Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Föstudaginn 25. júlí 1952 165. tbl. Ferðamenn írá útlöndum mun fleiri en í fyrra. 75 eiiKkii' skólapiltas’ koma s ssæsiss vikii íil 6 vikna öræfadvalas*. Hingað er væntanlegur í næstu viku hópur brezkra skólapilta, alls um 75 manns, sem ætla að dvelja hér í ó- byggðum um sex vikna skeið. Er leiðangur þessi með svip- uðu sniði og sá, sem hér var í fyrra, en þá höfðust skólapilt- arnir við uppi á Kili. Koma þeir með Gullfossi hinn 30. þ.m., og munu dvelja við Þórisvatn til 12. september. Hingað er þegar kominn Tresawana majór og aðstoðar- maður hans, og eru þeir þegar teknir til við að flytja matvæli og annan varning upp í óbyggð- ir. Lögðu þeir af stað nýlega með um 7 lestir af flutniiigi á þremur bílum. Vísir átti tal við Þorleif Þórðarson, forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, og tjáði hann blaðinu, að straumur ferða- mann hefði greinilega aukizt frá í fyrra. Um það bil 100 manns komu hingað með Heklu á dögunum, og annaðist Ferða- Hekla með norska skipbrotsmenn. Laust fyrir klukkan ellefu í morgun kom flugvélin Hekla frá Bandaríkjunum með norska skipsbrotsmenn. Höfðu menn þessir verið á skipinu Black Gull, sem brann undan austurströnd Bandaríkj- anna sl. laugardag. Voru alls 28 skipsbrotsmannanna með Heklu sem átti að halda áfram eftir klukkustundar viðdvöl, og átti að fara til Sola-vallar við Staf- angur. Síðan flýgur Hekla til Bang- koks í Síam á vegum Braathen-félagsins norska. skrifstofan fyrirgreiðslu þeirra og skipulagningu ferðalaga, m. a. að Gullfossi og Geysi. Með Heklu voru t.d. um 10 franskir skólapiltar, en auk þess er hér nokkuð af Dönum og allmargt Bandaríkj amanna. í gærkveldi komu hingað með norska skipinu Brand V. um 100 norskir, kristilegir stúdeni- ar, en hér eru þeir á vegum K.F.U.M. Ferðaskirfstofan und- irbýr ferðalög þeirra hér um Suðvesturland, Opnir fundir í Pan- munjom á morgun. Einkaskeyti frá AP. Tokyo í morgun. Fundir fyrir opnum tjöldum hefjast í Panmunjom í fyrra- málið. Haldnir voru 18 fundir fyrir luktum dyrum til þess að ræða deilumálið mikla — fanga- skiptin, en urðu allir árangurs- lausir. Sprengjuárásum á orkuver i N.-Kóreu er haldið áfram. Til nokkurra átaka hefir komið á vígstöðvunum. 7 ára drengur verður fyrir bifreið. Laust eftir hádegið í gær lenti 7 ára gamall drengur fyrir bifreið neðarlega á Skólavörðu- stígnum. Atburður þessi skeði fyrir framan húsið nr. 8 við Skóla- vörðustíg, og drengurinn, sem fyrri bifreiðinni varð, heitir Jón Helgi Þorsteinsson til heim- ilis að Laugavegi 13. Jón slapp lítið meiddur, fekk aðeins kúlu á hnakkann. VarnarmáSanefnd viðstödd æfingar hjá varnarliBinu. Æfimtgair fmrm frmam í Hvalfiröi. Varnarmálanefnd gafst ný- lega kostur á að sjá samræmd- nr hemaðaraðgerðir flota og landhers, er mönnum er skip- að á land, og fóru æfingar þess- ar fram í Hvalfirði s.l. mánu- dag. Þeir Hans G. Andersen þjóð- xéttarfræðingur, Guðmundur I. Cruðiuundsson sýslumaður og Agnar Kofoed-Hansen flug- vallastjóri, sem sæti eiga í nefndinni, voru viðstaddir æf- ingarnar, svo og Ralph Brown- field, yfirhershöfðingi, yfirmað ur varnarliðsins hér, Peter J. Kopsak ofursti, yfirmaður her- foringjaráðs hans, Robert E. Kennington ofursti, yfirmaður 278. herdeildar og fleiri yfir- menn varnarliðsins. Herflutningaskip lagði af stað fá Keflavík snemm’á á mánu- dagsmorgun, hlaðið mönnum úr 278. herdeild. Er skipið nálg- aðist Hvalfjörð, fóru hermenn- irnir á kaðalstigum niður skips hliðina og í smærri báta, sem sérstaklega er gerð til þess að skipa mönnum á land á grynn- ingum. Báturinn nam staðar fáa metra undan ströndinni, stefnið opnaðist, og hermenn- irnir óðu á land, en sjórinn náði þeim í mitti. „Tóku“ þeir síðan stöðvár þær, sem þeim var ætlað. Æfingar þessar þóttu takast mjög vel. Þær fara fram daglega til 20. ágúst. iamkomiilag hefir náðst í stáliðn- aðardeilunni í Bandaríkjumim. Aiwar skátinn kominn til Ástralíu. SSimm á Seiðimmi. Tveir íslendingar ætla að sækja skátamót, sem haldið verður í Ástralíu um nýjárs- leytið. Þessir piltar, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, heita Ásbjörn Pétursson, úr Reykjavík, og Sigmundur Finnsson úr Vestmannaeyjum. Sigmundur mun vera kominn til Ástralíu, en Ásbjörn mun vera kominn um það bil hálfa leið, samkvæmt bréfi, er hann ritaði Guðmundi Péturssyni bróður sínum. Þá var Ásbjörn staddur á skipi frá P. & O.-fé- laginu í borginni Aden við Rauðahaf. Sagði hann þar hita mikla, enda ekki að furða, því að sjómenn segja hafnarborg þessa einhverja heitustu, sem þeir koma til á langferðum. Ásbjörn er annars prentari að iðn, var í Gautaborg í vetur og vann þar fyrir sér við prent- verk. Sigmundur mun vera loftskeytamaður, að því, er Vísi hefir verið tjáð. — Báðir hafa piltarnir fengið atvinnu- og dvalarleyfi í Ástralíu til tveggja ára, en óráðið er, hvort þeir dvelji þar svo lengi, eða komi fljótlega heim. — Skátamótið verður annars haldið- í Mel- bourne. Berklaskoðun: Fá ný tilfelli á Siglufirði. NýlokiS er heildarberklaskoð- un á Siglufirði og voru þar skoðaðir nær 2500 manns. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Sigurðssyni, berklayf- irlækni, gekk skoðunin ágæt- lega og komu yfirleitt allir til skoðunar, sem ekki voru veikir, fatlaðir eða höfðu lögleg for- föll, svo sem fjarvera og annað. Mjög var einnig lítið um ný til—i( felli. Þegar heildarskoðun hafði farið fram á Siglufirði fór fram skoðun á íbúum í Grímsey með. góðum árangri. Ennfremur fór fram ein heildarskoðun á tak - mörkuðu svæði í sveit og var Kelduhverfið tekið fyrir. Á hverju ári er nú látið fara fram slík skoðun á stórum eða litlum svæðum, og verður því haldið áfram. eftir es£$ egwngu frsk SMnáatriönnw. Einkaskeyti frá AP. Washington í morgun. Truman forseti tilkynnti í gærkveldi, að samkomulag hefði náðst í grundvallaratriðum milli 6 stærstu stálfélaganna og Sambands stáliðnaðarmanna, um lausn stálverkfallsins. Fundur verður haldinn í dag til staðfestingar á samkomu- lagi því, sem gert Yaf í gær, Ekki var birt neitt nánara í gærkveldi um efni samkomu- lagsins, og verður sennilega ekki gert fyrr en að loknum fundinum í dag, en Truman Þurryiðrasamt í Bretlandi. Einkaskeyti frá AP. — London, í morgun. í sumum héruðum Brétlands hafa verið svo miklir þurrkar að undanförnu, að allískyggi- lega horfir. Hefir ekki komið dropi úr lofti í hálfan mánuð og háir það gróðri hve þurrviðrasamt er og miklum erfiðleikum er sumstaðar bundið að sjá kvik- fénaði fyrir drykkjarvatni. Trumait náðar tilræðismann. Truman forseti hefir náðað Puerto-Rico-manninn, sem gerði tilraun til að ráða hann af dögum, og breytt dóminum í ævilangt fangelsi. Aftaka tilræðismannsins, er varð lögreglumanni að bana, átti að fara fram í næsta mán- uði. Paul Andrew Dever heitir þessi maður, fylkisstjóri í Mássa- chusetts. Hann var frununæl- andi á flokksþingi demokrata. forseti sagði, að samkomulagið myndi leiða til þess, að vinna hæfist að nýju í stálsmiðjun- um bráðlega. Frestaði Chicagoför. Truman forseti frestaði ferð í flokksþingi demokrata um sinni til Chicago, til þátttöku einn sólarhring, vegna fundar þess, sem hann boðaði í Hvíta húsinu, með höfuðleiðtogum stáliðjufélaganna og verka- manna. * ” n Verkfallið í stáliðnaðinunl hófst 2. júní eða þegar er Hæsti réttur Bandaríkjanna hafði úr- skurðað, að tilskipun Trumans forseta um, að Bandaríkjastjórn tæki rekstur stálsmiðjanna í sínar hendur, hefði ekki stoð í stjórnarskránni. Yfir 2 milljónir * atvinnulausar. Yfir 2 milljónir manna voru orðnar atvinnulausar vegna verkfallsins, þar af 5—600.000 stáliðnaðarmenn, en 1.5 millj. manna í atvinnugreinum, þar sem framleiðsla hafði minnkað eða stöðvast vegna efnisskorts. Framleiðslan í þágu landvarn anna hafði minnkað um 20—30 af hundraði og mun taka lang- an tíma, sennilega ár, að vinna upp það tap, að því er Lovett landvarnaráðherra fullyrti í fyrradag. Búist er við, að í samkomu- laginu sé gert ráð fyrir kaup- hækkun þeirra 5—600,000 stál- jðnaðarmanna, sem í verkfall- inu eru, er nemi 16 centum á klukkstund og 5 centa uppbót- arþóknun. Hvort stálfélögin fá framgengt fyrri kröfum um verðhækkun á stáli, er ekki kunnugt. Nokkurra daga undirbúning mun þurfa til þess að vinna geti hafist almennt af nýju í stálsmiðjunum, en fallist kaup- gjaldsnefndir beggja aðila, sem koma saman á fund í dag, á grundvallarsamkomulagið verð ur byrjað að kynda undir kötl- unum í kvöld. Seinustu fregnir: Stáliðnaðardeilan er leyst* Aðeins eftir að ganga formlega frá samningum. ------«■.— Ritskoðun í Egyptalandi. Fregnir frá Egyptalandi ár- degis í dag herma, að Mo- hammed Neguib hershöfðingi hafi fyrirskipað eftirlit með fréttaflutningi allra innlendra blaða í landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.