Vísir - 18.09.1953, Blaðsíða 1
tJt. irg.
:##
Föstudaginn 18. september 1953
212. tbl.
Vishinsky svarar brál-
lega ræly J. f. DuHes.
Allsherjarþingið hefir samþykkt
skipyn dagskrár.
Einkaskeyti frá AP.
New York í morgun.
Vishinsky utanríkisráðherra
Ráðstjórnarríkjanna sagði við
fréttamenn í gærkveldi, • að
hann myndi svara John Foster
Dulies utanríkisráðherra Banda
ríkjanna í ræðu á allsherjar-
þinginu innan fárra daga..
Þessi ummæli eru skilin á
þann veg, að Vishinsky muni
bíða fyrirmæla frá ríkisstjórn
sinni, áður en hann svarar Duli
es. Fulltrúar á allsherjarþing-
inu ræddu mikið sín í mijli í
gær ræðu Dulles, og emkanlega,
að hann boðaði að stefna Banda
ríkjastjórnar í afvopnunarmál-
um væri ekki ósveigjanleg;
'heldur myndi hún taka til gaum
gæfilegrar athugunar allar
gagnlegar tilögur, sem fram
kynnu að koma. Dulles sagði,
að ráðstjórnin hefði nú 'tæki-
færi í ótal málum, svo sem
varðandi Þýzkaland, Austur-
ríki, Kóreu o. fl., til þess að
sima samkomulags- og friðar-
vilja sinn í verki.
Allsherjarþingið samþykkti í
gærkveldi að taka á dagskrá
þau 72 mál, sem dagskrárnefnd
hafði gert slíka samþykkt um
á fundi sínum, þrátt fyrir mót-
mæli Rússa og Suður-Afríku-
manna um viss mál. Fulltrúi
Frakka hreyfði ekki andmæl-
um gegn því, að Marokkómál-
ið væri rætt, en búist er við, að
hann lýsi yfir því, er það verð-
ur tekið fyrir, að hér sé um
innanríkismál Frakkaveldis að
ræða, og muni fulltrúar Frakká
ekki taka þátt í umræðum og
ganga af fundi.
16 þjóða nefndin
ýtir við kommúnistum.
16 þjóða nefndin kom saman
á fund í gærkveldi og var sam-
þykkt að fela Bandaríkjastjórn
að ítreka tillögur um, að stjórn
málafundurinn verði haldinn
15. október, á einhverjum
þeirra þriggja staða, sem fyrr
voru gerðar tilögur um. Fram
hjá þessum tillögum gengu
kommúnistar alveg, en sendu
í Staðinn gagntillögur um aö'
fleiri þjóðir en áður hafði ver-
ið ráð fyrir gert fengju að senda
fulltrúa á ráðstefnuna.
Togarar siii*:
KaMbakur selur
á fltorgun.
Togaraflotinn er nú drcifður
um hin ýmsU mið, en atta þeirra
veiða fyrir Þýzkalands'a.írkað.
Flestir þeirra eru annaðhvqrt
á heimleið eða útleið, en Kald-
bakur á að selja afla sinn i Cux-
haven á morgun. >á ar gert
ráð fyrir, að Bjarni riddari
selji í Þýzkalandi á mánudag,
en Jón Þorláksson á þriðjucag.
Á veiðum eru nú Skúli Afegnús
son og Neptúnus.
Afli togara á Græhlandsmíð-
um hefur .verið rýrari undan-
farið, og öllu lélégri en í fyrra.
Akurey var væntanleg tii Akra
ness af Grænlandsmiðum i dag
og verður aflinn hertur. Bjarni
Ólafsson er á veiðum og veið-
ir í herzlu.
Af togurum þeim, sem veiða
.karfa fyrir Rússlandsmarkað,
eru þessar fréttir helztar: Ask-
,ur, Elliði, Geir, Fylkir, Haf-
liði, ísólfur og Marz eru á veið-
um, en Karlsefni á að landa hér
í dag.
Líkan það, sem hér birtist mynd af, er af Tjörninni og umhverfi hennar, og hefur Axel Helga-
son, rannsóknarlögregluþjónn, gert bað. Svo sem menn rekur ef til yill minni til, efndi Reykja-
víkurbær á sínum tíma til samkeppni um skipulag og skreytingu umhverfis Tjarnarinnar. —
Ætlaði Axel a ð taka bátt í samkeppni þeirri, en er til kom, vannst honum ekki tími til
að ljúka við tillögur sínar sakir anna. Nú hefur hann hinsvegar lokið líkani þessu fyrir
nokkru -r- vann bað, i frístundum sínum á síðasta vetri — og hefur sétít bað bæjarráði.
Segir hann blaðinu, að hann hafi ekki fyrst og fremst gert líkanið, til þess ;að það væri „inn-
legg" í málið, heldur sér til skemmtunar. Gerir Axel ráð fyrir, að Lækjargatan verði fram-
lengd beint af augum suðyestur yfir Tjörnina, en fyrir enda hennar rísi ráðhús Reykjavíkur
í garðinum við Bjarkargötu. — Líkanið er gert úr leir, gibsí, og trétexi, húsin eru málaðir
trékubbar og trén úr nQglum og svömpum. (Ljósm.: Ragnar Vignir).
9 nýtr þingmenn taka sæti á
|»inginu, sem kemur saman 1. okt
Forsetabréf gefið út um samkomudag þess.
Forseti íslands gaf í gær út'urbjörnsson, 8. landkjörinn þing
forsetabréf, er kveður Alþingi
saman til funda fimmtudaginn
1. október næstkomandi. Fer
þingsetning fram að lokinni
guðsþjónustu í Ðómkirkjunni,
er hefst klukkan 13.30.
Á þessu þingi taka sæti 9
nýir þingmenn,. og hefur því
orðið allmikil breyting á þing-
mannaliðinu frá því síðasta
þingi lauk.
Hinir nýju alþingismenn emi
þessir:
Frá Sjálfstæðisflokknum:
Einar Ingimundarson, þingmað-
ur Siglfirðinga, Ingólfur Flyg-
eiaring, þingmaður Hafnfirð-
inga, Jón Kjartansson, þingmað
ur Vestur-Skaftfelinga og
Kjartan Jóhannsson, þingmað-
ur fsfirðinga.
Frá Þjóðvarnarflokknum:
Gils Guðmundsson, 8. þingmað-
ur Reykvíkinga og Bergur Sig-
Það var útborg-
un hjá Dawsonw
George Dawson er ekki
auralaus, eins og alkunna er,
en útborgun hjá honuin fer
fram með óvenjulegum hætti.
Fréttamaður enska blaðsins
„Daily Mirror" segir svo frá
fyrir fáum dögum: Þegar eg
var á heimleið, gekk eg fram
hjá Dorchester Hotel. Þar var
risavaxinn Rolls Royce-bíll
fyrir framan gistihúsið. Þá sá
eg þrekinn mann seilast inn í
bílinn, ná þar I einhverja papp-
írsvöndla, sem hann rétti ein-
hverjum mönnum, sem biðu á
stéttinni. Þrekni maðurinn var
George Dawson, og pappírs-
vöndlarnir voru fimm punda
seðlar. Mennirnir, sem biðu á
stéttinni, voru starfsmenn
Dawsons í hinu nýja fiskfyrir-
tæki hans. Þetta var nefnilega
útborgunardagur, það var allt
og sumt.
„Járnnáman" á Dynskógafjörum:
400 lestum járas náð í sum-
ar - 3-4000 eru eftir.
Meira verður ekki bjargað á þessu ári.
ítalir hafa grafið upp borg
nærri Róm, sem Hannibal lagði
í éyði 200 árum f. Kr. b.
maður.
Frá Kommúnistaf lokknum:
Gunnar Jóhannsson, 4. land-
kjörinn og Karl Guðjónsson, 9.
landkjörinn.
Frá Alþýðuflokknum: /Egg-
ert Þorsteinsson, 7. landkjörinn
þingmaður.
Þeir sem fara:
Þeir þingmenn, sem áttu sæti
á síðasta þingi, en hverfa nú af
Alþingi, eru þessir:
Frá Sjálfstæðisflokknum:
¦Þorsteinn Þorsteinsson og Krist
ín Sigurðardóttir. — Frá Al-
þýðufiokknum: Stefán Jóhann
Stefánsson. —Frá Kommúnista
flokknum: Áki Jakobsson, Ás-
mundur Sigurðsson, Jónas
Árnason og Steingrímur Aðal-
steinsson. — Frá Framsóknar-
flokknum: Jón Gíslason og
Rannveig- Þorsteinsdóttir.
Kveikt á nýj-
um götuvitum,
en bílstfórar virðast
ekki hafa séð þá enn.
I gær var kveikt á nýju götu-
vitunum ' á Laugavegi og
Snorrabraut.
Bifreiðastjórar virðast þó
ekki ennþá hafa veitt þeim
fulla eftirtekt, og muna það ó-
gerla, að þeir hafi ekki for-
gangsrétt á Laugaveginum eins
og áður. Þannig óku t. d. tveir
bílar niður Laugaveginn „á
rauðu" klukkan rúmlega 8 í
morgun, og virtust bifreiða-
stjórai-nir alls ekki hafa litið á
Ijósmerkin, en óku þetta hik-
laust í þ^irri fullvissu, að þeir
vreru á aðalbraut og í fullum
rétti.
Björgun járnsins á Dyn-
skógafjörum ér nu hætt að
þessu sinni, og hafa verið tekin
upp um 400 tonn af hrájárni í
sumar, en talið er að eftir séu
þar milli 3000—4000 smálestir.
Samkvæmt upplýsingum er
Vísi fékk í gær hjá Helga Lár-
ussyni, var hætt við björgún
járnsins fyrir um það bil tveim
vikum, og er búið að flytja
kranann til Reykjavíkur, sem
notaður var við þetta verk.
Sagði Helgi, að aðstaða til
björgunarinnar hefði verið orð-
in mjög erfið, þar eð járnið er
alveg fram í flæðarmáli, og má
hvorki vera stórstreymt né
brim, ef unnt á að vera að vinna
að björguninni.
Niður að járninu er 5 metra
sandlag, og fyllist gryfjan
stöðugt, ef brimar eða ef stór-
streymt er. Verður því ekkert
hugsað um frekari björgun á
þessu sumri, én strax tekið til
á ný næsta vor, ef skilyrði verða
sæmileg. Annars sagði Helgi
Lárusson að skilyrðin til björg-
unar járnsins hefðu stórversnað
við ós þann, sem grafinn var
þarna fram í fyrra, en síðan
fellur alltaf yfir járnið. Áður
hafði myndast hár sandkambur
fráman við staðinn þar sem
jámið er, og féll þá aldrei upp
á sandinn, þar sem járnið er.
Nú hefur þessi kambur hins-
vegar sorfist burtu, svo að sjór-
inn fellur stöðugt yfir sandinn
í stórstreymi og þegar brimar.
Tdingufoss til
í október.
Menn vonast til, að ms.
Tungufoss verði afhentur í
Kaupmannahöf n í lok næsta
mánaðar.
Er gert ráð fyrir, að eig-
endur geti tekið við skipinu
af skipasmíðastöð B&W þ.
28. október, en þó getur sú
áætlun breytzt eitthvað. Þá
er gert ráð fyrir, að hitt
skipið, sem Eimskipafélagið
á í smíðum. ytra, verði sett
á sjó í lok nóvember-mánað-
ar. Er það mun stærra en
Tungufoss eða 2500 lestir.
Rússar prófa
•kjarnorktevopii.
Tass-fréttastofan, hin opin
bera fréttastofa Ráðstjórnar
jríkjafina, birti tilkynningu í
gærkteldi um prófanir á kjarn
orkuvopnum.
Segir þar, að prpfanir á
mörgum nýjum tegundum
kjarnorkusprengna hafi farið
fram að undanförnu og heppn-
ast hið bezta.
000 manns far-
ast í Bitrma.
Flóð, er varð með mjög
snögglegum hætti í Sittang-
fljóti í Burma, mun hafa orðið
1000 manns að bana.
Hafði orðið skýfall til fjalla,
svo að fljótið færði 5000 manna
bæ í kaf í vetfangi. 4000 manns
tókst að komast út fyrir bæinn,
en hinir eru allir taldir af.
Vísitalan 159 st.
Kauplagsnefnd hefur reiknað
út vísitölu framfærslukostnað-
ar í Reykjavík hinn 1. septem-
ber s. 1. og reyndist hún vera
159 stig. (Viðskiptamálaráðu-
neytið, 17. sept. 1953.)