Vísir - 10.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 10.07.1953, Blaðsíða 8
Þdr t«a {erut kaupendnr YÍSIS eftir II, hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tíí mánaðamóta. — Sími 1111. WSSI®. VfSBR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerlft áskrifendur. Föstudagtnn 10. júlí 1953 í kringlukasti keppa Þorsteinn Löve, Hallgrímur Jónsson og Friðrik Guðmundsson, í sleggju kastinu auk heimsmeistarans Strandli, Sigurjón Ingason og Þórður Sigurðsson. í hástökki keppa Sigurður Friðfinnsson og Gunnar Bjarnason og þrístökki Kári Sólmundarson og Daníel Halldórsson. Eru hér þó aðeins líklegustu menn nefndir í hverri grein. 50 keppendur frá 17 félögum í íþrottamóti ÍR eftlr helgina. Meðal þáttíakenda verdni* heints- meistarinn Strandli. í frjálsíþróttamóti Í.R. eftir helgina verða 50 þátttakendur frá 7 mélögum og auk þess 'heimsmeistarinn í sleggjukasti, Norðmaðurinn Strandli. Félögin, sem senda þátttak- endur, eru Ármann, Í.R., K.R., TJmf. Reykjavíkur, Fimleika- félag Hafnarfjarðar, Umf. Keflavíkur og Umf. Selfoss. ' Mótið stendur yfir í tvo daga og hefst n. k. mánudagskvöld. Þá verður keppt í 100 m., 400 ih., 1500 m., hlaupi, 3000 metra hlaupi fyrir B-flokk, eða þá sem ekki hafa áður hlaupið vegalengdina á 9:40 mínútum •eða betri tíma, 4X100 m. boð- hlaupi, kúluvarpi, spjótkasti, Jangstökki og stangarstökki. Af einstökum þátttakendum, sem keppa fyrri daginn má nefna Guðmund Lárusson í 400 metra hlaupinu og þá Kristján Jó- liannsson, Sigurð Guðnason og Svavar Markússon í 1500 metra hlaupinu, en það verður vafa- laust skemmtilegasta grein fyrri dagsins. í boðhlaupinu keppa sveitir frá Ármanni, Í.R. og K.R. Seinni daginn verður keppt i 8 greinum. Þar keppir Guð- mundur Lárusson m. a. í 200 m. hlaupinu, Sigurður Guðnason og Þórir Þorsteinsson i 800 m. ‘hlaupi, Kristján Jóhannsson á 5000 metra vegalengd og Ingi Þorsteinsson og Pétur Rögn- valdsson í 110 m. grindahlaupi. ÆT Utvegsmenn víta stjom LÍ. Undanfarna tvo daga hafa út- vegsmenn og síldarsaltendur af suðvesturlandi komið saman til fundar sem boðaður var af li.t.tJ., að undirlagi Sildarút- vegsnefndar til þess að ræða :síldarsöltun sunnan- og vestan- lands. Mikið var rætt á fundinum um lánsfjárskort síldarútvegs- ins í sambandi við síldveiðarn- ar. Kom þar fram almenn gremja fundarmanna og sam- 'þykkti fundurinn ályktun þess efnis, „að vita harðlega það skilningsleysi, sem æ ofan t æ hefur komið fram hjá hanka- stjórn Landsbankans, á þýð- ingu, högum og þörfum sjávar- útvegsins í sambandi við veit- ingu rekstrarlána og nú síðast, er allri afgreiðslu á rekstrar- lánum.til síldveiðiflotans hefur verið neitað til þessa.“ Skoraði fundurinn á ríkisstjórnina að bæta úr ástandinu. Stjórn'•L.Í.’Ú. hefur lýst samþykki sínu við þessa ályktun fundarins. Þau eiga sama afmælisdag. London (AP). — Elísabet drottning er fædd þ. 21. april, en á auk þess „opinberan” af- mælisdag. Að ári verður sá dagur 10. júní, og verður ef til vill fram- vegis. Er sá dagur valinn, af því að þá er fæðingardagur xn^nns h.ganar, Philips hertoga. San ddæiuski pi>5 leigt áfram. Stjórn sementsverksmiðjunn- ar hefur nú framlengt leigu- tíma sanddæluskipsins um cinn mánuð í viðbót. Gengið hefur verið úr skugga um hvort dæla skipsins sé nógu kröftug til að dæla sandinum þegar byngurinn hefur náð fullri hæð. í því skyni var endi sandleiðslunnar festur í nærri sjö metra hæð. Hefur nokkrum förmum verið dælt þannig umj leiðsluna og fullvíst þykir nú að dælan sé nógu kröftug. Sláttur hafinn á ný. Hvaðanæva að af landinu berast fregnir um, að sláttur sé hafinn af nýju, en margií voru hættir aftur vegna ó- þurrkanna. Hefur lyfzt allmjög brúnin á bændum, þótt ekki yrði nema viku þurrkur í bili mundi geisilegum verðmætum verða bjargað. Grasvöxtur var svo mikill, að tún voru víða sprott- in úr sér, og er sláttur erfiður af þeim sökum. Þess muiiu fá dæmi, að hey hafi venð farin að hrekjast neitt, þó var taða farin að gulna, þar sem hún lá í flekkjum eða ljá, þar sem fyrst var slegið. Allvíða eiu menn búnir að ná upp allmiklu af heyi, sumir farnir að hirða, en aðrir hugsa mest um það í bili, að ná heyjum í sæti og slá til viðbótar. McCarthy bíð- ur hnekki. Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt harðlega einn helzta McCarthy-sinnann, Jám- es B. Matthews, en hann starfar fyrir McCarthy-rannsóknar- nefndina svokölluðu. Matthews hafði lýst yfir því, að langflestir þeirra manna í Bandaríkjunum, sem samúð hefðu með kommúnistum, væru mótmælendur. — Eisenhowor fordæmdi harðlega, að bera þannig sökum stóran hluta þjóðarinnar, kvað það ólýðræð- islegt og ekki í anda þeirra hugsjóna, sem ávalit hefðu verið í heiðri haldnar í Banda- ríkjunum. Matthews hefur lagt niður störf í nefndinni. í fyrstu vildí McCarthy ekki á það faliast, en sá sig um hönd. Fyrir sex árum fann Arabi nokkur pappírsslitur, sem menn hafa gengið úr skugga um, að eru úr ævafornri biblíu. Telja fræðimenn, að blöðin sé um 2000 ára gömul. British Museum hefur fengið síður þessar lánaðar, og á myndinni eru tveir fræðimenn safnsins að gera samanburð á beim og nútíma biblíu. Líkan af styttu Skúla fógeta sent utan tíl afsteypu. Það á að reiisa hana í haust. Líkan af styttu þeirri af Skúla fógeta Magnússyni, er Guðmundur Einarsson frá Mið- dal hefur gert, var sent til Kaupmannaliafnar á Gullfossi síðast tii afsteypu. Elns og lesendum blaðsins er kunnugt fer fram fjársöfnun til þess að hrinda í framkvæmd þeirri ágætu hugmynd, að af- hjúpa myndastyttuna fyrir n. k. áramót, í minningu aldaraf- mælis verzlunarfrelsisins, og hins mikla frömuðar þess, Skúla fógeta. Styttan verður úr eir, 2,8 metrar á hæð, og á hún að standa á tveggja metra háum stalli. Rætt hefur verið um, að hún verði reist í trjágarðin- um, sem liggur að Kirkju- stræti og Aðalstræti, eða ,,Bæjarfógetagarðinum“, eins og hann var almennt kallaður til skamms tíma. Mundi styttan sóma sér þar hið bezta í ná- munda við mót tveggja fyrr- nefndra gatna á því svæði, þar sem „innréttingamar“ voru. Þörf á meira fé. Nokkurt fé hefur þegar safnast, en annars er nú að byrja að koma skriður á af- hendingu lofaðra framlaga, en einnig berst við og við eitt- hvað af nýjum gjöfum. Tals- vert fé mun enn skorta, en ekki þarf að efa, að markinu verði náð, og að margir verði til þess að leggja fram ein- hvern skerf til þess. Er mönnum bent á, að skrif- stofa Hjartar Hanssonar tekur við framlögum í ofannefndu augnamiði. Þegar um söfnun slíka sem þessa er að ræða væri vissulega ánægjulegt, ef þátt- takan yrði almenn, og myndi þá fljótt fyllast ma.lirinn, og smáframlögin eiga þar í drjúg- an þátt. Það var Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur, sem tók þetta mál að sér, og voru eftirtaldir menn kosnir í nefnd til þess að undirbúa það og koma því fram: Egill Guttormsson, Er- lendur Pétursson, Oddur Helgason, Oscar Clausen og Vilhj. Þ. Gíslason. — Trúnaðar- maður nefndarinnar er Hjörtur Hansson og er skrifstofa hans í Bankastræti 11. Tvö umferðarslys. Tvö umferðarslys urðu hér i bænum í gærmorgun. Um kl. 10 lenti hjólríðandi maður á bifreið í Pósthússtræt- inu, gegnt geymsluskemmum Eimskipafélags íslands. Maður þessi hét Benedikt Kristjánsson, Barmahlíð 55, og mun hann hafa fengið mikið högg á höfuðið, auk þess, sem hann skrámaðist í andliti. Hann var fluttur í sjúkrabifreið á Landspítalann, en læknar töidu meiðsli hans ekki alvaiieg. Um svipað leyti varð tveggja ára barn fyrir strætisvagni inn á Langholtsvegi. Barnið heitir Elías Jón Héðinsson, Langholts- vegi 9. Það var farið með Elías litla á Landspítalann, en eftir byrjunarrannsóknum að daraa virtust meiðslin ekki alvarleg. Bretar vilja taia við Rússa, þegar tímabært er. Einkaskeyti frá AP. — New York í morgun. Salisbury lávarður, settur ut- anríkisráðherra Bretlands, er kominn til Washington, en þar hefst þríveldafundurinn í dag. Ræddi hann við blaðamenn og sagði, að brezka stjórnin væri hlynnt því, að heimsvanda málin væru rædd við æðstu menn Rússa — þegar tímabært þætti — og þetta yrði eitt þeirra mála, sem fjallað mundi um á ráðstefnunni. Salisbury minnti á, að hér væri um óformlegar umræður að ræða, til undirbúnings frek- ari umræðum. Reynt yrði að jafna ágreiningsatriði, en þau væru ekki alvarlegs eðlis, og um meginstefnuna væri enginn ágreiningur. Indíánar í hernaði í Bólivíu. N. York (AP). — Fregnir hafa borizt um bað frá Bolivíu, að Indíánar í afskekktum hér- uðum geri tíðar árásir á bónda- bæi þar. Hefur þetta leitt til þess, að bændur hafa sumir yfirgefið bæi sína og safnazt saman í þorpum, þar seni beðið verður eftir því, að lögreglan komi og refsi Indíánum. Nærri 20 menn hafa verið drepnir á tveim vik- um. Viðræður i Kó- reu i morgm Tokyo (AP). — Samninga- nefndirnar, sem fjalla um vopna hlésskilmálana, komu saman á fund í Panmunjom í morgun. Engin tilkynning var birt að fundinum loknum, en hann stóð hálfa klukkustund. Fundur verður aftur haldinn í fyrra- málið. — Fundurinn í morgun var fyrsti fundurinn á um það bil 3 vikum, því að síðan er kommúnistar báru fram mót- mælin út af því, að andkomm- únistisku föngunum var sleppt, hafa nefndirnar ekki komið saman til fundar, en sambands- liðsforingjar beggja aðila komu saman á fund í gær, sem áður hefur verið getið. Vatnsborð Þing- vallavatns hækkar. Vatnsborð í Þingv'allavatni hefur lítið breytzt undanfarinn mánuð, en vatnshæklcunin iiemur bó 2—3 cm. Rennsli í Sogi hefur aukizt um 7 teningsmetra frá því í mánuðinum áður, og er nú 112 ten.metrar í stað 105,6 áður. Stafar þessi aukning m. a. af aukinni úrkomu í júnímánuði, en hún var 188,7 mm og er það þó nokkru fyrir ofan með- allag eða milli 10 og 20%. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.