Vísir - 23.02.1954, Side 5

Vísir - 23.02.1954, Side 5
Þriðjudaginn 23. febrúar 1954 VlSIR 30 ára samvistir við blólhunda. IÞeir eru svo þefvísir, að þeir eru ' éskeikuBir sportiuudar. Effir Leon F. Undanfarið hafa Whitney. dýralækni. blöðin nokkrum sinhum minnzt það, að nauðsyn væri á að fá hingað hunda, sem leitað gæti að týndum mönnum. Hafa sumir viljað fá svonefnda Schafer-hunda, en öðrum finnst það fráleitt, þar sem þeir séu grimmir og mestu gallagripir. Hér fer á eftir grein um hunda þá, er þykja beztir til að rekja slóð, blóðhunda svonefndu, og birtist hún í ameríska tímarit- inu Keader’s Digest í nóvember-mánuði síðast liðnum. Það var á þokumyrkri nótt fyrir um það bil tíu árum, að tveir fangar struku úr Sing Sing fangelsi í New York fylki, myrtu fangavörð og lögreglu- þjón og lögðu síðan leið sína niður að svolítilli bátabryggju við Hudson-fljót. Þar skipuðu þeir fiskimanni að róa sér yfir, að snarbröttum klettum, sem voru á hinum fljótsbakkanum. Vel má vera, að menn þessir hefðu sloppið, ef ekki hefði notið tveggja mjög sérstæðra leynilögreglu- manna. Þegar fiskimaðurinn kom að bryggju sinni, sá hann tvo rauðleita hunda, með stór, laf- andi eyru, hangandi kjálka og hrukkótt enni. Vel má vera, að hundar þessir hefðu virzt grimmir, ef þeir hefðu ekki verið jafn-hlálega hátíðlegir og svo líkir hinni gömlu skílgrein- ingu á blóðhundi: Það er vera, sem lítur út eins og hundur, en allur vindur er farinn úr. Fundust eftir stutta leit. Hundarnir tveir toguðu 1 festar sínar, er báturinn kom upp að, og snuðruðu eftir þefnum af föngunum, sem enn var í bátum. Cy Horton lög- reglumaður, sem sér um hunda fyrir New York-fylkislögregl- una, átti fullt í fangi með að halda aftur af þeim. „Hundarn- ir fengu þefinn af föngunum úr rúmfötum þeirra,“ mælti hann. Jafnskjótt og komið var á land á hinum bakka fljótsins, tóku hundarnir að grandskoða jörðina líkt og nærsýnir pró- fessorar, sem rýna í smátt let- ur. Nasirnar á þeim námu við raka jörðina eins og ryksugur. Svo tóku þeir til fótanna, hlið við hlið, upp snarbrattan stíg- inn. Allt í einu námu þeir staðar. Þeir höfðu fundið mannaþef, sem virtist koma frá grjót- námi til vinstri. Gat verið, að fangarnir væru þar? Horton lögreglumaður treysti hundun- um sínum. „Gefið ykkur í ljós, annars skjótum við,“ kalláði hann. Og fangarnir birtust og héldu höndunum upp í loftið. Er þeir sáu, hvað olíi skjótri handtöku þeirra, urðu þeir ofsahræddir. ,,Blóðhundar,“ mælti annar þeirra, og skalf af hræðslu. Mesti sporhundur vorra daga. Það var raunar alveg rétl hjá þessum föngum að óttasi; blóðhundana, en ekki vegna þess, að þeir væru grimmir. Hreinræktaður . . blóðhundúr ræðst alls ekki á neinn, heldur ér hann óskaðlegur og vinsam- legri en flestir hundar gerast. Almennt mun svo litið á, að blóðhundar dragi nafn sitt af því, sem þeir myndu gera við bráð sína, væru þeir ekki bundnir. Þetta er þó alrangt. Blóðhundar dregur nafn sitt af því, að hann komi af „hreinu blóði“, eða hreinu kyni. Slíkum hundum er jafnsýnt um að hafa upp á háskalegum strokuföng- um og að finna lítið barn, sem hefur týnzt og koma því í hend- ur foreldra þess. Blóðhundurinn er mesti spor- hundur vorra daga. Hann er til þess fæddur að geta rakið spor hverrar lifand.i skepnu, allt frá bjöllu og' upp í dádýr. Hann rekur þvi aðeins spor manna sérs:akler a, a' honum sé kennt. Venjulega byija ég að þjálfa hunda þannig við eins árs ald- urs, — því að fyrr eru þeir of eirðarlausir og fjarhuga. Eg byrja kennslustundirnar á því, að eg stilli upp í röð nokkrum drengjum úr ná- grenninu. Eg ný soðinni lifur ó hendur þeirra. í vasa eins drengjanna hefi eg látið litla I krukku af lifur. Svo kem eg . I með hvolp í bandi og leyfi hon- um að þefa rækilega af ein- hverri flík þess drengs, sem hefur lifrarkrukkuna í vasan- um. Nú á hvolpurinn að þefa drenginn upþi. Ef hann þefar uppi annan dreng, og fer þá eftir lyktinni af höndum hans í stað fatanna, dangla eg í nefið á honum. Ef hundurinn finnur rétta drenginn, fær hann lifr- ina úr krukkunni. Við alla þjálfun verður maður að launa hundinum að leiðarlokum. — Þess vegna er það, að glæpa- maður verður stundum hissa, er hann sér blóðhundinn setj- ast niður og dilla rófunni með eftirvæntingarsvip. Hundurinn er að bíða eftir lifrinni sinni, — það er allt of sumt. réttri slóð. Ef hundarnir víkja af henni, er danglað í þá með ólinni, sem þeir eru bundnir í. Oft ljúka drengirnir hlaupun- um með því að klifra upp í tré. Mér líkar það vel, til þess að kenna hundunum að finna þef, sem andvarinn ber til þeirra. Eftir um það bil 30 æfingar, á slóðum sem er allt að 8 km. langar, er farið með hundana í annað byggðarlag, þar sem öðru visi háttar um landslag, dýr og þef. Það gegnir furðu, hve leikn- ir hundarnir eru í því að finna þef, sem „liggúr í loft- inu“. Skammt frá líki, sem fannst á kornakri, fannst jafn- framt baðmullarglófi verka- manns. Eg lét hundana mína þefa af glófanum. Þefurinn vísaði okkur á kofa -í margra kílómetra fjarlægð. Fyrir utan þenna kofa stóð bílgarmur. Hundarnir höfðu sem sé fylgt þefnum af manni þessum, enda þótt hann hefði verið í bíl. Valið úr 17 manna jiópi. Þeir kröfsuðu í hurðina á kofanum. Gömul kona hleypti okkur inn, en neitaði því að ^ þangað hefði komið nokkur maður. En hundarnir risu upp á afturfæturna og ýlfruðu ámátlega, og sneru nösum upp í loftið. í loftinu var Llemmur upp á háaloft. Lögreglumaður stóð á stól og ýtti hlemmnum frá. Maðurinn, sem þar lá fal- inn, játaði á sig morðið. Atorka velþjálfaðra blóð- hunda er mér sífellt undrun- arefni. Charlie Hutchins, hundaþjálfari, var beðinn ao hafa upp á nauðgara. Blóð- hundar hans þefuðu af húfu, sem hann hafði týnt á ofbeld- isstaðnum, og fylgdu þefnum að gistihúsi. Er þangað kom, teymdu þeir Hutchins inn í herbergi og þar þefuðu þeir i allar áttir. Svo hlupu þeh’ í sameiginlega borðstofu og fóru rakleitt að tómum stól. Nú spurðist sýslumaður fyrir um það, hver maðurinn væri, sem þarna sæti. Enginn sagði orð. Meðan þessu fór fram, hafðx lögreglan handtekið 17 manns, sem allir hefðu getað framið glæpinn. Nú var Hutchins að því spurður, hvort hundar gætu e. t. v. bent á þann sekg. Hann sagði, að hann væri ekki viss um það, svo margar klukkustundir væru nú liðnar, og hann væri ekki viss um, að hundarnir gætu munað þefinn svo lengi. Þeim var hleypt inn í her- bergi þar sem hinir 17 grun- uðu menn voru. Hundarnir þefuðu gaumgæfilega af þeim öllum. Allt í einu nam annar þeirra staðar fyrir framan óttasleginn ungling og dillaði rófunni. „Þetta er maðurinn", mælti Hutchins. „Eg hef aldrei séð þennan hund á ævi minni“, hrópaði drengurinn. ,,Hann hefur heldur aldrei séð þig“, mælti Hutchins, ,,en hann þekkti lyktina af þér“. Þessi ungi maður játaði brot sitt. Hann launaði hund- inum — og slapp. Til er sígild saga meðal blóð- hundamanna af strokufanga, sem var með lifrakrulcku í vasanum. Hann var á flótta undan hundum, sem voru Igusir. Hundarnir náðu niann- inum, áður en leitarmenn komu að.' Fanginn launaðí hundun- um með lifur úr krukku sinni, og gekk síðan rólegur á brott. Þó er það svo, éftir því sem blóðhundar verða vanari leit- inni, að þeim finnst hún vera fyrir öllu, og Uta ekki við lifrinni. Eftir frumþjálfun hundanna fá þeir æfingu á slóðum eftir drengi, sem ég hef leyft hund- unúm. fyrst að_þefa af. Eftir því, >:sem . drengirnir hlaupa, láta þeir detta smá bréfsnepla til þess, að hunda-„stjórinn ‘ fái séð, hvort.hundarnir eru á Lík fundið í brunni. Venjulega hefur það verið svo, samkvæmt reynslu minni, að glæpamaður reynir ekki að ljúga sig út úr ásökunum, sem blóðhundar koma fram með. Þegar honum hefur verið skýrt | frá því, hvernig hundarnir | reki slóðina, telur hann sig vissan um, að allir viti, - að hann sé sekur. Og sannleikur- inn er líka sá, að því er ég tel, að vel-þjálfaður blóðhund- ur er óskeikull. i Eitt sinn kom það fyrir, að gamalmenni, sem hafði hótað sjálfsmorði á bóndabæ einum í Massachusetts, hvarf. Hund- arnir beindu okkur að göml- um brunni, sem byrgður var þungum járnbrautar-trjábút- um. Lögreglan fullyrti, að hann gæti ekki verið í brunn- ! inum, vegna þess, að hann gæti ekki með nokkru móti hafa komizt ofan í hann og látið trjábútana ofan á á eftir. En þarna var líkið. Hvernig maður þessi fór að þessu, veit ég ekki, en hundarnir vissu, að líkið var þarna. Leitað að horfinni konu. Fyrir nokkrum árum bað lögreglustjóri í grannborg minni mig að koma með blóðhund- ana mína og rekja slóð konu, sem týnzt hafði. Við komum löngu eftir miðnætti, og hún hafði týnzt kvöldið áður. Maður hennar, vansvefta og skjálfandi af örvæntingu, fór með okkur í svefnherbergi þeirra hjóna. Þar tók ég ólarn- ar af þeim, lamdi léttilega á hálsólina, en það táknaði, að nú ættu þeir að fara af stað. Svo leyfði ég þeim að þefa af teppum og lökum í rúminu. Fyrir utan húsið þefuðu þeir af gangstéttinni sem óðir væru. Svo ruddust þeir áfram en báru höfuðið hátt. Þetta var skrítin halarófa, sem þarna ruddist áfram í morgunskím- unni í þessari litlu borg. Nú kom hin gamla hrifning yfir j mig, þessi undarlega tilfinning, sem ævinlega grípur mig þeg- ar ég er úti með blóðhundun- um mínum. Eg fann titringinn frá hinum skjálfandi, ákafa hundi mínum leggja til mín eins og rafmagnsstraum um strengda ólina. Þessi skepna var til þess sköpuð að rekja slóð, það var hennar eina full- nægja í lífinu og tilveruréttur. Og ég, sem hvorki sá né skynj- aði slóðina, sem hann fylgdi af svo miklum ákafa, gat ekki nema látið undan, er hann rykkti í ólina, eins og blind trú á mætti hans. „Eg veit, að hún fór niður að ánni“, kjökraði maður henn- ar. En það var eins og hund- arnir vildu afsanna mál hans, því að þeir tóku moldarveginn inn í skóg. „Hundunum hlýtur að skjátlast“ hrópaði maður- inn. „Hvers vegna ætti hún að fara þessa leið? Snúið hundunum við. Hún fer niður að ánni.“ | Mér datt í hug á þeirrí stundu, að vera mætti, að hann hefði helzt kosið, að hún hefði farið niður að ánnL Horft á mannlaust hús. En hundarnir fóru með okk- ur að skógarrjóðri, þar sem verið var að reisa hús. Þeir horfðu á aðaldyr þess, svo fóru þeir kringum það, námu stað- ar við hvern glugga, stóðu á aftur fótunum með framlapp- irnar upp í gluggakistunni, Þegar utanríkisráðherrarnir héldu fúndi i Ai-Berlín, fóru þeir fram í sendiráðsbyggingu Kússa, cn mynuin liér að ofan er tekin í mót: ökusal byggingarinnar. Myndin í skrautglugg- anum er f rá Kreml. ,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.