Vísir - 22.12.1952, Page 4

Vísir - 22.12.1952, Page 4
VÍSIR Mánudaginn 22. desember 1952 WXSIXL DAGBLAÐ Bltstjórar: Kristján GuQiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstrœti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgieiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hjf. „Ofan hjamið" ^rá upphafi styrjaldar hefur íslenzka þjóðin verið í eins konar jökulgöngu í efnahagsmálunum, náð jökultindinum og þá loksins sannfærzt um, að þangað sótti hún hvorki gull .né gæfu. Verkfall það, sem nýlokið er, sannaði áþreifanlega að almenningi er orðið ljóst að hverfa verður frá verðþenslu- stefnunni í eitt skipti fyrir öll, halda ofan af jöklinum að nýju og leitast við að hefja þar hagkvæman búrekstur, sem haga- gangan er fyrir og nokkur ræktunarskilyrði. I vinnudeilunni viðurkenndu allir aðilar, að um kauphækkun væri í rauninni ekki gð ræða, með því að hún kæmi ekki til greina, ef halda ætti uppi atvinnurekstrinum. Hins vegar töldu verkamenn sér frekar í hag, að verðlag yrði lækkað á nauðsynjavarningi og þjónustu og kaupmátturinn þannig aukinn, jafnhliða al- jnennu öryggi daglegs rekstrar atvinnufyrirtækja og ein- staklinga. F.yrir slíkan skilning . verkalýðsins ber að þakka, með því að í honum felst vonin um afturbatann. Krafan um raunhæfar aðgerðir í verðlagsmálúnum hlaut að koma frá almenningi, ætti Isún að bera árangur. Allt frá upphafi styrjaldar hefur verið varað við þeirri stefnu hér í blaðinu, sem leiddi til aukinnar verðþenslu, enda á það bent að verkalýðnum og láglaunamönn- um væri lífsnauðsyn að hemill væri hafður á slíkri öfugþróun, með þvi að þessar stéttir þyldu sízt allra böl dýrtíðar og' verð- bólgu. Er verkfall var skolliö á í byrjun þessa mánaðar, var þess ennfremur kraíist, að verðhjöðnunarleiðin yrði valin, en að athuguðu máli féllust allir aðilar á þá skoðun og leiddu tdeiluna til farsælla lykta. Er þess að vænta, að þetta úrræði sé aðeins upphafið að frekari niðurfærslum á verðlagi og þjón- ustu, þannig að afstýrt verði nýrri verðbólguöldu, með eftir- farandi geng'isskerðingu, sem þá yrði óhjákvæmileg til þess að afstýra rekstrarstöðvun og neyðarkjörum almennings. Er mál þessi voru rædd á styrjaldarárunum, héldu sum blöð- in því fram, að neyðin ein gæti komið viti fyrir þjóðina, en þeirri skoðun var hafnað hér í blaðinu, enda talin skylda þings og þjóðar að bægja slíkum voða frá dyrum almennings. Þá var einnig spurt með miklu yfirlæti, hvað það væri, að rekst- ur bæri sig, en væntanlega hafa menn nú kynnzt slíku af eigin raun, þannig að ekki þarf þá frekar vitnanna við. Öfug- þróun í efnahagsmálunum hefur leitt hörmungar yfir margt heimili fátækra manna, og því var á engan hátt óeðlilegt að til kjaradeilna kæmi, þótt æskilegt hefði verið að verkfallsað- gerðum hefði verið frestað, svo sem ríkjsstjórnin mæltist til, en hafnað var af hálfu verkalýðsfélaganna. Sú stefna, sem nú hentar fjöldanum bezt, — en við almannahag verður að miða stefnuna, — er verðhjöðnunarleið, sem fara verður með varúð. A jökultindi verðþenslunnar hefur verið veðrasamt og verð- ur svo um skeið, enda eru horfur nú iskyggilegar mjög, ekki sízt í afurðasölumálum. Veltur því á miklu, að þjóðin skipi sér í eina sveit, er vinni að úrlausn vandans og endurreisn blóm- legs efnahagsstarfs. Opinbert framfæri atvinnurekstrarins verð- ur að hverfa úr sögunni, þótt aðalatvinnuvegir þjóðarinnar muni njóta einhverrar slíkrar fyrirgreiðslu enn um skeið. Efnahagsstarfsemin er sjúk og gerspillt, ef helztu bjargræðis- vegirnir fá ekki staðist veg'na verðbólgu, né keppt um er- lenda markaði. í þessu víðáttumikla og strjálbýla landi, getur þjóðin öll lifað góðu lífi, og það þótt hún yrði talin í nokkrum milljónum, enda stendur íolksfæðin okkur beinlínis fyrir þrif- um. Sá þungi skóli, sem þjóðin hefur gengið í gegnum undan- iarin ár, verður henni vafalaust lærdómsríkur og' minnisstæð- ur, en í þeim skóla sem öðrum verður lieilbrigð skynsemi drýgsta veganestið. Lausn nýafstaðinnar vinnudeilu verður mörgum drjúg jólagleði, þótt menn harmi jafnframt það tjón, sem leitt hefur af deilunni fyrir alla aðila, sem að henni stóðu, — en loksins var það þjóðin, sem sigurinn vann. „Líf og fjör" 'IVfikil eru umskiptin í bæjarlifinu eftir Ta^.sn . yinþudeilunn- ar. Verkefnin hafa sjaldan verið jafnmörg, né vinnuhrað- inn meiri. í stað kvíða skín nú ánægja af hverju andíiti, sém æ mun verða meðan vinnandi hendur fá verkefni og von er um betri daga. Öryggi varðandi lífsafltomu er öllum nauðsyn, en það verður ekki tryggt með hóflausum kröfum. Atvinnulífið verðui' að tryggja með því að ívilna sjálfum atvinnurekstrinum. í sköttum og skyldum, en færa byrðarnar yfir á einstakling- .ana. Þróun atvinnurekstrarins er fyrir öllu, en eins og sakir standa, berst _ allt., at,yinnulíf við daftðann. . .. . Sígurgeir SigurjónssoD hœstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. Fyrir dömur Vasaljós með lyklahring á kr. 27,40. Mjög hentug og ódýr jólagjöf. Itaflampagerðin Suðurgötu 3. Sími 1926. Alltaf eitthvað nýtt Ljósakrónur með glerskálum nýkomnar nýjar gerðir. Raflampagerðin Suðurgötu 3. Sími 1926. „Sólis-“hárþurrkur og rafmagnshitapúðar „Termofor“ eru vinsælar jolagjafir Jón Arinbjörnsson Öldugötu 17 kjallara. Sími 7864 og 2175. Gardínugorniar Krókar og lykkjur nýkomnar GEYSIVt H.F. V eiðaf æradeild. Vatteraðir silkináttjakkar, Ijósir og döklcir, verð frá kr. 150,00. Gjafakassar undir vasaklúta kr. 3,00. Gjafa- kassar með einum eða fleiri vasaklútum verð frá kr. 9,00. Mislitar silkiblússur kr. 75,00. Svört taftpils hringskorin kr. 150.00. Hvít- ir hylonundirkjólar kr. 140,00. Skozkir taftkjólar kr, 105 JX). Eftirmiðdags- og kvöidkjólar. Saumxstofan Uppsulun» Aðaistræti 1-6. Slmi 2744. Niðursoðnar perur ódýrar, í /2 og 1 kg. dósum. §sM ©g fiskaia* JVýii úrvtil eeí mmevásk mm kjóltem ')el4w Austurstræti 6. Sígildar jólabækur í £ RITSAFN GUÐRÚNAIt LÁRUSDÓTTUR I.—IV. Urvals skáldsögur, smásögur og fitgerðir eflir Itina mikilhæí'u skáldkoríu. Uti og inni Ljóðaflokkur eftir séra Friðrik Friðriksson. Við- liaíiiarútgáfa gefirí út í 325 tölusettum eiutökumí með eigiríhairdaráritlin höfundar. Aðeins scld lijáí útgefanda. < J sölvi i.—ii. Skáldsaga \ in.sada eftir séra Friðrik Friðriksson.f Saga, sem allir þurí'a að eiga og lesa. J| HERMUNDUR JAIiLSSON í Skáidsaga frá víkingaöld eftir séra Friðrik Frið-*i riksson. DRENGURINN FRÁ SKERN jj Skáldsaga eliir séra Friðrik Friðriksson byggð áí* sönmun atburðum úr lífi hans og starfi. LITLI LÁVARÐURINN Skáldsaga eftir F. H. Burnett þýdd af séra Fr. jl Friðrikssyni. jl QUO VADIS? < Skáldsagan heimsfræga eflir nóhelsverðlaunahöf-í| undin H. Sienkiewiez. í; • \ ínnnr i FABIOLA Skáldsaga lTá. ofsóknartíinuni ft'iimkrisíninnai’ eftir N. Wiseman kardinála. MEÐ EIGIN AUGUM Snilldarvel tskrifuð endursögn á l'rásögum guð-í spjallanna um líf Jesú Krists eftir sænska hiskup-jl inn og rithöfundinn Bo Giertz. I GRtTTA JÖRÐ í Skáldsaga eftir Bo Giertz, af mörgum talin eitt 5 mesta snillarverk sinnar tegundar, sem skrifaðí hcfur verið á Norðurlöndum síðasta mannsaldur. í Munið eftir þessum úrvalsbókum, er þér veljið jóla- Jj gjafirnar. Fást hjá líóksölum og beint írá útgefanda, Lauga-i vegi 1 B eða í liúsi K.F.Ú.M. á Ainlmannsstíg 2 B. >J ’haqeÁin WSSM3L\ PósthóH' 276. — Sími 1643.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.