Vísir - 18.01.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 18.01.1952, Blaðsíða 8
Föstudaginn 18. janúar 1952 'e Frá húsameéstara s'íkistEiiS: llnnið að filépisppcirátt- uns að iigregiistii hér<, Mfgs§€íjZBm$mí)Q’‘€&sbbh&gg_’>NE&ei£s* vúlíkisims ntimmi mú &eb. bebs sSímbs íggeriss st mu'. Á árinu 1951 hafa bygginga- framkvæmdir á vegum þess op- inbera verið minni en undan- farin ár, samkvæmt því er húsameistari ríkisins liefir skýrt frá. Jafnframt getur hann þess að sarndráttur þessi í bygginga- frarnkvæmdum stafi að nokk- uru leyti af efnisskorti. Af opinberum byggingafram kvæmdum í Reykjavík má fyrst og fremst geta framkvæmda og undirbúnings að fram- kvæmdum í sjúkrahúsmálum. Þar hefir m. a. blóðbankinn á Landsspítalalóðinni verið nærri fullgerður. Langt er kom ið viðbyggingu við röntgen- deild Landsspítalans. Tillögu- uppdráttur hefir verið gerður að ungbarnaheimili og loks er undirbúningur hafinn að end- anlegum uppdráttum hjúkrun- arkvennaskóla. Af öðrum byggingafram- kvæmdum hér í Rvík má nefna það, að unnið er að staðsetningu og fyrirkomulagi nýs kennara- skóla, ásamt tilheyrandi hús- um. Eldhús og aðliggjandi her- bergi hafa verið fullgerð í Þjóð- leighúsinu, fullgert hefir ver- ið hjúkrunarkvennahús fyrir Landsspítalann og loks hafa tillöguuppdrættir og áætlanir verið gerðar um lögreglustöð. Á Vífilsstöðum hafa verið .gerðir uppdrættir að stækkun hælisins, vegna samkomusalar og stækkaðrar setustofu. Að sjúkrahúsum utan Rvík- ur hefir verið unnið að sjúkra- húsinu nýja á Akureyri og bygg ingu læknisbústaðar í Búðar- dal, en uppdrættir gerðir að Þvottahúsi við Kristneshælið, viðbyggingu við spitalann á Seyðisfirði og að læknisbústað í Borgarfirði eystra. Uppdrættir hafa verið gerðir að útvarpshúsum 1 Eyjafirði og Sauðárkróki, og að tveimur húsum fyrir ríkisútvarpið á Vatnsendahæð. Þá hefir enn- fremur verið fullgert póst- og símahús í Hrútafirði. Að kirkju- og kapellubygg- ingum hafa uppdrættir verið gerðir að slíkum byggingum á Yztaskála, Húsafelli og Skálm- arnesmúla. Unnið hefir verið að sund- laugar- og sundhallarfram- kvæmdum á Akureyri, Heliis- sandi, Kolviðarnesi, Höfn í Hornafirði, Stykkishólmi, Húsa vík, Reykjum í A.-Húnavatns- sýslu og Hafnarfirði. Annars er mest unnið að ým- iskonar skólabyggingum víðs- vegar um landið. M. a. er heima vistarhús Menntaskólans á Ak- ureyri fullgert. Gagnfræða- skólahús í Vestmannaeyjum gert fokhelt og undirstöður steyptar að gagnfræðaskóla- húsi á Siglufirði. Unnið hefir verið að héraðs- skólunum að Skógum, Eiðum og Laugarvatni og loks hefir einnig verið unnið að fjölmörg- um barnaskólum og félags- heimilum víðsvegar um landið. Þjóðvegir í Bretlandi . teppast í tugatali. Skip senda út neyðarmerki Miklir stormar liafa enn geisað við Bretland og hafa skip á Ermarsundi og við Norð- ursjó átt í miklum erfiðleikum og sum sent frá sér neyðar- merki. Meðal þeirra er þýzka skóla- skipið Pamir, sem er stórt og mikið seglskip, eitt seglskipa þeirra, sem var í kornflutning- um frá Ástralíu, og fræg voru á sinni tíð, og nú flest úr sög- unni. Björgunarbátur fór skip- inu til aðstoðar. Þegar skipið bað um aðstoð var það á Norðursjó, 30 mílur frá landi. Var beðið um að senda skip eða björgunarbáta eftir 49 sjómannaefnum og að draga skipið til hafnar. Seinustu fregnir frá Pamir herma, að storminn hafi lægt, og skipið sé úr hættu. Skip nokkurt strandaði »við Land’s End og var á- höfninni, 38 manns bjargað. Hollenzkt skip sendi frá sér neyðarmerki. B j örgunarbátui frá Margate flutti skipverja til lands, nema skipstjórann, sem kaus að halda kyrru fyrir á skipinu, í von um, að það mundi haldast á floti þar til lægði, og þá yrði auðið að draga það til hafnar. Fannkoma og umferðartruflun. Fannkoma hefir verið mikil að undanförnu í Skotlandi og norðurhéruðum Englands o’g sagt, að yfir 40 Þjóðverjar séu tepptir, vegna allt að tveggja metra djúpra skafla. Samskot eru hafin í Glasgow til aðstoðar þeim, sem harðasl urðu úti í ofviðrinu á Orkneyj- um, Hjaltlandi og Suðureyjum, en talið er að á eyjunum séu um 4000 bændur, og mikill fjöldi þeirra meiri eða minni aðstoðar þurfi. Ferðafélagið efnir tii Ijós myndasýningar í iiaust. Sýningin vea*ður í tiiefni.^af aldárfjóirðungsafmæli F.i. Forráðamenn SVFÍ skýrðu blaðamönnum frá því í gær, að félagið hefði keypt brjá fimmtu af sjúkraílugvél Björns Páls- sonar, en Vísir hefir áður greint nokkuð frá þessum áformum. Björn Pálsson hefir reynzt hinn dugmesti maður við sjúkraflug- ið, eins og alkunna er, farið um 40 ferðir og lent á hinum erfið- ustu stöðum, en horium var of- viðá að reka; sjúkrailug'ið einn. Hinsvegar þykir sýnt, að við rriegum ekki án sjúkrafiugvélar vera, og því hefir SVFÍ gengið inn í kaupin. Þá hefir Alþingi aukið framlag sitt til sjúkra- flugs í 50 þús. kr. á ári. . Hvar er bíleigandinn ? Kannsóknarlögregluna vant- ar bíleiganda, sem eiga mundi bifreið, sennilega svarta að lit og af lítilli Fordgerð. Ur þessari bifreið hefir verið stolið bylgjubreyti og hátalara frá útvarpstæki. Rannsóknarlögreglan hefir fundið þjófana og telja þeir sig hafa stolið þessu laust eftir sl. áramót úr framangreindri bif- reið þar sem hún stóð á bíla- stæðinu hjá Hótel Skjaldbreið. Hins vegar hefir eigandi bif- reiðarinnar ekki kært þennan þjófnað enn sem komið er, en lögreglan vill hinsvegar koma hinum stolnu munum til hans. -----♦----- Gott heilsuíar í bœniun. Samkvæmt seinustu skýrsl- um frá skrifstofu borgarlækn- is var heilsufar gott í bænum um jóla- og nýársleytið, en skýrslurnar ná fram til 5. þ. m. Engin ný mænusóttartilfelli hafa komið til sögunnar á und- angengnum vikum. Kíkhósta hefir orðið vart, en mjög fá til- felli, 4 tilfelli dagana 23. des. til 30. og 5 31/12,—5/1. Ferðafélag íslands efnir til Ijósmyndasýnmgar í Reykjavík ó komandi hausti. Sýningin verður haldin í Listamannaskálanum og verð- ur sennilega opnuð um mán- aðamótin október-nóvember, en getur þó ef til vill dregist fram um miðjan nóvember- mánuð. Ferðafélagið efnir til sýning- arinnar í tilefni af 25 ára af- mæli sínu, sem er á þessu ári. Félagið var stofnað haustið 1927 en síðan hefir það efnt til þriggja afmælis-ljósmynda- sýninga. Það var á 5 ára af- mæli félagsins, 10 ára og 20 ára afmælinu. Síðastá ljósmyndasýningin var haldin 1947 í Listamanna- skálanum. Þrátt fyrir tilfinn- anlegan efnisskort' á ljós- myndavörum þá, bárust um 400 myndir til sýningar, en auk þess voru sýnd þar ýmis ferðatæki og ferðaútbúnaður, ljósmyndavélar o. fl. Þá var þar sérstök ljósmyndavinnu- stofa, þar sem unnið var að ljósmyndastækkunum vissa tíma dags. Sýningin vakti mikla athygli bæjarbúa, enda sóttu hana hátt á 6. þúsund manns. Ekki hefir ennþá verið á- kveðið neitt um fyrirkomulag þeirrar sýningar,' sem nú fer í Arásir á báða bóga. Bandarísk risaflugvirki hafa gert nýjar árásir á brýr og járnbrautarstöðvar í Norður- Kóreu. Kommúnistar hafa gert marg ar árásir til að þreifa fyrir sér um styrk andstæðinganna, en þeim var öllum hrundið. Ekki hefir þokast neitt í sam- komulagsátt í Panmunjom. hönd. En gera rná þó ráð fyrir að þar verði léð rúm öilum teg- undum mynda, enda þótt Ferða- félagið sjálft leggi höfuð- áherzlu á íslenzkar landslags- myndir. Ennfremur verða vafa- laust sýndar að þessu sinni lit- myndir og jafnvel kvikmyndir, og sá háttur hafður á, að þær verða sýndar á sýningartjaldi vissa tíma kvölds. Sérstök dómnefnd verður kvödd til að dæma um beztu myndir og verðlaun veitt höf- undum þeirra. Stjórn Ferðafélagsins mun síðar tilkynna nánar tilhögun sýningarinnar, svo og þátttöku- skilyrði og annað sem máli skiptir. ----4----- Andvigur þátt- töku í Evrópu- her. Jafnaðarmannaflokkurinn í Vestur-Þýzkalandi hefir lýst yfir því, að hann telji ekki sam- þykkt þingsins um þátttöku í stofnun Evrópuhers löglega méð einföldum meirihluta, heldur þurfi % atkvæða til lög- legrar samþykktar. Náist ekki samkomulag ætlar flokkurinn að berjast fyrir þingrofi og nýjum kosningum. ---- ♦ Samþykkt með 53 gega 5. Stjárnmálanefndin sam- þykkti í gær með 53 atkvæð- um gegn 5 að vísa seinustu til- lögum Vishinskys til afvopn- unarnefndarinnar. Fulltrúar tveggja þjóða greiddu ekki at- kvæði. Þessi einstæða mynd. var tekin af bandamka natnsngaskipi»« „Flying Eni skömmu úSur en J»aS sökk. Kortið er sett er inn á myndisa sýnir þni- -ai drátta gin slitnaði (krosssnn) og þar sem það loks sökk (hringurma).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.