Vísir - 18.01.1952, Blaðsíða 4
V í S I R
Föstudaginn 18. janúar 1952
4
D A G B L A Ð
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, He.rsteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sjaldan launar kálfur ofekfið.
Fyrir nokkru dvaldi hér í bænum sendinefnd frá Siglufirði,
sem hafði þann erindisrekstur með höndum að leita fyrir-
greiðslu Alþingis og ríkisstjórnar og úrræða vegna ríkjandi
atvinnuleysis þar á staðnum. Síldin hefur brugðist sjö ár í röð,
bæjarfélagið rambar á gjaldþrotsins barmi, ríkissjóður hefur
orðið’ að hlaupa undir baggann og greiða ábyrgðarskuldir fyrir
bæjarfélagið, rafveituna og e. t. v. fleiri fyrirtæki þar á staðnum.
Nefndin mætti hér hlýhug og- skilningi, með því að öllum
aðilum var ljóst að 3000 manna bær, sem byggir að mestu
afkomu sína á síldarvonum, á fá úrræði til bjargar þegar síldin
bregst.
Ríkisstjórnin hefur stutt Sigfirðinga með ráðum og dáð.
Þannig veitti hún sérstaka fyrirgreiðslu, til þess að bæjar-
iélagið gæti fest kaup á einum nýsköpunartogara og eru þeir
nú tveir gerðir út þar frá staðnum. Rekstur þeirra hefur gengið
vel og hátsetahlutur orðið óvenju hár, sumpart sökum sér-
stæðra happa. Haldið hefur verið upp starfrækslu tunnuverk-
smiðju, sem mjög hefur stuðlað að aukinni atvinnu, en auk
þess mun ríkisstjórnin hafa beitt sér fyrir ríflegri fjárveitingu
til atvinnubóta og loks haft til athugunar að .nýtt frystihús yrði
starfrækt, þannig að nýta mætti fiskafla togaranna og auka
atvinnu almennings einnig með því móti. Verður því ekki
annað sagt, en að Siglfirðingar hafi ekki farið bónleiðir til búðar
xikisstjórnar eða Alþingis.
Þáttur Siglfirðinganna sjálfra er með nokkuð öðrum og
ólíkum hætti. Þegar þeir hafa fengið tvo togara til umráða, er
eitthvert fyrsta verk sjómannafélagsins að segja upp kaup og
kjarasamningum og krefjast verulegrar kauphækkunnar og
hlunninda til handa sjómönnum, þótt hlutur þeirra muni nema
meiru en hálfu hundraði þúsunda á ári hverju, en útgerðin beri
sig ekki þrátt fyrir mikinn afla og heppilegar sölur. Alþýðu-
sambandsstjórn segist að vísu hafa beitt sér fyrir uppsögn samn-
inganna, en vitað er að á Siglufirði eru kommúnistar allsráð-
andi og telja þeir sér ekki skylt að hlíta forystu Alþýðusam-
bandsstjórnar, enda má ætla að þeir hafi sjálfir átt frumkvæðið
að uppsögninni. Þeir telja atvinnumálum Siglfirðinga bezt borgið
með verkföllum og atvinnuleysi, enda má þá vænta nokkurs
ávinnings fyrir flokk þeirra, svo sem raunin sannaði er kom-
múnistar átu útsæðiskartöflurnar á Eskifirði forðum, — sem þó
voru ætlaðar til atvinnubóta. Sagt er að sjaldan launi kálfur
ofeldið, og lítilmannlega hefur sjómannafélaginu á Siglufirði
farist.
Byggingafélai verkamanna hefir
byggt 200 íbúðir í Rauðarárholti.
Viðbúnaður fii frekari fraenkvæmda.
Byggingarfélag verkamanua
bauð blaðamönnum í gær að
skoða hús þau, er það liefir
haft í smíðum í Rauðarárholt-
inu í 5. byggingarflokki sínum,
en þar er nú verið að ljúka við
seinustu íbúðirnar í þessum
flokki.
Skoðuðu blaðamennirnir m.
a. íbúðir í sama flokki sem
flutt var í sl. vor og sumar.
Sýnilega er vel til alls vandað
og íbúðirnar hentugar. Þetta
eru rúmgóðar 3ja herbergja
'íbúðir, með eldhúsi og baði,
innbyggðum skápum o. s. frv.
íbúðum á neðri hæðum fylgja
og' góð geymsluherbergi í kjall-
ara (2), en íbúðum á efri hæð-
um geymslur undir risi, og geta
menn innréttað þessi herbergi
til íbúðar, og hafa margir gert
það, og fengið þannig raun-
verulega 5 herbergja íbúðir.
í 5. byggingarflokki eru 10
hús með 40 íbúðum og var byrj -
að á þeim í júlí 1949. Verkið
hefir gengið vel, þegar tillit er
tekið til erfiðleika á efnisútveg-
un og knappra fjárframlaga.
Stærð hvers húss er 140 ferm.
(grunnfl.) eða 1424 tenm. í
hverju, húsi eru 4 íbúðir, 80
ferm. Húsin verða öll olíukynt.
— Áætlað verð á íbúð er 160
bús kr. og mánaðarleg afborg-
un 500 kr. (áætluð), en eigend-
urnir hafa lagt fram 40 þús. kr.
hver eða 25% af byggingar-
kostnaði.
Til samanburðar má geta
þess, að húsin í 1. byg'gingar-
flokki, sem byrjað var á í sept.
1939 og lokið við í ágúst 1940,
voru 10 hús með 2ja og 3ja
herbergja íbúðum. Stærð þeirra
var: gólfflötur 114 ferm. rúm-
|ir eða 1066 tenm. Verð 2ja her-
bergja íbúðar var kr. 15.955.73,
en 3ja herb. kr. 18.805.02 og
mánaðarlegar afborganir 125
kr. á minni íbúðunum og 150 á
þeim stærri
Síðan hefir byggingarkostn-
aður hækkað jafnt og þétt
eins og alkunna er, en fullyrða
má, að jafnan hefir verið svo
vel á öllu haldið sem vérða má,
og byggingarkostnaði stillt í
hóf sem frekast var unnt.
Stjórn félagsins skipa nú:!
Tómas Vigfússon form., Magn-
ús Þorsteinsson varaform., Al-
freð Guðmundsson ritari, Grím-
ur Bjarnason tollvörður og
Bjarni Stefánsson sjómaður.
Byg'gingarframkvæmdir hafa
haft með hönduni Tómas Vig-
fússon og Hjálmar Jóhannes-
son.
Sótt hefir verið um fjárfest-
ingarleyfi fyrir 40 íbúðum til
viðbótar og standa vonir til, að
unnt verði að byrja á þeim í
vor.
Nú werðtir EIs@H"
liower að
lnrökkva eða
stökkva.
Nafn Eisenhowers hefir nú
verift lagt fram formlega við
undirbúningskosningarnar
undir forsetaefniskjör í New
Hampshire, og eru meðmæl-
endur hans á 6. hundrað.
Eisenhower verður að til-
kynna innan 10 daga hvort
hann óski að nafn hans verði
afturkallað og strikað út af
framboðslistanum. Geri hann
það ekki verður ekki við því
hróflað eftir það.
----4-----
3Manndrúp
í r$rúsi i&.
Til óeirða hefir komið í Tun-
is, vegna bess að frönsk yfir-
völd bönnuðu fundarhöld Þjóð-
ernissinna.
3 menn biðu bana, en yfir
30 særðust.
Vann björgunar-
aírek vestan hafs.
íslenzki skipsíjórinn á
Boston-togaranum M. C.
Ballard, sem björgunarafrek
vann í sumar, lieitir Jóhannes,
en ekki Joseph Ásgeirsson, eins
og Vísir sagði frá nýlega, skv.
frétt í Lögbergi.
Hefir Vísi góðfúslega verið á
það bent, að hér sé um nafn-
brengl að ræða, enda kemur
heimilisfang skipstjórans heim
við það, sem sagt var frá, og
ættingjar hans hér heima
kannast við.
Jóhannes Ásgeirsson skip-
stjóri er fæddur á Bíldudal, af
Álftamýrarætt, sonur hjónanna
Þóru Árnadóttur og Ásgeirs
Ásgeirssonar. Annar bróðir Jó-
hannesar, Geir að nafni, er
einnig togaraskipstjóri vestan-
hafs, búsettur í Boston.
Stjérnarkreppa
að leysasL
Radikali leiðtoginn Faure
hlaut traustsyfirlýsingu sam-
þykkta í fulltrúadeild franska
þjóðþingsins í gær, með
401:101.
Fékk hann því umboð þings-
ins til þess að mynda sam-
steypustjórn. Kommúnistar
greiddu atkvæði gegn honum,
en fylgismenn De Gaulle sátu
hjá.
■jVJuverandi ríkisstjórn hefur sannað, að henni er ljóst hvílíkt
’ böl atvinnuleysið er, enda hefur hún gert ýmsar ráðstaf-
anir til að afstýra því, þótt það hafi ekki tekist mgð öllu sökum
aflabrests og óhagstæðrar veðráttu nú upp á síðkastið. Á þessu
ári verða opinberar framkvæmdir óvenju miklar, þótt vinna
liggi niðri um stund. Haldið verður áfram virkjun Sogs og
Laxár, hafist verður handa um byggingu áburðarverksmiðjunn-
ar, efnt hefur verið til fiskvinnslu í frystihúsum og fiskiðju-
verum umfram venju, en hinsvegar hafa verkalýðsfélögin leitast
við að torvelda slíka starfrækslu eftir getu. Er þess skemmst
að minnast, er verkamannafélagið Dagsbrún synjaði um heimild
til að vinna yrði hafin einni stundu fyrr en samningar áskilja,
þannig að verkefni biðu þeirra sem starfa í frystihúsum og
fiskiðjuverum, strax er þeir mættu á vinnustað. Dagsbrún sat
föst við keip sinn, þrátt fyrir allar áskoranir, og þeim mun minni
verður starfræksla frystihúsanna og meira atvinnuleysi verka-
lýðsins.
Afstaða Alþýðusarílbandsins til þessara mála er svo furðu-
leg, að engu tali tekur. Þannig hefur það boðað að efnt verði
til allsherjarverkfalls með vorinu, eða þegar hábjargræðistíminn
fer í hönd, en með slíku tiltæki á að stefna að kauphækkun,
sem atvinnureksturinn fær ekki staðist. Ef þessi samtök verka-
lýðsins fá að ráða, má vænta langvarandi atvinnuleysis, þótt
verkefnin bíði á hverju strái og öll miði þau að áframhaldandi
starfrækslu og auknu atvinnuöryggi fyrir verkalýðinn í heild.
Fái Alþýðusambandið og kommúnistar komið Lokaráðum sín-
um fram, leiðir það til langvarandi vinnudeilna, sem ljúka með
því að þessir flokkar báðir missa tök á verkalýðshreyfingunni,
'svo sem kommúnistar gerðu í Svíþjóð sællar minningar að lok-
inni fyrri heimsstyrjöldinni.
*
Hér áður fyrr þótti það
hin bezta skemmtun þegar
efnt var til álfadans og
brennu á íþóttavellinum á
Þrettándanum, og munu
margir Reykvíkingar eiga
Ijúfar endurminningar um
myndaríega bálkesti, flug-
elda, álfa 'og dans þarna
suður frá.
*
Þangað flykktust allir, sem
vettlingi gátu valdið, ungir sem
gamlir, enda þótt oft væri kalt
að norpa þar í misjöínu veðri.
En það eru eins og einhver
álög hafi hvílt yfir þessum há-
tíðahöldum, sém haldizt hafa
fram á þennan dag. Þeim hefir
nefnilega orðið að aflýsa svo
oft „vegna veðurs“, að ótrúlegt
er; og þó ekki, vegna þess, hvé
rosalegt er hér um þetta leyti
árs. Að þessu sinni fórst þessi
vinsæla hátíð fyrir á sjálfum
Þrettándanum, en í fyrradag
varð enn að fresta henni.
Auðvitað er ekki hægt að
4
saka forráðamenn þessa há-
tíðahalda um það, sem veð-
urguðirnir gera sér til dund-
urs og okkur til miska, en
hins vegar hefi eg orðið þess
var, að menn eru gramir yfir
því, að vera gabbaðir suður
eftir í fyrrakvöld.
4;-
Flestum finnst það víst
„grínlaust11 að álpast suður á
íþróttavöll í erindisleysu, eins
og nú viðrar, og svo getúr farið,
ef menn æpa „úlfur, úlfur“,
nógu oft, að enginn taki mark
á því lengúr. En hvað um það..
Sjálfsagt er, að mínum dómi,
að reyna að halda í heiðri þess-
ari skemmtilegu venju að hafa
álfadans og brennu (sumir vilja
endilega nota hið bjánalega
orðtæki „álfabrenna"). Þetta er
í hæsta máta alþýðleg og góð
skemmtun, sem allir geta unað
við, og þó að Gísli bókbindari
Guðmundsson og fleiri slíkir
álfakóngar sjáist nú ekki á
vellinum í sínu gamla og vin-
sæla gervi, þá er enn hægt að
finna góða söngkrafta, sem
betur fer.
*
Yið eigum raunalega fátt
af skemmtilegum tiitektum
frá fyrri tíð, „tradísjónum“,
sem svo er kallað á Norður-
■
landamálum öðrum, en
þessi brenna er ein þeirra,
sem vert er að haida í heiðri
og gaman er að orna sér
við yl endurminninganna, er
logatungurnar ber við him-
in, en „fagurt er rökkrið“
hljómar út yfir völlinn og
Melana. ----- ThS.
Gáta dagsins.
Löngum geng eg liggjandi,
löngum stend eg hangandi,
löngum stend eg liggjandi,
löngum geng eg hangandi.
Svar við síðustu gátu:
Öxi.