Vísir - 19.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 19.03.1953, Blaðsíða 4
VÍ SIR Eð?: ÐAGBLAÐ : m Ritstjóri: Hersteiim Pélsson. ^|i| ' Skrifstoíur Ingólfsstræti 3. i Útgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VfSIR BLF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Nýr flokkur á uppsiglingu. T Tndanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um það, að ýmsir ^ menn sem ekki eru ánægðir með rekstur þjóðfélagsins, séu að undirbúa stofnun nýrra stjórnmálaflokka til að kippa í lag öllu sem þessum mönnum þykir aflaga fara í opinberu lífi. Er þá að sjálfsögðu ætlunin að koma helzt einum manni á þing, því varla rísa vonirnar hærra, en þessi eini lukkulegi á svo að segja hinum — fimmtíu og einum — þingmönnum fyrir verkum, enda ætti föðurlandinu þar með að vera bjargað frá bráðum voða. Fyrir nokkrum dögum var fyrsta flokknum hleypt af stokk- unum. Fleiri. eru víst á uppsiglingu. Þessi flokkur kallar sig ,,Þjóðvarnarflokkinn“ og ætlar hann að berjast fyrir því að landinu verði haldið ,,hlutlausu“, enda sé það með öllu varnar- laust. Flokkur þessi telur til mikillar frændsemi við kommún- ista, enda er „þjóðvarnarstefna“ hans hin sama og þeirra. Eru í hinum nýja flokki margir kunnir kommúnistar, sem nú þykjast hafa sagt skilið við sína fyrri trú, svo sem Björn Sig- fússon, bókavörður. Er hann einna þekktastur þeirra sem í flokknum eru, þegar frá er talinn Arnór Sigurjónsson, sem hefur verið á „floti“ pólitískt um langt skeið. Allir eru menn þessir óánægðir með þjóðfélagið, sem virðist ekki hafa metið þá að verðleikum. Annar flokkur er sagður vera á uppsiglingu og talið að hann muni koma út úr þokunni einhvern næstu daga. Eru þar menn að verki sem standa að útgáfu „Varðbergs". Stefna þessa blaðs virðist hafa verið heldur ófrjó ádeila á rekstur ríkis og bæjar og undirstöðulítil stóryrði um spillingu og sviksemi í opinberu lif. Enga jákvæða stefnu hefur það haft og ekki komið fram með neinar raunhæfar tillögur til bóta því ástandi, sem það hefur verið að gagnrýna. Engin von er um að slíkur flokkur kæmi að manni við þingkosningar, enda mun það frekar vaka fyrir þeim mönnum, sem að blaðinu standa, að spilla sem mest fyrir Sjálfstæðisflokknum í kosningunum, en koma sjálfir manni á þing. Verða Sjálfstæðismenn að vera á verði gegn slíkum mönnum, sem talist hafa til hans, en stefna eingöngu að skemmdarverkum við starfsemi flokksins. Ef menn eru óánægðir með eitthvað sem fram fer í opin- beru lífi, er þeim frjálst að láta skoðanir sínar í ljós og berjast fyrir þeim. Vænlegasti vettvangurinn til að koma skoðunum sínum á framfæri er innan þeirra stjórnmálasamtaka er menn •aðhyllast. En það er ekki rétta leiðin, til að fá einhverju breytt til batnaðar, að grafa undan og rægja þau stjórnmálasamtök, sem líklegust eru til að koma breytingunum fram, ef þær eru skynsamlegar og heilbrigðar. Þess vegna verða Sjálfstæðis- menn að muna, að sterkasta tækið til að koma áhuga- og stefnu- málum þeirra í framkvæmd, er samstæður og heilsteyptur Sjálfstæðisflokkur. Sundrungarpostularnir eru ætíð reiðubúnir á hverju götuhorni, ef einhver fæst til að hlusta á þá. Standi menn ekki saman, kemst ekkert fram af því sem þeir vilja lagfæra. Skilaboi frá húsbændunum. T7" ommúnistarnir hér á landi berjast þrotlausri baráttu fyrir áhugamálum húsbænda sinna. En þeirra aðaláhugamál varðandi „eyjuna hvítu“ í Atlantshafi er að hún sé varnarlaus. Nú flytja kommúnistarnir daglega skilaboð húsbænda sinna, sem eiga að blekkja almenning hér á landi. Þeir bjóða allskónar kostaboð, ef menn vilja aðeins styðja þá í því að gera lanaið varnarlaust og opið fyrir árás. Sjáið nú hvað þeir bjóða: „Sosialistaflokkurinn mun að sínu leyti gæta þess vel, að €kkert sem skilur og engar fyrri erjur standi í veginum fyrir sameiningu um hinn sameiginlega málstað —-----.“ „Hann óskar að eiga hið allra fyrsta viðræður við alla þá aðila, sem vilja vinna að því að koma á fót þessari fylkingu á þann hátt sem heppilegast þykir. Hann er fús til að ræða og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og hann er staðráðinn í að 3áta öll þrengri sjónarmið víkja fyrir sameiginlegum málstað.“ Þetta minnir nokkuð á> freistarann sem sagði: — Allt þetta mun eg gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig. Austrænu loforðin um gull og græna skóga hafa svift margar þjóðir /relsinu. - - - ...... Hann lærtr ekki af reynslunni: Milljónari kvænist í 12. sinn. Þó er konan ..afteins’* 10. í riiftinni. Þessa dagana er auðkýfing- urinn ameríski Tommy Man- ville, að ganga í hjónaband. Manville er manna frægastur í Bandaríkjunum fyrir það, hversu iðinn hann er við að biðja sér kvenna, kvænast og skilja. Standa honum fáir á sporði í Bandaríkjunum að því leyti — og þótt víða sé leitað. Tommy er 58 ára, og fyrir fáum dögum fékk hann nýtt leyfisbréf — það 12. í röðinni. Ætlar hann að giftast konu að nafni frú Lillian Bishop, sem er 29 ára. Hún verður þó „að- eins“ 10. kona hans, því ao Tommy hefur tvívegis gengið að eiga sömu konuna aftur, til þess að sjá, hvort ekki mundi takast betur í síðara skiptið en það fyrra. 2ja milljóna dollara „bit“. Síðan Manville hóf kvon- bænaferil sinn — 22ja ára gamall — hefur hann varið um það bil tveim milljónum doll- ara til að greiða meðgjafir, laun lögfræðinga o. þ. h. Hér skal talið, hvernig féð hefur farið að nokkru leyti: ■fc Númer 1 fékk 15,000 dollara og allur lögfræðilegur kostn- | aður hennar var greiddur að auki. •fc Númer 2 fékk 19,200 dollara á ári til æviloka, en það svarar til vaxtatekna af ca. 500,000 dollurum. ■fc Númer 3, sem „entist“ að- eins í 28 daga, fékk aðeins fáeina dollara fyrir snúð sinn. ■fc Númer 4 krafðist einnar milljónar, en Tommy sagðist hafa eytt 60,000 dollurum í lögfræðinga til þess að spara sér 750,000 dollara. Númer 5, 6 og 7 hlupu að heiman eftir skamman tíma — og var nr. 7 til dæmis farin í fússi aðeins 7 klst. og 45 mín. eftir vígsluna. Þær fengu allar lítið, en kostnað- u ur: við dögfræðinga varð uml 100,000 dollarar. Númer 8 var brezk, og var skilnaði við hana ekki lokið, er hún fórst af slysförum 1951, en hún var farin að heiman og fékk 10000 dollara á mánuði. Númer 9 sagðist hafa gefið Tommy „beztu tólf daga ævi minnar“, en fór við svo búið. En Tommy mun hafa gefið henni á móti 25— 250,000 dollara, og þó segir hún nú, að þau sé ekki lög- lega skilin. Viðskíptasíimn* ingur undirrit- aður við Dani. Hinn 14. þ.m. var undirritað í Reykjavík samkomulag um viðskipti milli íslands og Dan- merkur, er gildir fyrir tímabilið frá 15. marz 1953 til 14. marz 1954. Samkomulagið var undir- ritað fyrir hönd fslahds af Bjarna Benediktssyni, utan- ríkisráðherra og fyrir liönd Danmerkur af danska senc’i- herranum í Reykjavík, frú Bodil Begtrup. Samkvæmt samkomulagi þessu munu dönsku stjórnar- völd veita innflutningsleyfi fyrir íslenzkum vörum á svip- aðan- hátt og áður. Verði inn- flutningur á íslenzkri saltsíld (þar með talin kryddsíld og sykursöltuð síld) og saltfiski, sem nú er frjáls í Danmörku, háður innflutningstakmörkun- um á ný, mun danska ríkis- stjórnin leyfa innflutning á sama magni og á síðasta samn- ingstímabili eða 20 þús. tunn- um af saltsíld og 500 smál. af saltfiski. íslenzk stjórnarvöld munu heimila innflutning frá Dan- mörku á sama hátt og áður hefur tíðkazt að svo miklu leyti sem gjaldeyrisástand landsins leyfir. Auk þess munu íslenzk stjórnarvöld leyfa út- flutning til Danmerkur á á- kveðnum hundraðshlutum af síldarlýsis-'og!$íldarmjölsffam- leiðslu íslands á samningstima- bilinu. Fimmtudaginn 19. marz. 195-3 Okkar gamli kunningi „Gamli“ hefur enn sent Bergmáli nokkrar línur, að þessu sinni um þá á- kvörðun Bjarna Vilhjálmssonar, cand. mag., að hefja áróður f.vrir því, að orðið „stöðull" verði tek- ið í notkun i staðinn fyrir „stoppistöð", sem menn allal- mennt kalla staði þá, þar sem strætisvagnarnir neina staðar. — Gamli segir: Lofsverður áhugi. „Eg kann herra Bjarna Vil- hjálmssyni þakkir fyrir áhuga hans i þessu máli. „Stoppistöð“ er afskræmi, sem ætti að hverfa úr málinu. En það er augljóst mál, að þvi verður ekki útrýmt, nema í staðinn komi annað orð, stutt og laggott, tamt í munni, sem fólk fellir sig við. Að mínu viti er það alvcg vonlaust, að almenningur felli sig við orðið stöðull i annari merkingu en þeirri, sem orðið liefur liaft i is- lenzku máli. Rök duga ekki -— Það má vafalaúst mæla hug- myndinni bót með nokkrum rök- um, orðið er ramislenzkt og tamt i munni, en þó helzt til langt, því að auðið ætti að vera að velja eitthvert annað orð, styttra, sem er tamara, og auk þess gefur eins vel til kynna eða betur hvers konar stað eða stöð um er að ræða. En rök. duga blátt áfram ekki sem skyldi í svona máli. Það er tilgangslaust að bera fram tillögur um annað en það, sem fólk veitir viðtöku, af þvi að það fellír sig við það þegar í stað. i Aróður dugir ekki heldur. Áróður mun ekki heldur duga, ef fólk fellir sig ekki við tillögur um ný nöfn. B. V. getur verið þess fullviss, að ef hann ber frani tillögu, sem fólk tekur góða, þá þarf liann engan áróður að hefja — fólkið tekur hið nýja orð í notkun þegar — það kemur eins og af sjál'fú sér. Verður nokkuð fullyrt í þessu efni? Svo getur B. V. spurt og. þeir, sem tillögunni eru hlýnntir, Eg, sem þessar línur rita, get að vísu aðeins svarað fyrir mig, og jafnframt tekið fram, að eg hef engan heyrt lýsa ánæg.ju sinni yfir tillögunni. Afstöðu minni, og eg lield, fjölda annarra, liygg eg bezt lýzt með þvi, að menn hafa á tilfinningunni, hvort tillögur í þessum efnum falla í góða jörð eða ekki. Almcnningur kveður upp dóminn. Sé þetta hugboð, eða livað menn vilja kalla það, rangt, mun alménningur úrskurða hið gagn- stæða, með þvi að talca „stöðul- inn“ í notkun. Sé hugboðið rétt, er það sönnun þess, að finna verður betra orð. Eg skora á lesendur Vísis að hjálpa B. V. til þess að finna betra orð.“ Eg þakka bréfið. — kr. Gáta dagsins. Nr. 389. Karlinn meður kálfa fjóra kann einn vinna kemur hann við öll klæði manna / kann sá tölu rcikninganna. Svar við gátú nr. 388: JBandprjónar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.