Vísir - 19.03.1953, Blaðsíða 8
Mr Kiii gerast kaupeadur VÍSIS eftlr
14. hverj mánaðar fá blaSiS ékeypis til
mánaðamóta. — Simi 1660.
WHSIft
Vfsm er ódýrasta blaSiS og þó þaS fjöl-
breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist
áskrifendur.
Fimmtudaginn 19. niarz 1953
Stúdentar veittu kotnmúnistum
maklega ráðningu á fundi í gær.
Þeir andmæia herskyidu, en víta hiekk-
ingar og óheilindi kommúnista.
Hvaða bam er fallegast?
Háskólastúdentar fjölmenntu
í Sjálfstæðishúsið í gær, óg sam
þykktu með 140 atkvæðum
gegn 70 að lýsa sig andvíga
herskyldu á íslandi, en í til-
lögunni voru menn jafnframt
varaðir við því blekkingamold-
viðri, sem kommúnistar hafa
þyrlað upp um þetta mál í æs-
ingaskyni.
Nokkrar æsingar urðu í fund-
arlok, er tlllögu Bjarna Guðna-
sonar, sem hafði framsögu í
málinu af hálfu kommúnista,
var vísað frá með rökstuddri
dagskrá, enda fólst meginefni
hennar (andúð á herskyldu)
áður samþykktri tillögu. Hins
vegar gátu kommúnistar ekki
sætt sig við, að framkoma
þeirra í þessu máli væri vítt,
og menn varaðir við blekkinga
starfi þeirra í þessu máli sem
öðrum, er þeir telja geta orðið
sér til framdráttar. Reyndu
kommúnistar að gera hvell í
fundarlokin, og var Ingi R.
Helgason bæjarfulltrúi fyrir
þieim. Nokkrir kommúnistar
hrópuðú gamalkunn ókvæðis-
• orð og gífuryrði, svo sem „fas-
ismi“ og „ofbeldi“, og þótti
þetta næsta kátlegt, en þó í
fullú samræmi við vinnubrögð
þeirra.
SS-lögreglu-
sveitir Aþbl.
Voru kommúnistar ofsareið-
ir vegna útreiðar þeirrar, sem
þeir fengu á fundinum, og von-
brigði þeírra sýnileg yfir því,
að þeim skyldi ekki takast að
gera þetta mál að þægilegu á-
róðursefni fyrir málstað þeirra.
Mótmæltu þeir því og, að til-
laga Bjarna Guðnasonar skyldi
ekki afgreidd fyrst, en tillagan,
_sem samþykkt var, lá þó fyrir
vélrituð á borðum í salnum,
og fór því ekki milli mála, að sú
tillaga var fyrr fram komin.
Stúdentafundur
um handritamálið
annað kvöld.
Stúdentafélag Reykjavíkur
efnir annað kvöld til almenns
íélagsfundar í Tjarnarbíó um
handritamálið og verður Gísli
Sveinsson, fyrrverandi sendi-
herra og Alþingismaður, máls-
hefjandi.
Þar sem handritamálið er á-
hugamál allrar þjóðarinnar
verður öllum leyfður aðgangur
jafnt þeim, sem ekki eru stúd-
entar og stúdentum, meðan hús-
rúm leyfir.
Gísli Sveinsson, sem heldúr
framsöguræðuna, hefur fylgzt
með handritamálinu frá fyrstu
tíð og haft af því nokkur af-
skipti, m. a. með viðræðum við
Dani sem fulltrúi íslands. Ýms-
ir aðrir kunnir menn taka til
máls á fundinum og eru miklar
líkur á að margt fróðlegt og
gagnlegt verði sagt fyrir mál-
stað íslendinga í þessu merki-
lega og þýðingarmikla máli.
Fundurinn í Tjarnarcafé ann-
að kvöld iriun hefjast kl. 9 um
kvöldið.
Ræðumenn, auk frummæl-
anda, voru þeir Skúli Bene-
diktsson, Einar Sverrisson,
Thorolf Smith, Halldór Stein-
sen, Einar K. Laxness og Gunn-
ar Schram.
í frásögn AlþýðublaSsins í
morgun af fundinum eru furðu-
legar dylgjur um einhverjar
fyrirætlanir einhverra manna
um að halda eigi „opinni leið
til stofnunar SS-lögreglu-
sveita“. Er þetta fáránlegra en
svo, að ástæða sé að eyða orð-
um að þess konar þvættingi, og
hvað fyrir þessum fréttaritara
vakir er flestum hulin ráðgáta.
„Þjóðviljinn“ segir í morgun
í frásögn af þessum fundi, að
„meirihluti fundarmanna 133
manns hafi gengið af fundi til
að mótmæla gerræði fundar-
stjóra.“ Fréttamaður blaðsins
veit, að þetta er tilbuningur
einn, en þetta er i góðu sam-
ræmi við framkomu kotmnún-
ista, og sannar enn petur, að
ástæða er til að vara menn við
blekkingameldviðri þeírra, svo
sem gert var í tiliöguum, sem
samþykkt var á íundiiium.
Vilja jafna ágrein
ingin án afskipta.
• t
New York (AP). — Egypzka
stjórnin hefur hafnað tilboði
Bandaríkjastjómar um þátt-
töku í viðræðum um brottflutn-
ing brezka heriiðsins frá Súez-
eiði og varnir skurðsins.
Sendiherra Bandaríkjanna
sagði í gær, að Bandaríkjastjórn
vildi ekki taka þátt í slíkum
samkomulagsumleitunum, nema
því aðeins að báðir aðilar ósk-
uðu þess. — Af hálfu egypzku
stjórnarinnar var sagt, að þótt
hún teldi rétt, að Bretar og
Egyptar ræddu einir þessi mál,
væntu þeir þess að Bandaríkja-
menn beittu sinum góðu áhrif-
um til farsællegrar lausnar
deilunni.
Sir Ralph Stevenson sendi-
herra Breta ræddi enn í gær
við utanríkisráðherra Egypta-
Iands um þessi mál.
Fannst ofurölvi-
saknar peninga.
I fyrrakvöld var lögreglunni
tilkynnt um mann, er lægi ó-
sjálfbjarga við hús Sjóklæða-
gérðarinuar á Skúlagötu.
Þegar lögreglan kom á vett-
vang reyndist þarna vera um
ofurölva mann að ræða og var
hann fluttur á lögreglustöðina,
en læknir sóttur til að athuga
hann.
Þegar maður þessi raknaði
úr rotinu taldi hann sig sakna
400—500 króna í peningum og
taldi sig hafa verið rændan.
Mál þetta er nú í frekari
rannsókn.
Danska stjórnin hefur til-
kynnt pólsku stjórninni, að hún
sé reiðubúin að hefja viðræður
við hana á mánudag, um
pólsku MIG-flugvélina, sem
lenti á Borgunarhólmi.
LDFTLIR H.F.
MYND NFþ 1B .....
og atkvæðaseðill prentaður
út-
BAflNALJDSM. BDRGARTUNI 7.
MYND NR. 17 ......
Geymið myndirnar, þar til allar hata v-» ið birvar
fyllið hann þá og sendið blaðinu.
VINNINGAE;
Barnið, sem fær flest atkvæði, hlvtar vandaða skjólflík frá Belgjagerðinni Sænsk-ísl.
frystihúsinu.
Þrír í þeim hópi lesenda, er greiða atkvseði með vinningsmyndinni, hljóta með útdrætti
eftirtalda gripi:
Westinghouse-vöfflujárn frá Raforku, Vest urgötu 2.
Kodalt-rnyndavél frá Vcrzlun Hans Fetersen, Bankastræti 4.
Century-skrúfblýant (gold-double) frá Sveinn Bjömsson & Ásgeirsson, Hafnarstræti £2.
BoMen seitdl-
herr® Bar^dð-
-ríkjanna i
Hoskm
New York (AP). — Uían-
ríkisnefnd öldungad. Banda-
ríkjaþings hefur samþykkt til-
nefningu Eisenhovvers á Bohlen
sem sendiherra Bandaríkjanna
í Moskvu.
Úrslitin komu mönnum mjög
óvænt, þar sem einangrunar-
sinnar í flokki republikana og
þeirra á meðal forvigismenn
höfðu lýst sig andvíga því að
menn, sem verið hefðu starfs-
menn Roosevelts, Trumans og
Achesons væru valdir til trún-
aðarstarfa í þágu ríkisins.
Er litið á það sem mikinn
„pólitískan“ sigur fyrir Dulles,
að hann hafði sitt fram, en
Dulles studdi eindregið tilnefn-
ingu Eisenhowers, enda fullvist
að þeir höfðu borið saman ráð
sín, áður en Eisenhower til-
nefndi Bohlen. — Bohlen var
túlkur Roosevelts á Yaltaráð-
stefnunni og oft hans hægri
hönd á ráðstefnum. Hann er
sérfræðingur í Rússlandsmál-
um.
Rán og gripdeildir
*
I
Kommúnistar nola tækifærið
líl unilirróðisrs.
Pétur Otíesen alþm. verður
í kjöri £ Borgarf jarðarsýslu,
samkvsemt eindreginni áskorun
flokksmanna sinna í sýslunni.
Pétur Ottesen hefur setið á
þing'i fyrir Borgfirðinga í 37
ár óslitið, og má af þvd nokkuð
marka traust það, sem hann
hefur áunnið sér í hugum sveit-
unga sinna.
Einkaskeyti frá AP. —
Rio í morgun. \
Ástandið fer nú óðum versn-
andi í þeim tveim fylkjum
Brasilíu, Ceara og Pernambuco,
þar sem þurrkar hafa verið
látlaust' í þrjú ár.
Hefur það komið fyrir hvað
eftir annað, að fólk heíur safn-
azt saman á útifundum, til þess
að hvetja stjórnina til að gera
sem mest fyrir íbúana, en í lok
fundanna hafa menn verið æst-
ir upp, svo að endirinn hefur
orðið sá, að múgurinn hefur
brotizt Lnn í matvöruverzlanir
og látið greipar sópa.
Hefur stjómin orðið þess á-
skynja, að undirróðursmenn
kommúnista hafa sig mjög í
frammi í héruðum þeim, sern að
ofan greinir, og reyna að æsa
fólkið með öUum ráðum. Er
það í rauninni auðvelt þar sem
ástandið er alvariegt, svo að
ekki sé meira sagt, Háfa her-
sveitir í fylkjunun: .fengið fyr-
irskipanlr um að ba-ndtaka
kommúnista, ef tök- eru
Ný ráð nauðsynleg.
Rikisstjómin heíur
miklum fjárframiögLirh tii að
auka atvinnuna í Ceará og
Pernambuco, þar sem atvinnu-
leysi má heita algert, . þa-r eð
iðnaður er hverfandi í fylkjun-
um og jarðyrkja ekki unnin
vegna vatnsleysis. Er nú helzt
í ráði að leita til Sameinuðu
þjóðanna, og biðja þær um að
útvega sérfræðinga, sem kunna
að framkalla regn með vísinda-
legum aðferðum.
Blöð um landið þvert og
endilangt hafa og efnt til fjár-
söfnunar, og hefur almenning-
ur brugðið skjótt við, en þó er
svo mikill skaði skeður þegar,
að sennilega verður hann alderi
að fullu bættur.
Báðir börðu þeir
• r
Upplýst er í árásarmálinu í
Keflavík, er roskinn maður
hlaut alvarlega áverka, að ann-
ar Islendingurinn, sem í haldi
er, og Bandaríkjamaður, börðu
hinn slasaða sjómann.
Alfreð Gíslason bæjarfógeti
í Keflavík kom hingað til bæj-
arins í morgun og hélt áfram
yfirheyrslum í málinu. Ekki
vissi Vísir í morgun, með hverj-
um hætti Ólafur Ottesen hlaut
s'kurðLnn á höfði, en hvorugur
arið þeirra, sem enn eru í varðhaldi
(öðrum íslendingnum var
sleppt) hefur viljað játa að
hafa beitt bitvopni. Hins vegar
er uppiýst, að íslendingurinn
hafði beltishníf. Yfirheyrslur
stóðu enn yfir, er Vísir vissi
síðast til.