Vísir - 03.06.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 03.06.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR V16X3L D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. VÍOSJÁ’ VÍSIS: „Við lifum ekki á ránum“, segir kínverski hershoiíinginn í Burma. Sneitt hjá meginatriðum. A íþýðublaðið gerir í gær tilraun til þess að svara forustu- grein Vísis í fyrradag, þar sem því var haldið fram, að Alþýðuflokkurinn væri nú aftur að gerast þátttakandi í lands- málunum eftir þriggja ára hvíld, sem hafizt hefði með kosn- ingaósigri flokksins haustið 1949. Var bent á það hér í blaðinu, að þeissi breyting á högum og hátterni flokksins hefði átt sér stað í haust, þegar Stefán Jóhann var felldur við formanns- Jkjör og Hannibal kjörinn í hans stað. Þegar Hannibal tók við stjóm flokksins, var eins og hleypt hefðd verið af rásbyssu, því aS samstundis hófst kapphlaupið við kommúnista, svo sem í ljós kom, þegar farið var út í verkfallið í desember. Ríkisstjórnin óskaði þá eftir því, að frestað væri að hefja vinnu- .stöðvunina nokkra daga, meðan hún léti athuga þær ráð- stafanir, sem hún gæti gert, og þann árangur, sem af þeim mætti vænta. Því var neitað. Engu af þessu getur Alþýðublaðið neitað, og þar með -er þaö sannað, sem var mergurinn málsins í forustugréin Vísis á mánudaginn, að formannsskiptin í Alþýðuflokknum táknuðu það, að nú mundi verða farið að keppa við kornmúnista í ábyrgðarleysi. Þa' ar og annað meginatriðið í forustugrein Vísis, að kosningaósigur Alþýðuflokksins mætti rekja til stefnu hans, er kom berlega fram á þeim árum, þegar hann var i stjórn og hafði meira að segja um skeið stjórnai-fourustuna á hendi. Hann vildi viðhalda öllu, sem áður hafði verið, hann vildi ekki reyna neinar nýjar leiðir-, sem Sjálfstæðisflokkur- :inn hafði fyrstur flokka gert sér ljóst að fara yrði, ef einhver ■von ætti að verða til þess, áð ekki bæri upp á sker. Þegar þjóðin sýndi Alþýðuflokknum fram á það 1 kosn- ingunum 1949, að úi’ræði hans teldust ekki lengur nothæf, lagði flokkurinn niður rófuna og fór í fýlu. Hann vildi ekki aðhæfa sig nýjum aðstæðum, og á honum hefur engin breyting' orðið, fyrr en á síðasta hausti, þegar hann taldi sig hafa fundið lausnarann. Reynslan af honum er ekki orðin löng, en hún er dýrkeypt. Væntanlega sjá kjósendur isvo um, þegar gengið verður að kjöi'borðinu sunnudaginn í tíundu viku sumars, að þjóðin glati ekki of miklum verðmætum vegna ábyrgðarleysis hins nýja foringja, frumhlaupa hans og hugsunarleysis. Vísi keniur ekki til hugar að halda því fram, að verkalýður- inn hafi háð verkfallið ,,upp á sport“, eins og Alþýðublaðið vill vera láta í gær, en blaðið heldur því fram, að verkföll geti vei'ið sport ófyrirleitinna foringja, er telja þau beztu leið- ina, til þess að hljóta einhverja upphefð, sem fáir hafa gagn af xiema þeir sjálfir. Fúkyrði ætti Alþý'ðublaðið að spara sér. Þau lýsa engu nýju um það innræti, sem nú þykir eítirsóknarvei’ðast í Alþýðu- flokknum, en gefa þó í skyn, að komið hafi verið við einhverja kviku, og er það bendihg um, að ekki hafi verið skotið framhjá markinu. En flokkur með fortíð Alþýðuflokksins og þær fram- tíðarvonii;, sem tengdar eru hinum nýja foi'ingja, má eiga von á því, að oft verði að honum vegið, svo að undan svíði. En það eru sjálfskapai'víti. Á mála hjá Santbandinti. TT'úkyrðahrota Alþýðublaðsins heldur áfram í dag, og er nú oi’sökin sú, að Vísir benti á það, að tveir af starfsmönnum Sambands íslenzkra samvinnufélaga — frambjóðendur Ál- þýðuflokksins — hefðu nýlega verið á ferð á ísafirði, og væri það einkennileg tilviljun, að starfsmenn þess fyrirtækis væri einmitt á ferð í þessu kjördæmi, þar sem ákveðið hefði verið að lána atkvæði Framsóknarmanna til þess að halda Hannibal á þingi. Hér hefur sýrulega yerið,..kojpiðt við snöggan blett á ,A1- þýðuflökksmönnútm, því að Áfþyðublaðið verður ókvaéða • viff, og fyllir það a.lla forustugreinina, sem það hefur um þetta að segja. Segir blaðið', að þótt Sambandið ráði mikilhæfa stárfs- menn í þjónustu sína, fylgi sannfæring þeirra alls ekki með í kaupunum. Nei, vitanlega fylgir sannfæring þeirra ekki með í kaupunum, en Alþýðublaðið leggur bara blessun sína yfir gróðabrallstilraunir Sambandsins, þegar þurfa þykir, eins og á dögunum, þegar upp komst um leiguna á olíuskipinu. Það eru Jaunin fyrir það, að flokksmönnum Alþýðublaðsins er séð far- borða. Alþýðublaðið verður að rembast meix'a, ef það ætlar að afsanna bið furðanlega nána sarnband milli flokks þess og- Sambandsins. í Li Mi nefnist hershöfðingi sá, sem stjórnar her þeim sem hafst hefur við í Burma, síðan þjóð- ernissinnarxiir kínversku hiðu ósigur fyrir kommúnistum í Kína 1949. Það hefur m. a. verið rætt á allshei'jarþingi Sameinuðu þjóðanna hversu koma mætti þessum herafla burt — því að vegna veru hans í Norður- Burma væri landið eitt af „bættusvæðurn" heims. Li Mi er ýmist með her- í sveitum sínum, eða á Formósu, en þangað bregður hann sér loftleiðis við og við til skrafs og ráðagerða viö Chiang Kai- shek og aðra helztu forystu- ’xtenn þjóðernissinna. Fréttaritari kunns vikurits bregður upp mynd áf Li Mi, er hann ræddi við hanrx a Formósu. Á arni logaði rósa- viður, en á aðra hönd hers- höfðingjans, sem sat í hæg- ’ndastól úr bambusviöi, vora tveir páfagaukar í búri. Hers- íiöfðinginn er maður íi íður sýnum og' karlmannlegu •, og örin í ar.dliti hans beva vitni ''m, ao hann hefur barist i návígi. Hermenn hans kalla sig „andkommúnistiska Yunnan- herinn“ og „frelsishersveitirn- ar“. Því hefur m. a. verið hald- ið' fram, að þarna eigi þær að bíða, þar til þjó'ðernissinnar ’xefja sóltn gegn kommúnisturi, og ráðast inn í sitt garnla föð- urland að sunnanverðu. Útlendir bófar. En í augum Bu rmastjói nái'- innar, sem ekki er traust í sessi, eru innrásarhermenn i„útlendix bófar“, sem sjálfstæði ; og öryggi Burma stafar hætta af, eru þarna í trássi við lög og í’étt, ræna og rupla, og — sem verst er — g'efa kínversk- um kommúnistum átyllu til að hóta innrás í landið. Eins og kunnugt er varð sá áx-angurinn af umræðúnum a allsherjarþinginu, að Li Mi vai „afneitað" og her hans ráðlagt að fara úr landi eða láta aí- vopna sig og kyrrsetja. Li Mi neitaði og stóð upp í hárinu á hinum fjölmenna þjóðahóp, sem ef í samtökum S.Þ. í við- talinu við bandaríska frétla- ritarann sat hershöíðinginn, scm hafði notið hvíldar veg \u hjartasjúkdóms, með fimm ára snáða sinn á kné sér, og sagði söguna frá sinum bæjardyr- um: Dæmdir án réttarhalda. „Við vorum sakfelldii' án réttarhalda. Hvers vegna sendu S. þ. ekki nefnd manna á vett- vang' til þess að kynna sér mál- ið og sjá með eigin augum hvað ’við aðhöfumst, í stað þéss a£j slcipa okkur burt?“ Það var vorið 1950, eftir hina miklu ósig'i’a þjóðernis- sinna, sem Li Mi tókst að bjai'ga 2000 mönnum — leifum 13. hei's þjóðei'nissinna -— úr klóm kommúnista, og hörfaði til Shanfjallanna í Bui'ma, sunnan Yunnan-landamæranna. í maí árið eftir réðst Li Mi með nokkurra þúsunda manna lið á kommúnista, en hcnum höfðu bæzt margir sjálfbooa- Hðar úr landamærahéruðun- Framh. á 7. síðu Margt er Eiffelturnmn verður þrílitur. Það tekur 3 ár að mála hann — kostar 30 milljónir franka. Upp á öllu taka menn, og nú á Eiffeltui-ninn að verða „skjöldóttur“. Það verður reyndar ekki fyrr en árið 1955, því að þfjú ár tekur að mála hann. Kostnað- urinn við verkið er áætlaður 30 milljónir franka, en svo Jiaglega verður verkið af hendi .innt að úr f jarlægð virðist tu.rn- inn einlitLtr. En þegar nær er komið, kemLtr í ljós, að efsti hlutinn er appelsínugulur, mið- hlutinn gulbrúnn qg sá neðsti dökkbrúnn. Kunnugir fullyróa, að þetta verði svo stórkostieg litasamsetning, að Eií'feitux .tinn muní litá út eins ,og „tízkv.- brúða.“ Fyrirtækið sem rekLir turn- inn hefur orðið fyrir talsverðu aðkasti, vegna þess hve hana hefur litiö sóðalega út, en aðM - ástæðan fyrir því er, að um leið og einnj. málningarumferð er lokið, hefur öl! málningin verið flögnuð aí þar sem byrjað var, og verkið því verið eins konar eilífóarvinna. En rtú hyggjast málningarsérfræðing- ar hafa eygt lausnina. og á nú að mála turninn í þremur lit- um. Og á hann þannig að lita út sem „íklæddur einkennis- búningi“, sem lýsist eftir því sem ofar dregur. Þegar er byrjað að mála efsta hlutann, miðhlutinn verö- uf málaður næsta ár, og verk- inu á að verða lokið 1955, því að veðráttan kemur í veg fyrir að hægt sér að klifra upp unt grindLtrnar nema vor og haust, og á sumrin er ekki hægt áð hafa allt löðrandi í málningu vegna ferðamanna. „Aðstand- endur“ turnsins hræðast þó ekki, að „skjöldótti“ liturinn muni hneyksla nokkurn, þótt það .hafi véx'ið einlæg ósk og krafa margra Parísarbúa alit frá árinu 1889, þegáx turninn var reistur, að hann yrði rifinn til grunna. En úti í heirni líta menn tu.rninn sem einkennis- merki Parísarborgar, og hann dregur til sín fleiri feröamenn en nokkurt annað „fyrirtæki“ þar í borg eða —- 1.250.094 á siðastli'ðnu ári. Tekjurnar af tuxninum og veitingastöðum, sem í honum eru starfræktar, nema 235 milljónúm fránka á Ýátnk’!tíma. ! '"',I 'i“ " !l Miðvikudaginn 3. júní 1953: Þáð er erfitt að keppa við vihnulaunin, sem greidd ertt fyrir vinnu á Kefiavíkurflugvelli, og draga nú framkvænidir þar mik- j.íð vinnuafl til sin, scm þörf væri fyrir annars staðar. En svo itá laun eru nú fyrir alls konar vinnu i þar, að fæstir atvinnurekendui’ j hér i Reykjavik geta 'greitt sam- bærileg laun. Klæðskeri skrif- ar Bergmáli eftirfarandi linur: Tapaði lærlingnum. „Það er orðið erfitt aö reka | vinnustofur hér í Reykjavik, þvi 1 nú i'æst enginn ærl&gur ungur ntaður til þess að leggja stund á . iðnnám. Það er Keflavíkurflug- völlur og háu launin þar, sem heilla unglingana. Eg vur fyrir nokltru biúnn að ráða til mín á- gætan pilt til þess að læra nyt- sama iðn, klæðskeraiðuina. En pilturinn átti kunningja, >em at- vinnu höfðu í Keflavik, og þegar hann heyrði um launin, og að engar kröfur værú gerðar um að verkantaðurinn kynni neitt lil neins, stóðst hann ekki mátið. Og er það ,ekki von? j Nit vinnur hann í Keflávík fyr- ir 5—tí þítsund krónur á mánuði, ! að því er hann segir sjálfur. Er það nokkur furða þótt ungir jtiit- ar nenni ekki að leggja stund á iðngrein, þar sem byrjunarlaun- ■ in eru lág, þegar þeir geta fengið þessi rosalaun, án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut? Þeit' liugsa vafalaust á jvá leið, að nóg- tir sé timinn síðar til þeSs að læra eitthvað gagnlegt. Fyrst sé að moka inn dálitlu að pening- um, og helzt yerða rikur á svip- stundu. Þó tel eg þetta óheppilegt. Ástæðan til þess að eg skrifa þéssai’ linur, sem enginn tekur auðvitað mark ó, er, að cg tel þetta kaupyfirboð hjá atvinnu- í’ckendtim í Keflavík mjög ó- heppilegt. Það er eðli.legl, að allir vilji fá sem mest kauj), en það getur verið of dýru verði keypt fyi’it’ þjóðarheildina. Eg tel að það þurfi kannske ekki að -skaða svo mikið, þótt erfitt verði að ná í klæðskeralærling, en samá er upp á teningnum varðandi ýntsa fi'amleiðsluvinnu, sem þjóðiii getur illa án verið. Úthluta vinnuafii? Það er gréinilegt, að aðalat- vinnuvegir landsmanna, iandhún- aður og fiskiveiðar, geta ekki . greitt kaup nenta í samræmi við sölu afurðanna, og geta því aldrei keppt tim vinnuafl við fratn- 1 kvæntdir, þar sem ckkert virðist luigsað um itvað þær kosti. Það er sjálfsagt úr vöndu að ráða, en mér íinnst að frá fyrslu liefði j átt að taka þessi inál föstum tök- I tmi. Og þegar vitað var að x Keflavik átti að 'hefja stórfelldar framkvæmdir, hefði opinberir að- ilar átt að gera samninga uttt live trtikið vinnuafl nftelti fara lii þeirra framkvæmda. Skyldi rg vera éinn unt þessa skoðfin?" Mér finnst bréfið eftirlcklar- vert, óg vel gæti verið að fleiri vildu láta til sín heyra. Li. kr. Spakmæli dagsixxs: Æ sér gjöf til gjalda. Gáta dagsins Nr. 438. Þegar svölur týr við tvær tengjast bak og fi’aman, húðina þá fagxa fær, fugls ber nafn allt saman. Svar .við gátu ar. 437. .■iiiHripJ' * ■» ■J|i|'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.