Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 1
44. árg.
Föstudaginn 1, október 1954
223. tbk
Cæti staiið undir iðnaði
vi5 aiBt N.-Atbntshaf.
§ívaxandi eMr-
KgiiBi'ii Ameríkii-'
manna efíir liilíi-
steini.
í Þórisdal í Langjökli hefur
í sumar fundizt svo stór bik-
steinsnáma, að hún gæti staðið
undir biksteinsiðnaði við norð-
anvert Atlantshaf, ef slíkur
iðnaður kæmist á laggirnar.
Það eru einkum Bandaríkja-
menn sem hafa áhuga fyrir bik-
teini í sambandi við bygging-
ariðnaðinn og hefur eftirspurn
eftir biksteini farið ört vax-
andi, þar í landi með hverju
ái'inu sem líður.
Ameríkumenn blanda saman
þöndum biksteini og gipsi við
múrhúðun. Þykir þeim bik-
steinninn mun hagkvæmari og
betri heldur en sandur, sem
þeir notuðu eingöngu í þessu
skyni áður. Bæði er biksteinn-
inn miklu léttari í meðförum,
en svo er auk þess mjög góð
einangrun í honum.
Vilja fá
bikstein hér.
Fyrir þessar sakir hefur bik-
steinsiðnaðinum fleygt fram í
Bandaríkjunum þrátt fyrir að
hann sé nýr af nálinni. En í
austurríkjunum er lítill sem
enginn biksteinn til og flutn-
ingux þangað mjög dýrir úr
Vesturríkjunum. Þetta hefur
orðið til að margir aðilar í
austurhluta Bandaríkjanna
hafa leitað hingað til lands —
af því að hér hefur biksteinn
fundizt, m. a. í Loðmundarfirði
— og reynt að afla sér upplýs-
inga um það hvaða möguleikar
væru fyrir hendi að fá bik-
stein hér. Hefur þessum fyrir-
spurnum þaðan að vestan farið
fjölgandi upp á síðkastið og
sýnir það m. a. að áhugi Banda-
rkjamanna fyrir biksteininum
fer stöðugt vaxandi.
Erfiðleikamir hér eru hins-
vegar í því fólgnir hvað flutn-
ingarnir eru bæði langir og
dýrir og yrði helzta ráðið að
flytja biksteininn út sem kjöl-
festu í skipum.
Milljaiiða
virði.
Tómas Tryggvason jarðfræð-
ingur iðnaðardeildar Atvinnu-
deildar háskólans sem hefur
haft með höndum biksteins-
ranhsóknir hér á landi á und-
anfömum árum hefur skýrt
Vísi sVo frá að biksteinsnáma
sú, sem fundizt hefir i svoköll-
uðum Prestahnúk við Þóris-
dal sé sú langstærsta sinnar
tegundar sem þekkt er hér á
Framh, a 6. sí8u.
1 Hasi®I er
að vera í kirkfugarð-
unum.
Borgin afhent eftir 10 daga.
Margt er rfírítið í Ameríku er óhætt að segja. Mörgum mun
a. m. k. finnast það við athugun á þessari mynd, því að svona
lítur eitt hús í hverfinu Margate í Atlantic City út. Þetta er
fimm hæða bygging, og er m. a. veitingastofa á efsta loftinu,
undir tjaldinu á baki fílsins. Að sjálfsögðu er veitingastaðurinn
mjög sóttur af ferðamönnum.
Margir bátar bættir siidvcfiði.
Landlega er hjá síldveiðiflot-
anum í dag í öllum verstöðvum
hér sunnanlands og lítið útlit fyr-
ir að þeir rói í kvöld.
í gær var aflinn mjög misjafn,
en jafnbezta veiði munu Sand-
gerðisbátar hafa fengið, eða yf-
irleitt 60—120 tunnur á bát. Mun-
inn II. var með bezta veiði, 120
tunnur.
Keflavíkurbátar öfluðu mjög
misjafnlega. Aflahæsti báturinn,
Vonin, fékk 126 tunnur, en alls
voru 7 eða 8 bátar með um eða
yfir 100 tunnur afla. Sumir liinna
bátanna öfluðu mjög lítið, eink-
um þeir sem voru norðarlega á
miðunum. Síldin var allgóð.
Grindavíkur- og Akranesbát-
ar öfluðu sáralítið. Hæsti Grinda-
víkurbáturinn var með 40 tunn-
ur og hæsti Akranesbáturinn með
68 tunnur. Á Akranesi lönduðu
17 bátar samtals 539* tunnum en
síldin var léleg.
Ekki bar mikið á veiðarfæra-
tjóni í fyrrinótt. Þó urðu þrír
Sandgerðisbátar fyrir miklu
tjóni af vöidum liáliyrnings og
einn bátur úr Njrðvíkunum.
Allmargir bátar eru nú ýmist
hættir eða eru að hætta síldveið-
um. Til dæmis eru allir aðkomu-
bátar, sem lagt hafa afla sínum
í Sandgerði, hættir og farnir.
Sumir Grindavikurbátar eru líka
ýmist hættir eða eru að hætta.
*
Ovenjulegur
þjófnadur.
Milano (AP). — Lögreglan í
Seregno, smábæ hér í grennd, er
að rannsaka óvenjulegt þjófnað-
armál.
Fyrir nokkru var farið að
svipast mn eftir 24 löskuðum
járnbrautarvögnum, sem höfðu
verið í brautarstöð borgarinnar
siðan á stríðsárunum. Vagnarn-
ir voru horfnir, og þykir sýnt,
að þeim hafi verið stolið.
Einkaskeyti frá AP. —
Hanoi í gær.
Þess verður nú skammt að
bíða, að eldur frelsisins slokkni
hér í borg, en hann hefir blakt
á skari undanfarið.
Þessi fagra borg, sem einu
sinni var einn af gimsteinum
heimsveldis Frakka, er að heita
má eins og dauð. Eftir átta á
kvöldin er það hending, ef
menn sjást á ferli úti við. Borg-
in verður opinberlega afhent
kommúnistum þann 10. októ-
ber.
Það er kaldhæðni örlag-
anna, að mest skuli um að
vera £ kiritjugörðum borg-
arinnar, þar sem þúsundir
franskra borgara og her-
manna |hafa fengið hinztu
tivild allt frá því að Frakk-
ar tóku borgina árið 1873.
Unnið er kappsamlega við að
ganga fallega frá kirkjugörð-
unum, en þeir verða kvaddir
með virðulegri athöfn af Paul
Ely hershöfðingja, yfirmanni
franska hersins. Fer sú athöfit
fram í morgun (í dag).
Við aðalgötu borgarinnar,
Rue Paul Bert, eru nær allar
verzlanir lokaðar, og á mörg-
um er auglýst. að þær sé til
sölu. Eigendurnir ætla að
flytja sig suður á bóginn, eins
og um 250,000 manna, sem búa
fyrir norðan 17. gr. n. br. En
sumir vilja þó ekki hverfa aft-
ur, þótt franskir séu. Þeir hafa
átt heima í Tonkin alla ævi og
vilja bera beinin þar. En þeir
eru fáir, aðeins örfáir, aldraðir
Frakkar, sem finna, að þeir
eiga hvort sem er ekki langt ó-
lifað.
Utan úr sveítunum berast
þær fregnir, að gæðingar
kommúnista slái eign sinni á
aUar eigur Frakka, sem Mend-
es-France lofaði, að skyldu
verða óskemmdar. Þetta hefir
orsakað mikla gremju, en menn
eru varnarlausir, því að stjóm-
in hefir snúið baki við þeim.
Bjartsýni á samkomulag
á Lundúnafundinum.
F á Ruhr-smi&jurnar ekki að framleiðá
f allbyssur ?
Éinkaskeyti frú A.P.
London, í morgun.
Fréttamenn í London telja,
að allar horfur séu á því, að
níu velda fundinum Ijúki með
samkomulagi.
í gær var einkum rætt um
takmörkun vopnaframleiðslu á
tilteknu svæði vamasamtak-
ann væntanlegu, einkum
Vestur-Þýzkalandi. Koma þar
til greina tvær tillögur. Önnur
er frá Mendés-France, forsæt-
isráðherra Frakka, sem hefir
lagt til, að þar verði bönnuð
byssna, ennfremur eiturgass og
ræktun sýkla, enda verði skip-
uð sérstök nefnd, er hafi eftir-
lit með þessu.
Hin tillagan er frá Paul Henri
Spaak, utanríkisráðh. Belga, en
hún gengur skemmra. Leggur
hann til, að bönnuð verði kjarn-
orkuvopnaframleiðsla á svæð-
inu, eiturgastegundir og sýkla-
rækt. \
Vafasamt er, að tillaga Men-
des-France nái fram að ganga,
framleiðsla allra kjamorku- enda myndi hún m. a. hafa það
vopna, skriðdreka, stórra fall-
Víðtækt kommiínista-samsæri í Singapore.
Ráðgert var að myrða 55 embættismenii Breta.
Einkaskeyti frá AP.
Singapore í gær.
Komizt hefur upp um komm-
únistisk samsærisáform, þar sem
gert var ráð fyrir, að stjórnin í
Singapore og lögregluforingjar
yrðu ráðnir af dögum.
Komst upp um áform þessi viS
málaferli gegn 24 ára gömlum
Kínverja, See Ghin Fong, sem
hafði ýmis skjöl í fórum sínum,
er .komu ttpp, um ráðabruggið.
Skjöl þessi, sem samin voru af
kommúnistiskri leynideild, höfðu
m. a. að geyma nöfn 55 embættis-
manna, sem ráða átti af dögum.
Þegar höfðu verið gerðar til-
raunir til þess að myrða tvo.kin-
verska embættismenn, sem nefnd
ir voru i skjalinu, en tilræðið
mistókst.
Þá höfðu kommúnistar ráðgert
að koma af stað æsingum, meðal
annars i hópi stúdenta, einkum
í sambandi við herþjónustu í
landinu.
Saksóknarinn í málinu lagði
fram um 400 skjöl, sem rituð voru
á malaja-máli, og önnur, sem
voru með kínverskum texta. —
Skjöl þessi náðust, er lögreglan
gerði húsrannsókn í íbúð einni
i Singapore 16. f. m. í einu skjai-
inu var hvatt til þess að beita
vopnum til að koma i veg fyrir
innköllun i herinn.
í för með sér, að verkbólin
miklu í Ruhr myndu ekki fram-
leiða fallbyssur, en þau eru
fræg fyrir þesskonar fram-
leiðslu eins og alkunna er, en
auk þess hafa Þjóðverjar lýst
yfir því, að þeir vilji ekki sæta
neinni sér-meðferð í þessum
málum. :
John foster Dulles lýsti yfid
því, að Bandaríkjastjórn gæti
ekki fallizt á, að aðildarríkin,
sem f járhagsstuðnings nytu hjá
henni, fengju sjálf að skipta
með sér og ráðstafa framlögum,
heldur yrði stjómin að hafa
hönd { bagga með ráðstöf ure
fjárins. . . ; j