Vísir - 28.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 28.04.1953, Blaðsíða 8
•Nrt» tera gerast kaupendur VÍSIS eítir 1«. isvcrt mánaðar fá blaðið 6keypi» til manaðamóta. — Sími 1860. Þriðjudaginn 28. apríl 1953 Í3* VÍSIB er ódýrasta blaðið «g þó það fj6I- breyifasta. — HringiS í sima 1660 eg geriit áskrifendur. Vopnahlésviðræðurnar í Kóreu: Samkomulagsumleítani verSa stölv aðar, grípi kommúnistar til mál|éfs< Eiigin iilviljuíi, að iiinrásin í Laos vai* isalin um leid og talað var isisi frið í Kórcu. Síðdegis í gær valt einn sorphreinsunarbíla bæjarins í Tjörn- ina skammt frá Tjarnarbrúnni. Hvorki bílstjórann, né lítinn sou hans, sem með honum var, sakaði. Hér sést, begar verið er a5 ná bílnum upp aftur. (Ljósm.: Þ. Bjarnar Hafliðason). Marta og Ásgeir sigurvegarar í Kolviðarhólsmótinu. Keppni hörð og tvísýn í flestum flokkum. Einkaskeyti frá AP. — Þriðji fundurinn um vopna- hlé var haldinn í Panmunjom í morgun, en án nokkurs á- rangurs. i Á fundinum í gær vildi hvor- ugur aðila falla í neinu frá til- lögum sínum. Virðist liggja í loftinu, að samkomulagsumieit- Unum verði fljótlega slitið, ef samkomulagshorfur batna ekki. Það var vegna þess, að komm- únistar höfðu í langa tíð haidið uppi málþófi í áróðufsskyni, á.i þess að sýna nokkurn samkomu lagsvilja, að Sameinuðu þjóð- irnar tilkynntu í öktóber síð- astliðnum, að þær myndu ékki sitja fleiri fundi að óbreytt vim ástæðum. Eftir fundinn í morgun boðaði Harrison, aðalsamn- ingamaður S. þj., að hann. kynhi að stöðva samkomu- lagsumleitanirnar aftur, ef sýnt þætti, að ekkert þokað- ist í samkomulagsátt. S þj. ætla með öðrum örðum ekki að láta kommúnistum hald a’st uppi ofta rað þvæla um mál- in en.dalaust í áróðursskyni. •— Jafnframt var tilkynnt, að á fundinum í morgun hefði Harri son skorað á Nam II að nefna það hlutlaust ríki, sem hann vildi fela bráðabirgðagæzlu stríðsfanga, sem ekki vilja hverfa heim, en kommúnistar höfðu, sem fyrr var getið, neit- að að fallast á Svissland. Innrásin í Laos og Kóreu, ■ Tilgátur hafa komið fram um það, að það geti ekki verið til- viljun, að kommúnistar frömdu ofbeldisárásina.á Laos einmitt í það mund, er vænta mátti, að samkomulagsumleitanirnar um vopnahlé í Kóreu hæfust af n-ýju, og ef til vill hafi það ver- ið gert meðfram til þess að hafa sterkari aðstöðu við samn- ingaumleitanirnar þar. En of- beldisárásin hefur frekar en flest annað opnað augu manna í vestrænu löndunum enn betur en áður fyrir því, að fara skuli Trygve Lie fyrrv. fram- kvæmdarstjóri Sameinuðu ‘jjjóðanna, hefur’ haldið ræðu í kveðjuskyni og mlnntist þess, að 8 ár væru liðin frá því, að Sámeinuðu þjóðirnar stofnuðu samtök sín í San Francisco. Lie kvað S..þj. nauðsynlegt, að hafa ráð á nægum herafla til a& bæla niður ofbeldi. Hann kvað það trú sína, að þær myndr ná því marki, að kóma á öruggum friði. Ef samkomu- lag næð’ist .í K ' réu mundi það leiða til yíðtæi>ara samkomu- lags og smám saman. yrði þá sött að því marki. að friður rikti og ofbeldi tilheyrði liðnum tíma. varlega í að treysta kommún- istum. Enn slegið á friðarstreng í Móskvu. í Moskvu er enn slegið á frið- arstrengi og dyggilega fylgt þeirri stefnu, að láta það líta svo út, sem kommúnistar séu friðarins menn, enda á því byggðar vonir um fylgisöflun í kosningum í ýmsum löndum, og að takast megi að grafa und- an varnarsamtökum frjálsra þjóða. Var það Molotov, sem seinast hrærði strenginn, og boðaði, að því er Moskvuút-1 varpið tilkynnti í morgun, að Rússar væru fúsir til þátttöku í fimmvaldaráðstefnu um heims vandamálin, og var yfirlýsing Molotovs svar við fyrirspurn frá friðarnefndinni í París, sem spurði um afstöðu Rússa til fimmveldaráðstefnu um heims- vandamálin. Molotov tók að sjálfsögðu í sama streng og Malenkov, eftir. að hann komst til valda, að öll deilumál mætti — að áliti ráðstjórnarinnar ;—; leysa friðsamlega. Fylgi De Gaulle stórhrakar. París í morgun (AP). — Þjóð- fylking De Gaulle’s tapaði fylgi i bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingunum, sem fram fóru í Frakklandi s.l. sunnudag, en fylgi Pinay’s, sem cr óháður hægriflokkur, jók verulega fylgi sitt. Kommúnistar hafa tapað fjdgi í sveitunum og víðar, en unnið nokkuð á í borgunum, og líklegt talið, að þeir tapi ekki fylg-i, þegar á heildina er litið. -----*----- Okeypis skók< vist á vegirm NF. Svo sem undanfarna vetur munu íslenzkir nemendur geta notið ókeypis eða nær ókeypis skólavistar á lýðháskólanum á Norðurlöndum næsta vetur fyrir milligöngu Norræna fé- lagsins. 2 nemendur. komast til Nor- egs og fá nokkra vasapeninga auk skólavistarinnar, 1 til Finn- lands og a. m. k. 7 til Svíþjóðar, en sennilega nokkru fleiri, og þá fyrst og fremst á húsmæðra- og handavinnuskóla. Umsóknir um skólavistir þessar skulu sendar Norræna félaginu, Reykjavík. Meðmæli skulu fylgja, prófvottorð ásamt upplýsingum um skólanám, en umsækjendur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi eða hliðstæðu námi. Þá skal og geta nákvæm- legá um aldur. Umsóknir verða að hafa borizt Norræna félag- inu fyrir, 20. maí n.. k. Nánari upplýsingar gefur rit- ari Norræna félagsins, Sveinn Ásgeirsson. Sími 82742. Háskólahemendijr frá Asíu sækja námskeið í Ástralíu. Háskólanemar frá Asíu eru farnir að leggja Ieið sína meira en áður var til háskóla í Ástralíu, en áður sóttu þeir mest til Bretlands og Banda- ríkjanna, Síðan Colombo-áætlunin kom til framkvæmda hafa 152 há- skólanemar sótt tæknileg há- skólanámskeið í Ástralíu, og virðist mega rekja breytinguna til þess tíma, er fyrrnefnd á- ætlun kom til framkvæmda. — Auk fyrrnefndra 152 eru 113. sem eru á leið þangað frá Pak.i- stan, Ceylon, Malakkaskaga, Norður Borneo, Sarawak, Singapore, Thailandi (Siam) og Burma. Lögreglufréttir. Síðdegis í gær handléggs- brotnaði ölvaður maður í ná- munda við vélsmiðjuna Héðinn. Var lögreglunni tilkynnt um atvik þetta og sótti hún hinn slasaða mann og flutti á SÍysá- varðstofuna. Við rannsókn þar kom í Ijós að maðurinn myndí vera handleggsbrotinn og var fluttur á Landsspítalann. Maður liverfur. Á sunnudagsmorgun fór 19 ára gamall piltur, Jón Theódór Lárusson, Karlagötu 4, heiman að frá sér, en hefur ekki kom- ið heim síðan. Er farið að ótt- ast um Jón og í gærkveldi lýsti lögreglan eftir honum í útvarp- ið en í morgun var Jón ökom- inn heim. Ef einhver kynni að hafa orðið Jóns var frá því á sunnudagsmorgun, er hann beð inn að láta lögregluna vita um það. Ái-ekstrar. í nótt kærði bifreiðarstjóri einn yfir því við logregluna að ekið hafi verið utan í’bíí hans er hann var staddur á Suður- landsbraut. Sá er árekstrinum olli ,ök áfram og náðist ekki einkennismerki bifreiðar hans. í nótt var líka ekið á ljósker, er komið hafði verið fyrir ser.l varnarmerki við uppgröft á mótum Stakkahlíðar og Miklu- brautar. Ekki er vitað hver valdur er að árekstri þessum. Setulið Bretá á Bermundaeyjum kvatt heim. Bretar hafa haft setulið á Bermudaeyjum í 250 ár, en nú verður þ\rí hætt — þykir óþarft lengur. Nokkrir sérfróðir menn um hermál verða þó eftir þar sem sambandsforingjar, en Bánda- ríkjamenn fengu sem kunnugt er herstöðvar á léigu hjá Bret- um þarna á eyjunum í seinustu styrjöld til langs tíma, til end- urgjalds fyrir tundurspilla, Kolviðarhólsmótið 1953 fór fram í Suðurgili í Jósefsdal s. 1. laugardag og sunnudag og var keppt í svigi karla, kvcnna og drengja í öllum flolikum. Veður var all sæmilégt, norð- ankaldi og léttskýjað, frost lítið. Skíðafærið var harður skari. Á laugardag var keppt í syigi kvenna og drengja. Úrslit: A-fl.: 1. Maí'ta B. Guðmundsdóttir, Herði, 88,5 sek. 2. Ásthildur Eyjólfsdóttir, Á., 95,8 sek. 3. Ingibjörg Árnadóttir Á. 96.7 sek. Beztum brautartíma náði Marta 44.0 sek. og sigraði hún örugglega en þær Ásthildur og Ingibjörg háðu harða keppni um annað og þriðja sætið. í B-fl. kvenna sigraði Hjör- d,s Sigurðardóttir Í.R. á 115.6 sek. Beztan brautartíma átti Arnheiður Árnádpttir Á. 47.6 sek. Úrslit í drengjaflokki: 1. Guðmundur Jónsson U. M. F Ö. 98.5 sek, 2. Skúli Níelsson K. R. 102.6 sek. 3. Elías Hergeirsson Á. 102.7 sek. Beztum brautai'tíma náði sigurvegarinn 47,3 sek. Piltar þessir eru allir efnilegir skíða- nfenn og eiga mikla framtíð ef þeir æfa vel og samvizkusam- lega. Á sunnudag hófst keppni á svigi karla í B-fl. Brautin 480 m. löng með 155 m. fallhæð og 32 hliðum. Úrslit: 1. Haukur Hergeirsson Á. 112.8 sek. _ 2. Úlfar Skæríngsson í. R. 113.4 sek. 3. Halldór Jónsson Á. 121.5 sek. Beztum brautartíma, náði Brezka iðnsýning- in opnuð. Brezka iðnsýningin hefur verip opnuð í Olympia og Earl’s Couvt og er hin 32. í röðinnL Á sýningunni er að þessu sinni margt, sem gefur til kynna, að krýning Elisabétar II. er ekki langt undan. Úlfar Skæringsson 55,7 sek. Þeir Haukur og Úlfar virðast vera öruggustu svigmennimir í þessum flokki, en margir vh-ð- ast vera ágætir þó þeim hafi enn ekki í vetur tekist að sigra Úlfar og Hauk. Braut C-fl. veu- 420 m. löng með 135 m. falli og 26 hliðum. Úrslit: 1. Matthías Sveinsson Á. 93.8 sek. 2. Yngvi Guðmundsson Á. 97.6 sek. 3. Birgir Egilsson S. S. S. 99.1 s. Beztúm brautartíma náði Matthías 46,2 sek. og var sigur hans áldrei í hættu fýrir hinum keppendunum þótt þeir sýndu fullan hug á að sigra. Keppni A-£l. var semasta kepþnin á sunnudaginn. Braut- in var 550 m. löng með 175 m. faLli og 41 hliði. 1. Ásgeir Eyjólfsson Á. 117.5 sek. 2. Sigurður R. Guðjónsson Á. 121.5 sek. 3. Guðni Sigfússon Í.R. 125.1 s. Beztum brautartíma náði Þórarinn Gmmarsson Í.R. 58.4 sek. og var það í síðari ferð, í fyrri ferð náði hann tímanum 59,2 sek., samtals 117,6 sek. ■ ii ■ ♦---- Banaslys við Sandgerði. í gær varð það hörmulega slys skammt frá Sandgerði, áð maður féll af bíl og fékk svo mikið höfuðhögg við fallið, að hann lézt skömmu síðar. Maður þessi hét Hallgrímuv Eyjólfson og var fyrir aðeins viku fluttur í þorpið, en hann vann á Keflavíkurflugvelli. — Þegar slysið skeði var Hallgrím ur heitinn að koma í hádegis- mat, og var bíllinn rétt kominn fram hjá afleggjaranum heim til hans, þegar hann féll af bíln- um. Hallgrímur var meðvitund- árlaus, þegar að var komið, og komst aldrei til meðvitundar aftur, en lézt um tveim stund- um eftir slysið. Tildrög slyssins eru ókunn enn, en málið er í rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.