Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 4
VtSIR Fimmtudaginn 15. j-anúar 1953. wlsxxt DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Opinber risna og áfengi. AAþingi hafa oft verið bornar fram tiilögur þess efnis, af bindindissinnuðum þingmönnum, að tekinn væri sá réttur af ríkistjórninni, að fá keypt áfengi til risnu fyrir kostnaðarverð frá Áfengisverzlun ríkisins. Hefur verið reynt að túlka þessi réttindi á þann veg, að um stórkostleg fríðindi væri að ræða. Slíkar tillögur hafa þó jafnan verið felldar, enda hafa ráðherr- ar fyrr og síðar lýst yfir því, að þeim væri um megn að halda uppi nauðsynlegri risnu, ef þeir ættu að greiða áfengið fullu verði. Fyrir nokkru voru bornar fram fyrirspurnir um risnukostn- að af tveimur þingmönnum Alþýðuflokksins og var fyrirspurn- in sýnilega fram borin í þeim tilgangi og í þeirri von, að stjórn- inni kæmi óþægilega að gefa þær upplýsingar um risnu og áfengiskaup, sem um var beðið. Fyrirspurninni svaraði for- sætisráðherra á Alþingi í gær og gaf sundurliðaðar upplýsing- ar um þetta efni. Upplýsingarnar virtust valda fyrirspyi-jendum talsverð vonbrigði og varð lítið um ádeilu á stjórnina í sam- bandi við málið. L.jí. .uð mun það hafa komið Alþýðuflokks- köppunum á óvart, að 1948 þegar formaður Alþ.fl. var við völd, var risnukostnaður ríkisstjórnarinnar um 20 þús. krónum hærri en árið 1951 hjá núverandi stjórn. Upplýsingar um risnukostnaðinn eru annarstaðar í blaðinu. Opinber risna á að sjálfsögðu að vera í hófi en engin ríkis- ; stjórn, hversu sparsöm sem hún annars er, getur komist hjó því að halda uppi margskonar risnu fyrir erlenda gesti og innlenda. Á ráðherrum, hverjum fyrir sín ráðuneyti, hvílir margvísleg skylda í því efni, sem ekki er hægt undan að komast nema með þvi að brjóta almennar venjur, sem taldar eru sjálfsagðar í hverju landi þar sem nokkur opinber gestrisni er sýnd. Opinber gestrisni getur að vísu gengið úr hófi og ber að átelja slíkt ef það kemur f-yrir. Kostnaður núverandi ríkisstjórn- ar er þó sízt hærri en hér heíur tíðkast, og verður að teljast mjög í hóf stiilt. Átalið hefur verið af bindindismönnum sérstaklega, að ráð- herrum skuli persónulega veitt þau fríðindi að mega kaupa áfengi með kostnaðarverði. í fljótu bragði kann sumum að virð- ast það þarfleysa. Nú er það svo, að ráðherrar í þessu landi hafa lægri laun en stýrimenn á togurum. Þeir verða að hafa talsverða persónulega risnu, vegna embættisins, risnu, sem þeir greiða fyrir sjálfir að öllu leyti. Hið eina sem ríkissjóður leggur til þessarar risnu er að selja til hennar vin sér að kostnaðar- lausu. Vafasamt er hvort nokkur ráðherra teldi sér fært að halda uppi slíkri persónulegri embættisrisnu ef vínföngin þyrfti að greiða með útsöluverði. Það sýnist fara illa saman að launa ráðherrum eins og sjómönnum á togurum og telja um leið eftir þau íríðindi sem hér er um að ræða. Framtíð fjárbagsráðs. A Ilar stofnanir sem farið hafa með gjaldeyris- og innflutnings- mál hér á landi síðan 1931, hafa orðið mjög óvinsælar, svo að marg sinnis hefur verið breytt um „nafn og númer“ á þeim. Ekki verður annað sagt en að fjáihagsráð hafi í þessu . efni hlotið sömu örlög og fyrirrennarar þess. Ekki er þess a'ð dyljast, og forustumenn landsmálanna ættu að gera sér það Ijóst, að fjárhagsráð er mjög óvinsæl stofnun. En þegar slík stofnun ér brðin 'óvinsæl, þá er það merki þess, að timi sé kominn til að gera á henni veruiega breyting'ar. * Þetta er ekki vegna þess að fjárhagsráð hafi verið verr skipað mönnum en gerst hefur um slíkar stofnanir hér. Óvin- sældir þess byggjast fyrst og fremst á því að það hefur þurft að vinria starf sem var óvinsælt i eðli sínu. En auk þess er reynslan • sú að slíkar stofnanir gerast með aldrinum mjög eintrjánings- iegar í viðskiptum sínum við almenning. Á undanförnum tveim- ur árum hefur starf fjárhagsráðs dregist mjög saman við það að verzlunin var gefin að verulegu leyti frjáls, lögð niður skönjmtun og frjálst verðlag upp tekið. Er vafalaust ekki ofsagt, að starf þess hafi minnkað um helming. Þó stjórna þyí enn fimm menn á háum launum, sem að líkindum hafa nú minna að starfa en gert var róð fyrir í öndverðu. Tfmabífert mundi inOTguip þykja að telslð yrði nú til at- hugunar framtíðarskipun þeirra verkefna, er fjárhagsrað fjal'l- ar nú um. Upphaflegt verkefni þess hefur tekið miklum breyt- ingum óg ný'ski'þun Jvirðist bæði nauðsýnleg og æskileg. Fint wtt tufju ir í fja*r z * Olafur Helgason, læknir. Nú er alltaf minnzt alls og allt veltur annars vegar á því, allra á allskonar svonefndum stórafmælum, og ekki sízt þeg- ar menn kveðja þennan heim, og er þá orðinn siður að sívef ja lítilmótleik þess efnis, sem menn komast aldrei eða litið að, í langlokur flatjárnuðustu skraddaraþanka, sem reyndar enga blekkja. Hér er engu að skýla, því að það er algerlega heilsteyptur maður, sem hér er að helminga aldarskeiðið. Ólafur læknir er ættaður austan af Skeiðum, fæddur á Akureyri, álinn upp í Reykjavík, læknir að mennt- un og starfandi hér og búinn að vera það í aldarfjórðung. Ólafur læknir hefir alla þá þekkingu til að bera, sem góð- ur læknir þarf að liafa, enda hefir hann ekkert til sparað, og er stöðugt að auka þekkingu sínar. Að afloknu prófi lagði, hann í aukanám vestan hafs,! auðvitað áður en ófriðurinn og' öll þau endemi skullu á, og var við framhaldsnám bæði í Bandaríkjunum og Kanada, og nokkrum sinnum eftir að hann var orðinn starfandi læknir í Reykjavík lagði hann í náms- farir til Bretlands. Þetta sýnir áhugann á starfinu. Hann var um skeið aðstoðarmaður Matt- híasar Einarssonar, og er traust að læknirinn sé mannglöggur, að hann sjái og skilji allt far hinna sjúku og hins vegar að hann orki svo á, að þeir treysti honum að fullu. Þegar þessi skilyrði eru fyrir hendi, þá fyrst kemur þekking læknisins Jað fullum notum. Ólafur Helga-' son hefh' hlotið læknislund og læknisskapgerð í ríkum mæli, og því bera sjúklingar hans fuílt traust til hans. Hann er alltaf glaður og reifur og hefir ósjálfrátt mannhylli. Sjúkling- um líður beinlínis betur, þegar þeir hafa talað við hann. Ólafur læknh' Helgason dreifir sér ekki, heldur er allur við starf sitt. Ekki svo að skilja, að hann hugsi ekki um allt það, sem öllum mönnum ber um að hugsa; þvert á móti, hann fylgdist lifandi með á öll- um sviðum, en hann tekur enga vinnu frá læknisstarfi sínu til þess að leggja það í önnur störf, og því er hann einn hinna kyrrlátu í landinu, sem hugsa hvorki um himin né jörð, held- ur eru allir í starfi sínu. Mannhylli Ólafs læknis er ekki bundin við sjúklinga eina, heldur við alla, sem hann kynn- ist, því að hann er ljúfur, hæg- látur og glaðlyndur og svo vel menntaður, að hann getur tal- að með um hvað sem er. Þess vegna sækjast menn ósjálfrátt eftir umgengni við hann, og því er það, að þegar hann í dag, á fimmtugsafmæli sínu, litast um, þá mun hvergi bera fyrir augu hans annað en vini, sem óska honum langra og góðra lífdaga. 14. janúar. J. Sv. Gerði þrjií höfundanöfn fræg. Kona, er ritaði yfir 100 bækur undir duinefnum, látin. London (AP). — Um ára- mótin anda'ðist hér frú Marga- ret Gabrielle Long, sem var af- kastamesti rithöfundur Breta, þótt það væri á fárra vitorði. Frú Long skrifaði nefnilega aldrei undir sínu nafni, heldur slíks manns bezti dómur um. hafði hún þrjú dulnefni, sem Ólaf sem hugsast getur. jhún nótaði til skiptis, en talið Það er að vísu vafalaust, að er, að hún hafi einnig skrifað læknura er öðrum fremúr nauð- synleg staðgóð þekking, en þó stoðar hún lítið, ef læknirinn hefir ekki alveg sérstaka skap- gerð. Það er í fornsögunum talað um að menn hefðu læknis- hendur, og víst er gott að hafa fjölda blaða- og tímaritagreina undir þrem eða fjórum öðrum dulnefnum, sem hún lét ekki uppskátt um. IJndir nafninu Marjorie Bowen skrifaði ffu Lorig sex- tívi og sjö skáldsögur, ' sem þær mjúkár og liðugar. En nújGeorge R. Préed'y' birtust eftir á dögum er þó umfram allt hana tuttugu 'dg þrjár skáld- nauðsynlegt að hafa læknis- sögur, sjö ævisögUt'o'g' tvö léik- lund og læknisskapgerð, því að rit, og loks hal'ði húri dulnefn- ið Joseph Shearing, en það var á firnmtán skáldsögum eftir hana. Frú Long var fædd í Eng- landi, en foreldrar hennar voru ættaðir frá Mæri í Mið-Evrópu, og bjuggu þeir við þröngan kost í Hampshire. Þrátt fyrir það hlaut frú Long nokkra mennt- un í Róm, París og London, en þó kvaðst hún hafa lært mest af lífinu sjálfu. Frú Long komst að þeirri niðurstöðu, að ef rithöfundur væri of, afkastamikill drægju ritdómarar getu hans í efa og orðstír hans hignaði fyrir bragðið. Þess vegna valdi hún sér hvert dulnefnið af öðru, og gerði öll fræg. ♦ BERGMAL ♦ Almenningi ríður mjög á því að eftirlit sé haft með því að sérleyfishafar fólksflutninga ?æti skyldu sinnar, og haldi 'erðum0 á sérleyfisleiðum uppi neð nokkrum myndarbrag, en í því atriði er oft þverbrestur. Fer hér á eftir bréf, sem Berg- rnáli hefur borizt varðandi sér- leyfisleiðina. á Suðurnes, sem líklega hefur endastöð í Kefla- vík. Tveir sérleyfishafár. „Eg leyfi mér að senda þess- ar línur til Bérgmáls,- ef það kynni að geta orðið til þess, að bætt yrði úr ágöllUnum, sem mér finnast á rekstri sérleyfis- leiðarinnar á Suðurnes. Sér- leyfishafarnir eru tveir, Bif- reiðastöð Steindurs og Kefla- víkúrbær. Nú hef eg að minnsta kosti ekki ástæðu til að kvarta sérstaklega und- an tilhögun Keflavíkurbæj- ar, en aftur á móti finnst mér og fleiri farþegum gæta nokk- urs tillitsleysis hjá Bifreiðastöð Steindórs.:; :.i/> ii> Ekkert skýli í Keflavík. Keflavík hefur, - þessi gýr- leyfishafi ekkert biðskýli, þar sem farþegar geti átt afdrep, þegar þeir bíða eftir bilum. Verða bæði ungir og gamlir að húka úti í kulda og úrkomu, þegar svo ber undir. Að vísu er um að ræða lítilla afgreiðslu- kompu hjá kaupmanni einum, en þegar hann lokar kl. 18, er biðstöðin aðeins gatan. Mér finnst þetta ekki ná nokkurri átt, og eigi það að vera gert skilyrði fyrir því að sérleyfi. sé veitt á landleiðum, að sérleyfis- háfi hugsi.um slíkt sem þetta. Óstúndvísi bíla. Keflavíirurbær hefur bið- skýli, og er rétt að það komi fram liér. En annað atriði er svo að bílar Bifreiðastöðvar Steindórs eru líka miklu ó- stundvísari en hins aðil- ans. Þegar brottfarartími er ákveðinn í áætlun ætti að halda sér við hann, en ekki láta þá farþega, sem komnir eru réttstundis þurfa að bíða eftir jþff) ía$ verið sé ,aþ (íýdla. bílinn með eftirlegukindum, sem, eiga eftir að læra stundvísi. Það má líka segja það run bíla Ke£la,: víkurbæjar, að þeir fara oft- ast stundvíslega, þótt misbrest- ur kunni að vera á því.“ Hver er eftirlitsmaðurinn? Þetta voru nú þeir kaflar úr bréfinu, sem máli skipta hér. Bergmál steridur opið þeim, sem vilja gefa upplýsingar um þau atriði, er á heíur verið minnst.'Því mætti aðeins bæta við, að eftirlitsmaður með sér- leyfisleiðum ætti auðvitað að fyigjast með þessu, og gera sinar athugasemdir, ef honum finnst sérleyfishafi ekki reka kérleyfísl'eið sína eftir ströng- ustu kröfum. Um þetta gengdi öðru máli, ef hver og einn mætti óhindrað flytja farþega á milli. kr. Gáta dagsins. Nr. 340: Hver eru þau fjögur fugla- nöfn, sem þú berð á þér? ’V-iÍ J rMli-’í-.i7 í í K Svar, við gátu nr.,339: >v Hattur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.