Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 5
.Mánudaginn 19. janúar 1953 VÍSIR . ,__________________# Hann hefir sólað skó Reykvíkinga í 50 ár. Miabbaö rið Eirík •Fóassan skóstniö 75 ára. BERGMÁL Frh. af 4. síðu. aukasæti, sem felldir eru nið- ur í ganginn milli aðalsætanna. Hvort þau eru leyfileg' veit eg ekki, en það hlýtur umsjónar- maður sérleyfisbifreiða að vita, ef nokkur er. ‘Góðir bílstjórar. Eg hefi orðið fyrir því að vera í bíl frá Steindóri frá Keílavik til Rvk., þegar ferðin tók alls um 9 stundir. En bíl- stjórarnir í þeirri ferð voru allir einhuga og samtaka um að gera allt það fyrir farþeg- ana, sem hægt var og í þeirra valdi stóð, til þess að sem bezt færi um þá. Og í þessari löngu ferð, sem orsakaðist af fann- fergi, komu þeir mörgu fólki til hjálpar svo það fengi húsa- skjól. — 15. jan. 1953. Helgi Bjarnason." Við þetta hefir Bergmál engu að bæta, en þakkar Helga bréf- ið. — kr. -----» Aðeins ein flétta fannst við flakið. Seattle (AP). — Fundizt liefur í óbyggðum flak af flug- vél, er týndist fyrir meira en fimm árum í fjöllum British Columbia. Níu manns voru í flugvél- inni — áhöfn sjö menn, far- þegi og kona hans, og fannst ekki annað af þeim en ein hár- flétta. Er áætlað, að villidýr hafi fundið lík fólksins og dregið þau frá flakinu, því að bein fundust engin en þó fata- slitrur. í dág verður Eiríkur Jóns- son, skósmiður, hjá Skóverzlun Stefáns Gunnarssonar hér í bæ 75 ára. Eiríkur hefur unnið sam- fleytt hjá þessu sama fyrirtæki í 37 ár og þar af um eða yfir aldarfjórðung í stórhýsi Stef- áns Gunnarssonar í Austur- stræti. Þar hefur Eiríkur vinnu- stofu á neðstu hæð hússins og snúa dyr og gluggi út að Aust- urvelli. — Þetta er góður vinnustað- ur, sagði Eiríkur, er blaðamað- ur frá Vísi skrafaði við hann fyrir helgina. — Hér hefur mér liðið vel, og ef maður væri ekki alltof miklum önnum hlaðinn, a. m. k. oftast, væri margt að sjá út um gluggann á vinnu- stofunni minni. Ilér er hjarta bæjarins. I næsta húsi við mig eru lög íslands sett, í öðru húsi við hliðina á því hlýða menn á dómprófasta og biskupa og meiriháttar presta þjóðkirkj- unnar íslenzku. í því þriðja er öllum síma- og póstmálum landsins stjórnað, og í því f jórða gista flestir höfðingjar og stór- menni erlend sem innlend, er til Reykjavíkur koma. Á Austurvelli hefi eg opið tún fyrir augum mér, eins og eg hafði í Ölfusinu þar sem eg ólst upp. Á vorin og sumrin er völlurinn hið mesta augnayndi, skrýddur grængresi og hinu fegurstá blómskrúði. Og þarna á þessum tíma berst slagæð þjóðarinnar. í nokkurra metra fjarlægð, beint fyrir augunum á mér, eru allar mikilvægustu ákvarðanir þjóðarinnar teknar. Um völlinn ganga þingmenn og ráðherrar á leið til þinghússins, en stundum ber þarna einnig að líta tigna erlenda gesti og meðal annarra hefur þá báða Churchill og Eisenhower borið fyrir augu mér, héðan úr skó- vinnustofunni. Út um þenna sama glugga hef eg líka verið áhorfandi að tveimur aðalorustum sem háð- ar hafa verið af íslenzkum að- ilum og á íslenzkri grund síð- ustu aldirnar. Það voru bar- dagarnir 9. nóvember 1932 og' 31. marz 1949. Einkum er mér minnisstæður bardaginn 9. nóvember. Það var heiftarlegur bardagi og ljótur, miklu ljótari en þegar hvalveiðikarlarnir voru að gefa hver öðrum á kjaftinn í gamla daga. Þarna voru menn á harða hlaupum með stólfætur og spýtur og börðu hvern þann sem til náð- ist og fyrir varð. Einn rogaðist með stóreflis staur að barefli, en sem betur fór var staurinn svo þungur að hann tafði mann- inn á hlaupunum. Menn þustu sitt í hvora áttina til þess að forða sér, sumir hlupu jafnvel yfir grindurnar,. sem þá girtu Austurvöll, og yfirleitt leitúðu menn skjóls hvar sem því varð við komið. — En hvað fannst yður um óeirðirnar við Alþingishúsið 31. marz? — Þá stóð svo margt fólk fyrir utan gluggann minn, að eg sá lítið af því sem fram fór, og að lokum varð eg að yfir- gefa vinnustofuna vegna þess hve mikla táragasfýlu lagði inn í hana. — Nei þá vil eg heldur slagsmál, eins og þau gerðust milli Norðmanna og íslendinga hérna á hvalveiðiárunum. Það var að vísu gefið duglega á kjaftinn á báða bóga, en svo náði það ekki lengra og engin eftirmál út af því. — Þér stunduðuð hvalveiðar áður fyrr? — Eg stundaði yfirleitt allt, sem að höndum bar. Mér var sama hvað það var, bara ef eg fékk að vinna. Á þeim árum var okkur unglingunum haldið að vinnu, og við vissum ekkert hvað við áttum af okkur að gera þær stundirnar sem við vorum aðgerðarlausir. — En hvernig stóð á því að þér lögðuð stund á skósmíðar? — Eg hafði aldrei ætlað mér að leggja þá atvinnugrein fyrir mig, enda þótt atvikin höguðu því þannig. Svo- var mál með vexti að hingað til bæjarins fluttist eg 23 ára gamall. Á sumrin var eg ýmist á skútum eða við hvalveiðar, en á vet- urna hafði eg ekkert að gera. Þetta leiddist mér. Og einu sinni sem oftar rölti eg upp á Skólavörðuholt, áhyggjufuUur yfir athafnaleysi mínu. Er þangað kom hitti eg gamlan skipstjóra minn og sagði hon- um, eins og var, að mér leiddist iðjuleysið, eg væri vanur að puða eitthvað og því vildi eg halda áfram. Þá sagðist hann geta hjálpað mér ef eg vildi læra skósmíði, því hann kvaðst þekkja skósmið sem vantaði lærling'. Því varð það úr að eg réðst sem lærlingur árið 1903 hjá Moritz Biering skósmið, og nú er 50 árið byrjað, sem eg sóla skó fyrir Reykvíkinga. Það má til sanns vegar færa að bæjar- búar hafi troðið á handaverk- um mínum, en eg vona að þeir séu jafn ánægðir með það og eg. — Þér unið þessu starfi vel? — Mæta vel. Eg kann alls- staðar vel við mig þar sem eg hefi eitthvað að gera og eg hefi ekki undan atvinnuleysinu að kvarta frá því að eg lagði skó- smíðina fyrir mig. Og þegar eg kem heim til mín á kvöldin, tek eg mér bók í hönd og les, eða eg skrúfa frá útvarpinu og hlusta. En oftast er eg' fljótur að skrúfa fyrir það aftur að fréttunum loknum, því að hitt efnið þykir mér flest fáfengi- legt og leiðinlegt. Þ. J. Skáii (hermannabraggi) í Hvera- dölum, 100 ferm. til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Skál- inn er í sæmilegu ásigkomu- lagi með um 40 kojum, tré- gólfi og texklæddur. Tilboð sendist blaðinu fyrir föstu- dag, 23. þ.m., merkt: „Skáli — 389“. < > , i > '• > < > ■ ;; Postulíns- og leirvörur frá «i • > TÉKKÓSLÓVAKÍtl < > > ■ i i Við höfum tehið að okkur umboð fyrir CZECHOSLOVAK CERAMICS LTD. PRAG .i » ,» sem eru útflytjendur á allskonar búsáhöldum úr postulíni og leir. Verksmiðjur þær, sem hér um ræðir eru: Jakubov, Stará Role I, Stará Role IV, Bozicany, Chodov, Nová Role, Loucky, Klasterec, Dubi, Duchcov, Brezová, Horní Slavkov, Loket, Dalovice, Lestov, Znojmo, Ditmar-Teplice, Most og Jilevé. Þeir viðskiptamenn, sem öska að fá pantanir afgreiddar ; fyrir vorið eru beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst. i « » 1 , , • > .1 ' i Mynda- og verðlistar eru fyrir hendi. — Einnig sýnishorn af skreytingum. «> > JÓX JÓH I XXIi S SOX ékCO. Sími 5821. , ,, .O.i iUip -I-! , u: y iG;c.tc.i t n >- >■■■. .:<•• •< • •• •: ■ ■ , » «»■» » t»«rr» ...... . .1 ...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.