Vísir - 03.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 03.11.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. _& VISIR VlSIE er ódýrasta biaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 ag gerist áskrifenctur. Þriðjudaginn 3. nóvember 1953. Með sameigitibgu átaki veriur sundfaug byggð í Vesturbæmim. Fiiiriswíiaisis s |»c-s sk.yisi .wiesbss Bisla«|ssi3i kenuir. í dag fó Vesturbæingar skemmtilega heimsókn, en það cru ungar stúlkur úr Kvenna- skólanum, sem koma til þess að flytja íbúunum fagnaðarboð- skap. Þarna er þó ekki um að ræða trúarstefnu né fyrirheit um eilíft líf, heldur boðskap um það, að með sameiginlegu átaki geti Vesturbæingar komið upp sinni eigin sundlaug og til þess telja þeir bera brýna nauðsyn. Nú eru til heimilis á þriðja þúsund skólanema í barnaskól- • um og gagnfræðaskólum í Vest urbænum, sem leita verða sund aðstöðu og sundnáms í Sund- höllinni eða í gömlu laugun- ( um. Þetta er ekki aðeins óhag- stætt vegna fjarlægðar, heldur því sem næst ómögulegt vegna þess, að Sundhöllin getur ekki veitt öllum þessum fjölda til- skilda aðstöðu til sundnáms. Þetta hafa Vesturbæingar löngu séð og nú hafa þeir hafizt handa með aðstoð íþróttabanda lags Rvíkur um það að koma hið allra skjótasta upp sund- laug í Vesturbænum. Vinnur 6 manna fjáröflunar- nefnd að .því að safna fé til byggmgárinnar og er Gunnar Friðriksson formaður hennar. Hefur nefndin þegar safnað all miklu fé, en vantar samt nokk- uð til þess að byrjunarfram- kvæmdir geti hafizt. Vonast nefndin til þess, að fjársöfnun, sem fer fram í Vesturbænum þessa dagana ríði baggamuninn og geti orðið til þesg að byrjað verði á.sundlaugarbyggingunni þegar á næsta vori. Fyrirkomulag verður þannig við þessa fjáröflun, að náms- meyjar úr Kvennaskólanum ganga í öll hús í Vesturbænum í dag með lítinn bækling, sem helgaður er þessu málefni, en inni í bæklingnum er laust blað, sem íbúunum er ætlað að rita nöfn sín, þ. e., þeim sem eitt- hvað vilja leggja af mörkum til sundlaugarinnar. Á sunnu- daginn kemur verða svo mið- arnir sóttir ásamt gjafafénu. Gjafaseðlarnir verða síðar bundnir í bók og verða þannig heimildaskrá um gefendur til sundlaugarinnar. Það er ekki ætlazt til stórra framlaga frá hverjum einum, en hins vegar almennrar þátt- töku vænzt, enda er það sagt, að margar hendur vinni létt verk og að margt smátt geri eitt stórt. Þess má loks geta, að Bæjar- stjórn Reykjavíkur sam.bykkti á s.l. vetri framlag til sund- laugai'byggingar í Vesturbæn- um og bæjarráð hefur skipað byggingarnefnd til þess að ann- ast framkvæmdir. Staðsetning laúgarinnar mun þó ekki vera ákveðin ennþá. ! Víðsjár hafa verið miklar í Triest undanfarið. B andaríkjamenn sendu þangað tvo tundurspilla | ef upp úr kynni að sjóða, og sjást beir hér við bryggju þar. Myndin er óskýr, enda send þráðlaust. Elísabet settS þimgið I deg. London (AP). — Brezka Jnngið var sett í dag með mik- illi viðhöfn. Elísabet drottning ók tii þinghússins ásamt manni sín- um, hertoganum af Edinborg, í „írsku kerrunni“, sem fjórir gráir fákar drógu, og var fylgdarlið mikið og frítt. Drottning las hásætisræðuna, þar sem gerð er grein fyrir þingmálum komandi þingtíma bils. Meðal þeirra er breyting á ríkiserfðalögum, þess efnis að hertoginn af Edinborg skuli vera ríkisstjóri í forföllum drottningar, í s.tað Margrétar prinsessu. Er sumra ætlun að breytt Iagasetning í þessu efni gæti greitt fyrir því að Margrét geti átt þann mann, sem hugur hennar er talinn standa til. Vilja nú ekki brezkar eimreiðar. Indland ætlar að kaupa eim- reiðar fyrir 11 millj. stpd. í Japan, Þýzkalandi og Austur- ríki. Bretar hafa einir að kalla lagt Indverjum til eimreiðir fram að þessu og eru þeim von- brigði, að þessi viðskipti gengu þeim úr greipum. Indverjar fá eimreiðirnar mun ódýrai'i í þessum Iöndum en þeim stóð til boða í Bretlandi, og auk þess var lofað skjótari afhend- íngu. Ihaldfð" stendur sig í Bretlandi. Fyrstu 9 mánuði þessa árs var lokið við smíði 226.000 nýrra húsa eða íbúða í Bret- landi. Er það þriðjungi meii-a en á sama tíma í fyrra. í september s.l. var lokið við smíði 6000 fleiri nýrra húsa eða íbúða en l,í sept. í fyrra. | Jafnaðarmenn hafa reynt að i gera lítið úr kosningalofoiðum l-íhaldsflokksins, bæði úr hús- I næðisleysinu, og væru þau j blekkingar einar, en nú, er í- haldsmenn hafa afrekað miklu i meira á þessu sviði en jafnað- armenn, er þessi „gagnrýni“ niður kveðin. Reynslan sýnir, ■ acHhaldsflokkurinn hefur gert jmiklu meira en jafnaðarmenn í þessu efni dg munu standa við öll sín loforð. Hagur Leikfélags Rvíkur með blóma. Sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur urðu alls 115 á s.l. leikári, og hafa þær aldrei orð- ið fleiri á einu leikári. Brýnjólfúr Jóhannesson, for- maður L.R., skýi'ði fréttamönn- um frá þessu í viðtali í gær. Flestar sýnmgar ui'ðu á Ævin- týri Hostrups, sem var sýnt 50 sinnum, en Góðir eiginmenn sofa héima hlaut einnig mjög góða aðsókn, en sýningar urðu 41. Næsta viðfangsefni L.R. verð ur franskur gamaixleikur, sem .nefnist Skattaframtalsskólinn, ,eftir Georges Berr, í þýðingu Páls Skúlasonar ritstjóra. Gunn ar R. Hansen annast leikstjói’n. .Alfreð Andrésson fer með að- , alhlutverkið. Fjárhagsaf koma 1 ,félagsins á árinu varð góð. — jStjórn þess skipa nú Brynj. Jóhannesson, sem er formaður, 1 Jón Leós gjaldkei’i og Steindór I Hjöi'leifsson ritari. Leikrita- ',1'áðunautar eru þeir Lárus Sig- urbjörnsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Tvö mnbrot framin um helgma. Spclívirki lleykvíkinga á Selffossi. Þriðjungur lista- verkanna seldur. Enda þótt sýnlng Sigurðar listmálara Sigurðssonar í Listamannaskálanum hafi ekki verið opin nema fáa daga er þriðjungur listaverkanna þegar seldur. í gærkveldi höfðu 18 myndir j sezt af þeim 60, sem á sýning- unni eru og má þetta heita einstæð sala á jafn skömmum tíma. Aðsókn hefur verið að sama skapi góð, og einkum var að- sóknin ágæt um helgina. Sýningin er opin daglega á tímanum frá kl. 11 til 23 og í verður lokað að kvöldi þess 9. m. I Þ Lögreglumenn sjást nú aftur á garxgi í Brighton eftir 3ja ára •tilraun með eftirlitsbíla. Kostn- aður var of mikill. Tvö innbrot voru framin hér í hænum fyrir helgina. Annað var í verksmiðjuna Toledo aðfaranótt laugai'dags- ins, en ekki var ljóst hverju hafði verið stolið. Hitt inn- bi'otið var framið á laugardag- inn í geymslubragga sem Sölu- nefnd setuliðseigna hefur til umráða í Laugarneshverfi. Maður sem býr þar í grennd- inni varð var við innbrotið og fór á vettvang til þess að at- huga þetta nánar. Stóð hann tvo drengi að innbrotinu og fékk þá lögreglunni í hendur. Skemmdarverk bílfarþega. Síðdegis á laugardag var til- kynnt frá Selfossi að Reykja- víkurbifreið með tilteknu skrá- setningai'númeri hafi verið þar á ferð, en þeir sem í henni voru gert sér leik að því að kasta grjóti í ljósker og brjóta þau. Er mái þetta í athugun. Árekstur. Á laugardagskvöldið ók bif- reið aftan á aðra bifreið á Suð- urlandsbi'aut. Sá er árekstrinmn olli ætlaði að halda áfi'am án Samstarf áformai viS norræna tónlistarmiistöb í New York. Forstjóri hmnar Iiéi* staddur. þess að skipta sér af ái'ekstr- inum, en bílstjórinn í hinuni bílnum neyddi hann til þess að nema staðar og' tók drengskaþ- arloforð af bílstjóx’anum að aka strikbeint á lögreglustöðma og tilkynna áfekstrurinn. Við eftir- grennslan kom í ljós að bíl- stjórinn hafði ekki komið þang- að og fór lögi'eglan þá að leita hans. Bíllinn fannst skemmdur og með örugg merki um árekst- ur við bústað mannsins, 'eii maðurinn var horfinn. Leikur ’grunur á að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Bifreið á hliðinni. í gærkvöldi fór vörubifi'eið út af Kársnesbraut. Var bif- reiðin hlaðin fiski, og hafði ökumaður farið út til að svip- ast eftir afleggjara einum. Rann bifreiðin þá af stað og vallt út af veginum. Munaði minnstu að bílstjórinn yrði undir henni. Slökkviliðið gabbað. Upp úr hádeginu í gær var brunaboði brotinn á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Fór slökkviliðið á staðinn en þá var enginn maður og hvergi mei'ki neins eldsvoða. Stjórn Tónskáldafélags fs- lands og stjórn STEFS bauð í gær ýmsum gestum og blaða- mönnum til samkomu, til þess að kynnast David Hall, fró American-Seandinavian Foundation. Er hann foi'stjóri hinnar nori’ænu tónlistamiðstöðvar, sem stofnuð var 1950 innan vébanda félagsins með fjár- hagsaðstoð norrænu „Stefj- anna“. Jón Leifs bauð gesti vel- komna með fáumorðum og vék að kjörum íslenzkra tónskálda, og kvað starfsskilyrði þeirra áþekk þeim, er skáld þjóðar- innar áttu við að búa fyrir þúsund árum. Tónskáldin nú gætu að eins flutt verk sín, að skilyrði og tækni væru fyrir hendi. Samtök væru hafin tii úrbóta. Því næst talaði David Hall, sem er nýkominn hingað að aflokinni ferð um hin Njrður- löndin. Flutti hann ítai’legt og fróðlegt erindi um störf sín og hvað gera þyrfti, til þess að íslenzk tónskáld gætu notið ávaxtanna af þátttöku í ofan- nefndu samstarfi. Hann kvaðst telja það höfuðhlutvei'k sitt,, 1 að útbreiða þjóðlög og þjóðlega i list frá Norðurlöndum og alls ! konar hljómleikavei’k. Ný franhalds- saga á morgun. Ný framhaldssaga hefst í blaðinu á morgun. Gerist hún um 1870, er gullfund- irnir í Kalifórníu drógu menn í stórhópum vestur á bóginn. Aðalsöguhetjan er ung stúlka frá Kentucky, sem fer til San Franciseo, staðráðin í að raka saman fé. — Sagan er eftir Clarenee Buddington Kelland og nefn ist í þýðingunni ENGILL EÐA GLÆFRAKVENDI? Þetta er spennandi saga um metorðagirnd og harða keppni, en ástin er líka með í spilinu. ____

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.