Vísir - 23.06.1954, Page 8
VtSIR er ódýrasta blaðið og J>ó það fjol-
breyttasta. — Hringið i s<ma 1660 mg
gerist áskrifendur.
VI8I8
Þei? sem gerast kaupendur VÍSIS eftlr
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypls tft
mánaðamóta. — Sími 1660.
Miðvikudaginn 23. júní 1954
F.í. efnir tii margra sumar-
ieyfisferia á næstunni.
Auk þess til vikulegra ferða í Landmannalaugar.
Ferðafélag íslands efnir til
nokkúrra langferða um og upp
úr næstu mánaðamótum. Þær
helztu eru sem hér segir:
v 1. júlí hefst 12 daga ferð um
Norður- _ og Austurland, þar
gem heimsóttir verða allir merk
ustu staðir og fegurstu á þess-
ári löngu og fjölbreyttu leið.
Dyalist t. d. dögum saman á
Fljótsdalshéraði og daglangt í
Mývatnssveit og Kelduhverfi
(Ásbyrgi).
' 8. júlí hefst fimm daga ferð
um Strandasýslu, Dali og Snæ-
fellsnes, að nokkru leyti leiðir,
sem Ferðafélagið hefur ekki
farið fyrr.
- 10. júlí byrjar 6 daga ferð um
Kjalveg og Kerlingarfjöll og
víðar. Þar sem gist verður all-
ár nætur í húsum félagsins. —
Geta þeir, sem vilja, stundað
skíðaferðir í Kerlingarfjöllum,
meðan aðrir aka milli sæluhús-
anna og eiga kost á gönguferð-
um, stuttum eða löngum eftir
vild.
15. júlí verður farið í átta
daga ferð um Vesturland, á
bíl, bát og ef til vill hestum.
Breiðafjarðareyjar heimsóttar,
svo og eyjar í ísafjarðardjúpi
auk fjölda annarra staða.
14. júlí er ráðgerð 8—9 daga
ferð austur í Öræfi, um Suður-
sveit, HornafjÓrð og Lón. Er
þessi leið ein hin stórfengleg-
asta, sem farin verður um byggð
ir landsins, sunnan jökla. Far-
ið verðUr með skipi til Horna-
f jarðar en sennilega flogið heún
úr Öræfuhufn.
■24. julí hefst 4ra daga ferð um
endilanga Vestur-Skaftafells-
sýslu, allt austur að Lómagnúp
og Núpsvötnum. Er þessi leið
forkunnarfögur og sérkennileg.
Um líkt leyti er ráðgerð 7—8
daga ferð inn að Hofsjökli, í
Arnarfell hið mikla, en þaðan
vestur í Kerlingarfjöll. Farið
yrði upp úr Þjórsárdal, en til
byggða niður með Hvítá í
Hreppum.
31. júlí eru svo ferðir á Kjal-
veg, vestur á Breiðafjörð og í
Landmannalaugar eins : og
venjulega um verzlunarmanna-
1 helgina.
J Þeir sem hafa í hyggju að
notfæra sér ferðir Ferðafélags
. íslands, eru hvattir til að
trýggja sér far í tíma hjá fé
laginu, því óvíst er' hvernig
gengur að útvega farkost, sé
ékki vitað um þátttöku fyrr en
undir það síðasta.
Auk þessata leiða, sem hér
hafa verið nefndar eru þessar
' ferðir í júlí:
| í Landmannalaugar um
1 hverja helgi. Hekluferð 3. júlí.
Þórsmerkurfor 10. júlí. Hring-
iferð um' Borgarfjörð 17. júlí.
I Ferð á Skjaldbreið 24. júlí og
svo ferðir um verzlunarmanna-
helgina, sem áður getur. ;
J Ferðaáætlunin 1954 greinir
nánar frá öllum þessum ferð-
um. Hennar ættu félagar F. í.
að.vitja á skrifstofu félagsins.
Túngötu 5, sími 3647. Þar er
og hægt að fá allar nánari upp-
lýsingar um ferðir félagsins í
sumar.
Kierioginn af
ara i gær.
■ , •
Einkaskeyti frá AP.
London í gær.
Hertoginn af Windsor, fyrr-
verandi konungur og föðurbróð
ir Elisabetar drottningar, átti
kyrrlátan afmælisdag í dag.
Hertoginn er nú sextugur,
iðkar oft golf, en lifir kyrlátu
lífi og bregst illa við, ef blöðin
reyna að gera sér mat úr einka-
lífsviðburðum hans og konunn-
ar — einkum konunnar.
Fyrir nokkrum dögum birti
hertoginn í.París hvassyrta til-
kynningu út af greinaflokki,
iSem Sunday Express flytur, og
segir í henni að í fyrstu grein-
inni hafi verið margar staðhæf-
ingar, sem hafi ekki við neitt
að styðjast.
3 greni hafa fundizt hér
nærlendis siðustu dagana.
Þau hafa verið uiinin að nokkru.
Fyrir nokkru fannst annað
grenið á sumrinu á Mosfells-
heiði.
Það voru þeir Tryggvi Ein-
arsson í Miðdal og Sveinn son-
ur hans, sem fundu það. Bæði
dýrin og 7 yrðlingar náðust en
talið er, að eitthvað muni hafa
orðið eftir af yrðlingum, og fór
Sveinn aftur til þess að athuga
það.
Nýlega fundu Egill Jónasson
og fleiri greni í Esju. Á mið-
vikudagsnóttina náðist læðan
en refurinn er styggur, og hafði
hann ekki náðst, þegar síðast
frétti.st, cr ekki heldur yrðling-
arnir. i leitinni er haldið á-
fram.
Eitt
uppi j.
dýrið.
' Réfu
fjölgan
ekki haídl
ú hefir svo fundizt
!. i qs og náðist annað
n virðist heldur fara
>„ ár. .virðast þéir
■mikií
byggð hér nærlendis og í fyrra.
Leitinni verður haldið áfram
að minnsta kosti þenna mánuð.
Talsverður hörgull virðist vera
á vönum refaskyttum, og er það
| mjög bagalegt.
I Guðbjörn Einarsson, bóndi á
Kárastöðum í Þingvallasveit,
! hefur svipazt eftir grenjum þar
1 í grennd, en ekki fundið. Hins
| vegar heyrði hann í ref fyrir
I rúmri viku — að næturlagi —
| tók byssu sína og skaut .dýrið
i á hrauninu fyrir neðan bæinn.
Norðlendingar telja, að ref-
; um fari fækkandi með hverju
j ári, en þó hafa tvær refaskytt-
! ur í Eyjafirði fundið fimm greni
! í vor. Ottó Guðnason fann þrjú
! á Svalbarðsströnd og náði flest-
um dýi'unum, en Steingrímur
j Þorsteinsson frá Dalvík fann og
■ vann tvö greni — annað í Ól-
afsfjarðarmúla og. hitt í Ytra-
.Iloltstíal.
Eins og Vísir gat um, nauðlentu tveir íslenzkir flugmenn lítilli
Tiger Moth-flugvél á Hítarvatni fyrir skemmstu. Komust þar
af lítt meiddir, en bandarísk þyrilfluga af Keflavíkurvelli sótti
þá upp eftir og flutti til Reykjavíkur. Mynd þess er tekin við
komuna hingað. Frá vinstri: Ingimar Sveinbjarnarson, Keykja-
vík, Ríkharður Jónatansson, Hólmavík, Edward J. Duncan,
höfuðsmaður frá Weymouth, Mass., og John, A. Alberti
höfuðsmaður frá Santa Rosa, Kaliforníu, en þeir flugu Silkorski-
þyrilflugunni, sem sótti þá Ingimái* og Ríkarð.
Landsliðskeppnin i
skák a5 hefjast.
Landsliðskeppniin í skák hefst
hér í Reykjavík um næstu
helgi.
Enn er ekki vitað hvernig
j þátttakan verður, en almennt.
er búist við mikilli þátttöku og
að flestir heztu skákmenn vorir
skrái sig til képpninnár.
Til mála hefur komið oð
flokkur íslenzkra skákmanna
fari á alþjóðamót, sem háð
verður í Argentínu í haust. Mót
ið verður háð í Buenos Aires
og er þar um flökkakeppni að
ræða. Lágmarks þátttaka frá
hverri þjóð eru fjórir menn.
Ef af ferð þesari verður,
verður landsliðskeppnin, sú er
nú fer í hönd, eins konar próf-
keppni fyrir hana.
Núverandi skákmeistari ís-
lands er Friðrik Ólafsson, en
vegna fjarveru sinnar getur
hann ekki tekið þátt í mótinu.
Ný Kóreuráðstefna ólíkleg.
Geta Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn
átt samleið um aðgerðir?
Einkaskeyti frá AP. —
Mikið hefur verið um þaö
rætt meðal stjórnmálamanna
hér hverjar afleiðingar það
muni hafa, að slitnaði upp úr
samkomulagsumleitunum um
Kóreumálið.
Meðal þeirra, sem látið hafa
áit sitt í ljós, er Pyun, utan-
ríkisráðherra S.-Kóreu, en mik
ið er talið undir afstöðu stjórn-
ar hennar komið.
„Eg get ekkert um það sagt,“
sagði hann við fréttamenn,
„hvort við grípum til hernaðar
aðgerða eður ei, en hitt get ég
sagt yður, að Suður-Kóreu-
stjórn hefur um nokkurt skeið
talið sig hafa fulla heimild til
hvers konar aðgerða, sem hún
telur þörf á. Við undirrjtuin
ekki vopnahléssáttmálann. Við
lofum aðeins að gera ekkert til
þéss að spilla fyrir framkvæmd
þess ákvæðis hans, sem fjallar
um st j órnmálaráðstefnu um
Kóreu — ákveðinn tíma, en sá
tími er löngu liðinn.“
Pyun var spurður um álit
hans á afstöðu Bandaríkjar.ria,
hvort þau mundu fylgja S.uð-
ur-Kóreu að málum, ef hún
gripi til sérstakra aðgerða.
„Varnarsáttmáli Bandaríkj-
anna og Suður-Kóreu hefur sín
ar takmarkanir,“ sagði Pyun.
„Við höfum okkar skilning á
samkomulaginu, Bandaríkja-
menn sinn. Eg mun ekki leitast
við að gera grein fyrir afstöðu
og skilningi þeirra, en það er
vitanlega undir þeim skilningi
komið, hvort þeir eiga samleið
með okkur.“
Pyun kvað svo að orði, að
hann teldi ekki líklegt, að.hald
in yrði önnur Kóreuráðstefna,
Börnunt boiíö á skemmt
un Josephine Baker.
Tívólí, skemmtigarður Reyk-
víkinga, býður í dag 800 börn-
um á aldrinum 5—12 ára, í
Austurbæjarbíó kl. 3 til þess að
sjá og hlusta á Josephine Baker.
Þetta er hvorttveggja, höfð-
inglegt boð, og fágæt skemmt-
un fyrir börnin. Þá er þess ó-
getið, að sælgætisgerðin Nói
mun gefá hverju bami sæl-
Josephine Baker er mikiil
barnavinur, og sjálf á hún sex
uppeldissyni frá fimm þjóðam.
Hún ætlar að syngja og dansa
fyrir börnin, en jafnframt væri
gaman, ef einhver börnin döns
uðu sína barnadansa líka og
ætlar hún að veita verðlaun
fyrir.
Flotaforingi A.-banda-
lagsins staddur hér.
Jerauld Wright, yfirflotafor-
ingi Norður-Atlantshafsvarnar
bandalagsins á norðanverðu At
antshafi, er hér staddur.
Hann gekk í morgun. á fund
forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra og sat þar næst há-
degisverðarboð iorsætisráð-
herra.
Brezk flugvél af Dakotagerð
hrapiið'i til járðar í Kenya
í morgun. Hún var á ieið til
eyjarinnar Möltu. — Lík-
legt er að 7 menn hafi beð-
ið bana.
BeÓið frétta af
Bernarfundiniffli.
Hinir hernaðarlegu fulltrúar
beggja aðila, sem fjalla eiga uni
stöðvun vopnaviðskipta í Laos
og Cambodiu, hafa ekki ræðst
við enn.
Hernaðarlegu nefndirnar
fengu sem kunnugt er þriggja
vikna starfstíma og skyldu þær
þá skila áliti. Þykir þetta slæm
byrjun. Hér bíða menn óþreyju
fullir fregna um fund Mendes-
France og Chou En-lai, sem
haldinn verður í Berrt í dag.
„Svarta höndin"
Casablanca í morgun.
Réttarhöld eru byrjuð hér yf-
ir 60 mönnum úr léynifélags-
skap illvirkja, sem nefnist
„Svarta höndin“.
Hinir handteknu eru sakaðir
um morð og rán, íkveikjutil-
raunir í opinberum byggingum
og hvers konar glæpi aðra og
hryðjuverk.
Efnt til hópferða héðan
til að skoða sóimyrkvann.
Farið að Dyrhólaey og Krossi í Landeyjum.
Þegar sólmyrkvinn gengur
yfir þann 30. þ. m. verður cínt
tii nokkurra ferða á þá staði
til þess að ræða tillögur Chou þar sem aímyrkt verður hér á
En-lai. „Það er skökk ályktun, ■ landi.
að vænta árangurs af viðfæð-
um, eftir að samkomuiagsum-
leitanir nú fóru út um þúfur.
Heimurinn er þreyttur á stríði,
þreyttur á ráðstefnum, jafnvel
þreyttari en á þögninni. Ný ráð
stefna yrði kannske aðeins til
þess að leiða enn betur í Ijós,
h.ve vejk samvinna frjálsu-þjóð'
anna er,“
Ferðafélag íslands efnir til
tveggja ferða, Verður önnur
þeirra austur að Dyrhólaey og
lagt af stáð í hana kl. 7 á þriðju
dagskvöldið þann 29. þ. m. —
Verðui gistí eystra og komið
heim að kvöldi þess 30.
Hin ferðin hefst að morgni
þes ii). þ. m.' austur að Krossá
! ívj u.m og komii að kvöldi
sama dags aftur.
Náttúrufræðifélagið efnir
einnig til ferðar austur að Dyr-
hólaey þriðjudagskvöldið 29. þ.
m. Þar verður svo gist í tjöld-
um um nóttina og síðan beðið
þar til sólmyrkvinn gengur yf-
ir, sem er um kl. 12 á hádegi
eftir íslenzkum sumartíma. Að;
því búnu verður ekið til Víkur,
en þeir sem óska geta gengið;
yfir Reynisfjall. Á heimleið
verður staðnæmst við Selja-
landsfoss og kaniíð til' Rvíkur
um kvöldið