Vísir


Vísir - 10.07.1953, Qupperneq 7

Vísir - 10.07.1953, Qupperneq 7
Föstudaginn 10. júlí 1953 YlSIB pLilip ÍJorclan : ANNA LUCASTA 28 „Nýfarin með Kötu.“ Spurningunfii um hver hafði' peningana fékkst ekki svarað. Þau þustu út í bílinn. í öllum gluggum var krökt af fólki sem var á gægjum til þess að sjá brúðina, en Theresa hugsaði um hversu ömurlegt það væri, að maður hennar skyldi vera svo djúpt sokkinn sem reynd bar vitni. „Vesalings Anna,“ stundi hún og svo leit hún á Frank: „Að eg skyldi lifa það að verða að ganga inn kirkjugólfið með þér!“ „Þessi fjölskylda," sagði Frank og þrýsti harða hattinum á höfuð sér, „skortir alla sjálfsvirðingu — og virðingu fyrir öðrum.“ Og svo fór bíllinn af stað og krakkahópurinn, sem safnast hafði saman á götunni, dreifðist í allar áttir. 21. kapituli. Skamma stund ríkti kyrrð og dauðaþögn í húsinu. Jafnveí skrautpappírslengjurnar í lofti bærðust eklci. Litlu brúðhjónin á tertunni horfðu með eftirvæntingu og kankvísum svip hvort á annað. Svo kom Joe Lucasta allt í einu í ljós við stigagatið uppi. Hann riðaði dálítið, en fór svo að ganga hægt niður stigann. Hann gekk um herbergin, sem Theresa hafði búið sem bezt hún gat í gleði sinni og hamingju, og starði á allt með kaldhæðnis- legu glotti. Það var tilhlákk í rauðum og þrútnum augum hans, en það var allt annars eðlis en tilhlakk Theresu, það var til- hlakk þess, sem hatar, og hyggur á hefndir. Hann gekk hægt gegnum setustöfuna, og þrátt fyrir að hann slagaði dálítið, tókst honum að sneiða fram hjá borðum og bekkjum, án þess að reka sig á neitt. En við stóra borðið í miðju nam hann staðar, og starði á litlu brúðhjónin. Og hann lyfti hönd sinni með mein- legu glotti og sló með fingri á litlu silfurbjölluna svo að hún sveiflaðist til og silfurskær hljómur kvað við, og enn glotti Joe Lucasta. Vart hafði hljómur litlu bjöllunnar þagnað, er annar hljómur heyrðist úr nokkurri fjarlægð, það var ómur kirkju- klukkna, sem hringt var. Það var ekki líkhringing, öðru nær, það var gleðihringing, brullaupshringing. Hann lagði við hlust- irnar og hann minntist þess, að endur fyrir löngu hafði slíkur hljómur látið honum vel í eyrum. Hann hafði líkt því við engla- söng, er hann þá heyrði, en hann sagði nú við sjálfan sig, að það hefðu verið djöflar í engils líki, sem svo fagurt sungu — og enn mundi svo vera.-------Hann sá Önnu fyrir hugskotsaug- um sínum, fyrir altarinu, sá prestinn, er hann hóf raust sína fyrir hjónavígsluna, og hafði yfir orðin um það, að ef „nokkrir meinbugir“ væru á því hjónabandi, er hér væri til stofnað, væri enn tækifæri til að gefa sig fram. Og sá er um meinbugi vissi átti að gefa sig fram eða halda friðinn æ siðan. En Anna, er hún hlýddi á orð prestsins, og er hlé varð á máli henni litið upp, og hún þóttist sjá hréyfingu á gluggatjaldinu í herbergi foreldra sinna, en éf pabbi hennar hafði verið þar á gægjum þá gerði það ekkért til — hún vár nú kona Rudolfs og hann gat ekki gert henni neitt. Þau gengu hlið við hlið að húsinu og þá veitti hún því athygli, að miða hafði verið stungið undir dyrnar. Það var einkennilegt, að þessi miði skyldi vera þarna, þegar allir nágrannarnir myndu koma og óska þeim til hamingju. Eldingarsnögt greip hún mið- ann, er Rudolf leit til hliðar, án þess hann veitti því athygli, og svo sneri hann sér við og mælti hamingjusamur og brosandi: „Eg ætla að bera þig yfir þröskuldinn.“ „En þetta er ekki oklcar heimili,*1 sagði Anna og kreppti hnef- ann um miðann, og einhver nístandi ótti, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir, náði tökum á henni. „Það er að minnsta kosti brúðkaupsdagurinn okkar“. Og svo bar hann hana inn of ætlaði eklci að vilja sleppa henni. „Bráðum eigum við okkar eigið hús og þá geri eg þetta aftur,“ hvíslaði hann. Anna horfði á hann gripin viðkvæmni, sem ekki var sárs- aukalaus. Og með leiftrandi augum oy bros á vör, en nístandi kvíða í hjarta, hvíslaði hún: „Eg er svo hamingjusöf, Rudolf.“ „Guði sé lof,“ sagði hann, „það er eg líka.“ „En nú er bezt að þú setjir mig niður. Við eigum langa ferð fyrir höndum, og við verðum að komast af stað.“ Hann setti hana í þægilegasta stólinn og mundi nú fyrst eftir því, að hún hafði varpað af sér öðrum skónum á tröppunum í kæti, er hann bar hana inn, og fór hann eftir honum, en á með- an hann sótti hann las hún miðann. Það stóð ekkert á honum nema þetta:- „Blómin anga — og litli bærinn bíður.“ Kvíði hennar hafði þá ekki verið ástæðulaus. Danny var kom- inn. Hún flýtti sér að fela miðann í stólnum. — Rudolf kom aftur og þegar hann stikaði til hennar með skóinn í annari hendi sinni minnti hún hann á prinsinn í ævintýrinu. — Danny var kominn, — mundi hann kominn til þess að spilla öllu? Anna rétti fram fót sinn og hann smeygði skónum á hann. Hún stóð upp. Kvíðans vegna varð hún að reka á eftir honum. Hún gat ekki dulið hve órótt henni var innanbrjósts. En hún' vonaði, að hann tæki ekki eftir því. „Elskan mín —,“ sagði hún, „við verðum að flýta okkur. Þú verður að ná í dótið þitt og eg þarf að hafa fataskipti. „Þú ert óró?“ „Það er ekkert, Rudolf. Við höfum svo nauman tíma.“ En hann tók utan um hana. „Anna, hvað hefur komið yfir þig?“ „Ekkert.“ En kvíðinn var svo augljós, að ekki var um að villast. Og hún greip í hann, haldin dauðans angist: „Þú ert viss um, að þú elskar mig?“ „Hvernig geturðu efast um það?“ Á kvöldTÖkunni - VIÐ5JA (Framh. af 5. síðu) ^ Opinberlega hefur ekki verið um það rætt í Washington, a2S setja Rhee af, og koma að völd-* um öðrum leiðtoga, sem hægarai væri að semja við. En í raun-< inni er mönnum alls ekki ljósti hvernig stjórnmálaástandið yrði þá — og slík umskifti gætu( vart orðið nema með sarnþykkí og hjálp Suður-Kóreuhersi, sém var skipulagður, þjálfað- ur og búinn vopnum af Banda-»’ ríkjunum. En jafnvel þeir, sem hafa látið sér slíkt til hug-« ar koma, segir eitt af kunnustn vikuritum Bandaríkjanna, verða að játa, að það væri broti á hefð, ef Bandaríkin færu -þessa leið, sem væri í fyllstá máta ólýðræðisleg." Suður-< Kórea eigi ef til vill í mörgu sammerkt með lögregluríkjum, en flest virðist benda tií, að þegar um það sé að ræða hvorfi halda skuli styrjöldinni áfram' eða ekki, hafi Rhee meirihlutá þjóðarinnar með sér. jj Nýju fötin Fjallkonunnar, Einn af frægustu læknum Englands var nýlega í sumar- leyfi sínu í Skotlandi. Kom það Einn af forfeðrum liertog- ans af Norfolk var alræmdur hans, skildi það svo, sem væri hann næstum að bíða eftir, að, þá fyrir, að sonur aðalsmanns í einhver gæfi sig fram. Fyrir fimm dögum hafði hún sárkviðið' grenndinni hafði gleypt sex fyrir þessari stund, en síðan er Rudolf fór á eftir henni til þess ■ pence, og var læknirinn beðinn að biðja hana að snúa aftur, hafði hún vitað, að ekkert var að hjálpar. Eftir mikið umstang óttast. Enginn gat sagt neitt nú, sem mundi breyta viðhorfi Rud- . tókst honum að ná skilding'n- olfs í hennar garð. — Og það var dauðakyrrð í kirkjunni, nema um upp úr drengnum og rétti að við og við heyrðist í mömmu, eins og hún væri að reyna að föðurnum. koma í veg fyrir, að allir yrðu þess varir hve klökk hún var. j „Kemur ekki til mála,“ mælti Hún vissi að Stella, Frank og Kata voru þarna líka, en annars faðirinn. „Þér eigið hann fyrir fannst henni allt fjarri veruleikanum, nema ljósið sem logaði fyrirhöfnina af þessu!“ á altarinu og maðurinn, sem kraup við hlið hennar — eins og það tilheyrði henni — hitt væri einhverrar annarrar og ann- arlegrar veraldar. „Það, sem guð hefur sameinað á maðurinn ekki að sundur-' drykkjumaður og slarkari. skilja,“ sagði presturinn, er nú sneri sér að Rudolf og bætti við: Honum var einu sinni boðið á „Hringurinn“. (grímudansleik, og leitaði hann Og þegar Rudolf hafði dregið hann á fingur henni hafði prest- 'þá til eins vina sinna, leikara, urinn yfir hin venjulegu orð, að hann lýsti þau hjón, sem ættu og spurði hann, hvernig hann að lifa saman í sátt og samlyndi, þar til dauðinn aðskildi þau. j ætti að koma á dansleikinn, svo Og þegar þau stóðu upp sneri Rudolf sér að henni og þrýsti að enginn bæri kennsl á hann. henni að sér, hafningjusamur og stoltur, en Anna dró slæðuna | „Þú skal bara koma ófullur,“ frá andliti sér, og Rudolf kyssti hana blíðlega, og nú gat mamma svaraði v'inurinn.: „Þá grunar ekki haldið aftur af tárunum lengur, en í sömu svifum hófst engan, hver þú ert!“ organleikurin og er þau gengu fram kirkjugólfið bað hún í hljóði: „Guð gefi, að hún geti gert hann hamingjusaman." Hin komu á eftir þeim. Síðdegissólin skein í allri sinni dýrð. Stella hélt þéttingsfast um handlegg manns síns og það var auð- séð á svip hennaiyað ekkert 'sem þarna hafði gerst hafði vakið fyrir dag nokkurn, að honum neinar göfugar tilfinningar í hennar brjósti, og hún hvíslaði að leið meinilla, svo að hann fór er betra, annað!“ að eg fari eitthvað Rithöfundurinn danski, Knud Pheiffer, hafði einu sinni látið sér vaxa alskegg. Þá kom það manni 'sínurn, lævislega: „Frank, tókst þú peningana?“ Hann horfði á hana með fyrirlitningu og tautaoi: „Já, eg tók sannarlega niður fyrir mig, þegar eg------“ til læknis síns, til þess að láta athuga sig. Meðan hann sat í biðstofunni, kom maður einn þar inn, en er hann kom auga á — — — ‘ '1' ■ 'ÍPheiffer, várð honúm lað' orði: Og það var eins og þau væru korúin Héim eftir nokkur áugna- J „Hver skrambinn! Þarf máð- blik. Og þegar Rudolf lyfti Önnu upp úr sætinu í bílnum, varð.ur að bíða svona lengi hér! Þá ÚHtí éÍHHí Eftirfarandi mátti lesa í bæj- arfréttum Vísis 10. júlí 1918: Frá Akureyri var Vísi símað í gær, að þar nyrðra væri nú allgóð tíð, en grasspretta á þurrlendi mjög léleg. Fiskafli er ágætur á Eyja- firði þegar beita fæst, og það jafnvel alla leið inn á Akur- eyrarpoll. — Síldar hefur orðið vart í reknet á Siglufjarðar- miðum. Úrslitakappleikur milli knattspyrnufélagsins Víkings og Fálkamanna, sem fram fðr í gæfkvöldi lauk þann- ig að Víkingur vann sigur'með 1:0. í fyrri hálfleiknum vann hvorugur á öðrum. Af beggja hálfu var leikið af mildu kappi og í liði Fálkamanna voru nokkrir mjög liðlegir knatt- spyrnumenn, sem áreiðanlega eru ekki neinir viðvaningar. Seglskipið Herta kom hingað í gærkvöldi með timburfarm til Arna Jónssonar kaupmanns, þar á meðal með I mikið áí bátsVið. Skipið kom frá Halmstad urn Kaupmanna höfn. Ljóð það, sem hér fer á eftip er birt í Ársriti Skógræktarfé- lags íslands, og leyfir Vísir sér. herméð áð endurprenta það. j Er þess getið um höfundinn, að hann sé mikill áhugamaður, um skógrækt. j Gróður mun vaxa í garði, greni í fjallaskarði. Þöll á velli þrumir, — því trúa aðeins sumir. Álmur sprettur við ósa, ösp og birkið ljósa. Víðir með vegsemd prýðir vegu um fjallahlíðir. Reynir angar í ranni, runnur er sérhvers granni.. Lerki með íaufi ungu Ijóðið vekur á tungu. Sólber sé ég í hrönnum sitja á kvistum grönnum. Rifsberin rauðu hanga rósar við ljósan vanga. Fura grær uppi í fjalli, fögur á klettastalli. Einir teygir út anga, úfinn um brekkuvanga. Fjalldrapi frjáls um móa feginn vill mega gróa. Lyng er í hverri laut. Lokið er kvæðaþraut. 3. S, 1 M Ársþing LBK... (Framh. af 5. síðu) 1 Dr. Victor Urbancic, fonn., Björgvin Guðmundsson, íón- skáld, og Jónas Tómasson, tón- skáld. Laganefnd sambandsins er sú sama og árið áður, en hana skipa Þorsteinn Sveínsson, hdl., Steindór Björnssön frá Gröf og Árni Pálsson, bílaviðgerðam. ISLANDSMOTIÐ í 1. flokki heldur áffam í kvöld kl. 8,30 á Iþróftavellinum þá keppa Víkingur — Þrótt- ur. Dómari: Hreiðar Ár- sælsson. ( Mótanef nd. VALUR! ( : Mei'stáfáf ' :og 1. fl, Æfing í kvöld kl. 9, Þjálfari. )

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.