Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 2
VlSIR Mánudaginn 19. janúar 1953" »»«»' • « BÆJAR fréttir Hitt og þetta Þegar kjör Eisenliowers varð heyrin kunnugt, var alþekktur hlaðamaður ameriskur að því spurður, hver af hinum þrem forsetafrúm geðjaðist honum bezt, Eleonor Roosevelt, Bessio Truman eða Mamie Eisenhow- er. Hann svaraði tafarlaust: Mamie Eisenhower geðjast mér bezt. Hún skrifar ekki — eða ■þá aðeins bréf. Hún á heldur enga dóttur, aðeins einn son óg hann syngur ekki.“ ' • Georg Bernhard Shaw var einu sinni boðinn í garðveizlu hjá Englakonungi. Þegar á kvöldið leið nálgaðist hann lá- varður einn, prúðbúinn og snyrtilegur og spurði: „Segið mér eitt, var hann faðir yðar ekki skraddari?“ „Jú það var hann,“ sagði Shaw. Þá sagði lávarðurinn: „Hvers vegna urðuð þér það þá ekki líka?“ Shaw hló þá og bar fram spurningu á móti: „Faðir yðar var víst prúðmenni?“ „Já, sann- arlega,“ sagði lávarðurinn af nokkru stórlæti. „Og hvers vegna í ósköpun- um gátuð þér þá ekki oirðið það líka?“ svaraði skáldið yfirlæt- islega. • Thornton Wilder sagði frá því í vinahópi, að hann ætti frænd- konu, sem væri nokkuð við ald- ur en hefði aldrei verið við karhnann kennd. Hún hefði þann sið að láta alltaf gullfisk, sem hún ætti, svamla um í bað- kerinu sínu. „En hvað gerir hún við gull- fiskinn þegar liún laugar sig?“ sagði einn vinurinn. „Þá bindur hún fyrir augun á honum,“ var svarið. • A Englandi er út komin bók, sem heitir „4 þúsund milljónir manna“ og fjallar um mahn- fjölgun á jörðinni og þau vandamál sem því fylgja. Mannfjölgun hér á jörðu er 55.000 á degi hverjum og á meðan þessi grein er lesin fæð- ast 200 manns. Álitið er að um árið 2000 verði mannfjöldinn 4 milljarðar en er nú 2,4 mill- jarðar. Getur orðið erfitt að fæða fjölskylduna alla, sérstak- lega ef efnishyggjan fær að ríkja og kröfur og heimtufrekja aukast jafnframt fólksfjölda. ><>«•«•••<»<» Cíhu áimi Var..,. í Vísi fyrir 35 árum stendur þetta meðal annars í bæjar- fréttum. Höfrungaveiði í Eyjafirði. Um 90 höfrurigar, sem komu upp í vök í ísnurri á'ÍEyjafirði, undan Láíraströndinni, voru reknir þar á land í vikunni og drepnir. Kjötið af þeim er selt á 11 aura pundið. Veðrið. Frostið lækkaði í gær niður í 11.5 stig á landssímamæl- inn hér í bænum, og í morgun var það 7.8 stig. Á ísafirði var J17.9 stiga frosti !í; rii'or.guh, 18i5! á Akureyri, 15.1 á Seyðisfirði og 4.1 í Vestmannaeyjum. Bæjarfréttir. ....... Mánudagur, 19. janúar, — 19. dagur árs- ins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, þriðju- daginn 20. janúar, kl. 10.45— 12.30, I. og III. hverfi. Álags- skömmtun að kvöldi sama dags kl. 18.15—19.15, IV. hverfi. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveit- in (Þórarinn Guðmundsson stjórnar). — 20.40 Um daginn og veginn. (Frú Lára Sigur- björnsdóttir). — 21.00 Einsöng- ur: Þuríður Pálsdóttir syngur; Fritz Weisshappel aðstoðar. — 21.20 Dagskrá Kvenfélagasam- bands íslands. Erindi: Ungbarn- ið og móðurumhyggjan. (Frú Valborg Sigurðardóttir). — 21.45 Búnaðarþáttur: Áburður og áburðarpantanir. (Dr. Björn Jóhannesson). — 22.10 „Mað- urinn í brúnu fötunum", saga eftir Agöthu Christie; IV. (Frú Sigríður Ingimarsdóttir). — 22.35 Dans- og dægurlög (plöt- ur) til kl. 23.00. Skemmtifund heldur Kvennadeild S.V.F.Í. í Reykjavík á morgun kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Skemmti- atriði verða þau, að Guðmund- ur Jónsson syngur einsöng og þrjár stúlkur leika á píanó. — Síðan verður dans. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Þórunn B. Gröndal, Bergsstaðasti-æti 79, og Konráð Sigurðsson stud. med., Barónsstíg 59. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Ragna Ágústsdóttir,' Bárugötu 2, og Kristberg Magnússon, Marar- götu 4. Hnááyáta hp. 1816 Lárétt: 1 Ást, 6 taflmaður, 7 gráða, 9 gutl, 11 sorg, 13 slæp- ingtúv;Í4 fiiuméind, 16 :írum- efni, 17 vot, 19 beitan. Lóðrétt: 1 Ástaratlot, 2 lyf- seði.11,: 3 tíni, 4 eða, 5 hrópar, 8 nafn á Faraó, 10. innan rifs, 12 opið sváSðfj 'i5 faf,' 18 ósani- stæðir. . - Lausn á krossgátu nr. 1815: Lárett': 1 milljón, 6 bíó, 7 LD, 9 tafli, 11 dús, 13 rói, 14 .IhlpÚ 16 LN, 17, örn, 19 apinn. Lóðrétt: 1 moldin, 2 LB, 3 lít, 4 ióar, 5 nálina, 8 dún, 10 fól, 12 sköo, 15 fri, 18 NN. Áfengismálin rædd. Stúdentafl. Rvk. heldur um- ræðufund um áfengismálin í Tjarnarbíó þriðjud. 20. janúar kl. 8.30 síðdegis. Ræður flytja: Gústaf Jónasson, skrifstofu- stjóri, Brynleifur Tobíasson, yfirkennari, Jóhann G. Möller, yfirkennari og Björn Magnús- son, prófessor. Féll niður lyftugang. Áðfaranótt föstudags varð maður fyrir því óhappi, að falla niður um lyftugang í húsinu nr. 7 við Borgartún. Handrið er með öllum stigum, en lyftu- gangurinn að öðru leyti opinn. Maðurinn féll niður á steingólf á neðstu hæð, en meiddist ó- trúlega lítið. Aftur á móti er vert að benda á það, að hættu- legt er að hafa lyftuganga þanni gopna, að fullorðnum, og þá ekki síður börnum, stafar hætta af. Nauðsynlegt virðist vera að hafa þá girta með vír- neti meðan lyftan er engin. I.O.O.F. = Ob. 1P = 1341208y2. Hvöt, sjálfstæðiskvennafélagið, heldur fund í kvöld í Sjálf- stæðishúsinu og hefst hann kl. 8.30. Áríðandi félagsmál eru á dagskrá og flytja frú Auður Auðuns og Kristín L. Sigurð- ardóttir ræður. Kaffidrykkja verður eftir fund. VeSrið. Djúp lægð yfir norðanverðu Grænlandshafi, en hæð yfir Bretlandseyjum. Veðurhorfur: Suðvestan hvassviðri og rign- ing í dag, en éljagangur í nótt; hiti. — Veðrið kl. 8 í morgun: Reykjavík S 8, 7. Stykkishólm- ur SV 8, 7. Hombjargsviti VSV 4, 5. Siglunes S 9, 8. Akureyri S 6, 9. Grímsey VSV 8, 8. Rauf- arhöfn S 2, 5. Dalatangi, logn, 6. Djúpivogur VSV 3, 5. Vest- mannaeyjar SV 8, 7. Þingvellir S 3, 4. Reykjanesviti VSV 7, 7. Keflavíkurflugvöllur SV 6, 7. Sandgerði. Sandgerðisbátar eru ekki á sjó í dag, en suðvestan storm- ur er á miðunum og engar lík- ur á því að róið verði í kvöld. Á laugardaginn ,var afli.;,bátf- ánna yfiHeitt 4—MS tonh,' og í gær 4—7 tonn. Akranes. Akranesbátar eru ekki á sjó í-dágj'en'vinííátt er'vestlæg og leiðindaveður. í gær var held- ur-enginn bátur á sjó, því Ákra nesbátar róa ekki á sunnudög- um, og er það' samni-ngsatriði. í laugardagsróðri var aflinn frá 4 lestum í 7J/2 lest, og var Ásmundur með beztan afla. Togararnir. Lokið var- við að landa úr Dularfull sendiför (His Kind of Woman) heitir spennandi og vel leikin mynd, sem Gamla Bíó sýnir þessa dagana. Myndin er all-dular- full, og á köflum hrollvekjandi, og reynir nokkuð á taugarnar í einum kafla hennar, með því að aðalsöguhetjan (Róbert Mitchum) verður fyrir harka- legri meðferð af hálfu glæpa- manna. Jane Russel þykir geysi-vel vaxin, og spillir því ekki myndinni, en Vincent Price er bráðfyndinn og skemmtilegur. Frönsk nýlist nefnist málverkasýning sem opnuð var sl. föstudag í List- vinasalnum. Franski sendi- kennarinn flutti ræðu um franska list við opnunina. Að- sóknin hefur verið frábær um helgina, en salurinn er opinn daglega kl. 4—10 e. h. Ævintýri í Japan heitir myndin, sem Stjörnubíó sýnir þessa dagana. Þar leikur Humhrey Bogart aðalhlutverk- ið, og gerir það vel að vanda. Þessi mynd er góð skemmtun, bæði vegna leiks Bogarts og eins vegna hins dularfulla efn- is. Þar leikur og bráðfalleg leikkona, Florence Marly, sem ekki mun mjög kunn hérlendis. Forráðamenn Tivoli hafa beðið Vísi að geta þess, að blaðaskrif um dansleikinn, sem þar var haldinn 10. þ. m. og áflog í sambandi við hann, séu mjög orðum aukin. Útlend- ingar þeir, er stofnuðu til á- floganna, hafi verið fjarlægðir nær samstundis. Taka þeir og fram, að áflog þar komi nær aldrei fyrir, en hitt geta þeir vitaskuld ekki komið í veg Uranus og Hvalfelli á laugar- dag og var afli þess fyrrnefnda alls 203.920 kg. og þar af salt- fiskur 159,270 kg. en hitt nýr fiskur. Hvalfellið var með salt- fisk eingöngu og var aflinn 165.340 kg. Næstir munu verða Karlsefni og Skúli Magnússon, en hvorugur hefur tilkynnt komu sína enn. Reykjavík. Hagbarður er ekki á sjó í dag, en bæði er slæmt veðuf og svo varð báturinn fyrir vélar- bilun. í laugardagsróðri var aflinn 4x/2 lest. fyrir, að einhverjir kunni að hafa með sér vínföng þangað inn, enda óheimilt að leita á gestum. Starfslið reynir að hafa eftirlit með því, að ekki sé neytt áfengis þar inni, en slíkt er erf- itt verk, eins og Vísir hefur áður minnzt á. Einmennmgs- keppni lauk í gær. Einmenningskeppni Bridge- félags Reykjavíkur lauk í gær, en spilaðar voru alls 3 umferð- ir, og hófst keppnin 11. þ. m. Þátttakendur í keppninni voru alls 112 og fer hér á eftir listi yfir 32 efstu: Ólafur Þorsteinsson .... 159 Jakob Bjarnason ....... 158 Lárus Karlsson ........ 154 Ósk Kristjánsd......... 153,5 Einar Ágústsson ....... 151,5 Agnar Jörgensson....... 150 Gunnar Guðmundsson .. 150 Árni Jónsson........... 149 Guðl. Guðmundsson .... 148,5’ Guðm. Sigurðsson....... 148 Marinó Erlendsson .... 147,5 Einar Guðjohnsen....... 147 Svavar Jóhannsson .... 147 Ingólfur Isebarn ...... 146,5 Þorgerður Þórarinsd. .. 145,5 Sigriíður Siggeirs..... 145,5 ÁstaFlygenring ........ 145,5 Kristinn Bergþórsson .. 145,5 Ól. Sveinbjörnsson .... 145 Engilbert Guðmundsson 145 St. J. Guðjohnsen...... 144,5 Einar Þorfinnsson...... 144 Árni Guðmundsson .... 144 Þorst. Þorsteinsson .... 143,5 Zophonías Benediktsson 143,5 Halldór Halldórsson .:. . 143,5 Bjarni Ágústsson ...... 142 Guðm. Ólafsson......... 142 Óli Hermannsson ....... 142 ....—*----- „Æfl mín“ sýnd enn s Mý|a Bié. Nýja bíó sýnir um þessar mundir dramatíska, franska kvikmynd, sem hlotið hefur að verðleikum ágæta aðsókn þann tíma, sem hún herfu verið sýnd. Æyi mín hefur myndin verið nefnd og fjallar um ævi lífs- reyndrar konu, sem segir sjálf frá hvernig líf hennar eyðilagð- ist að mestu vegna ástarævin- týris. Myndin er ósvikin frönsk„ að vísu gamalt efni, en sérstak- lega vel með það farið. Ævi mín má teljast með beztu mynd um frönskum, sem hingað hafa borizt, en ýmsum finnst frönsku myndirnar beztar, einkum. vegna listrænnar upptöku. Allir helztu leikarar Frakka. koma fram í myndinni. JarSárlör kopu miimar, Salömte Jonsdófó&ai* fer fram þriðjudaginn 20. þ.m. frá. Fpssvogs- kirkju kl. 3 e.h. Blóm eru vinsamlega afbeðin, en þeim, er vildu minnast hennar, er sérstak- !ega bent á Styrktarfélag 'h ? og'fatlaðra, og eru íu 'iingarspjölcl jiess félags afgreidd hjá Bækur og ritföng h.l, Austurstræti 1. Guðmundur Gnomundsson, •• ■ * ‘ prentari. Katla er á Siglufirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.