Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 4
VlSIB Mánudaginn 19. janúar 1953 ¥IS1E DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrífstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (firnm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Glíman við skattana. Skattalöggjöfin hefur ekki fylgst með hinum miklu breyting- um sem orðið hafa á_ verðgildi peninganna síðasta ára- tuginn. Árangurinn af þessu er sá, að skattarnir (þar með talin útsvör) eru orðnir myllusteinn um háls allrar framleiðslu 1 landinu og lítt bærir öllum almenningi. Á Alþingi hefur komið fram frumvarp um breytingu á skattalögunum frá tveimur sjálfstæðismönnum. Gengur það ■aðallega í þá átt, að létta skattabyrði fjölskyldufólks. Því miður mun framvarp þetta ekki ná fram að ganga á þinginu. Starfandi hefur verið milliþinganefnd til að endurskoða skatta- lögin og gera tillögur til breytinga á þeim. Margir höfðu vonað að nefndin skilaði áliti sínu á síðasta hausti svo að breytingar yi-ði gerðar á skattalögunum á yfirstandandi þingi. Ljóst er nú •að ekkert verður gert í málinu á Alþingi að þessu sinni, enda hafa engar tillögur komið frá nefndinni. Ástæðan til þess, að þessu aðkallandi máli er enn á ný skotið á frest, er sú, að fæstir þingmanna munu hafa trú á því að hægt sé að fá samþykkt skynsamleg skattalög nokkrum mánuðum fyrir kos:!. :0ar. Þetta er að vísu engin afsökun fyrir Alþingi og sýnir meðal annars, að síðasta þing fyrir kosning- ar er jafnan næsta óstarfhæft. Tvö mikilvæg mál, skatta- málin og áfengismálin, verða því að bíða um sinn nauðsynlegra breytinga. Þetta er veikleikamerki stjórnarfarsins. Þungi skattanna á öllum atvinnurekstri í landinu hefur auk- izt frá ári til árs eftir því sem dýrtíðin heíur vaxið. Er nú svo homið að þeir standa öllum atvinnurekstri beinlínis fyrir þrifurn. Þeir hindra allan sparnað hjá fyrirtækjum og ein- staklingum og kippa fótunum undan allri viðleitni til nýrra framkvæmda. Stórrekstur í hvaða grein sem er, er vonlaus hér á landi vegna þess að skattarnir hirða allan hagnað. Þetta stafar af því, að skattstiginn er enn hinn sami og var fyrir stríð. Fyrirtækin fá að halda jafnmörgum krónum, en hver króna ;sem þá var, er nú orðin áð 10-eyring. Fyrirtæki sem fyrir stríð fékk að halda 50 þús. krónum af hagnaðinum, þegar skattar voru greiddir, fær nú raunverulega að halda eftir 5 þúsund krónum, reiknáð í sama verðmæti. Eitt er þó það sem hættulegast er fyrir mikinn hluta at- Vinnurekstrar í bænum. Veltuútsvarið, sem nú er lagt á eftir viðskiptaveltu fyrirtækjanna, án nokkurs tillits til reksturs- hagnaðar, i-eynist hjá mörgum hreint eignarnám. Menn eru látnir greiða samtals í skatta og útsvör miklu meira-en tekjur þeirra eru á árinu. Þetta má ekki svo búið standa. Það er brjálsemi að ætla, að slík skattheimta geti gengið til lengdar. Staðreyndir og sta&hæfingar. «Oannsögli er ekki hin sterka hlið kommúnistanna. Þess cr ekki heldur að vænta, því öll er barátta þeirra byggð á leppmennsku og ódrengilegum bardagaaðferðum. Satt eða logið gildir 'hið sama hjá þeim. Það eitt er notað hverju sinni, sem betur þjónar því skemmdarstarfi, sem húsbændur þeirra hafa skipað þeim að vinna. Þeir eru flugumenn erlendrar heims- valdastefnu og vinna eftir kjörorðinu: tilgangurinn helgar meðalið. Þess vegna er tilgangslítið að eltast við lygar þeirra og rang- færslur, svo sem það, að íslendingar géti.'selt állar afurðir .sínar í löndum kommúnista austan járritjaids,' ef þeir aðéins vilji skipta við þau. Þegar fiskmarkaðurinn þrengist, er óspart hamrað á staðhæfingum þessum til þess að fá almenning til •að trúa því, að kommúnistaríkin geti og vilji leysa úr öllum vandræðum íslendinga r fisksþly.málunum,, Þetta váeri gött áróðursvöpn fyrif feömmúnistariá,' ef svik væri ekki furidin í þeirra munni. En staðreyndiri^ar tala-þðru máji.'. 'Víðskipti'hafá Vénð reync(;þið''Rússl:ánd og tólcúst í iúö' áf. In þegar sýnilegt þótti, að viðskiptin hefðu enga pólitíska þýðingu, hvarf lystin á viðskiptunum. í mörg ár hefur verið reynt að ná við þá viðskiptum. Svarið er ætíð hið sama. Þeir bska ekki að kaupa af okkur neinar vörur. Nýlega barzt stóru útflutningsfyrirtæki svar frá Rússlandi við fyrirspurn um viðskipti. Svarið var hið sama, enginn áhugi á slíkum við- skiptum. Hinsvegar hafa íslendingar viðskipti við flest hin löndin austan járnt.jaldsins og reyna allt sem hægt er til að •auka þau. Er vörukaupum beint til þessara landa eftir þvi sem fiamast er kostur, en þar er um jafnvirðiskaup að ræða og jveldur það miklum erfiðleikum. Ftmbulfamb kommúnistanna um að ekki séu notaðir þessir markaðir, er blekking ein og ósannindi. Ballettkvöld Þjóðleikhússins. Mikill afreksmaður . er Erik Bidsted ballettmeistari, sém Þjóðleikhúsið réði í haust. til þess að dansa, ásamt konu sinrii, Lise Kæregaard, í „Leðurblök- unni“ og hafa jafnframt á hendi kennslu í listdansi í sam- bandi við leikskólann. Á rúm- um þremur mánuðum hefur honum tekizt að þjálfa nokkra nemendur svo vel, að unun vár á að horfa. Sérstaklega vekur árangur byrjendafloklcsins mikla athygli og ber kennsl- unni glæsilegan vitnisburð. Það' var mjög fróðlegt að fá að skyggnast um stund inn á vinnustofu ballettsins, kynnast þeim þrotlausu og erfiðu æf- ingum, sem ballettfólk verður að hafa fyrir sína daglegu iðk- un. Þær æfingar, sem sýndar voru við slána, eru ekki ein- ungis nemendaæfingar, heldur hinar stöðugu æfingar hvers fulltíða dansara, sólódansara og meistara, sem halda þarf tækni sirmi við. í annan stað voru sýndar léttar hópæfingar, skozkir stökkdansar og valsar, og skiptust þar á eldri og yngri flokkur. Sérstaka athygli vakti bai'nadansinn úr „Elverhöj“, sem tveir yngstu nemendanna sýndu mjög faUega. Næst dönsuðu hjónin Lise Hæregaard og' Erik Bisted „grand pas de deux“ eftir Pe- tipa og frú Égorovu. Dans þennan mun Marius Pe- tipka hafa samið fyrir frum- gerð „Þyrnirósu“ Tsjakovskís í í Pétursborg, en frú Égoróva (París) gert nokkrar umbætur og fært nær nútíma-stíl. Einn dansana dönsuðu þau hvort um sig af fullkominni tækni og nákvæmri aðlögun við tónlist ina, og tvídansinn var annarleg fegurðaropinberun, enda var þeim óspart fagnað. Loks vár sýndur hinn frum- samdi baHett Bidsteds um sonnettu Jónasar,- „Eg bið að heHsa“' við músik Karls Run- ólfssonar. Karl hefir byggt músíkina að nokkru leyti á hinu þekkta lagi Inga T. Lárus- sonar, en að sjálfsögðu farið all-frjálslega með það. Dansar hans eru mjög fallegir og dans- hæfir. Verkið er glöggt hugs- að í algeru symfónsku formi, og getur í hæfilegum útdrætti orðið vinsælt konsertverk fyr- ir hljómsveit. Aðalathyglin beinist samt að sjálfu dansforminu, og hefir ballettmeistaranum tekizt mjög vel að laða fram stemmningu kvæðisins og yrkja innan ramma þess hina þöglu sögu ballettformsins, enda þótt kvæðið sjálft sé ekki drama- tískt. Hefir Bisted hér ekki nærri því eins frjálsar hendur og Serge Lifar hafði, þegar hann samdi ballettinn um þjóð- skáld Grúsíumanna. Að ytra búningi er verkið hið fegursta. Euikum gefa búningar Lárusar Ingólfssonar á sveitafólkinu fagra þjóðlífsmynd, og spHlir ekki búningur balleríunnar, sem dansar „engil með húfu og rauðan skúf“ af afburða þokka. Sjálfur dansaði Bidsted hlutverk þrastarins góða. Á hinn bóginn er það furðulegt stílleysi, að láta lesa texta kvæðisins í hljóðnema og næst- Um ótrúlegt, að snjall kóreó- graf skuli láta slíkt viðgangast. Ballett er öðru fremur hin orð- lausa list. Fagnaðarefni væri, ef Þjóð- leikhúsið gæti tryggt sér starfs- krafta Bidsteds-hjónanna aft- ur að hausti, en þau hverfa senn aftur til Kaupmannahafnar um sinn. Fylgja þeim hugheilar þakkir fyrir afburða vel unnin störf við erfiðar aðstæður. B. G. Grjót Laust hreint grjót, Smiðjustíg 11., sími 81575. Vörubílstjórafélagið Þróttur Auglýsing eftir frawnboðslistuwn 1 lögum félagsins er ákvcðið, að kjör stjórnar, Irúnaðarmannaráðs, og varamanna, skuli fara íram með allsherjaratkvæðagreiðslu og viðhöfð listakosning. Samkvæmt því auglýsist hér með eftir íramboðs- listum, og skulii þeii’ hafa borizt kjörstjórn í skrifstolii félagsins eigi síðar en miðvikudaginn 21. þ.m., og er þá framboðsfrestur útrunninn. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli miimst 24 fullgildra félagsmanna. Kjörstjómin. > BERGMAL > Fyrir helgi kom snjórinn, sem börnin hafa beðið eftir, enda mátti nú um helgina sjá urm- ul barna með sleða sína og skíði fyrir utan heimilin, eða á leikvöllum víða um bæinn. Þótt okkur fullorðna fólkinu sé kanhske misjafnlega um mikla snjókomu gefið, þá gegn- ir öðru máli með börnin. Þau fagna þvi þegar snjóar, og Íitlir snáðar eru óðfúsir að komast út með sleðana sína, þegar svo ber undir. Foreldrar aðgæti. í þessu sambandi langar mig til þess að , kpma. á framfæri áminningu tH allra ioi-eldra, sem eiga ung börn, eiixrpitt á þerin aldrinum, sém srijórinii; héfir mesta þýðingu fyrir. En hún er á þá leið, að þau gæti þess vandlega hver fyrir sig, að börnin taki ekki leikföng frá leiksystkinum sínum, svo sem sleða eða skíði. Nokkur brögð hafa verið að því áður, og hefi eg dæmi í huga, er eg rita þetta. Það er leitt að rsjá lítinn snáða koma heim grát- andi af því að nýi sleðinn hans hefir verið tékinn af stærri strák, og svo sést hann kann- ske aldrei meir. Ðýr leiklong. Þetta eru líka dýr leikföng,, og þáð er ekki víst ,að foreldrar hafi tök á því að bæta barni sínu upp missinn á sama vetri. Eg veit að oftast skeður þetta í hreinu athugaleysi hjá börn- unum, og sleðinn eða skíðin eru kannske skilin eftir á göt- unni. En í þessu efni eiga for- eldrar að leiðbeina börnunum sínum, því að það er ekki hollt fyrir neitt barriá að taká hluti traustátakí, og smáglatá kann- ske virðingu fyrir éignarrétti annarra. Suðurnesja- leiðin. — . Mér hefír þprizt lí'til athugá- semd við Bergmál sl. fimmtu- dag, sem er á þessa leið: „Kr. segir, að Keflavík múni vera endastöðin (á sérleyfisleið þess- ari) en það er ekki rétt, því hún er í Sandgerði. Um bið- skýli, sem þar er talað um veit eg ekki, nema hvað snertir hreppsrútuna, sem svo ér .néfnd í daglegu tali. Þar geta margii- haldið sig inni, ef þörf krefur. Eg hefi farið á mHU R.víkur og Keflavikur að jafnaði viku- lega í tvö ár og hefi ekki ennþá oi'ðið þess var, að Steindór hefði neitt sérstakt skýli fyrir fai-þega að híma í. Bíll á brottfararstað. Hitt mun rétt að oftast er bíll á b rottfararstað hálfum tíma fyrir ákveðna brottför. Og ekki munu vera margir, sem kæra sig' um að bíða leng- ur en það á brottfararstað, að minnsta kosti ekki íslenzkir farþegar, sem þekktir eru fyrir sína stundvísi! Um mig sjálfan get eg sagt, að yfirleitt hefir farið vel um mig á þessum ferðum. Annars get eg sagt það, að iðulega ecu miklu mejri: þrepgsH í bílum Steindórs en hinum, og það gera þessir stólar eða Framhald á 5. síðu Gáta dagsins. Nr. 343. Á hvaða tré eru blöðin öðr- uni megin svört en öðrum megin björt? Svar við gátu nv. 342: Lampakveikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.