Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 7
Föstudaginn 1. október 1954 vísm Mikif ðfvun í bænum í nótt. IVIokkur átök á götuzu úti. í nótt bar með meira móti á ölvun manna meðal í bænum og á nokkurum stöðum kom til smáátaka, en til sögulegra tíð- inda dró bó ekki. í þessu sambandi má þó geta þess, að í nótt var hringt til lögreglunnar frá Hverfis- götu og henni skýrt frá því að menn væru þar í handalögmáli. Lögreglan fór á staðinn og hitti þá fyrir aðeins einn mann, al- blóðugan. Kvað hann hafa verið ráðist á sig og hann illa leikinn, en ársarmennina þekkti hann ekki og voru þeir allir bak og burt þegar lög- reglan kom á staðinn. Lög- reglan hjúkraði hinum særða manni, sem mun þó ekki vera meiddur að ráði. í Hafnarstrætinu datt ölvað- ur og lenti með andlitið í göt- una. Hann skarst töluvert á höfði og varð að flytja hann á Landspítalann þar sem gert var að sárum hans. Slysfarir. Árdegis í gær varð sex ára gamall drengur fyrir bifreið í Austurstræti og fótbrotnaði. Hafði drengurinn skotizt út á götuna frá systur sinni, sem var í fylgd með honum, og lenti þá á bifreiðinni. Laust eftir hádegið rann bif- reið aftur á bak á mann á Tunguvegi við Skógargerði. Maðurinn varð milli bifreiðar- innar og staurs og meiddist nokkuð á hægri fæti. Óknyttir. Frá einu úthverfa bæjarins var í gær kært til lögreglunnar yfir ólátum og hrekkjabrögð- um drengja. Hafði sá sem kærði, handsamað einn piltinn og hélt honum í vörzlu sinni þar til lögreglan kom á staðinn. Las lögreglan yfir piltinum, á- samt öðrum ólátasegg sem hún handsamaði og veitti þeim ámi'hningu fyrir athæfi þeirra. Slökkviliðið á ferð. Um hádegisbilið í gær varð elds. v.art í litlum skúr á lóð sem Vélsmiðjan Sindri hefur til umráða við Faxagarð. Kom eldurinn upp í legubekk og' læsti sig síðar í vinnuföt og fleira dót, sem í skúrnum var geymt. Töluverðar skemmdii' urðu þai-na, en; eldurinn fljót- lega slökktur éftir að slökkvi- liðið kom á vettvang. Seinna um daginn kviknaði í kössum, sem stóðu viði tóman íbúðarbragga á Skólavörðu- holtinu. Var talið að krakkar hefðu kveikt í þeim. Slökkvi- liðið slökkti í kössunum áður en eldurinn fengi læst sig í skúrinn. 1000 félagar í SRFÍ. Sálarrannsóknafélag Islands hélt aðalfund sinn sl. mánudag. Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hún er þannig skipuð: Síra Jón Auðuns dómprófastur, forseti. síra Sveinn Víkingur, varaforseti, og meðstjórnend- ur þau Gunnar Kvaran stór- kaupmaður, frú Soffía Har-- aldsdóttir, Eggert P. Briem skiifstofustj., Ingimar Jóhann- esson fulltrúi og Sigurlaugur Þorkelsson skrifstofustjóri. Reikningar félagsins báru það með sér, að hagur þess er góður, en félagar eru alls um 1000. Stjórn félagsins greindi frá því að þann 12. október nk. væri væntanlegur hingað á vegum þess skozkur miðill, frú Thompson, og verður hún hér um hálfan mánuð. Félagið heldur út tímaritinu Morgni, sem út kemur tvisvar á ári. Fundir félagsins eru ágætlega sóttir og' starfsemi þess með blóma. Sceiba béii vaSi. Einkaskevti1 frá AP. Róm í morgiin. f gær fór fram atkvæðagreiðsla Tim vantrauststillögu á stjórnina í öldungadeild ítalska þingsins,1 og hafði stjórnin sigur. Teflilu kommúnistar fram helzta nianni sinum í baráttunni gegn stjórninni i umræðtun urn Möntesi-málið, Togliatti, foringja flokksins, en Sc.elba svaraði sjálf ur og varðist vel. Bandamenn konimúnistá í máli þessu cru ný- fasistar og konungssinnar,: þ: e: flókkarnir lengst til Iiægri. Höíum fengið ameríska kuldajakka stæríð 12—14—16— 18—2 0, kuldahúf ur, eyrnaskjók Hettuúlpur (íslenzkar), drengjaúlpur, drengjapeysur, drengjabuxur, drengjaskyríur, herranærföt ' stutt og síð, hanzkar, skmníóðraðir, ullartreflar, sportsokkar, ullarsokkar ( kven ), náttföt og margt fleira ný- komið. Falíegir herrafrakkar fyrirKggjaiidj. Hretiar lóásson, klæðskerí, Laugavég 11. Ktildahúfur á böm — unglinga — og fullorðna. Erum nýbúnir að fá mjög fjölbreytt og vandað úrval af okkar alþekktu góðu kuldahúfum. Komið, á meðan úr nógu er að velja. Geysir" h.f. ATVINISIA 2 frammistöðustúlkur og eldhússtúlka óskast sem fyrst. Uppl. til kl. 8 í kvöld á Sólvaílagötu 9 II. hæð. // i Fatadeildin. MAGNUS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa Aðalstíæti 9. — Sími 1875. ■gnp hentugar fyrir verzlanir fást á eftirtöldum stöðum: Máíing & Járnvörur Verzf. Brynja Verzl. Hamborg Heildsölubirgðir: K. lorange umboðs- og heildverzlun, Freyjugötu 10. — Sími 7398. Stúlka óskast í verzlun strax, helzt vön. t-jitta itltí/iitt btitiiti. Bankastræti 14. (Upplýsingar í síma). Gott billiardborð óskast til kaups. Tilboð sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Billiard — 108“. Hötuin opiiföð búðina í iiV|ii 111 húsakymtum á Skólavörðustíg V2 l ísttuttt I9Í isseriug Mlt&ddir huappar R&liiskó&ar Gerö hEtappacföi Xstj^ÆtMtj sautu Húllé'ölduu Suk /e tl rÍÖfJVE'Ö llikið af nýjum vörum Skólavörðustíg 12. — Sími 82481. * l > s » t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.