Vísir - 13.09.1954, Page 10

Vísir - 13.09.1954, Page 10
f 10 — Mér væri sönn ánægja að fá að gefa frúnni nýjan kjól. Orlovska sagði: — Bóndadurgur! og um leið leit hún loks framan í mig. Hún leit tvisvar á mig. í síðara skiptið gat eg lesið út úr andlitinu að hún þóttist kannast við mig, Þeir segja að menn sem eru að drukkna, sjái alla sína fyrri ævi í einu vetfangi. Hvort sem það er satt eða ekki sá eg að minnsta kosti mina ævi í þessari svipan, en þar var Orlovska hvergi. Hótel Europeski í Varsjava 1939? París, Berlín, Róm, Budapest 1941? Orlovska gat ekki hafa verið í aústurlestinni frá Wien. Strak- hov hafði sagt að hún hefði verið með sér til Hegyshalom. Kannske hélt hún að eg væri Marcel Blaye? Nei, það var vitleysislég tilgáta. María sá að eg var ekki Blaye, og hafi Or- ovska verið hjákona hans gat hún varla farið mannavillt. En það var enginn vafi á áð hún kannaðist við mig. Fyrst las eg vafa úr andlitinu og svo ódulda undrun. Síðan fór hún að segja eitthvað. En hún hafði ekki stunið upp nema fáeirtum orðum þegar hún lyppaðist niður í yfirliði. Ef til vill hefur hún meitt sig þegar hún datt í fyrra skiptið. Hefði eg ekki gripið í handlegginn á henni þá hefði hún dott- ið kylliflöt í seinna skiptið líka. Því að Lavrentiev hafði enga gát á henni. Hann hafði sest við borðið sitt og hélt áfram aðí Þjóra. Hiram Garr hafði sent mig í „Arizona“. svo að eg hitti Önnu Orlovsku. Og hvort eg hitti hana! Þarna stóð eg umkringdur. af gapandi gestum, þjónum og sparkstelpum, með greifafrúna með- vitundarlausa í fanginu. Ilonka stóð hjá mér og- skalf eins og hrísla. Ofurstinn, stútfullur, var sá eini sem tók þessu rólega. Eitthvað varð eg að gera svo eg hrtópaði: — „Fepincer"! og yfirþjónninn kom hlaupandi, en glergljáinn hvarf úr blóð- hlaupnum glyrnunum á honum. Það komst hreyfing á alla við- standa þegar eg kallaði. Nú fóru allir að skvaldra, hljómsveitin feyrjaði að spila, brytinn og þjónamir tóku Orlovsku að sér. Vikaþjónn Lavrentievs tók í öxlina á mér og stjakaði mér út Æið dyrunum. Eg fékk Ilonku nokkra seðla um leið og eg fór og bað hana um að borga reikninginn í vínkránni og eiga það sem yrði af- gangs. Hún tók í handlegginn á mér, en vikaþjónninn sagði henni að hypja sig á burt. — En hvað þetta var leiðinlegt, sagði hún. — Þér eruð sjálf- sagt óvanur að dansa. Það átti helzt við að fara að segja mér þetta þegar svona stóð á. En svo stakk hún einhverju í vasa minn áður en hún sneri frá, og fór í vínstoíuna án þess að líta til hægri eða vinstri. Við stóðum við í fatageymslunni og eg fékk hattinn minn og frakkann. Þaðan voru smáþrep niður að anddyrinu. Þau voru úr gleri og rafmagnsljós undir. Þegar stigið var á þrepin heyrð- is.t í spiladós. í fyrsta skipti sem eg kom til Budapest sþjlaði hljóðdósin Rokaizimarsinn, nú var lagið grunsamlega líkt Intemationalen. Þegar við gengum niður þrepin sá eg lögregluna, sem Ilonka hafði verið að tala um. Þarna var röð við innganginn, eins og þeir væru að bíða eftir einhverjum. Tveir stórir lögreglubílar stóðu fyrir handan akbrautina. VÍSIR Mánudaginn 13. september 1954. Eg ætlaði út um dyrnar og gefa mig á vald lögreglunni, en vikaþjónn Lavrentievs fór með mig inn í dyravarðarkléfann við dyrnar og sagði mér að fá mér sæti. — Má eg sjá vegabréfið yðar, sagði hann svo. Eg rétti honum vegabréfið sem Hiram hafði fengið mér. Hann las nafn og heimilisfang upphátt. — Þér eruð svei mér bíræfinn, sagði hann og hló. Hann fleygði vegabréfinu á lærið á mér. Eg hefði getað sagt bæði eitt og annað en kaus að þegja. — Eru þið vanir að drekka ykkur fulla og velta ofurstanum á dansgólfunum í Sviss? Eg þagði áfram. — Þér voruð heppinn að Lavrentiev ofursti skyldi ekki skjóta yður strax, sag'ði þjónninn. — Hann er talsvert bráður. Þögn. Eg fór að velta fyrir mér hversvegna hann athugaði ekki hvort eg væri vopnaður. Hann hlaut að geta séð skamm- byssuhylkið í frakkavasanum. En hann mmi hafa talið að eg þyrði ekki að gera neitt illt af mér þegar svona margir lögreglu- þjónar voru nærstaddir. — Jæja, þá er bezt að þér komið, herra Stodder, sagði hann. —• Yður er víst mál að komast í rúmið. Þá hló eg. Eg vissi nægilega mikið um Stalin-ut nr. 60 til þess að vita að athugasemdin var spaugileg. Vikaþjónninn stakk hausnúm út í gættina og kallaði: — Joszef, Jöszef! En ármaðurinn kom inn en ekki lögregla. —• Útvégið herra Stodder bíl, Joszef. Það var ekki gott að vita hvérn hann var að gabba, en eg sá að hann deplaði augunum framan í ármanninn. — Eg hélt að þér vilduð heldur aka í bíl, herra Stodder. — Það var hugulsamt af yður, sagði eg. — Mér þykir vænt um að þér skuluð sýna mér svona mikla umhyggju. Jæja, ármaðurinn kom aftúr og vikaþjónnimi fylgdi mér út og þar stóð bifreiðin við gangstéttina. Lögregluþjónarnir viku til hliðar svo að eg gæti komist leiðar minnar. Eg fór inn í bíl- inn og rýmdi til fyrir þjóninum, en hann skellti hurðinni, bar höndina upp að húfunni og sagði „Hotel BristoI“ við bilstjórann. Eg varð svo hissa að nærri var liðið yfir mig. En eg varð að komast á burt áður en Orlovska fletti ofan af mér. Bílstjórinn stóð fyrir framan bílinn og sneri sveifinni. Þetta var gamall skrjóður. — Flýtið yður nú, sagði eg. — Eg verð að komast fljótt á gisti húsið. Eg talaði ungversku og stóð á sama um hvort nokkur heyrði til mín. Eg hefði átt að .skilja hvað vár. að gerast, Eg hefði átt að skilja það frá því augnabliki að Lavrentiev sneri frá mér og settist við borðíð sitt. Mér var sparkað út úr „Arizona" sem hverjum öðrum útlendum fyllirafti. Þeir höfðu verið að leita að náunga þarna í „Arizona“ um nóttina. En þeir höfðu ekki kunnað að leggja tvo og tvo saman. Maður sem myrti Strakhow majór hefði í fyrsta lagi ekki þorað að koma í „Arizona“, og því síður að bregða fæti fyrir Lavrentiev ofursta. Anna Orlovska var sú eina sem hafði þekkt mig, en svo leið yfir hana áður en hún gat stunið upp nokkru orði. Eina von mín var sú að komast á burt áður en hún leysti frá skjóðunni. Hiram Carr hafði verið áfram um að eg hitti hana, en hann gerði sér ekki ljóst hverjar afleiðingarnar gátu orðið. — Hvað er að? öskraði eg til bílstjórans. — Við verðum að komast af stað! Hann sneri sveifinni eins og hann gat og bölvaði á ung- versku svo að undir tók. Eg hljóp út úr bílnum og inn í fram- sætið til að gefa benzín. Engar aðrar bifreiðar voru nálægt. Eg fór til eins lögreglu- þjónsins. Af því að þeir héldu að eg væri fullur, slagaði eg eins og eg gat til þess að halda þeim í trúnni. Og ungverskan mín slagaði líka, held eg. — Yðar hágöfgi kapteinn, sagði eg. — Ungverska fólkið er dásamlegasta fólkið í veröldinni, eg er bergnuminn yðar há- göfgi — leyfist mér að biðja yður um aðstoð? Amerískur lögregluþjónn mundi líklega hafa sagt: „Farðu til helvítis!" en Ungverjinn brosti með vorkunnarsvip. Á kvöldvðkunnl. Hann sat í járnbrautarvagn- inum og horfði undrandi á ungu stúlkuna, sem sat andspsenis honum. Fyrst bar hún á sig varalit, svo púðraði hún sig, því næst fór hún að hreinsa neglurnar, þar á eftir tók hún upp greiðu og fór að greiða sér, og að lokum fór hún að reita augna- hárin — en þá gat hann ekki setið á sér lengur. Hann tók upp vasapelann sinn, skrúfaði af honum tapp- ann, hneigði sig kurteislega fyrir henni og sagði: — Þarf ekki ungfrúin líka að skola hálsinn? • Einn af einkariturum Aden- auers kanslara kom til hans og sagði honum, að leiðinlegt at- vik hefði komið fyrir í Bonn. Kona nokkur hefði skilið ungbarn eftir fyrir framan þinghúsið og fest miða á föt barnsins, sem á var letrað: „Faðir barns þessa er þingmað- ur.“ „Þetta er mjög óeðlilegt“, sagði Adenauer. „Getið þér hugsað yður þingmann, . sem getur afgreitt nokkurt mál á níu mánuðum?“ • . ' Þessi saga er frá þeim tíma, er stríðið braust út 1939. f mjög afskekktu afrísku þorpi í einni af nýlendum Breta fékk brezki sendiherrann þar svo- hljóðandi skeyti frá nýlendu- stjórninni: „Stríð hafið stop takið fasta alla fjandsamlega þegna“, Næsta dag sendi hann eftir- farandi skeyti: „Hef tekið til fanga fimm Belgíumenn, þrjá Frakka, tvo ítali, einn Austurríkisman og fimm Ameríkana stopp vinsam- legast látið vita með hverjum við berjumst.“ • Sem betui| fer er ekki öll gömul, kínversk vizka gleymd og grafin ennþá. Sjómaður einn fór nýlega í land í Sjanghai og heyrði tvo kúlía rífast svo hressilega, að hann bjóst við þá og þegar að sjá þá rjúka saman. —• Hvenær byrja þeir að slást? spurði hann mann, sem stóð hjá honum. — Aldrei, anzaði hann —* því að sá, sem slær fyrsta högg- ið, játar um leið, að hann hafi ekki fleiri rök fram að færa. €. & Stífhcugkj: TARZAN m Tarzan lagðist ó stífluna af öllum íínum þunga og að lókum lét hún fjndan, Um leið og stíflan sprakk stökk Tarzan upp á sillubrún með vegg- skjöldinn, — og nú var hann hólpinn. Tarzan hafði aðeins náð að komast undan áður en vatnið beljaði fram og hreif allt með sér, sem á vegi varð. Fenjabúamir ráku upp hræðileg neyðaróp, þegar vatnsflaumurina pteyptist yfir þá, , _ti __________|

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.