Vísir - 01.07.1954, Side 7

Vísir - 01.07.1954, Side 7
Fimmtudaginn 1. júlí 1954. VlSIR « MSftiw* F. emn Wfgch Mmon. 94 „Eg þekki enga konu með því nafnisagði de Menthon án þess að láta sér bregða. Hann kynnti sig og félaga sinn. Þegar Asa heyrði nafn de Menthon vakti það vitanlega þegar athygli hans hve líkt það var „Mention“. Hann bauð þeim að setjast og spurði hvað hann mætti bjóða þeim. „Er til koníak?" * „Því miður, Bretarnir drukku það upp. En romm er til.“ „Romm, romm, hvergi neitt til nema romm, en Ííka yfirfljót anlegt. Við vorum nærri drukknaðir í rommi á Saint Domin gue. Ef við einhverntíma sjáum okkar fagra Frakkland aftur strengjum við þess heit, að bragða aldrei romm framar.“ De Berthelun tók upp forláta tóbaksdósir og bauð hinum nýju vinum þeirra í nefið. ' „Það virðist svo, herrar mínir,“ sagði de Menthon hægt, „að þið séuð báðir kunnugir Madame de Lameth?“ Asa ásetti sér, að láta ekki veiða neitt upp úr sér um fortíð Hildu. „Hún er vissulega gamall vinur Peabodys læknis.“ „Aha, þetta er leyndarmál, sem fangar hugann. Þér kynntust henni —?“ í Boston — eg hjúkraði Hildu Mention í veikindum nokkra daga.“ „Men-shun,“ sagði Frakkinn. Hann bar nú þannig fram nafn- ið Mention. Og hann lyfti brúnum nákvæmlega á sama hátt og Hilda stundum. „Hvernig stafar hún nafnið?“ Asa stafaði það fyrir hann. „Og nú er hún Madame de Lameth.“ Bandaríkjamennirnir og Frakkarnir litu hverjir á aðra þann- ig, að augljóst var að enginn var í vafa um sambandið milli Hectors og Hildu. Asa hélt áfram: „Og nú hefir hún um dálítinn tíma verið til aðstoðar í sjúkra- húsi mínu.“ „Hefir hún nokkurn tíma talað um uppruna sinn?“ „Mjög sjaldan. Mun vera ófróð um þá hluti. Hún varð mun- aðarlaus á barnsaldri, — eftir að skip strandaði við Kanada, að eg hygg.“ „Aha, mjög rómantískt,“ sagði Frakkinn. „Og mjög dular- fullt. Og það fer ekki fram hjá neinum hversu lík nöfnin Men- tion og Menthon eru. Og, þar sem eg á engar systur, en allmarga frændur, sem eg þekki alla, —• en. kannske afi —“ Hann þagnaði skyndilega og brosti. „Kannske þér vilduð sýna mér þá vinsemd að kynna okkur?“ „Vissulega, með mestu ánægju. Þetta er mér ráðgáta eigi síður en yður. Sannast að segja bjuggumst við við að hitta Madame de Lameth, en hún mun hafa farið í göngu sér til hress- ingar með manni sínum. Þau hljóta að koma bráðum.“ „Við skulum vona það. Við verðum að hverfa á brott fljótlega og við verðum lengi ríðandi aftur til York Town.“ Óspart var drukkin rommblanda og farið að ræða um hernað- araðgerðir og horfur. Allir vou þeir sannfæðir um, að fjand- mennimir myndu brátt verða að gefast upp. Allt í einu barst að eyrum hljómur kirkjuklukkna. „Fari i logandi," sagði dé Menthon argur á svip. „Við verðum að hverfa aftur til skyldustarfa, eo verið vissir um það, herrar mínur, að við munum koma bráðlega aftur. Gerið svo vel að bera kveðju mína til Madame jg míns gamla vinar Lameths.“ Asa var líka leiður á biðinni og þegar Frakkarnir voru farn- ir skrifaði hann nokkur orð á miða til Hildu, að hún væri leyst Erá skyldustörfum í tvo sólarhringa og lengur, ef hún þyrfti Erekáíi hvíldar með. Ungfrú Stevens hafði tekið að sér að sjá um alla hjúkrun i Ejarveru hennar. • Kvöldstjarnan. Hlý, fersk kvöldgolan lék um þau, þar sem þau lágu í rjóðri nokkru í skóginum. Hector hafði hneppt frá sér jakkanum og höfuð hennar hvíldi við barm hans. Undir jakkanum var hann aðeins klæddur þunnri silkiskyrtu. „Hjartað mitt, eg get heyrt hjartað í þér slá.“ „Og veiztu hvað það segir?“ sagði hann og strauk lokka hennar. „Nei? Eg skal þá segja þér það. í hvert sinn er það slær, segir það: Eg elska þig, eg dái þig, eg elska þig, eg dái þig, og það mun það gera alla mína daga.“ „Og þreytast aldrei á því, að segja það?“ Aldrei. Hann varð þess var, að vangi hennar var óeðlilega heitur. „Elskan mín, ertu ekki vel frísk?“ „Jú, jú, eg'er vel frísk, og ánægð, af því að þú ert hjá mér.“ „Eg tók eftir því, að ljómi augna þinna var dálítið annar- legur í kvöld og þú varst rjóðari en vanalega.“ „Það getur ekki stafað af öðru en gleðinni yfir að vera aftur komin til elskhuga síns.“ Hector hallaði sér aftur makindalega. Hann hafði brotið sam- an jakka sinn og hafði undir höfðinu sem svæfil. „Það er orðið framorðið. Sérðu kvöldstjörnuna þarna? Hana bar yfir greinarnar þarna, er við komum. Nú er hún að hverfa.“ „Hvaða stjarna?“ „Þessi stóra, hvíta — hún er ólík öllum hinum. Ljómi hennar er meiri en hinna og hún er ekki dökkblá eins og hinar, hvít, — það aðeins vottar fyrir bláma. Þetta er gleðinnar og hrein- leikans stjarna og hún minnir mig á þig.“ Hilda hugsaði með sér, að Hector væri áhyggjufullur. Þannig talaði hann ekki, nema til þess að dreifa áhyggjum. Allt í einu settist hún upp. „Hector, horfðu í augu mín. Segðu mér satt. Verður — búizt þið við áhlaupi bráðum?“ Hann hélt áfram að horfa á hina hverfandi kvöldstjörnu og svaraði næstum angurværri röddu: „Jafnvel langar og leiðar styrjaldir enda með nokkrum áhlaupum.“ „Það verður þá gerð árás á morgun?“ Hilda titraði frá hvirfli til ilja. „Ó, Hector, verður þú að fara?“ Vottur furðu kom fram í svip hans. „Þú skilur það, ástin mín, að liðsforingi í konunglega Deux- Ponts-herfylkinu, sem þar að auki ber nafnið de Lameth, verður að leiða menn sína í orustu, eins og pabbi við Minden, Charles gamli frændi við Malplaquet og afi við Blenheim.“ Kuldahrollur fór um líkama Hildu. „Grunur Hectors er víst réttur,“ hugsaði hún, „eg er víst að fá inílúenzu, en hann má ekki gruna neitt. Þá mundi hann engan frið hafa fyrir áhyggjum.“ „Vertu hugrökk, ástin mín,“ sagði hann. „Eftir nokkra daga verður Cornwallis lávarður að gefast upp. Það er búið að hrekja brezka flotann til New York og Cornwallis getur engan liðsauka fengið. Bráðum verður öllum bardögum lokið hér í Virginíu og svo höldum við kyrru fyrir, kannske lengi, þar til skipunin kemur um að sigla heimleiðis. Og þú munt elska Frakkland j eins heitt og eg, ma petite. Frakkland — fegursta land jarðar, með skógum og fögrum ám, sem sireyma hægt fram til sjávar. Og borgirnar, ástin mín, miklar, fagrar borgir og voldugir kast- alar. Allt þetta munum við sjá saman.“ „Taktu þéttar um mig ástin mín, og segðu mér meira um Frakkland.“ Og hinn ungi liðsforingi gerði sem hún bað og hann ræddi um Á kvoldvokunni. Tvær vinkonur ræddust við eftir dansleik og voru í góðu skápi. Önnur sagði: „Heyrðu Sigga, er það virki- lega satt að þú hafir ákveðið i alvöru hverjum þú ætlar að giftast?" „Já, það er satt. Ég ætla að giftast honum Jónasi". „Jæja, hvers vegna ætlarðu að fara að giftast honum, með leyfi að spyrja?“ „Ég ætla að giftast honum af því hann sættir sig svo blessunarlega við það þó að ég kjái framan í þá Jónsa og Pétur.“ • Trjábolur getur legið 10 ár í vatni, hann verður ekki að krókódíl að heldur. (Spakmæli frá Afríku). • Gleymdu ekki að greina frá útsýninni frá fjallinu þínu. Þegar þá ert liöinn, klífur það enginn. • Sálsýkifræðingurinn William C. Menninger gaf þetta ráð manni sem vildi tryggja sér viðunandi elli: „Farðu að und- irbúa ellina, meðan þú ert á barnsaldri þannig að hún end- ist til æviloka.“ • Eins lengi og sögur fara af, hafa Arabarnir í Túnis riðið á undan asnanum sínum, ef um flutninga hefir verið að ræða. Á eftir komu konurnar klyfj- aðar allskonar búsáhöldum. Síðan 1942 hefur röðinni verið snúið við og valda því jarð- sprengjur, sem geta bakað veg- farendum fjörtjóni. • Karlmenn, sem eru óhemjú- samir í hjónabandinu eru líka oftast neikvæðir gagnvart trúarbrögðum. Hamingjusamir eiginmenn lesa manna mest í biblíunni. • Víða er pottur brotinn: Þessi auglýsing birtist nýlega i norska blaðinu Farmand: Pró- fessor við Oslóarháskóla, 48 ára að aldri óskar eftir ann- arri vinnu. 23 ára reynsla í vís- indalegu starfi og sjálfstæð á- byrgð á menntun og prófum stúdenta til candidatsprófs. Vildi feginn fá vinnu, þar sem launin væru a.m.k. eins há eins og nýliði í dósenttölu fær hjá nágrannaþjóðinni. £. Surmtyká z Köfðli snúið aftúr’ til þötpsíris, þéir miklá ráðsteniu; til bess nð kjósa nýjan fbringja, eítirmánn’ konungsins, sem haf'ði faliið í bai- daganum. ,Það er aðeins ekm maöur hæfur ii læss að verða konv.ngur okkai“ hróþaði Kásula. „Hvíti maðt rinn sem leiddi okkur til sigurs”. Kasuls stökk bá á .ætur og lyfti spjótinu háft og hóf a& súga dans, með allskonar fettum og brettum, kringum Tarzan.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.