Vísir - 10.07.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 10.07.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Föstudaginn 10. júlí 1953 153. tbL ÍVtji* þáttur i hardttunni uw arfleifa Staliwm: Malenkov nær undirtökunum, Bería handtekinn og ákærður. Hann er borinn þeim sökum aS vera þjóðarf jandma&ur m. m. iFJöttf af Easitlisr kommnnista í Hf osltvu fagnai* Jtessu einroma. Refir eru spakir á Kjalarnesi. í sambandi við frétt þá sem Vísir birti núna í vikunni um refaveiðar Tryggva bónda í Miðdal, hringdi Aron Guð- brandsson forstjóri til Vísis og sagði að refur gengi ljósum logum á alfaraslóðum uppi á Kjalarnesi. Sagði Aron, að fyrir röskum mánuði hefðu 3 menn gengið upp í Esju, og þegar þeir voru komnir nokkurn spöl frá bæj- iim hefði refur orðið á leið þeirra. Fyrir rúmri viku var Aron sjálfur á ferð ásamt konu sinni i bifreið eftir Kjalarnesi. Sáu þau þá ref rétt við þjóðveginn hjá Móum. Var þetta brúnn fjallarefur og fór sér að engu óðslega, þótt um mannaferðir væri að ræða og svo að segja ekki steinsnar frá bílnum. En þegar þau hjónin stöldruðu við, til þess að athuga rebba nánar, tók hann á rás og skokkaði yfir melholtið hjá Móum og stefndi í 'átt til sjávar. Fyrir nokkrum dögum, varð svo bóndinn í Þverárkoti á Kjalarnesi var við stærðar ref heima við túnið hjá'sér. Hvort þarna er vtm einn og sama ref að. ræða, eða hvort það er heill hópur er ekki vitað, en hinsvegar finnst Kjalnes- ingum nóg til um vágest þenna og vilja losná við hann. ,*Bra?ður síkulu herjast..** Banaslys á Þórsfröfn. Þriðjudaginn 7. júlí varð það slys á Þórshöfn, að lítill dreng- «r, Guðmundur Kristinn Ragn- arsson, var undir bíl og beið" þegar bana. Slysið varð á söltunarplaninu en þar hagar svo til, að gat er á því, svo stórt, að smábörn geta smeygt sér niður um það. Þegar bílinn, sem drengurinn varð fyrir, ók út á söltunar- planið var ekkert barn sjáan- legt, en litli drengurinn hefur þá verið undir planinu. Um leið og bifreiðin ók yfir gatið mun Guðmundur hafa stungið höfð- inu upp um gatið, með þeim afleiðingum er fyrr greinir. Lávrenti Beria, sem nú er fallinn í ónáð. Georgi Malenkov, sem tók við af Stalin. Mokafli á siarmiðunum, 1000 Jörundur fékk tctn ttmmtr í nétt í morgun koin hvert skipið á fætur öðru inn á Siglufjörð, Öll með meiri eða minni síld, allt frá 1*0 og upp í 600 tunnur hvert. Mestan afla, sem frétzt hafði um í morgun, hafði togarinn Jörundur fengið, eða sem næst 1000 tunnur, en hann er enn úti á miðunum. Til Sigluf jarðar voru í morg- un komin eitthvað á fimmta tug skipa með síld og biðu þar löndunar. Voru a. m. k. 2—4 skip á hvert einasta söltunar- pláss þar á staðnum og var eng- anveginn hægt að anna því sem barst á land. Er tilfinnan- leg vöntun á stúlkum, og hefur verið talað pm að fá stúlkur frá íslendingurinn fékk ekki ai setjast að á Nýja-SjáJamlL Vann sér til óhelgi með því ao sfela bíl. Fyrir all-löngu kom íslenzk- ur maður til Nýja Sjálands og inagðist gerast þar landnemi. Var þetta, að því er segir í ný-sjálenzkum blöðum, sem frá- þessu segja, sjómaður, sem mun hafa verið orðinn ieiður á áð vera í siglingum, og litizt vel á sig í landinu, enda er þar margt til fyrirmyndár, auk þess sem atvinna er þar næg, því að uppgangur er mik- ill á öllum sviðum. En ekki tókst þó vel til fyrir hinum væntanlega landnema, því að svo fór að hann fékk ekki heimild til þess að gerast landnemi og fær varla síðar. Hann hafði nefnilega ekki verið lengi í landinu, þegar hann drakk sig fullan, og í því ástandí tók hann bifreið ó- frjálsri hendi. Lauk þeirri för þannig, að maðurinn var hand- tekinn og settur í f angelsi. Þeg- ar hann hafði afplánað refsingu sína, var honum komið um borð í skip, og jafnframt tilkynnt, að ekki þýddi fyrir hann að reyna að fá landvistarleyfi í Nýja Sjálandi úr þessu, þar sem hann hefði hegðað sér svo sem raun bar vitni. Ólafsfirði til hjálpar í bili, en þó óvíst talið að það haf i nokkra þýðingu, þar sem búist er við að söltun hefjist á Ólafsfirði þá og þegar. I gær fór fyrsta síldin í verk- smiðjurnar, eða 100 mál, eh.í dag er búist við að taka þurfi miklu meira til bræðslu, þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að hægt sé að salta allt það magn, sem; berst á land. Ekki er vitað með neinni vissu hve mikil síld hefur borizt til Sigluf jarðar í morgun, en talið, að það muni varla vera undir 8000 tunnum og e. t. v. eitthvað töluvert meira. Mörg skipanna, sem komu með síld í nótt og morgun eru þau sömu, sem fóru frá Siglu- firði í gær og sýnir það nokkuð hve síldarmagnið er mikiS úti fyrir. Logn og blíða er enn á fnið- Uiium. ForsetHurskurðk síeðfestir Á ríkisráðííundi í gær stað- festi forseti íslands ýmsa for- setaúrskurði, er gefnir höfðu veri'S út síðan síðasti ríkisráðs- fundur var haldinn. Auk þess var forsætisráðherra veitt um- boð til þess að undirrita fyrir íslands hönd sanininga milli ís- lands, Banmerkur, Noregs og Svíþíóðar -'a.rðandi sjúkra- samlög, msc'ð-rahjálþ o. fl. (Frá tíkjsiáðsritara). Einkáskeyti frá AP. — London í morgun. Tass-fréttastofan, hin opinbera fréttastofa Ráðstjórnarríkj- anna hcfur birt tilkynningu um, að Beria innanríkisráðherra og fyrsti varaforseti ráðherranefndarinnar, sem fer með æðstu stjórn landsins, hafi verið sakaður um fjandskap við land og þjóð, og verði leiddur fyrir æðsta dómstól landsins. Pravda birtir ritstiórnargrein og er'Beria þar kallaður fjand- maður Kommúnistaflokksins og undirróðursmaður, sem í þágu erlendra hagsmuna hafi unnið að endurreisn kapitalismans eða auðvaldsskipulagsins. Asakanirnar á hendur Beria voru ræddar í miðstjórn flokks- ins fyrir nokkru og þar þá tek- in ákvörðun um, að víkja hon- um frá störfum og leiða hann Sr. Kristinn Daníelsson. andaðist í morgun á heimili sínii, TJtskálum við Suðurlands- braut, 92ja ára að aldri. — Síra Kristinn hafði legið rúmfastur á arínað ár. — Þessa þjóðkunna og mæta manns verðúr nánara getið síðar hér í blaðinu. Vélar Þórs ver&a reyndar í 3 sol- arhringa. Varðskipið Þór á að fara í reynsluför eftir um það bil hálfan mánuð, samkvæmt upp- lýsingum, sem Vísir hefur fengið frá forstöðumanni Land- helgisgæzlunnar, Pétri Sigurðs- syni. Er í ráði, eins og sakir standa, áð lagt verði upp í reynslu- ferðina 23. júlí, og er ætlunin að „keyra" vélarnar í 3 sólar- hringa, til þess að gengið verði alveg úr skugga um, hversu þær reynast eftir viðgerðina. Vélarnar eru af enskri gerð, og hafa þær ekki reynst vel, eins og alkunnugt er, og er hér um úrslitatilraun að ræða til þess að fá gert við þær. Landhelgis- gæzlan hefur aðgang að skipa- smíðastöðinni í Álaborg, þar sem Þór var smíðaður, en hún aftur að Crosley verksmiðjun- um, sem smíðuðu vélarnar. Pétur Sigurðsson fer utan í næstu viku og tekur þátt í reynsluferðinni fyrir íslands hönd. fyrir rétt. Malenkov forsætis- ráðherra gerði grein fyrir á- kærunum og var samþykkt að víkja Beria úr flokknum. Síðan var ákvörðun tekin um að svipta hann embættinu. Á fundi 2000 fulltrúa Komm- únistaflokksins í Moskvu í gær í Verklýðshöllinni gullu við fagnaðarópin, er skýrt hafði verið frá því, sem gerzt hefur. Hér virðast vera mikil þátta- skipti í átökunum, sem átt haf a sér stað í Rússlandi eftir frá- fall Stalins, og er það Malen- kov, sem gengur sigrandi af hólmi. Kommúnistar hafa ver- ið látnir breiða; það út í öllum löndum, að eining væri ríkjandi meðal æðstu manna Ráðstjórn- arríkjanna, en nú er sönnunin fengin fyrir því, að togstreita var um völdin, og að Malenkov hefur talið Beria sér hættuleg- an. Því er honum rutt úr vegi sem fjandmanni flökks, lands og þjóðar. Beria hafði stjórn öryggis- málanna á hendi fyrir lát Stal- ins og þar með lögreghmnav og var vald hans mikið. Eftir aud- lát Stalins var þetta ráðherra- embætti sameinað innanríkis- ráðherraembættinu, og gengdi nú Beria báðum. Hann var sæmdur Leninorðunni og hann bar titilinn marskálkur Rá3~ stjórnar ríkjanna — en nú er hann stimplaður fjandmaður Kommúnistaflokksins, lands og þjóðar. 60.300 íbú- ar í Rvk. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur fengið frá Manntalsskrifstofu Reykja- víkur reyndist íbúatala borg arinnar vera — eftir nokk- urn veginn endanlega taln- ignu — um 60.300 — við síðasta manntal (s.l. haust), að meðtöldum þeim, sem búa hér en telja sig eiga lög- heimili utan Reykjavíkur. Hefur því íbúatalan reynzt nokkru hærri en áður var ætlað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.