senx þessi dænxi eru órækur vottur unx. Dæmi eru þess, að fólk, senx hefir búið við austrænt „Iýðræði“, hafi lagt það á sig að flvjá land í flugvélaskriflum, senx engum óvitlausmn nxanni myndi annars hafa dottið til hugar að setjast upp í. Þann- ig lýsir ástiix sér á austrænu „lýðræði“, þegar það stjórix- skipulag er ki*ufið til mei’gjar. Það eru til menn á þessu landi, senx óska þess heitar en nokkuð annað, að íslenzka þjóðin eigi eftir að búa við austi’ænt „lýði’æði“. Allt bendir til, sem betur fei% að þess- unx mönnum vei’ði aldrci að ósk sinni, en einkennilegt nxá það teljast, að á þessu landi fi’jálsræðisins skuli vei’a til þeir nxenn, er þanxxig hugsa. Manni verður ósjálfrátt liugs- að til þess, hvei’svegna þessh' menn skuli ekki hafa lagt land undir fót, og setzt að í löndunx hins austræna „lýðræð- is“, senx þeir þrá svo mjög. Er það kannske vegna þess, að þeir eru ekki eins vissir um gæði þess, eins og þeir viija vei'a láta, að þeir hafa ekki látið vei’ða af því ? Nokkrir söfnuðir utaix Reykjavíkur liafa á undan- förnum áruni valið einhvern lielgidag ársins, helgað hann sérstaklega nxálefni kirkju sinnar og nefnt kiikjudag. Hefir fólk úr söfnuðunum þá dvalizt daglangt á kirkjuj staðnum, fegrað guðsliús sitt og prýtt umhverfis það, sungið saman, rætt og frætt um kiikjumál, safnað fé til safnaðarstai’fsins og minnst kii’kjunnar þennan dag öðruxn frenxur með gjöfuxn og áheitum. Þessir dagar hafa glætt sameiginlcgan óhuga og skilning fólks á því að nxál- efni kii’kjunnar er málefni þess sjálfs ef rétt er. Það er skoðun stjórnar Óháða frí- kirkjusafnaðarins, að ekki sé síður ástæða til að glæða þann áhuga og skilning i Reykjavík en annars staðar á landinu, og vildi liúix því fyrir sitt leyti stuðla að hon- um með því að lialda nú fyrsta kirkjudag safnaðar ins. Að sjálfsögðu verður liann með öðrum svip en vei’ða mundi ef söfnuðurinn xetti kirkju. En einnxitt hin brýna þörf fyrir kirkju ætti að vera öllu safnaðarfóllci og vildarinönnum safnaðarins lxvöt til þess að taka þátt i guðsþjónustu og samkomum dagsins og leggja þar með sinn stein í kii’kjubygging- una. Söfnuðurinn er ennþá fátækur að fé en ríkur að á- lxuga og á góðan hug fjölda fólks og fyrir það vei’ður kii'kjá byggð með guðs lijálp. Guðsþjónustan vei’ður hald- in úti á moi’gun ef veður leyf ir þar er söfnuðinum lxefir af miklu veglyndi verið gef- ið land undir kirkju á gatna- nxótum Hringbrautax’ og Kaplaskjólsvegar. Guðsþjón- ustan er haldin á þessum stað til þess að leggja á- hei’zlu á það inn á við og út á við, hve kirkjuþörfin er aðkallandi, guðsþjönusta á þessunx stað, þar sem enn hefir ekki verið reistur steinn yfir steini, táknar á- minningu og lofoi’ð til fram- tíðarinnar uni að reisa guðs- lxús þar senx engin kirkja er nú, hvar senx það kánn að vei’ða. Er því heitið á yður að taka þátt í þeirri tákn- í’æxxu athöfn. Jafnframt vill |safnaðarstjórnin nota tæki- færið og þakka öllum, sem 1 allt frá fjarlægum heimsálf- um hafa þegar lagt söfnuðin um og kirkjumóli hans lið í oi’ði og vei’ki. Auk guðsþjónustunnar. á morguxx, sem liefst kl. 1.30 e.h. verður mex’kjasala og kaffisala hjá kvenfélagi safnaðai’ins í Góðtenxplara- húsinu til kl. 19, en þá liefst samkoma i Stjöi’nubíó með fjölbreyttri efnisskrá. Af hlutverk kirkjudagsins er tvirætt: 1 fyrsta lagi kynn- ing á málefni kirkjunnar almennt og kirkjunxálefni þessa safnaðar sérstaklega, og í öðru lagi að afla fjár til fyi’irbugaðrar kirkju- byggingar og safnaðarstarfs- ins, og heitir safnaðarstjórn- in hér með á lwern einasta \safnaðarmeðlim sem f>essi I orð les eða heyrir, að gera (sitt til að ávöxturiiui af fyrsta kirkjudeginum verði 1 sem ríkulegastur og glæsi- , legastur, hæði í innra og ytra skilningi. I Að lokum vill safnaðai’- stjórnin nxinna á það liknai’- mál, sem að liennar dómi krefst skjótastrar úrlausnar í þjóðfélaginu á vorum dög- um, að koilia upp lieimili fyrir drykkjusjúka menn,. til aðhlynningar þeim og lækningar. Það hefir verið skýi’t frá því-i blöðununx að- ákveðið liafi verið að láta 25% af liagnaðinuni af kirkj udcginum renna til stj'rklar því máli. Með því |VÍ11 safnaðarstjói’nin leggja (óhei’zlu á þá skyldu kristins- manns og kristins safnaðar,. ja skyldu einstaklinga, fé- Taga og liins opinbera, að muna eftir sæi’ða mannin— um við veginn, jafnframt- því sem unnið er að öðrum málum, og taka höndum sanxan unx að bæta úi- hjálparþörfinni og spyx-ja um hana eina, en ekki lxvei- í lilut eigi. Safnaðai’stjórn- inni kenxur ekki ti hugar að eigna sér þetta mál á neimi hátt, hún veit að það hlýtui- að vera áhuganiál og lijart- ans nxál allra góðra manna í öllum söfnuðum, og þótt: þeir séu ekki í neinum söfn- uði, og hefir lengi verið á- huga- og baráUumáL margra. Hún vill aðeins' nxeð ljúfu geði gjalda sinn skatt til málsins um leið og; hún leitar stuðnings hja al- menningi við málefni safn- aðarins, í fullu trausti þess að söfnuðurinn sé henni samnxála þótt hann vanti ennþá þak yfir liöfuðið, og í fullu trausli þess að sem flest samtök fólks i landinu gjöi’i slíkt hið sama og nieð þá einlægu von í huga, að stofnaður vei’ði félagsskap- ur sein vinhi að þvi nxeðal áhuganxanna og gagnvart hinu opinbera og hið nxikla liknarnxál komist sem fyrst í franxkvæmd. 320 hvalir hafa veiðzt. Hinn 1. scptember síðást- liðinn liöfðu veiðst 316 hval- ir, en síðan liafa veiðst 4, svo að alls liafa veiðst 320 frá því er hvalveiðarnar hófust í sumai’. - ■ —......----------------- * BEHG AL > „Grámann" hefir enn skrif- að mér bréf, að þessu sinni um erindaflutning útvarps- ins. Er það skynsamlega skrifað sem hið fyrra, og fer það hér á eftir: * „ThS. ÞaS er áreiðanlega aö bera í bakkaíullan lækinn að setja út á erindaflutniug út- varpsins, — en þar sem aS hér ætti að vera hægt að lagfæra inisfellurnar með áminningum, eöa -öllu fremur þjálfun þeirra ér efni fly.tja, ætti það ekki áð skaða neinn, því að „góð. vísa verður aklrei of oft kveðin". Á eg hér aðallega við stúlkur þær, er upp lesa eða erindi flytja, hvo.rt sem frumsamin eru eða 'ekki. Hrein undantekning er. að þær flytji þannig að hægt sé að njóta þess, sem fram er flutt og ber, að minni skoðun (ög margra annara) einkum til af því, að framburðurinn er of hraður og oft lágur, en þó sér- staklega, að hjá mörgurn þeirra endar hver setning í hálfgerðu hvísli. Þetta endinga-h'ds' kera- ur líka fyrir hjá karlmönn-| unum, svo þeir mega einn- ig, sumir hverjir, krota þess- ar áminningar bak við eyrun. Það er leitt, þegar gott | efni er skemmt á þennan hátt. Gallar sem þessir koma engu síður fram hjá þeim, sem lærðar eru taldar, eða' telja sig það, í framsagnar-1 listinni, bæði leikkonum og öðrum. Framburðurinn verður til-| gerðarlegur, — ósmekklegur. =K Að sjálfsögðu verða hér eng-' in nöfn nefnd, þar sern eg hefi ekki, og vil ekki hafa, horn i síðu nokkurs sem hlut á að máli. Aftur á nxóti vil eg nefna fá- ein nöfn flytjenda, sem mættu og ættu að vera til fyrirmynd- ar: Gunnþórunn og Friðfinnur- skila ætíð hvérju einasta orði í eyru hlustenda, og mættu því heyrast 'oftar í útvarpinu en raun er á. Þau korna flestum eða öllurn í gott skap. Lengir- ekki hláturinn lífið? Aðalbjörg og Lára Sigur- björnsdóttir skila öllu efni vel. Þær „halda út“ hverja setningu. Og vissulega nxættu þær, sem eg hér er að finna að við, taka sér til fyrirmyndar Þorbjörgu Árnadóttur, og hafa þá um leið hugfast, að hún hefir ver- ið langdvölum rneðal framandi þjóða. Henni „kippir í kyniðÁ Hæg ættu að vera heimatök- in fyrir alla, sem vilja læra af útvarpinu hvern veg franx skaL bera, svo áheyrilegt sé, þar sem Þorsteinn Ö., Helgi Hjörvar, Vilhjálmur Þ. og Brynjólfur, syo fáir séu nefndir, eru oft daglegir gestir okkar hlustenda. Grámann.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.