Vísir - 20.11.1952, Qupperneq 1
I£. árg.
Fhnmtadaginn 20. nóvember 1052.
267. tbl.
Viðræður vinnuveitenda
og Alþýðusambandsins
hefjast á morgun.
Umræður Vinnuveitendasam
bands íslands og Alþýðusam-
bands Islands vegna uppsagna
verklýðsfélaganna hefjast á
morgun.
Hefir framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins,
Björgvin Sigurðsson héraðs-
dómslögmaður, sent stjórn
ASÍ bréf, þar sem samninga-
menn þess eru beðnir að koma
til fundar við fulltrúa vinnu-
veitenda kl. 4.30 síðdegis á
morgun, og verður sá fui.dur
haldinn í Tjarnareafé uppi.
Af hálfu Vinnuveitendasam-
bandsins fer framkvæmda-
nefnd þess, fimm menn, auk
fjögurra varamanna, með
samningsumboð. í framkv,-
nefndinni eru þessir meiin:
Kjartan Thors, framkv.stjóri,
form., Helgi Bergs framkv.stj.,
Guðmundur Vilhjálmsson fram-
kv.stj., Ingólfur Flygenring
framkv.stj. og Benedikt Þ.
Guðjón efstur í
meistaraflokki.
Tner uwnterðir
ettir.
Níunda umferð í meistara-
flokks keppninni í skák á
Haustmóti Taflfélagsins var
tefld í gær og er Guðjón M.
Sigurðsson enn efstur eftir hana
með 7 vinninga og biðskák.
Úrslit urðu þessi í umferð-
inni í gær: Þórður vann Jón
Einarsson, Þórir Ólafsson vann
Kára Sólmundarson, Sveinn
Kristinsson og Jón Pálss. gerðu
jafntefli, Arinbjörn og Lárus
Johnsen jafntefli. Biðskákir
urðu hjá Steingrími og Guðjóni
M., Birgi Sigurðssyni og Hauk
Sveinssyni.
I fyrsta flokki er keppni lok-
ið og varð Ingi R. Jóhannsson
efstur með 8 vinn. af 9 mögu-
legum. 2. Ingimundur Guð-
mundsson með 7% v. og 3. Dón-
ald Ásmundsson með 7 v. Þeir
Ingi R. og Ingimundur flytjast
upp í meistaraflokk.
í meistaraflokki eru eftir
tvær umf. og verður keppn-
inni væntanl. lokið n. k. föstu-
dag.
Snjóar við Mið-
jarðarhaf.
London (AP). — Kuldabylgja
er nú í Frakklandi og fannkoma
jafnvel í suðurhluta landsins.
í Suður-Englandi snjóaði í
nótt, en óvíða festi snjó að
nokkru ráði. í Svíþjóð og Nor-
egi hafa^verið allmiklar fann-
komur, en í Noregi vestanverð-
um hefur. verið milt veður.
Gröndal verkfr., en ault þeirra
eru þessir varamenn, sem einn-
ig mæta á viðræðufundinum:
Sveinn Guðmundsson framkv,-
stjóri, Ingvar Vilhjálmsson út-
gerðarm., Eyjólfur Jóhannsson
framkv.stj. og Halldór Kr. Þor
steinsson útg.m.
Auk þessara manna, sem hér
hafa verið taldir, má gera ráð
fyrir að fundinn sitji fulltrúar
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna, Mjólkursam-
sölunnar, Félags ísl. iðnrek-
enda, L.Í.Ú og Reykjavíkur-
bæjar, og að sjálfsögðu Björg-
vin Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands
ins.
Framkvæmdanefnd Vinnu-
veitendasambandsins hefur að
sjálfsögðu haft samráð við hin-
ar ýmsu deildir þess hér í bæ
og úti á landi með hliðsjón af
væntanlegum samningaumleit-
unum.
Dregið w hraðfrystingu
grænmetis.
Nokkuð hefur verið gert að
því hér — þó eigi mikið sein-
ustu 3 árin — að hraðfrysta
grænmeti, með góðum árangri.
Verður vafalaust talsvert
gert að hraðfrystingu á þeim
tegundum, ^em bezt eru til þess
fallnar, þegar nægar birgðir eru
fyrir hendi.
Orsök þess, að ekki var hrað-
fryst nema lítið eitt í haust,
voru þær, að uppskera varð
með minna móti vegna kuld-
anna og þurrkanna í sumar, og
nokkurra frosta snemma í haust
þótt tíðin hafi verið góð nú að
undanförnu. Einnig hefur verið
mikil og vaxandi eftirspurn eft-
ir káltegundum.
Þær tegundir, sem bezt eru
fallnar til hraðfrystingar, eru
hvítkál, blómkál og gúrkur, og
má gera ráð fyrir, að mikið
verði gert að því í framtíðinni,
að hraðfrysta þessar tegundir.
krónum stolið í nótt.
Brezki nýlendumálaráðherrann Sir Oliver Lyttleton kom ný-
lega til Kenya í Afríku. Sést hann á þessari mynd með Njiri,
höfðingja af Kikuyu þjóðflokki.
Los Angeles—Kaupmanna-
höfn um norðurskautslönd.
Einn íslendingur með í reynslu-
flugi SAS.
Flugvél frá skandinaviska
flugfélaginu — SAS — er nú á
leið frá Thurle á Grænlandi til
Khafnar.
Er flugvélin í nokkurskonar
reynsluflugi, því að fyrirhugað
er áætlunarflug milli Los
Angeles' og Kaupmannahafnar
um Edmonton í Kanada og
Thule, og er flugvélin á
þeirri leið.
Vélin kom til Thule kl. 7,32
ísl. tími í morgun og var ófarin
þaðan kl. 10, er Vísir frétti síð-
ast.
í för þessari er einn íslend-
ingur, sem flaug í boði SAS
yfir Norðurpólslönd í nótt.
Þessi íslendur er Agnar
Kofoed Hansen flugvallastjóri
ríkisins, en hann fór vestur um
haf fyrir nokkuru á fund Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar
sem haldinn var í Montreal.
Flugvélin er væntanleg til
Khafnar um sexleytið í kvöld.
Talið er að SAS efni til far-
þegaflugs einu sinni í viku eft-
irleiðis yfir Norðurpólslöndin.
Ekki er talið að þessar ferðir
hafi nein áhrif á komu erlendra
flugvéla hérlendis a. m. k. ekki
fvrst um sinn.
Löndun lokið úr Jóni forseta;
andvirðið varð alls 11.360 stpd.
Löndunin á því, sem eftir var
af afla b.v. Jóns forseta, gekk
ágætlega, að því er Ólafur
Jónsson forstj. Alliance, sagði
blaðinu í morgun. Aflinn nam
samtals 4084 kittum og seldist
fyrir 11.360 stpd.
i
Brezkir togaraeigendur boð-
uðu í gær gagnráðstaf anir vegna
löndunarinnar úr Jóni forseta
og komu þær ekki með öllu ó-
vænt. Boðuðu togaraeigendur
til fundar og tilkynntu að hón-
um ióknum, að togararnir yrðu
ekki sendir á veiðar, þar sem
landað hefði verið úr hinum ís-
lenzka togara. Togaramir
munu hætta veiðum jafnóðum
og þeir koma inn, ef ekkert
gerist, sem leiðir til að togara-
eígendur breyti .afstöðu ‘sinni.
Um horfurnar nú verður að
svo stöddu ekkert sagt. — Þess
má geta, að milli íslands og
Bretlands er í gildi samningui
um landanir á ísfiski í Bret-
landi. Löndunarsamningur
þessi mun hafa verið fram-
lengdur 1950 óákveðinn tíma
og er enn i gildi.
Harðbakur selur ísfiskafla í
Þýzkalandi á laugardag eins og
ákveðið hafði verið. Ingóífur
Arnarson leggur af stað héðan
'í dag með ísfiskafla.
Brotizt inn í
Síld & Fisk.
Féð var geyiiít
s eBdtraustuim
skáp.
I nótt tókst innbrotsþjóf hér
í bænum að brjóta upp pen-
ingaskáp í verzlunarhúsi einu
og hafa á brott með sér sem
næst 50 þúsund krónum í pen^-
ingum.
Laust eftir klukkan 2 í nótt
tilkynnti Þorvaldur Guðmunds-
son forstjóri lögregluvarðstof-
unni að innbrot hefði verið
framið í verzlunarhúsnæði fyr-
irtækisins „Síld og fiskur“ í
Bergstaðastræti 37 hér í bæn-
um.
Hafði innbrotsþjófurinn farið
inn um glugga á bakhlið húss-
ins. Síðan réðst hann á hurð-
ina inn á skrifstofuna og braut
hana upp.
Inni á skrifstofunni var stór,
eldtraustur peningaskápur og í
honum geymd mikil verðmæti,
þar á meðal um 50 þúsund kr.
í peningum. Á þennan skáp
réðst þjófurinn og tókst að
brjóta hann upp og síðan að
hafa á brott með sér þá pen-
inga, sem í skápnum voru. —
Rannsóknarlögreglan var þeg-
ar kvödd á staðinn og er málið
nú í rannsókn.
Myrti konuna
með sprengju,
og stórslasaðíst sjálfur.
Osló (AP). — Norskur mað-
ur, var ekki sem ánægðastur
með húsfreyju sína, og þar. eð
hann var sérfræðingur í
sprengingum ákvað hann að
sprengja hana í loft upp.
Hann setti sprengiefni undir
rúmið hennar og þegar spreng-
ingin reið af tættist konan ger-
samlega sundur. Manninum
hafði láðst að forða sér í tæka
tíð og særðist hann til ólífs m.
a. rifnaði af honum annar hand-
legguririn.
Enn rætt um Súdan.
Kairo (AP). —- Súdanmálin
verða enn rædd i Kario í dag.
Þeir Sir Ralph Stevenson
sendiherra Breta og Naguib
munu nú um þau fjalla, en í
gær ræddi fulltrúi Súdanstjórn-
ar við Naguib,