Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 7
Mánudaginn 1. september 1952
VÍSIR
MARTHA ALBRAND:
Hún unni honum einum
26
í vafa um hvernig bæri að skilja það. Loks skildist henni, að
Valei/.in Slada og Valentin Winter væru einn og sami maður
og að svo hefði talast til, að Sim hitti hann, en áræddi ekki að
fara til hans einn, jafnvel þótt hann hefði von um, að hann
vildi vera vitni hans. — Hún las bréfið margsinnis, reif það svo
í tætlur og kastaði svo ögnunum í eldinn í ljóta járnofninum,
sem stóð í einu herbergishorninu.
Hún gekk út að glugganum og horfði upp í heiðbláan himin-
inn vonbetri en áður. Svo settist hún og beið eftir símaviðtalinu
við lögfræðing sinn í Paris. Hún starði á blómin, sem Sim hafði
sent henni — það voru fyrstu blómin, sem hann hafði getað
sent henni, og henni fannst gott að vera ung og elskuð.
Klukkan fjögur kom „minkurinn“ og fékk það, sem eftir var
af þóknuninni, sem henni hafði verið lofað, og sagði:
„Þér hefðuð ekki þurft að fjasa svona mikið um þetta. Það,
sem eg sagði, var hárrétt allt saman.“
Þegar Anne var ekki búin að ná sambandi við París kl. 4.30
leitaði hún aðstoðar Frönsku upplýsingastofnunarinnar og gekk
þá allt greiðlegar og kl. 5.15 hitti hún lðgfræðing þann, sem
lögfræðingur hennar í París mælti með. Lögfræðingur þessi —
herra Korff — hafði skrifstofur á bandaríslca hernámshlutan-
um. Hann var maður nokkuð við aldur og hafði á sínum tíma
stundað nám í Sorbonneháskólanum í einn vetur og í kurteisis
skyni ræddi hann við hana á frönsku.
Þegar hún hafði sagt honum sögu Sims virtist hann hrærður.
„Þetta er skelfilegt,“ sagði hann. „Annað eins og þetta gæti
ekki gerst nema á upplausnartímum, sem koma í kjölfar styrj-
alda. Sennilega er engin barátta erfiðari en barátta saklauss
manns, sem sakfelldur hefur verið, til að sanna sakleysi sitt,
og oftast munu aðrir bregðast til stuðnings í slíkri baráttu.“
Hann. lagði hönd sína á handlegg hennar.
„Nú ætla eg að fara að fá mér eitthvað að borða og kem svo
hingað aftur og verð hér til kl. 11 og bíð eftir yður, nema þér
sjáið yður um hönd og hættið við allt saman.“
„Nei, segið það ekki. Eg hefi sterka trú á, að þessari baráttu
sé að verða lokið -— verði innan skamms lokið með fullum sigri.
Eg ætla að reyna að koma því til leiðar, að maðurinn, sem eg
talaði um, fáist til að koma hingað. Hið eina, sem eg óttast, er
að hann neiti að bera vitni — þykist ekkert um þetta vita.“
„Ef yður tekst að koma honum hingað fær hann ekki tæki-
færi til þess. Eg veit hvernig á að tala við pilta, sem ekkert
þykjast vita. Alið engar áhyggjur.“
Klukkan hálfátta fór Anne í neðanjarðarlest til Tempelhof.
Henni fannst lestin vera lengur á leiðinni en vanalega. Hún
var alltaf að líta á klukkuna. Mundi Slada bíða?
Þegar hún hringdi dyrabjöllunni varð hún þess vör, að mað-
ur nokkur gaf henni nánar gætur. Hann hafði verið á göngu
fram og aftur fyrir framn húsið. Kannske var hann aðeins að
bíða eftir stúlkunni sinni og var orðinn óþolinmóður, en klæða-
burður hans, fas og göngulag vakti grunsemd hennar — og
hann virtist næstum of kærulaus um allt, sem fram fór kring-
um hann. Líklega gaf hann samt öllu nánar gætur — var ef til
vill leynilögreglumaður?
Eftir eina — eða tvær — klukkustundir, — hugsaði Anne,
getur Sim kannske gefið sig fram. Undir eins og Slada hefur
skrifað undir yfirlýsingu hjá lögfræðingnum get eg hringt til
lögreglunnar. Aðeins ein eða tvær stundir, hugsaði hún, nú má
eg ekki örvinlast.
Utidyrahurðin lokaðist á eftir henni áður en hún gerði sér
grein fyrir, að hún mundi ef til vill ekki komast út aftur án
einhverra skýringa,
Húsvörðurinn kinkaði kolli til hennar, eins og hún væri gam-
all kunningi.
„Eg ætla upp í íbúð herra Winter,“ stundi Anne upp.
„Ef þér ætlið að finna herra Winter, komið þér of seint,“
sagði húsvörðurinn. „Þeir komu hingað með hann fyrir klukku-
stund og það var skelfileg sjón að sjá hann. Hann varð fyrir
neðanjarðarlest. Og ef það er stúlkan, sem þér ætlið að finna,
þá fékk hún slíkt móðursýkiskast, að —“
Anne hafði numið staðar skyndilega. Hún sá mann koma út
úr stofu húsvarðarins. Hann leit hvasslega á húsvörðinn áður
en hann sneri sér að Anne.
Anne gekk upp þrjá stiga eins og í leiðslu. Hún sá andlitum
bregða fyrir, er hurðir opnuðust lítið eitt, og menn gægðust út
eins og eitthvað mikið væri um að vera, og talað var í hvísling-
um. Söngur í útvarpi hljómaði í nokkurri fjarlægð og lögreglu-
maður, óeinkennisklæddur, sem var á verði, blístraði sama lag-
ið og sungið var.
Hvað var það, sem gerst hafði? Þetta, sem gerist alltaf við og
við í stórborgunum. Vitni hafði horfið — vitni, sem hafði verið
myrt. Er menn lásu um þetta í blöðunum veittu menn því jafn-
aðarlega litla athygli, en það var öðru máli að gegna, er vitnið
átti heima í sama húsi og maður sjálfur — og þá var sem menn
gætu ekki trúað sínum eigin augum og eyrum.
Hún gat ekki um annað hugsað. Hún var eins og lömuð. Fyrir
framan dyrnar að íbúð Winters stóðu tveir lögreglumenn á
verði, í dökkbláum einkennisbúningum, en hún sá þá enn eins
og í leiðslu — eða draumi — þar til lögreglumaðurinn, sem hafði
fylgt henni upp, snerti við handlegg hennar og mælti:
„Hingað inn, ungfrú.“
Þá skildist henni, að hún hafði ætlað — án þess að gera sér
það ljóst — að ganga fram hjá íbúð B.
Enn fleiri lögregíumenn og leynilögreglumenn. Kannske var
það hin mikla kyrrð og þögn kringum hana, sem loks vaktj
hana og kom hugsunum hennar á eðlilegar brautir. Hún leit
á hvert sviplaust andlitið af öðru og hugsaði:
„Slada sveik hann. Lokkaði hann til fundar við sig til þess
að geta afhent hann lögreglunni.“
Hún sá gegnum hálfopnar dyr, að ljósmyndari var að taka
saman áhöld sín. Og svo sá hún fótlegg, sem hékk máttlaus
niður úr rúmi, en svo var henni ýtt áfram inn í annað herbergi.
Það var setustofan litla. Þar sátu fjórir menn við stofuborðið.
Enginn þeirra reis á fætur, er hún kom inn, en hver um sig
starði kuldalega á hana, rannsakandi augum.
„Nafn yðar?“ hvæsti einhver.
„Anne-Marie Thiolat,“ sagði Anne svo rólega, að hún furð-
aði sig á ró sinni.
Einhver rétti fram hönd sína, eins og til þess að grípa til
hennar, en hún hörfaði undan og mælti:
„Eg vil vekja athygli yðar á þvi, að eg er franskur ríkisborg-
ari, og krefst þess, að fá þegar að setja mig í samband við
frönsku yfirvöldin.“
„Þér eigið kröfu til þess, ungfrú," sagði einhver þreytulega,
— „eg er Bertrand höfuðsmaður. Vegabréf yðar?“
Anne virti fyrir sér roskinn mann, með dálítið efrivararskegg.
Hann var frekar brezkur en franskur í útliti.
Hún tók til máls á frönsku og bar hraðan á:
„Eg veit ekki hvers vegna eg —“
En Bertrand greip fram í fyrir henni:
„Þar sem mér skilst, að þér talið frönsku eins og innfæddur,
er bezt fyrir okkur að tala þýzku. Við höfum samvinnu við
þýzku lögregluna, og það mundi seinka öllu, ef við yrðum að
njóta aðstoðar túlks.“
„Þar sem mér skilst —,“ endurtók hún í huga sínum.
Dulrænat
Friðgeir Berg:
Þeir segfa að |»að sé
hann Þorgeirsboli.
mjög var hann þrekaður og var
lengi að ná sér. Gripirnir voru
hamstola allan daginn, skim-
Uðu í allar áttir eins og þeir
ættu von á eirihverju illu, og
það var mun minna í kúnum
en endranær. Meðan eg var við
mjaltir og önnur fjósverk um
kvöldið, var eg að veita því
eftirtekt, hvort eg gæti orðið
nokkurs vís um ástæður að ó-
kyrrleika skepnanna, en sú
eftirgrennslan varð árangurs-
laus. Svo fór eg úr fjósinu og
bar sína mjólkurfötuna í hvorri
hendi. Eg tók þá strax eftir því,
að einhver svört þúst var hjá
trjánum norðvestan við húsið
og þegar eg kom nær, reyndust
þetta vera tveir brúnir hestar,
spenntir fyrir sleða. Þeir voru
bundnir við trén, og yfir
breiddar þykkar hesta-ábreið-
ur, því að kalt var úti. Hestana
og sleðann þekkti eg strax;
hvort tveggja átti íslenzkur
bóndi, er bjó í sveitinni, þekkti
eg hann einnig mjög vel, enda
vorum við vinir.
Þegar eg var laus við mjólk-
ina og búinn að þvo mér, fór eg
inn í herbergi það, er bóndinn
og eg sváfum í; hitti eg þaririig
á, að hjá bóndanum voru tveir
aðkomubændur og sat sá er
hestana og sleðann átti á legu-
bekknum, er eg var vanur að
sofa á og hallaði hann sér að
nokkru leyti að höfðabólstri
bekkjarins. Bændurnir heilsuðu
mér, og eg sagði umsvifalaust:
„Þið eigið þokkalega fylgju!“
Þá fór sá, er á legubekknum
sat að hlæja og segir: „Þú hefur
þó ekki orðið einhvers var?“
Eg svaraði því ekki, en spurði
aftur: „Hver andskotinn fylgir
þér?“ Þú svaraði bóndinn með
mestu hægð:
„Þeir segja það sé hann Þor-
geirsboli“. (í ljósaskiptum).
BEZT AB AUGLYSAIVISI
tt Biwmefhát
- TARZAIM -
Copt. IM*,tdí»r Rict fiuirouí!u,Iac.--Tia.H.* U.8.?»t Off
Distr. by UnitedJ'eaturc Symltcnte inc
Skyndilega réðust hlébarða-menn-
irnir til atlögu. Þeir nálguðust Gr-
ando hægt, en hann leit í kringum
sig. Hann gat hvergi séð Tarzan.
Orando var nú sannfærður um að
hann myndi verða að deyja, en hann
var ákveðinn í því að selja líf sitt
dýru verði.
Hann hóf upp spjótið og kastaði
því af alefli í einn hlébarðamanninn,
sem féll til jarðar með ægilegu öskri.
Orando var nú farinn að örvænta,
en þá heyrðist allt í einu skrjálf, og
um leið smaug Tarzan út úr trjálim-
inu, og réðst á hébarðamenninna,
sem urðu þegar óttaslegnir.