Vísir - 18.01.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 18.01.1952, Blaðsíða 1
I 42. árg. Fösíudaginn 18. janúar 1952 14. tbl. Fulltrúar á fiskimálaráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Talið frá vinstri: Hj. Nilsson (Svíþjóð), Knud Ree, fiskimálaráðherra (Danmörk), Peder Holt (Noregur) og prófessor Nordal, sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn. Chs&r’chill sefjir rið MmnclstrúlkýtBpigt fj: „Láttim þaS ráða lírsSitum að Bretar og iaitdarik|antemi troði sömu slóð." Kjarnorkuvopnin draga úr heimsstyrjaidarhættunni. Sleppið þeim ekki, fyrr önnur betri tiltæk. Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands ávarpaði báðar deildir Bandaríkjaþings í gær. Risu þingmenn og aðrir við- staddir úr sætum sínum og fögnuðu honum hið bezta, er hann gekk um þingsalinn í ræðustólinn. Þetta var í þriðja skipti, sem ChurchiII ávarpaði bjóðþing Bandaríkjanna. Athöfninni var sjónvarpað. Churchill kom víða við í ræðu sinni og ræddi afstöðu Breta til ýmissa helztu heims- vandamála, en í upphafi ræðu sinnar, sem stóð 35 mínútur, gerði hann ítarlega grein fyrir efnahagsmálum Breta og til- ganginum með komu sinni til Bandaríkjanna. Hann lagði á- herzlu á það, að Bretar yrðu sjálfir að leysa efnahagsvanda- mál sín og velja sér leið til efnalegs sjálfstæðis og vék að því hve mjög þeir legðu sig fram til þess að auka fram- leiðsluna, enda orðið mikið á- gengt. Þeir hefðu og lagt mikið af mörkum öðrum þjóðum til hjálpar. Endurvígbúnaðurinn til varnar legði þeim miklar byrðar á herðar og í þeim efn- um væri vandamál við að glíma, sem nauðsynlegt hefði verið að ræða við Bandaríkja- stjórn. Hann væri ekki kominfi til þess að biðja um gull, held- ur stál og ekki um pappír, held ur verkfæri. Churchill sagði, að Bandaríkjastjórn yrði við mörgum tilmælum hans, af miklu höfðinglyndi. Kma-mál. Hann kvaðst alls ekki vera viss um, að Kína yrði stjórnað af kommúnistum marga manns aldra og óvinsamlegt Banda- ríkjunum, og það hefði verið rétt stefna hjá Bandaríkja- stjórn að spyrna gegn ofbeldi í Kóreu, en þar hefðu Banda- ríkjamenn borið 9/10 hluta byrðanna. Bretar hefðu sýnt sama hug með því að standa þar við hlið Bandaríkjamönn- um og hét Churchill fullum stuðningi Breta, ef samkomu- lagsumleitanirnar um vopna- hlé færu út um þúfur. Hann endurtók það, sem Eden sagði í ræðu sinni í Columbia-há- skólanum, að ofbeldishættan væri ekki úr sögunni í Asíu, þótt samkomulag næðist í Kór- eu. Lofsvert kvað hann hvað mikla þolinmæði fulltrúar Sam einuðu þjóðanna hefðu sýnt við hinar erfiðu og langdregnu samkomulágsumleitanir í Kór- eu. Kvað hann stefnu Trumans forseta í Kóreumálinu hafa Framh. á 6. síðu. Brennunni frestað enn. Álfabrennu íþróttafélaganna á íbróttavellinum er enn frestað í kvöld vegná yfirvofandi óveð- urs.— Spá Veðurstofunnar í morgun var svo óhagstæö að íþrótta- félögin treysta sér ekki til ann- ars en að aflýsa brennunni enn einu sinni. Spáir Veðurstofan suðaustanátt með hvassviðri og snjókomu og segir bað sig sjálft að hvorki álfar né áhorfendur kæra sig um að vera úti í.því- líku veðri, enda ekki háiít gaman að brennu nema veöur sé stillt og gott. Haribakur seldi fyrir 14 þús. pund. Harðbakur seldi ísfiskafla í Grimsby árdegis í dag. Áreið- anlegar fregnir hafa ekki bor- izt um söluna, en hann mun hafa haft um 3000 kit og selt fyrir um 14 þús. stpd. Hefir þannig fengizt ágætt verð fyrir aflann. B.v. Askur seldi ísfiskafla í Grimsby í gær, 2553 kit fyrir 11.378 stpd. Hefir þannig fengizt á 5. stpd. fyrir kittið og er það ágætt verð. -----♦----- Carfsen fagnaft sent þlóðhöfðlngja. Þegar Kurt Carlsen skip- stjóri kom til New York í gær var honum fagnað sem þjóð- höfðingja. Stráð var ,,kon- fetti“ úr öllum gluggum húsa, við götur þær er ekið var um, yfir Carlsen og skipverja hans, en í fylkingunni, voru auk þeirra sjómenn, hermenn, slökkviliðsmenn og lögreglu- þjónar. Carlsen var sæmdur heiðurs- peningi borgarinnar fyrir af- rek sitt. Snjóbíll Guðm Jónassonar hefir verið fenginn til þess að flytja Skaftafellssýslupóst til j Víkur. i Norðurlandapóstur komst að i Fornahvammi í gærkvöldi og I flytur snjóbíll hunn norður yfir ] heiði í dag til Hvaoamstonga. Sleöar notaðir viH mjólk- urflutninga austan fjalls. énmi til Vísir hefir átt stutt viðtal við forstjóra Mjólkursamsölunnar og spurt hann um horfur varð- andi mjólkurflutningana. Kvað hann ganga greiðlega að koma mjólkinni til bæjarins frá búunum, og unnt hefði verið til þessa að senda í búðirnar svipað magn af mjólk og vana- lega, en til þess hefði orðið að minnka rjómaframleiðsluna. Aðalerfiðleikarnir_ væru í sveitunum, að koma mjólkinni til búanna, og víða hefði orðið að nota sleða til mjólkurflutn- „JökulE66 á að fiyfja 32 far- þega. Breytingum á ,,Jökli“, — Douglasflugvél Loftleiða, — miðar vel áfram. „Jökull“ er flugvélin, sem Loftleiðamenn björguðu af Vatnajökli á sínum tíma við hinar erfiðustu aðstæður, ems og menn muna, en síðan var 'flugvélinni flogið til Bretlands, !að undangenginni bráðabírgða- skoðun hér, og hefir verið unrúð að breytingum á henni þa:. Er unnið að þessu verki hjá fyrirtæki einu, er hefir bæki- stöð sína á Blackbushe-flug- velli, skammt suður af London. Hjálmar Finnsson, framkv.stjóri Loftleiða ,tjáði Vísi í morgun, að gera mætti ráð fyrir, að flugvélin kæmi liingað fyrri hluta marzmánaðar n.k., og myndi . hún þá þegar hef ja innanlandsflug. Hún mun geta flutt 32 farþega, er viðgerðinni er lokið. inga, þar sem fjölda margir mjólkurflutningabílar hefðu bilað bæði austanfjalls og 1 Borgarfjarðarhéraði. Erfiðleik- arnir við að flytja mjólkina til búanna væru stórkostlegir, og ef. ekki rættist úr, gæti svo farið að ekki fengist nægt mjólkurmagn, til að fullnægja eftirspurninni. Samkvæmt upplýsingum frá vegagerð ríkisins batnaði færð nokkuð í gær í Flóanum. — Brotist var með erfiðismunum að Húsatóttum á Skeiðum. —• Samgönguerfiðleikar eru miklir í uppsveitum og Holtin enn ófær. Fært er að Seljabrekku í Mosfellsdal á Þingvallaleið, og að Hvammsvík í Kjós á Hval- fjarðaríeið. Rutt var í gær af vegunum til Keflavíkur og Grindavíkur. -----♦----- I Öryggisráðið ræðir iiashmir- málim. Öryggisráðið ræddi Kashmir- deiluna í gær. Malik fulltrúi kvað Vestur- veldin eiga sök á deilunni og vildu þau fá herstöðvar í Kashmir, en Graham, sátta- semjari Sameinuðu þjóðanna, ræki í hvívetna erindi Vestur- veldanna. Fulltrúi Breta sagði, að Malik hefði talað|eins og hann væri haldinn móðursýki, en fulltrúi Bandaríkjanna kvað ásakanir hans ekki svara verðar. Fiskaflinn 360 þús. lestir í nóvemberlok. 60 þús. leslyin melri Fiskaflinn í nóvember varð 16.012 smálestir. Þar af var síld 710 smál., en til samanburðar má geta þess, að í nóvember 1950 var fiskafl- inn 26.028 smál., þar af síld 7.408 smál. Fiskaflinn frá 1. janúar til 30. nóvember 1951 varð alls 359.894 smál., þar af síld 84.617 smál., en á sama tíma 1950 var fiskaflinn 297.566 smál., þar af síld 57.317 smál. og 1949 var aflinn 325.229 smál., þar af síld 71.306 smál. Hagnýting þessa afla var sem hér segir( til samaabm-ðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1960). en á sama tfsnaJ950. ísvarinn fiskur 47.448 smál. (30.113 smál.). Til frystingar 87.901 smál. (52.804). Til sölt- unar 62.750 smál. (98.512). Til herzlu 6.689 smál. (475). í fiskimjölsverksmiðjur 67.334 smál. (56.415). Annað 3.155 smál. (1.931). Síld til frystingar 5.061 smál. (5.947). Síld til söltunar 20.090 smál. (25.722). Síld til bræðslu. 59.466 smál. (25.636). Síld til annars ekkert (11 smál.). Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að und- anskilinni síld og þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er óslægður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.