Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 2
2 VlSIR Fimmtudaginn 15. janúar 1953, Hitt og þetta Kunur brezkur prédikari í skozkri kirkju var mjög móðg- aður yfir því, að kona éin í söfnuði hans sofnaði oft fljót- lega eftir að hann hóf ræðu sína. En -því hafði hann veitt eftirtekt, að þegar aðrir pré- dikuðu hélt hún sér glaðvak- andi. Að lokum vakti hann máls á því við hana, að hún lítilsvirti sig. Konan varð alveg orðlaus í hili, en mótmælti þó þegar hún fékk málið og kvað engan mann mundu bera meiri virð- ingu fyrir honum en hún gerði. Hann sagði þá: „Jæja, Juet, en þér vitið það, að þegar eg prédika eru þér steinsofnaðar, meira að segja áður en eg er búinn að lesa text- ann. En þegar ungir guðfræð- ingar prédika fyrir mig, þá sé eg að þér sofið ekki. I»etta kalla eg að breyta illa við mig.“ „Hvað er þetta? Er ekki ann- að að, herra prestur? Eg skal svo sem strax segja yður hvernig á því stendur. Þegar þér prédikið vitum við að orð Drottins er í góðum höndum. En þegar þessir ungu strákar eiga að fara með það, er sann- arlega ástæða til þess að við safnaðarfólk höfum eftirlit með þeim.“ • Sveitarprestur fékk einu sinni framandi prest til að stíga í stólinn fyrir sig. Þegar hann náði svo tali af meðhjálparan- um spurði prestur, hvernig honum hefði líkað ræðan. „Æ, eg veit ekki, prestur minn. Hún var of einföld, og blátt áfram fyrir minn smekk. Mér líka bezt þær ræður, sem rugla dómgreindina, svo að maður veit hvorki upp né nið- ur. Og það segi eg yður satt, blessaður prestur minn, að í því efni jafnast enginn á við yður!“ • Hjá Tito eru menn teknir fastir og þaðan flýja menn líka eins og annarsstaðar þar sem einræði ríkir. Þessi saga er sögð frá Belgrad. Húsvörður í gömlu fjölbýlishúsi hljóp lafmóður um gangana, barði á hverja hurð og sagði: „Upp, strax félagar, — þetta er samt ekki eins slæmt og þið halclið — það er bara kviknað í húsinu!“ Qmu Jlhiti ðar,..* Vísir ræddi mjög um ísinn um þetta leyti fyrir 35 árum, og segir m. a. svo í bæjarfréttum hinn 15. janúar 1918: íshröngl allmikið rak hér inn á ytri höfnina í gær in nan úr Kolla- firði og myndaði það sam- hangandi breiðu frá Örfirisey meðfram hamargörðunum, fyr- ir hafnarmynnið og alllangt irmeftir. Ej viðbúið, að höfnin lokist þá og þegar utan frá á þennan hátt. f morgun sýndist höfnin nær allögð út fyrir eyjar. „Geysif“ komst út úr ísnum við þól- virkið snemma dags í gær og lagðist síðan fyrir utan garða, cn lagði ekki af stað héðan til úfanda fyrr en í morgun. Fimmtudagur, 15. janúar, 15. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, föstudag 16. janúar, kl. 10.45—12.30 í II. og III. hverfi. Ennfremur að kvöldi kl. 18.15—19.15 í V. hverfi. Laugarneskirkja. Fermingarbörn í Laugarnes- prestakalli, sem fermast eiga á þessu ári, eru beðin að koma til viðtals í kirkjuna (austur- dyr) í dag kl. 5. Bankastjórastaðan við iðnbankann hefir verið auglýst laus til umsóknar. — Umsóknarfrestur er til 10. n. m. Nýir húsasmiðir. Þessir menn hafa fengið leyfi til að standa fyrir byggingum í Reykjavík sem húsasmiðir: Davíð K. Jónsson, Barðavogi 18; Helgi Þorkelsson, Barma- hlíð 51; Hörður ' Þorgeirsson, Langholtsvegi 2; Jakob Árna- son, Barónsstíg 65; Páll Guð- jónsson, Laugateigi 10; Ragnar Örn, Stórholti 30; Sigurður Guðleifsson, Skipasundi 69: Valur Benediktsson, Laugateigi 44 og Þorleifur Thorlacius Sig- urðsson, Grenimel 5. Múrari og pípulagninga- meistarar. 1 Marteinn Davíðsson, Lang- holtsvegi 2, hefir fengið leyfi til að standa fyrir byggingum í Rvk. sem múrari. Þá hafa þess- ir menn hlotið löggildingu sem pípulagningameiestarar: Svein- björn Lárusson, Lángholtsvegi 89; Viggó Ó. Sveinsson, Barma- hlíð 35; Hans G. Ó. F. Nielsen, Sóleyjargötu 19 og Guðm. Á. Gíslason, Tryggvagötu 6. Loks hefir Pétur Magnússon, Sörla- skjóli 22, verið löggiltur sem rafvirki við lágspennuveitur hér í bæ. Tvö ný skipbrotsmannaskýli hefir Siysavarnafélagið nú opnað í Aðalvík í Sléttuhreppi í N.-ísafjarðarsýslu, annað að Látrum í Aðalvík, hitt að Sæ- bóli, sunnan til í víkinni. Ný- lega fóru fulltrúar S.V.F.f. á ísafirði á björgunarskútunni Sæbjörgu til Aðalvíkur með ýmislegan útbúnað í skýlin, er sendur hafði verið vestur frá skrifstofu félagsins hér. — Kvennadeildin í Rvík kostaði útbúnaðinn í annað skýlið. Aðalfundur. Fræðslu- og málfundafélag bifreiðastjóra, Kyndill, hélt að- alfund sinn í fyrradag. í frá- farandi stjórn félagsins voru: Sigurður Bjarnason, formaður; meðstjórnendur Ólafur Jónsson og Þorgrímur Kristinsson. — Formaður gaf skýrslu félags- stjórnar fyrir síðasta starfsár. í stjórn voru kosnir Magnús Norðdahl, form.; meðstjórnend- ur Jón Guðmundsson og Þor- grímur Kristinsson. Sigurður og Ólafur báðust eindregið undan endurkosningu. — Fé- lagið starfar í tveim deildum, málfunda- og tafldeild. Neyðarstöðvar þær, sem Landssíminn hefir látið útbúa til öryggis fyrir opna báta, vekja óskipta ánægju sjó- manna, og hefir þetta* m. a. komið fram í bréfum til S.V.F.f. Tímaritið Úrval. Nýtt hefti af Úrvali hefir borizt blaðinu. Helztu greinar í því eru Harmasaga St. Kilda, Þriðji tvíburinn, Á ástin að bíða hjónabands?, Trúin á dauða hluti, Land skorts og allsnægta, Hetjuleg barátta, Nýr handvefstóll, Fallbyssu- kóngar og keisarar, Galdrar eða vísindi?, Hinn sænski „stálafi“, Pablo Casals í útlegð, Nýungar í vísindum (smá- greinafl.), Hugklofnun, Um óvenjulegar fæðingar, Furðu- jurtin skotjúkka, Hverju á að svara barninu? Vesturíslenzk nýlenda, Faðir sagnfræðinnar, og loks tvær all-langar sögur: Næstum fullorðinn, eftir Ric- hard Wright og Lífsreynsla, efth' W. Somerset Maugham. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Rvk. 10. jan. til Leith, Grimsby og Boulogne. Dettifoss er í New York. Goðafoss er á Skaga- strönd; fer þaðan til Hólma- víkur og Drangsness. Gullfoss er í K.höfn. Lagarfoss fór frá K.höfn í fyrradag til Gauta- borgar, Leith og Rvk. Reykja- foss fó.r frá Rotterdam í fyrrad. til Antwerpen og Rvk. Selfoss er á Grundarfirði; fer þaðan til Rvk. Tröllafoss fór frá Rvk. í gær til New York. Ríkisskip: Hekla er á Aust- fjörðum á norðurleið. Esja verður væntanlega á Akureyri í dag á austurleið. Herðubreið er á Skagafirði á norðurleið. Þyrill fór frá Hvalfirði í gær til Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Þetta vil eg heyra! Hlustandi velur sér hljómplöt- ur. — 19.00 Þingfréttir. — 19.20 Tónleikar (plötur). — 20.20 ís- lenzkt mál. (Halldór Halldórs- son dósent). — 20.40 Tónleikar (plötur). —• 21.00 Erindi: Frönsku leikritaskáldin Anou- ilh og Pagnol. (Halldór Þor- steinsson). — 21.25 Einsöngur (plötur). — 21.45 Frá útlönd- um. Jón Magnússon fréttastj.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Symfóniskir tónleikar: Frá tónleikum Symfóniuhljóm- sveitarinnar í Þjóðleikhúsinu 28. nóv. sl. Stjórnandi: Olav Kielland. (Flutt af segulbandi). Getraunaspá vfkunnar. Arsenal — Walwes 1. í fyrra varð jafntefli 3:2. Á laugardaginn var sigraði Arsenal Doncaster (4:0) í bikarkeppninni, en Wolwes tapaði fyrir Preston (5:2). Sig- ur Arsenal er líklegastur. Blackpool — Aston Villa. 1 Bæði liðin sigruðu í bikar- lceppninni á laugardaginn. Blackpool sigraði Sheff. Wed., en A. V. Middlesbro. Af síð- ustu 5 leikjum sínum í deilda- keppninni hefir Bl.pool aðeins tekizt að vinna einn. Ef ályktað er út frá sigri liðsins yfir Sh. Wed. á laugardag er líklegast að Blackpool sigrí. Cardiff — Tottenham. 1X2 Bæði liðin töpuðu í bikar- keppnum á laugardag fyrir III. deildar liðinu. Úrslitin eru al- gerlega óviss og verður að þrí- tryggja. Charlton — Sheff. Wed. 1 Charlton er nú í 10. sæti og hefir gengið allvel í síðustu leikjum í deildarkeppni. Liðið var slegið út úr bikarnum á laugardaginn og svo var einnig Krossgáta nr. 1813 . . Lárétt: i hús, 6 hljóð, 7 fangamark, '9 unnið úr þörung- um, 11 rök, 13 hagnað, 14 mjög, 16 tónn, 17 : a, 19 tíðar. Lóðrétt: 3 formælir, 2 reglan, 3 mánuðum, 4 nafn, 5 ræktaðir blett, 8 heigur staður, 10 monn hljóta hann, 12 naut, 15 nafa, 18-skóli,., ... . ...... !% * i ... Lausu á krossgáta nr. • 1812: Lárétit: 1 ræsting, 6 dún, 7 STvWJWV1. lómaW4nn’ 14'alur, J6' Na. 17 Róm,'19 basar. Lóðrétt: 1 ruglar, 2 sd, 3 tún, 4 inni, 5 Gunnar, 8 tól, 10 NNN, 112 mura, 3 5 rós, 18 MA. Veðrið. Fyrir 'norðvestan landi er alldjúp lægð á hreyfingu aust- ur eftir. Grynnri lægð um 100 J km. ssv í hafi .á hreyfi'ngu aust- ! ur. — Veðurhorfur: SV-kaldi ; í dag, en norðvestan stinnings- kaldi í nótt, éljagangur. Viðast hvar um — 2 stig. Veðrið kí. 8 í 'morgun: Rvík S 3, snjókórþá-.iöist.ig, Síykkis- hólmur VSV 3, 1, HornbjargSr viti V 5, snjóél, 1, Siglunes SV 2, 2, Akureyri SV 2, 2, Grímsey A 4, 2, Grímsstaðir SV 5, 2, Raufarhöín VSV 1, -4- 1, Dala- tangi. gSA 2, 3, Djúpivogur A 3, 3, Vestmannaeyjar VSV 2, 2, Þingvellir logn, 0, Reykjanes- viti VSV 4, 3, Keflavíkurflug- völlur SV 3, 2. Sgnd f da^erö 6 6á't?Á ‘ Sandgerði, og er sæmilegt veð- ur en þó nokkur sjór og vesta . nepja. í gær var afli bátanna yfirleitt frá 4—614 tonn. Lögðu þeir allir línur sínar í Miðnes- sjó. Reykjavík. í gærkveldi gerði slæmsku veður hér og fór Hagbarður því ekki á sjó, en hann .er einasti báturinn, sem rær héðan um þessar mundir. í gær-var bát- urinn aftur á móti á sjó og lagði línuna í Miðaessjp, en. afli yar mjög tregur, eins og hjá nokkr- um öðrum bátum á þeim slóð- um, rúmar 2 lestir. Hornarfjörðiir. Á vertíðinni verða gerðir út 5—6 bátar frá Hornafirði og er einn þegar byrjaður. Hefur á bútur farið í tvo - róðra og atli verið ,414 lest r hvoriyn. Einhrej’jir hornfii.-ir bátar munu koma hingað og stunda nálægum vþrgtö^^ym. Keflavík. Keflavíkurbátar voru allir á sjó í gær, en nokkrir lögðu ekki um Sh. Wed. Heimasigur er líklegastur. Chelsea — Bolton, 12 Á síðasta keppnitímabili sigr- aði Bolton (1—3). Chelsea hefir í vetur gengið mjög illa og er nú í 20. sæti. Ekki er þó ólíklegt að liðið sigri nú, en nauðsynlegt er að tryggja fyrir sigri Bolton. Derby — Sunderland. 21 Með tilliti til stöðu liðanna (Derby 18. og S. 2.) verður aðalágizkunin sigur Sunder- land, en tryggt fyrir sigri Der- by. Liverpool — M. City XI Líklegasta ágizkunin á þenn- an leik er jafntefli. En gott er að tryggja fýrir sigri Liverpool. M. Utd. — Portsmouth. 1 M. Utd. hefir gengið mjög vel í síðustu leikjum og hefir liðinu tekizt að vinna sig upp úr einu af neðstu sætunum í 8. sæti. Portsmouth hefir hins- vegar gengið mjög illa og er nú í 19. sæti. Gera verður ráð fyr- ir heimasigri. Middlesbro — Stoke. 1 Ótryggur sigur heimaliðsins- Newsastle — Burnley. 12: ,N. sigraði i fyrra (7—1). Burnley er nú mikið betra fé- lag en á síðasta keppnitímabili. Þá verður reiknað aðallega með sigri B., en tryggt fyrir sigri Burnley. W. B. A. Preston. 1 Líklegastur er sigur W. B. A. Leeds — Rotherham. 1 ítalir ætla að smíða Róm (. — Á Ítalíu verð- ur brátt hafia framleiðsla á „alþýðúvö;íni3!ium“, sem verða þó ítalskir að öllu leyti. Hvatamaður þéssa er þeldítúr kappaksíurináðúr, TárasöHT áð nafni, og á bifreið háns að verða 10,000 kr. ódýrari'en ódýrustu bílar, sem nú.,,',:ru framleiddir áútaiíuú ' ' alla línu síná' vegna þess hve sjó, og munu bátarnir leggja líhurnar í Miðnessjó eða á því svæði, ein . og undanfarið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.