Vísir - 08.11.1952, Side 2
VlSIR
Laugacdaginn 8. nóvember 1952.
Hitt og þetta
Herbert Hoover er fluggáfaS-
ur stjórnmálamaður, en hann
er dálítið úrillur og þreytist
aldrei á því að segja þjóð sinni
hvað mikinn skaða Roosevelt
'hafi gért þjóð sinni með „new
deal“ og Truman með fram-
haldi af þeirri stefnu. Sem dæmi
nefndi hann þetta: „Allar þess-
ar aðfarir minna mig á telpuna
litlu, sem sagði við mömmu
sína: Mamma, manstu eftir
postulínskönnunni, sem þú
sagðir, að gengið hefði í arf frá
kynslóð til kynslóðar, um
hundruð ára?“
„Já, barnið gott, eg man vel
eftir henni.“
„Mamma, þessi kynslóð er
búin að brjóta hana!“
©
Gamall karl frá Hálöndun-
um kom inn í járnbrautarlest og
fékk sér þar sæti andspænis
kapteini úr Hjálpræðishernum.
Itarlinn starði lengi á einkenn-
isbúninginn og þekkti hann
ekki. Hann gat því ekki á sér
setið og sagði: „f hvaða her-
deild eruð þér, maður sæll?“
H j álpræðisheirskapteinninn
svaraði með miklum virðuleik:
„Eg er í herdeild Drottins. Eg
fer nú til Inverness til þess að
herja á djöfulnn, þaðan fer eg
til Aberdeen og þar ætla eg að
berja á honum líka. Þar næst
fer eg til Dundee, til Edinborg-
ar og til Melrose.“
„Já, það var rétt,“ sagði
karlinn og kinkaði kolli í ákafa.
j,Rektu hann bara á undan þér
Iengra og Iengra suður á bóginn
alla leið til bannsettra Eng-
Iendinganna“.
•
Á málverkasýningu var
gestur einn að skoða mynd-
irnar og sagði þá: „Þessi mynd
er svo sem þokkaleg, en hún
er alltof lítil.“
„Þykir yður ekki gaman að
litlum myndum?“
„Nei, þær eru mesta rusl. Eg
vil hafa almennilegar myndr,
stórar myndir, sem hylja mikið
af veggfletinum."
„Þér metið þá listina eftir
máli?“
„Nei, það vil eg ekki beint
segja — en eg er glerskurðar-
Tnaður-“ li'j
BÆJAR
Qm Mmi $ar.>
Einu sinni var. ...............
í fréttum í Vísi fyrir 30 ár-
um var m. a. þessi frétt:
Ofbeldisverk.
Utlendur maður hefir kært
júir því, að hann hafi verið
barinn síðastliðið laugardags-
kvöld á kolabryggjunni og síð-
an hrundið í sjóinn. Tveir menn
voru settir í gæzluvarðhald,
grunaðir um þenna glæp. Mál-
inu er þó ekki lokið enn.
ísfisksala.
Þessi skip hafa nýskeð selt
afla sinn í Englandi: Kári fyrir
900 pund, Njörður tæp 1100,
Otur fyrir 1100 pund.
Listsýningin.
Þar hefir selst ein mynd eftir
Jón Stefánsson: „Skaftá við
eldhraunið“, verð 500 krónur.
Laugardagur,
88. nóvember, — 313 dagur
ársins.
Messur á morgun.
Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.
h. Síra Jón Auðuns. Kl. 5 Stein-
dór Gunnlaugsson lögfr. pré-
dikar. Síra Óskar J. Þorláks-
son fyrir altari.
Nesprestakall: Messa í kap-
ellu Háskólans kl. 2. Steindór
Gunnlaugsson lögfr. prédikar.
Síra Jón Thorarensen fyrir alt-
ari.
Barnaguðsþjónusta og sam-
koma í Tjarnarbíó kl. 11. Síra
Óskar J. Þorláksson.
Fríkirkjan: Messað kl. 5.
Síra Þorsteinn Björnsson. —
Barnaguðsþjónusta kl. 2. Síra
Þ. Bj.
Laugarneskirkja: Messa kl. 2
e. h. Síra Garðar Svavarsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.15.
Síra Garðar Svavarsson.
Hafnarfjarðarkirkja: Messa
kl. 2 e. h. Síra Garðar Þor-
steinsson. Barnaguðsþjónusta
kl. 10 f. h. Síra Garðar Þor-
steinsson.
Elliheimilið Grund: Messa kl.
10 árd. Síra Ragnar Benedikts-
son.
Hjónaband.
í dag verða gefin saman í
hjónaband ungfrú Katrín Guð-
bjartsdóttir frá Bolungarvík
og Sigurður Sveinsson frá
Hvítsstöðum, garðyrkjuráðu-
nautur Reykjavíkurbæjar. —
Bróðir brúðgumans, síra Helgi
Sveinsson, gefur brúðhjónin
saman.
Handíðaskólinn.
Innan skamms hefst .í Hand-
íðaskólanum námskeið í tré-
skurði fyrir 12—13 ára drengi.
Aðeins lagtækir, listfengir
drengir koma til greina, og eiga
umsækjendur að senda umsögn
frá smíðakennara með umsókn-
um sínum.
tSrcMc/áta 1764
Lárétt: 1 Bær í N.-Þing., 5.
drykkjustaður, 7 hávaði, 9 í
lagi, 11 kallmerki, 13 í smiðju,
14 stúlka, 16 ólæti, 17 á rúm-
um, 19 úr ull.
Lóðrétt: 1 Hestar, 2 félag, 3
svölun, 4 gælunafni, 6 manna,
8 afkomanda, 10 óvissu, 12 á
skó, 15 dráttur, 18 ósamstæðir.
Lausn á krossgátu nr. 1763:
Lárétt: 1 Kiljan, 5 sól, 7 æf,
9 lina, 11 kló, 13 nóg, 14 Jóni,
16 tá, 17 ósa, 19 Reginn.
Lóðrétt: 1 krækjur, 2 LS, 3
jól, 4 alin, 6 hagar, 8 fló, 10
nót, 12 ónóg, 15 ÍSÍ, 18 an.
Rafmagnsskömmtun
verður á morgun, sunnudag-
inn 9. nóv., á I. hluta.
Hjúskapur.
í dag, laugardag verða eftir-
taldar persónur gefnar samah
í hjónaband af síra Þorsteini
Björnssyni: Guðrún Ásgerður
Jakobsdóttir, Austurstræti 3,
og Páll Ólafsson, Langholts-
vegi 159. — Bjarnaheiður Alda
Jónsdóttir, Herskólakamp 38
og Róbert Lárussson s. st. —
Anna Óskarsdóttir, Ásvalla-
götu 67 og Elís Kristjánsdóttir
frá Arnarnúpi í Dýrafirði.
Bazar
heldur Kaupfélag Kópavogs-
hrepps í skólanum kl. 2 á morg-
un.
Bazar Hringsins,
sem haldinn er til ágöða fyrir
barnaspítalasjóð félagsins,
verður opnaður í salarkynnum
Málarans á morgun. Þar verður
á boðstólum ýmislegur varning-
ur, smekklegur mjög, sem á-
kjósanlegur er til jólagjafa, en
jafnframt styrkja menn ágætt
málefni.
Vcðrið.
All djúp lægð fyrir vestah
land á hreyfingu norðaustur
eftir.
Veðurhorfur: SV-hvassviðri,
skúrir.
Veðrið kl. 9 í morgun:
Reykjavík ANA 4, 6. Stykkis-
hólmur SSV 8, 9. Kjörvogur,
logn, 2. Sglunes logn, 1. Ákur-
eyri SA 1, 1. Raufarhöfn SA 7,
2. Dalatangi SSA 6, 3, Djúpi-
vogur SSV 1. Vestmannaeyjar
A 8, 5. Þingvellir logn, 3.
Reykjanesviti SSA 4, 7. Kefla-
víkurvöllur SSA 6, 5.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.25 Tónleikar (plötur).
— 20.40 Leikrit: „Fundið fé“,
gamanleikur eftir Rudolf Ber-
lauer og' Rudolf Oesterreicher.
Leikstjóri og þýðandi: Lárus
Pálsson. — 22.QO Fréttir og'
veðurfregnir. — 22.10 Danslög
(plötur) til kl. 24.00
Slys.
í gærkveldi kl. 20—30 varð
það slys á móts við hús nr. 15
við Njálsgötu, að kona féll um
steypujárn, sem lá þar á gang-
stéttinni, og handleggsbrotnaði
hún. Kvartað hefir verið um,
að götulýsing þarna hafi verið
slæm. Kona þessi, Margrét
Bjanradóttir, Hrísateig 15, var
flutt á sjúkrahús.
Hvar eru skipin?
Eimskip: Brúarfoss fór frá
Rvk. 3. nóv. til Hull og Ham-
borgar. Dettifoss er í Rvk.
Goðafoss fór frá Rvk. 4. nóv.
til New York. Gullfoss fór frá
K.höfn á hádegi í dag til Leith
og Rvk. Lagarfoss fór frá
Vestm.eyjum í fyrrad. til Ge-
dynia. Reykjafoss fór frá Seyð-
isfirði í fyrrad. til Gautaborg-
ar. Selfoss fór frá Álaborg í
fyrrad. til Bergen. Tröllafoss
fór frá New York í fyrrad. til
Rvk.
Ríkisskip: Esja fór frá Rvík
í gærkvöld vestur um land í
hringferð. Herðubreið er á
Augtfjörðum á uorðurleiðt
SkjaJdbreið fer í dag til Skaga-
fjarðar- og Eýjafjarðarhafna.
Þyrill verður væntanlega í
Hvalfirði í dag. Skaftfellingur
fór frá Reykjavík til Vest-
mannaeyja í gærkvöld.
Skip S.Í.S.: Hvassafell lestar
timbur í Yypila. Arnarfell er í
Patras. Jökulfell fór frá Rvk.
3. þ. m. áleiðis til New York.
M.s. Katla er í Ibiza.
Hvöt
sjálfstæðiskvennafélagið held-
ur fund, mánudaginn 10. þ. m.,
í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30 síð-
degis. Fundarefni: Félagsmál,
þingmál (frú Kristín Sigurðar-
dóttir, alþm.), kvikmyndasýn-
ing og loks kaffidrykkja. Allar
sjálfstæðiskonur eru velkomn-
ar á fund þenna.
Vestmannaeyjatogararnir.
Bjarnarey kom í morgun og
fer á karfaveiðar. Elliðaey er
einnig hér og fer sömuleiðis á
karfaveiðar.
Hafnarfjarðartogararnir.
Júní, Júlí og Surprise eru á
karfaveiðum. Júlí er í slipp, en
fer út í kvöld. Karfaveiðarnar
hafa gengið vel, nema að ógæft-
ir hafa stundum hamlað. —
Bjarni riddari, sem var við
Grænland, er að fylla sig fyrir
vestan land, og fer svo til Es-
bjerg.
Helgidagslæknir
er á morgun Gunnar Benja-
mínsson, Sigtúni 23, sími 1065.
Blindrafélagið.
Á morgun fer fram hin ár-
lega merkjasala Blindrafélags-
ins. Þegar merkjasölur fara
fram, fer það mjög eftir veðri,
hvort þær gefa góðan árangur.
Það væri því óskandi að á
sunnudaginn yrði bjart og fag-
urt veður um allt land. Blindra-
félagið á því láni að fagna að
eiga samúð fólksins í landinu,
þess vegna óska allir því gæfu
og gengis og allir vilja kaupa
merki þess.
En við merkjasölu eru bless-
uð börnin alltaf drýgst þegar
allt kemur til alls. Foreldrar
ættu því að hvetja börn sín til
að selja merkin. Það gefur líka
öllum, sem duglegir eru drjúga
vasapeninga, því 50 aurar verða
greiddir í sölulaun af hverju
merki, sem selt verður.
80 ára er í dag
frú Guðrún Benónýsdóttir nú
til heimilis að Elliheimilinu
Grund.
Loftleiðir h.f.
Hekla millilandaflugvél
Loftleiða h.f. kemur í fyrra-
málið, sunnudag, frá Kaup-
mannahöfn og Stavanger og fer
áfram til New York eftir stutta
viðdvöl.
Flugvélin er væntanleg það-
an á þriðjudagsmorgun á leið
til NOrðuríanda.
LEREFT
Tvíbreitt hörléreft á kr.
21.00 metrinn.
Lakaléreft með vaðmáls-
vend 1,70 br. 34,90 metrinn.
Einbreitt léreft á kr. 8,10
metrinn.
VERZL.^
Odyr híll
til sölu. Til sýnis og upplýs-
ingar á benzínstöðinni við
Hlemmtorg.
og aðrir óskasí (il að selja merki Blindrafélagsins á
morgun. Ilá söiulaun. Merkin verða afgreidd á Grund-
arstíg 11, Elliheimilinu Grund herbergi 41 og í Holts-
apóteki Langholtsveg 84. frá klukkan 9 árdegis.
Blindraféiagið.
Jarðaríör
MagnSfieSHar CilnllmBaEBslselntáeis’
fer fram liriðjitíIagÉmi 11. nóv. og liefsí meS
húskveðju á heimifi hennar, IngóSfssíræti 8,
kl. 1 e.h.
Áðsfandéndiir.
f iy\