Vísir - 28.09.1954, Side 1

Vísir - 28.09.1954, Side 1
44 árg. Þriðjuclaginn 28. september 1954 220. tbí. Ók of hratt, án Ijósa og með of marga farþega! Tveim bílum stolið i gær. í gær var lögreglunni til- kynnt um stuld á tveimur bif- reiðum, hér í bænum, en þær fundust báðar aftur skömmu síðar. Önnur þessara bifreiða var R-3317, en henni hafði verið stolið af Víðimel. Nokkuru seinna fannst hún á Kapla- skjólsvegi. Hinni bifreiðinni, sem bar skrásetningarmerkið R-5923, var stolið af Sogavegi í gærkveldi, en fannst í nótt á mótum Grensásvegar og Suður- landsbrautar. Hún var ó- skemmd. Árekstur. í gær varð árekstur milli tveggja bifreiða á mótum Lækjargötu og Bókhlöðustígs, og við athugun kom í ljós að annar bifreiðarstjórinn var ölv- aður. Brot á bifreiðalögum. Lögreglan er jafnan á hnot- skóg eftir bifreiðastjórum, sem ýmist hafa bifreiðar sínar ekki I fullkomnu lagi eða brjóta um- ferðarreglur og lögreglusam- þykkt bæjarins. í gærkveldi hafði hún hendur í hári öku- manns, sem í senn ók ljóslaust, Fjórfalt dollara- gengi í Brasilíu. Rio (AP). — Fimm gengi eru nú í gildi á dollar í Brasilíu. Fer gengið eftir því, hvaða varning er ætlunin að flytja inn, og eru brýnustu nauð- synjar í lægsta flokki, en mun- aðarvörur í hæsta, sem er tvö- falt dýrari. of hratt og hafði of marga far- þega í bifreiðinni. Datt af vinnupalli. I gær vildi það óhapp til að maður féll úr stálgrindahúsi Hamars við Borgartún. Þetta var 6 metra hátt fall og var farið með manninn á Lands- spítalann til athugunar, en hann mun lítið sem ekkert hafa meiðzt. Kviknar í báti. í morgun kom eldur upp í v.b. Hermóði og hafði kviknað út frá olíukynntri eldavél í há- setaklefa. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og slökkti strax eld- inn, en klefinn sviðnaði að inn- an. Aðrar skemmdir urðu ekki. Kalt í hita- beltinu. Briissel (AP). — Kuldlar hafa verið miklir víðar en I Vestur-Evrópu á því sumri, sem nú er að kveðja, því að jafnvel við miðjarðarlínu hef ur hitamælirinni leitað lægra en áður. Frá norðurhluta Kongo-nýlendunnar berast þær fregnir, að þar hafi minnsti hiti mælzt um 10° C. í sumar, og hefur ekM mælzt lægri þar, síðan mæl- ingar hófust reglulega í lok stríðsins. Fyrstu átta mánuði þessa árs tóku amerísk járnbrautarfélög 878 nýjar „eim“-reiðar í notk- un. —• Kennarastóll í íslenzku við háskólann í Bergen. Hreinn Benediktsson magisfer kennii* þar fram að iólnm. Komið hefir verið á fót kennarastól í íslenzku við há- skólann í Bergen. Hreinn Benediktsson magist- er, sem lagt hefir stund á sam- anburðarmálfræði við Óslóar- háskóla, mun annast þar kennslu, og nýlega birti „Berg- ens Tidende“ allítarlegt viðtal við Hrein. Hann greinir þar m. a. frá því, að um þessar mundir séu um 30 íslenzkir stúentar við nám í Ósló, nokkrir við landbúnaðarháskólann í Asi og enn aðrir við verkfræðiháskól- ann í Þrándheimi. Hreinn segir frá því, að kennslxmni í Bergen verði haldið áfram til jóla, og vferði 4—5 stundir á dag. Ekki kveðst hann geta lofað því, að merrn geti talað íslenzku reiprenn- andi eftir svo skamman tíma, en hins vegar telji hann lík- legt, að menn geti þá snúið sér að því að lesa skáldsögur á ís- lenzku, séu þær ekki á of erf- iðu máli. Það eru háskólarnir í Ósló og Bergen, sem hafa komið sér saman um að koma á kennara- stóli í íslenzku, og má gera ráð fyrir, að Hreinn hefji íslenzku- kennslu eftir dvöl sína í Berg- en. Er svo að sjá á greininni í „Bergen Tidende“, að menn hyggi gott til kennslu Hreins í hinni gömlu Hansa-borg. Ekki þarf mikla rigningu, til þess að; kappakstur sbraut verði að Ieðju. Þessi mynd er af enskri bífhjólabraut, þar sem maður gengur undir manns hönd við að hjálpa einum knapanum til að koma reiðskjótanu m á rétta braut. Bátar að Iiæfla veiðum vegna vei5ai*færat|óns. Urgur innan SAS. Aðalíorstjórinn hetor af störfnnii. Ýmislegt bendir til þess, að sundrung og óánægja ríki í yfir- stjóm flugfélagsins SAS, sem Daiúis, Norðmenn og Svíar standia að. Fyrir fáum dögum birtu Tregttr sifdarafli í nótf. í nótt var hvarvetna treg síld- veiði á miðunum, en hins vegar mikið veiðarfæratjón af völdum háhyrnings. Er nm svo komið að sumir bát- anna, einkum Snæfellsnesbátar, eru ýmist hættir síldveiði eða i þann veginn að hætta sökum þess hve veiðarfæratjón bátanna er mikið í hlutfalli við aflann. Grindavíkurbátar fengu í gæp og fyrradag yfirleitt 40—60 tunn- ur en sildin var litil og léleg. t. nót kvörtuðu bátarnir undan lé» legri veiði en hvalrfinum iietum. Margir Akranesbátar fengu lít- ið sem ekkert, nokkurir vorií með 30—40 tunnur eii aflahæsti bdturinn, sem frétzt hafði um i nótt, Böðvar, var með 75 tunnur. sænsk blöð þá fregn, að Per A. Norlin, aðalforstjóri flug- félagasamsteypunnar, hefði sagt af sér störfum, og var látið í veðri vaka, að óánægja um vinnubrögð og starfsháttu hefði valdið þessu. Þá hefir og verið á það minnzt, að Norlin hafi látið af störfum vegna þess, að honum hafi ekki fallið mannaráðning- ar í félaginu, en reynt hefir verið að framfylgja þar kerf- inu 3:2:2, þ. e. a. s., að þessi skuli vera hlutföllin milli Svía, Dana og Norðmanna um mannaráðningar, en ekki farið eftir hæfni manna og kunnáttu. í næsta mánuði mun SAS hefja áætlunarflug milli Kaup- mannahafnar, Bluie West 8 á Grænlandi, Winnipeg í Kanada og Los Angeles á Kyn-ahafs- strönd Bandaríkjanna. Áætlað- ur flugtími er 27 klst. og 10 mín. , Margir bátar sem réru í nött frá verstöðvunum við Faxaflóa urðu fyrir tilfinnanlegu veiðar- færatjóni, sömuleiðis Vestmanna- eyja- og Grindavíkurbátar. Tveir bátar hafa verið ráðnir til þess að halda uppi vörnum gegn háhyrningnum, en það virð- ist ekki koma að tilætluðum not- um og raddir eru uppi um það að vopna þurfi hvern bát, sem síldveiðar stundi. Sandgerðisbátar virðast, eftir því sem frétzt hefir í morgun, hafa fengið einna jafnbeztan afla, eða 30—100 tunnur á bát. Keflavíkurbátar töldu sig hafa fengið lítinn afla. í gær fékk einn bátur þaðan 160 tunnur, annar 130 tunnur, fjórir bátar fengu 50 —80 tunnur hver, en hinir sára- lítið. Bajarar vilja ábreiðu Hitlers; Miinehen (AP). — Stjórn Bajaralands hefur æskt þess, að svissneskur dómstóll láti framselja eina af eignum, sen* nú er í Sviss. Er það gólfábreiða, sem Hitler hafði sérstakar mætur á, því að hann gekk alltaf um gólf á henni, þegar hann var staddur í Berchtesgaden og þurfti að hugsa mikilvæg mál- efni. Þýzkur kaupsýslumaður hafði selt ábreiðuna til Sviss í heiniildarleysi. Hægt a& smíða farþegafhigu sem nær 3200 km. hraba. Slíkar ftugvélar verba meö þrýstileftshreyfiunv Risasklp édýr i Japatiu N. York (AP). — Amerískt oiíufélag hefur samið við jap- anska skipasmiðastöð um smíði tveggja risavaxinna olíuflutn- ingaskipa. Verða skipin 45,000 lestir DW 735 fet á lengd og 110 á breidd, og geta flutt 300,000 túnnur af olíu. Aðeins tvö olíuflutninga- skip eru stærri en þessi, bæði eign Grikkjans Onassis. Kostar hvort skip um 5 millj. dollara, eða helming þess, sem þau mundu kosta, ef þau væru smíðuð 1 Bandaríkjunum. Einkaskeyti frá A.P. París, í gær. Bandarískum verkfrteeðing- um er nú kleift að smíða far- þegaflugvél, sem geíur farið með 3200 km. hraða á klst., ef þeim væri leyft að verja fé til þess. Þetta sagði Clarence Johnson yfirverkfræðingur Lockheed Aircraft Corp., Burbank, Kali- forníu, við komuna hingað, og hann bætti því við, að það væri tæknilega gerlegt, að smíða farþegaflugvél, sem gæti flogið 4800 kílómetra í 92 mín., „en hvort við ráðumst í slíkt eður ei,“ bætti hann við, ,,er undir þeim komið, sem auraráðin hafa. Þeir vita, að það kostar geypifé, og það liggui' sejn sagt ekki laust fyrir eins og stend- ur. Annað veldur og að draum- urinn rætist ekki næstu ár, ojf það er hinn gífurlegi hávaði, sem stafa mundi af slíkri flug- vél.“ Johnson er höfundur hrað- fleygustu orustuflugvélar síð- ari heimsstyrjaldarinnar (P— 38). Hann er nú að heimsækja flugfélög sem nota Lockheed- flugvélar. Johnson segir, að farþega- flugvélar framtíðarinnar verði búnar þrýstiloftshreyflum, þrátt fyrir óhöpp þau, sem Bretar hafa orðið fyrir mecS „halastjörnunar“.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.