Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 8
r LÆENAS OG LYFJABÚÐIR IjffW Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. wX c mwm. Fimmtudaginn 15. janúar 1953. LJÓSATÍMI bifreiða 15,40 til 9,35. Flóð er nsest í Reykjavík kl. 17,35. Skip fiyrir Laxíoss: Vantar leyfi til að leita tilboða viðar en á Spáni. Fjárhagsráð veitir það vonandi bráilega. Vísir hefur spurst fyrir um það, hvort nokkuð hafi gerst í því máli, að samið yrði um smíði nýs skips í stað Laxfoss. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem blaðið hefur fengið frá ábyrgum aðilúm, hefur ekkert gerst í málinu, frá því er síð- ast var sagt frá því hér í blað- inu, þ. e. að smíði skips á Spáni mundi verða of dýr og táka of langan tíma, auk þess sem krafizt Væri greiðslu í „hörð- irm“ gjaldeyri, og að svo stöddu væri þess ekki að vænta að neitt yrði ákveðið um smíði nýs skips. Væntanlega kemst skriður á þetta mál áður langt líður, en mikið undirbúningsstarf hefur þegar verið unnið, eins og les- Át fíllinn gat á sig? Róm (AP). — Vinsælasta dýrið í dýragarði borgarinnar •— fíllinn Remo — er nýléga dautt. Remo várð frægur fýrir þaS, að hann vildi ekki líta við venjulegu fóðri, er hann hafði komizt upp á að eta spaghetti. En svo bilaði melting hans af því áti, og varð það hans bani. endum blaðsins er kunnugt. Hið eina, sem stendur á, er leyfi Fjárhagsráðs til þess að leita tilboða víðar en á Spáni, og eftir því leyfi er beðið. Auk þess er ekki búið að ganga frá fjár- hagshlið málsins. Það má minna á, að það hefur aldrei verið neinum vandkvæð- um bundið að fá skip byggt, í Hollandi, Bretlandi og víðar. ............—»....-. Kona felíur á götu og slasast. Á níunda tímanum í gær- kveldi féll fullorðin kona illa á hálku á Austurvelli og slas- aðist. Meiddist konan bæði á and- liti og höndum. Lögreglumenn komu henni til hjálpar og fluttu hana á slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum hennar, en að því búnu var hún flutt heim til hennar. Um svipað leyti var lögregl- an beðin að koma til aðstoðar vegna handalögmáls tveggja manna fyrir utan Þórskaffi. — Rétt áður hafði annar þessara manna ráðist á stúlku nokkra og rifið kápu hennar. Austurrí orkuver Frakkar eiga falivötnuðm Þrátí fyrir miklar virkjunar- framkvæmdir í Frakklandi, sem eru að verða fullgerðar, sjá Frakkar fram á það, að þeir þurfa á meiri raforku að halda en þeir fá frá hinum nýju orku- verum. Þeír leita þess vegna út fyr- ir landsteinana, og um þessar mundir eru verkfræðingar þriggja þjóða —• Austurríkis- manna, Svisslendinga og Fraklta -— að athuga mögu- leika á miklum virkjunum í Austurríki, sem Frakkar eiga að fá orku frá, ef af fram- kvæmdum verður. Fallvötn þau, sem menn vilja virkja, eru í austurríska Tyrol og Vorarlberg, en þaðan munu Frakkar geta fengið með tímanum tvo milljarða kíló- vattstunda — og fyrir lægra verð en hægt er að framleiða raforku í Frakklandi sjálfu. Þótt Austurríkismenn sjálfir eigi ekki að fá nema brot af þeirri raforku, sem kemur frá hinum fyrirhuguðu orkuver- um, munu þeir hagnast mikið á þessum framkvæmdum, því að þeir munu fá gjaldeyri fyr- ir orkuna, og ætti það að draga úr gjaldeyrisskorti þeim, sem hefur háð þeim frá stríðslok- um. Virkjanirnar munu einn- ig veita mikla atvinnu í land- inu, en þar er talsvert atvinnu- leysi. Svisslendingar munu hvorlsi kaupa rafmagn af Austurríkis- mönnum né smíða fyrir þá raf- vélar eða því um líkt— þeir hafa svo mikið að gera á því sviði, að þeir geta engu lofað um slíka framleiðslu eins og er — en þeir eru kvaddir til ráðu- neytis í máli þeSsu, af því aft háspennulínurnar frá orkuver- unum til neytenda — Frakka —- verða að liggja um lan(í þeirra. Annars er það ekkert nýtt, þótt rafmagn sé selt milli landa, því að slílí orkumiðlun hefuv verið framkvæmd í Evrópu um nokkurt skeið. En það e.r önn- ur saga. Truman skilar afi sér: Bandaríkin hafa aldrei verið sterkari ffárhagslega en nú. Vaxandi éljagangur. í nótt var suðvestankaldi \dð- asthvar um landið, fyrst með skúraveðri hér vestanlands en breyttist síðan í éljagang. Austanlands og norðan var úrkomulaust að mestu. Mestur hiti kl. 8 í morgun var 3 stig á Loftsölum, Dala- tanga og Djúpavogi, en kaldast -e- 2 stig á Grímsstöðum og Möðrudal. í Reykjavík og aim- arsstaðar við vesturströndina var hiti við frostmark í morgun. Veðurstofan spáir vaxandi suðvestanátt með éljagangi í nótt. ----—------ 19 manns farast í Mexíkó — Mex. City. (A.P.). — Það slys varð í síðustu viku nærri borginni Oaxaca, að langferðavagn, sem var full- ur af fólki, rann aftur á bak í snarbrattri brekku og biðu 19 manns — bana, en 15 særðust. Hreyfillinn vann ekki upp brekkuna, og beml- arnir brugðust. og 5 á Ifalíu. Mílanó. (A.P.). — Járn- brautarlest fór af sporinu milli Mílanó og Feneyja í vikunni sem leið og biðu 5 farþeganna bana. Orsök slyssins var sú, að verkamenn fjarlægðu teina vegna viðgerðar á brautinni en vöruðu sig ekki á því, að aukalest var send milli borg- anna á undan hinni venju- légu. Tóku þeir teinana upp, er aukalestin var farin fram- hjá, en bin síðari hljóp þá af sporinu. Orustuvé! ferst í Keflavík. Eidur kotn upp í vélinns á flugi. Nýlega vildi það til, að eldur kom upp í orustuflugvél yfir Keflavíkurvelli, og skall hurð nærri hælum, að flugmaðurinn færist. Orustuflugvél þessi var af gerðinni „Mustang P-51“, og eru þær með einum hreyfh og' fyrir einn mann. Ekki er Vísi kunnugt, um, með hverjum hætti eldurinn kom upp, en flugmaðurinn varð að hafa snör handtök og búast til þess að lenda flugvél sinni hið bráð- asta. Var slökkvi- og sjúkralið til taks, þar. eð búizt var við, að lendingin yrði mjög vafasöm og tvísýnt um björgun flug- mannsins, enda eldur í hreyfli flugvélar.innar. Flugmanninum tókst ekki að koma niður lendingarhjólum vélai'innar, og varð hann því að „magalenda“ hinni brenn- andi vél. Jafnskjótt og flugvélin stöðvaðist voru slölúkviliðsmenn komnir á staðinn og tókst að slökkva í vélinni og bjai'ga flugmanninum ómeiddum. Þykir þetta snarlega af sér vik- ið, og fátíð björgun, er svo stendur á. Fjallið má ekki verða féþúfa. Tokyo (AP). — Stjórn Jap- ans hefur gefið efsta hluta hins helga fjalls — Fusijama. Það er musteri, sem er á tindi fjallsins, er hlaut gjöfina, en má ekki meina neinum að ganga að því, né heldur nota sér það að fé„þúfu“. NauBsyn á afnámi á viðskiptahömlum. ðbrejtí utanríkis- steína. Einkaskeyti frá AP. — Washington í morgun. Truman forseti sendi þjóð- þingi Bandaríkjanna sjöundu og seinustu ársskýrslu sína um efnahagsástand og horfur í gær. í dag hefur hann fund með blaðamönnum í seinasta skipti sem ríkisforseti, því að Eisen- hower tekur við af honum eftir 5 daga, eða næstkomandi þriðju dag. í boðskap .sínum sagði Truman að Bandaríkin hefðu aldrei verið eins sterk efnahagslega og nú, ög færði mörg rök að því, hve velmegun þjóðarinnar hefði aukizt þann tíma, sem demo- kratar hafa fai'ið með völd. Hann kvað. nauðsynlegt fyrir Bandaríkjamenn að hafa sam- vinnu við aði'ar fi'jálsar þjóðir um afnám á viðskiptahömlum. Ekki væri nóg að flytja mikið út, „vér verðum að flytja ixm til þess að geta lifað,“ sagði hann. Truman mælti nokkur viðvörunarorð um .hætturnar, sem orðið gætu á veginum, ér lokið væri sókninni, sem nú er háð, til að treysta varnar- mátt þjóðai'innar og vinveittra þjóða. Girða yrði fyrir, að aftur kæmi kreppa, eins og um 1920. Ef slík tíðindi gerð- ust nú, myndu 20 milljónir manna ganga iðjulausar á götunum og mætti aldrei til slíks koma. Truman hyggst ávarpa Banda- í'íkjaþjóðina í útvai'pi áður en hann skilar af sér. Verður það um kveðju-útvarp •—• í stíl við þær ræður, sem Roosevelt var frægur fyrir og kallaði ,,rabb við arineldinn“. Framh. s 6. síðu. LR má enn fresta frumsýningu á nýju leikriti vegna aðsóknar að „Ævintýrinu.“ Ævintýri á göngnför hefir nu veriö sýnt 27 sinnnm fyrir meira en 11090 áhorffeneiaar. Aðsókn er enn svo mikil að Ævintýri á gönguför hjá Leik j íélagi Reykjavíkur, að félagið i hefir orðið að fresta enn á ný frumsýningu á næsta leikriti Vísir hefir áður getið þess, að aðsókn að Ævintýrinu hafí verið „ævintýraleg“ að segja má, og nú hafa farið frám á því alls 27 sýningar, og hefi • verið fullt hús hverju sinni, en bað táknar, að yfir 8000 manns hafi séð leikritið að þeissu sinni. Ævintýrið á það íyílilega skilið, að það sé sött, því að það er létt og skemmtilegl leikrit, sem er hverjum manni til gleði. En þessi mikla aðsókn hefir léitt til þéss, eins og þegar er . agt’, að Leikfélag Reykjavíkur hefir neyðzt til þess að fresta frumsýningu á öðru leikriti, sem mun vera full-æft. Er sýn- ingum á því frestað fvrst um í.i nn í hálfan mánuð. Var ætl- ixnirx að byrja sýningár á þessu leikriti fyrir löngu, en því hefir verið frestað hvað eftir annað. Nyja leikritiö er ósvikinn garnanleikur og heitir „Góðir eiginmenn“. Er þáð eftir enskt leikritaskáld, Walter . Ellis að nafni, :>em nú er orðinn háaldr- aður —. 79 ára — en samdi leilc- í'itið fyrir 12—13 árum. Var hann þá meira en hálfsjötug- ur, en engin merki þess sjást á leikritinu, að svo roskimi máður hafi samið það. Vísir gétur ekki — sem stendur....skýrt nánar frá leik- rín þessu eða hlutvei'kaskipt- ingu, en. þó veit blaðið það, að aðalhlutverlnð leikur einn vin- sælasti gamanlei.kari okkar, 'Alfréð Andrésson. og er það alltaf trygging fyrir góðri skemmtun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.