Vísir


Vísir - 22.09.1954, Qupperneq 12

Vísir - 22.09.1954, Qupperneq 12
VtSIK er ódýrasta blaðið og þó bað fjöl- breyttasta. — Hringið f síma 1660 *g gerist áskrifendur. VISI Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá llaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Miðvikudaginn 22. sepíember 1954. a' 9-velda-ráðstefnan hefst London eftir tæpa viku. Ferðflf tiii&gjur Edens Mendes-Frunce snmrtemdar ? oy Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Níuvelda ráðstefnan kernur eaman í London næstk. þriðjudag 2. þ. m. og var stjórnarfundur haldinn hér í gær til undirbún- ings ráðstefnunni. Franska stjórnin kom einnig saman á fund í gær og ræddi til- lögur Mendes-France, sem fá hvarvetna misjafnar undirtekt- ir, einnig í Frakklandi sjálfu. — Flokkur kristilegra lýðræðis- sinna Íiefur ekki enn tekið af- stöðu til tillagnanna. í brezkum blöðum kemur fram sú skoðun m. a., að ef til vill megi samræma tillögur Edens og tillögur Mendes-France og finna meðalveg. Eitt blaðið segir, að tillögur Mendes-France óbreytt- ar muni ekki falla mönnum í geð „hérna megin sundsins“. — Daily Mail segir, að það komi ekki til mála að samkomulag yrði gert nema með þátttöku bæði Vestur- Þýzkalands og Frakklands, — bæði þessi lönd verði að vera í varnarsamtökunum. — News Chronicle bendir á, að enginn háfi enn sýnt fram á, hvernig hægt væri að komast hjá að samþykkja endurvígbúnað Þýzka lands. Blaðið telur óheppilegt, að þing verklýðsfélaganna skuli koma saman um leið og 9-velda ráðstefnan, einkanlega ef þar yrði ofan á stefna Bevans og fé- laga, þar sem kommúnistum myndi verða niikill matur úr þvi. Einangrun Bandaríkjanna. í tilefni af því, að eitt helzta bíaðanna í miðvestur fylkjunum svonefndu í Bandaríkjunum, hvet ur til þess að Bandaríkin dragi sig í hlé, ef samkomulag náist ekki, segir blaðið, að Banda- ríkjamenn ættu að athuga, að það gæti haft gagnstæð áhrif við það sem þeir ætla, að boða ein- angrun. Með tilstyrk Bandaríkj- anna væri Vestur-Evrópa nú þre- falt öflugri en hún var. Af ein- angrun Bandaríkjanna leiddi, að allt væri eyðilagt sem byggt hefði verið upp. Vestur-Evrópa mundi verða Rússum að bráð, og Banda ríkin í hættulegri stöðu en áður. — í fregn frá Bonn segir, að ekkert samkomulag muni fást samþykkt í vestur-þýzka sam- bandsþinginu, nema fullt sjálfs- forræði. V.Þ. yrði viðurkennt. í brezkum blöðum kemur ekk- ert fram, sem bendir til annars en að Bretar vilji tengja varn- irnar vörnum N.A.-bandalagsins. Sænskur kafbátur, sem tekur Nautilus fram? Flotamálasérfræðingar er- lendra sendiráða í Stokkhólmi eru sagðir leitast við að kom- ast að því, hvort Svíar hafi smiðað með leynd kafbát, sem muni sízt standa að baki í neinu fyrsta kjarnorku- kafbátnum, Nautilus, sem Bandaríkjamenn eru nú að manna og taka í notkun. Svíar standa sem kunnugt er mjög framarlega í herskipa- smíði. Peking- stjórnsr feEid. Einkaskeyti frá AP. — New York í gær. AHsherjarþing S. þj. felldi í gær tillögu frá Vishinsky að- alfulltrúa Ráðstjóijnarríkjanna, þess efnis, að fulltrúar Pek- ingstjórnarinnar tækju þegar við sem fulltrúar Kína af full- trúum Formosastjórnarinnar. Lodge, aðalfulltrúi Banda- ríkjanna andmælti * tillögunni, og lagði til, að málið yrði ekki tekið fyrir og afgreitt á þessu þingi. Var það samþykkt, með 43 atkvæðum gegn 11, en '6 sátu hjá. Norðurlandafulltrúar greiddu atkvæði gegn tillögu Lodge. — Fulltrúi Breta kvað afstöðu Breta óbreytta, en studdi tillögu Lodge, þar sem það myndi ekki koma að neinu gagni, að taka málið fyrir á þessu þingi. Það mundi aðeins auka sundrungu og tefja af- greiðslu annara mála. Van Kleffens frá Hollandi, var kjörinn forseti allsherjar- þingsins í stað frú Pandit frá Indlandi. Fregnirnar um „Jónsmið“ vekja athygli í Danmörku. {Qformatíon segir íslendinga hafa fundið gullkistu við Grænfand. ‘ 4» F^á fréttaritara Vísis. * (r K.höfn, í gær. Blaðið Information birtir fregn um það undir tvídálka fyrirjsögn, að Islendingar hafi fundið auðug fiskimið víð Grænland, þ. e.: „íslendingar hafa fundið gullkistu (fiske- eldorado) við Grænland.“ í upphafi fregnarinnar segir, að svo gæti litið út sem farið væri að ganga á auðlindir hafs- ins, en stöðugt finnist þó nýjar leiðir til hagnýtingar á áður ó- þekkturrt auðsuppsprettum. Þannig haf i nú íslenzkir fiskimenn fundið feikna auðug fiskimið'milli fslands og Græn- la,nds, um 300 kvartmílur vest- ur af fslandi, og íslenzkir tog- arar komi þaðan daglega með mikinn afla. „Menn hafa alltaf vitað,“ segir blaðið," að miðin voru þarna, en talið of áhættusamt að veiða þarna vegna ísreks, en vegna veðurfarsbreytinga hefir dregið úr þeim erfiðleik- um, svo að hægt er að stunda þarna veiðar án mikillar á- hættu, og fyrstu tilraunir sýndu þegar, að botninn var ágætur fyrir togveiðar." Þá er skýrt frá því, að þarna séu margar fisktegundir, en ís lendingar stundi þar aðallega karfaveiðar, vegna hins mikla útflutnings á karfanum til Ráð- stjórnarríkjanna (25.000 smál.) og einhig vegna mikils útflutn- ings til Bandaríkjanna. Deilur ísraels ag Arabaríkjanna. Brczk málaiiiidluii. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Brezka stjórnin hefur boðist til þess að beita áhrifum sinum til þess, að haldinn verði full- trúafundur Arabaríkjanna og Israels, til þess að reyna að jafna helztu deilumál. Talsmaður Israelsstjórnar hef- fagnað tillögunni — en til þessa hefur Israelsstjórn harð- neitað að tala við fulltrúa Araba- ríkjanna, nema einn og einn í senn. í Kaupmannahöfn er tekið til starfa nýtt dagheimili fyrir börn, þar sem mikil áherzla er lögð á að kynna börnunum ýmiskonar tóna til að þjálfa eyrað. Er myndin tekin í einni stofu barna- heimilisins. Sonur Piccionis, fv. ráð- herra á Ítalíu handtekinn. Sakaður um að vera valdur að dauða Wilmu Montesi. Einkaskeyti frá AP. Rómaborg í gær. ítalska lögreglan handtók í gær Piero Piccioni, son Piccionis fyrrv. utanríkisráðherra og sak- aði hann um að vera valdan að dauða stúlkunnar Wilmu Mon- tesi. Annar maður, kvikmyndaleik- ari, var og handtekinn, fyrir að- stoð og yfirhilmingu. Piccioni utanríkisráðherra baðst lausnar fyrir 4 dögum, til þess að verja son sinn, eins og hann kvað að orði. — Eins og kunnugt er fannst hin unga stúlka á baðslað í grennd við Rómaborg og var talið, að hún hefði drukknað. Ýmiskonar orð- rómur komst þó á kreik og svo gerist það, að ritstjóri nokkur birtir ýmsar upplýsingar í mál- inu og sakar stjórnina um að halda hlífiskildi yfir vissum mönnum. Varð úr þessu eitt mesta hneykslismál, sem komið hefur til sögunnar á Ítalíu um langt skeið, enda var ein staðhæfingia að' Wilma hefði beðið bana af eiturlyfjanautn. Hefur málið allt vakið alheims athygli og mikið verið skrifað um þaS í blöS hvar vetna. — StjórnarandstæSingar á Ítalíu hafa notað sér þetta mál til þess að sverta stjórnina á all- an hátt. Kommúnistar auka undir- róður í Vietnam og Laos. Snndrungin i Vietnam evkur hættnna á borgarastyrgöld. Einkaskeyti frá AP. Saigon í gærkveldi. Til uppþots kom hér í gær. Skaut lögreglan á flóttamenn frá Norður-Vietnam og biðu tveir menn bana. Uppþot þetta varð, er menn fóru í kröfugöngu, en ólga er hér mikil fyrir, vegna ágreiningsins milli forsætisráðherrans og yf- irmanns herforingjaráðsins og lausnarbeiðni 9 ráðherra. Ráð- herramorðið í Láos og lausnar- beiðni varforsáetisráðherrans þar hafa og aukið ókyrrðina. — Talið er, að kommúnistar auki mjög undirróður sinn meðal al- mennings. Hætta á borgarastyrjöld? Brezk blöð telja ástandið í- skyggilegt að ýmsu leyti og telja óheppilegt, að Bao Dai keisari skuli enn sitjá í Frakklandi, svo mikil sem þörf sé öruggrar for- ystu nú í landi hans. Stöðugt er megn óánægja ríkjandi i hans garð i Vitítnam. — Sum blöðin telja ástandið þannig, að leitt gæti til borgarastyrjaldar, ef á- fram sveigir í sömu átt og nú. Búið a5 ákveða verð á sHdarmjöH. Ákyeðið hefur verið, að verð á 1. flokks sildarmjöli á innlend- um markaði verði kr. 253 fyrir 100 kg. fob. verksmiðjuhöfn að viðbættum vöxtum og bruna- tryggingargjaldi frá 15. sept. Allt síldarmjöl þarf að vera pantað fyrir 30. sept. næstkom- andi. (Frá Sildarverksmiðjum rikisins.) Auglýsendur ATHUGIÐ Vísir verður 12 síður á föstudaginn. Handrit annarra auglýsinga en smáauglýsinga þurfa helzt að berast auglýs- ingaskrifstofunni fyrir kl. 6 á fimmtudagskvöld.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.