Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 3

Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 1. október 1954 vism Proff. Mels Dungal: tvo ' jr —•. I tvo klukkutíma samfleytt var dauiinn örfáa þumlunga frá okkur. # í þorpum til fjalla í S.-Ameríku virðist lífið slokkna með dagsbirtunni. Niðurlag. Þarna leið manni svo vel, fyrst í vatninu og síðan í sól- skininu, að ég gleymdi öllum söðaskapnum í hótelinu og fór hvað eftir annað í ána til að synda. Eftir að hafa verið þarna í vatns- og sólbaði í næstum tvo klukkutíma gekk maður eins og nýr maður áleiðis til þorpsins. Brátt komum við að búgarði, þar sem mikill aldin- garður var fyrir framan. Við vorum orðnir svangir, því að áliðið var dags, og ég hafði eng an mat fengið allan daginn, svo að ég sagði við strákana, hvort þeir gætu ekki fengið einhverja ávexti úr garðinum. Þeir fóru strax af stað og náðu í appel- sínur af trjánum. Eg spurði þá, hvort þeir þyrftu ekki að tala við eigendurna, en þeir sögðu það óþarfi. Hér væri öllum heim ilt að fá sér appelsínur. Annar strákurinn kom með kókóávöxt, rauðleitan, hnefastóran ávöxt, sem maður brýtur upp og borð- ar nærri sveskjustóran kjarn- ana, sem kókó er unnið úr, en skilur eftir kvoðuna, sem á milli er. Svo fórum við upp í þorpið og ég fór með strákana á þann eina stað í þorpinu, þar sem kæliskápur var til og þar gát- um við fengið kalda gosdrykki. Bjór var ekki til í kæliskápn- um, en það var hátíð að geta fengið kaldan svaladrykk hér, þar sem allt var volgt, ef ekki beinlínis heitt. Boðið að skoða fögur blóm. Þegar ég var kominn í hótel- ið kom til mín ungur maður, sem Balthazar hét, og bauð mér að fara með mér inn í frum- skóginn, upp á fjall, þar sem mikið væri af fallegum blóm- um. Eg spurði hann, hvort nokk urir Evrópumenn hefðu verið þar að safna, en hann kvað það ekki, hingað hefði enginn kom- ið í þeim érindum. Hann kvað sex klt. gang upp á fjallið, og þar sem ég hafði engá férð til baka, gat ekki verið í hótelinu og varð að vera um kyrrt þarna daginn eftir ákvað ég að fara og fá Balthazar og yngri bróð- ur hans ,mpð, jjaér. Við, afréðum svo að leggja aí stáð morgun- ihn eftir kiukkan úm rr.org uriinn, tii að hafa nögifri tíniu. 'h Fyrst þurftum við að kaupa okkur birgðir. Það 'eina, sem við gátum fengið matarkyns í búðunum, var sardínur í dós- um, og svo keyptum við mörg. smábrauð og einar 12 flöskur af límonaði til.að hafa við þorst anum. Svo vildi ég kaupa appr elsínúr, en þær fengum við ekki í neinni búð. Við fórum til manns í þorpinu, sem hafði nokkur appelsínutré, og .hann tók stóran stiga og klifraði upp í éitt tréð með net-tösku fram- an á sér og tíndi rúmar tuttugu appelsínur handa okkur. Sum- ar voru óvenjulega stórar, eins og lítill barnshaus, margar dá- lítið grænleitar. Allt kostaði þetta 1 peso (6 kr.) og var þó víst miklu meira en þorpsbú- ar eru vanir að borga fyrir app- elsínur. Jurtir við ýmsum sjúkdómum. Sólin var rétt komin upp, þegar Balthazar kom til mín morguninn eftir með bróður sínum, 16 ára pilti, sem hét Árelío. Pokinn með vistunum var býsna þungur, og var Árelio látinn bera hann. Hann var berfættur, en Balthazar í skóm. Svo var lagt af stað og beint inn í frumskóginn upp eftir fjallshlíðinni. Við fórum eftir góðum stíg, svo að ferðin var ekki erfið nema að því leyti, sem allt var upp í móti. Það sýndi sig, að Árelio hafði miklu meira vit á plöntum heldur en Balthazar. Árelio var allt af öðru hverju að sýna mér ýmsar jurtir, sem hann sagði að væru góðar við ýmsum sjúkdómum. Þessi planta var góð fyrir nýrun, þessi fyrir hjartað, önn- ur fyrir lungun o. s. frv., og leit út fyrir að þetta væri allmikið notað af fólkinu. Öðru hverju var numið staðar, ef ég vildi ná í einhverja plöntu uppi í tré og þá var Árelio ekki lengi að skjótast eftir henni. Þannig gengum við 1 rúma 3 klt., unz veginn þraut og varð nú býsna ógreitt yfirferðar. Á einum stað sáum við svín í skóginum. Sýnilega hafði það verið alið einhvers staðar, því að það var lítið alisvín, sem hafði strokið út í skóg. Það hefir losnað við að láta manninn slátra sér, en í skóginum verður það áreiðan- lega tígrisdýrinu að bráð, svo að ávinningurinn er vafasamur. Klifið upp á fjallstindinn. Eftir um 4 klt. gang komum við að á hátt uppi í fjallinu og staðnæmdumst þar til að borða. Hún var straumhörð og erfitt að klöngrast niður að henni, því að gilið var djúpt og bratt, en v'ilit- ur frumskógur gnæfði hátt á báðum bökkunum. Vatnið var íjæmilep;a: tgsrt, en .þó, .e.kki, k^lt,. svo að.það væri gott ti 1 ch-yk];j-. ;ar. Hér sveimúðu: lajlayégá lit fiðriídi Lsólskirijriú iogú Úúgiúriri heyrðum við allt af öðru hvoru, en sáum fáa. Engar slöngur urðum við varir við, og sögðu bræðumir þó, að nóg væri af þeim á þessum slóðum. Loksins eftir lánga mæðu korriumst við upp á fjallið. Þar var mikið- af brómelíum, margar með langa blómakústa, sumir rauðir, aðrir gulir, enn aðrir gulir og bláir, en þetta voru sömu tegundirnar eins og voru hér og hvar neðar í skóginum, svo að við hefðum eltki þurft áð fara alla'þéssa leið þess vegna. Eftir nokkra viðdvöl héldum við niður á við til baka og gekk nú greiðlega, því að Árelio hafði merkt með saxinu sínu alla vegleysuna, þar sem nú var hægara að kom- ast áfram, eftir að hann hafði höggvið þyma, rætur og hvers- kyns greinar á leiðinni uppeftir. Við vorum orðnir býsna aur- ugir, þegar við komum niður að ánni, og fórum þar úr öllu til að fá okkur það. Það leið úr manni öll þreyta í vatninu, og við vorum allir vel hressir,1 þegar við héldum heim í þorpið til að fá okkur kalt límonaði áður en við skildum. Allir spurSu „Mister“. Eg vildi ekkert borða og fór snemma að hátta. Alfredo kom inn til mín og fór að spyrja mig um ferðina, og áður en ég vissi af því, var hitt rúmið orðið alsett fólki úr fjölskyld- unni, sem þurfti að spyrja um aila hluti. Eins og allir Evrópu- menn var ég ávallt kallaður ,,Mister“, og allir þurftu að spyrja Mister um eitthvað. Eiri konan úr fjölskyldunni var mjög forvitin að vita, hvort það væri satt sem hún hefði heyrt, að fólkið í Nueva York iifði í tveim lögum, annað á jörðinni og hitt neðanjarðar. Tólf ára stúíka, sem laskazt hafði á mjöðminni, svo að hún var mjög hölt, vildi endilega vita, hvort ég þekkti Clark Gable. Það eina sem ég gat huggað hana með, var að ég hefði ein- hvern tíma hitt Bing Crosby, og þegar hún heyrði að ég hefðí komið til Hollywood, ætlaði spurningum hennar aldrei að hnna. Eg varð að segja henni, að flestar stúlkur sem koma til Hollywood til að verða frægar filmleikkonur, enduðu með því að gera það sem hún gerði nú, að ganga um beina á ein- nl. hverju veitingahúsi í Holly- wood. Svo þurfti ég að segja þeim frá íslandi. Ekkert af þessu fólki hafði nokkurn tíma séð snjó nema í bíó. -vwuww bágt með að skilja, hvernig hægt væri að lifa í svo köldu landi, þar sem hvórki yxu ban- anar né appelsínur. Merktur a£ veggjalúsum. Þegar ég vaknaði morguninn eftir var ég allur orðinn út- stunginn á höndum og úlnlið- um, einnig dálítið á öklum. Sennilega var þetta eftir ör- litlar veggjalýs, sem eru svo litlar á þessum slóðum, að þær sjást ekki með berum augum. Kláðinn í þessu var mikill og varð enn meiri, þegar frá leið og hvert bit fór að bólgna og verða að allstórri bólu með lít- illi blæðingu í toppinum. Þessar litlu veggjalýs bera oft með sér slæma hitasótt, sem nefnist „febris recurrens“, svo að ég tók inn aureomycin til að slá veikina niður, ef hún skyldi hafa borizt í mig, enda bar ekki neitt á neinu nema kláðanum, sem stóð í rúma viku. Morguninn eftir fór ég að tala við mennina, sem komið höfðu með almenningsbílinn um nótt- ina. Þeir sögðu mér þá, að þeir færu ekkert í dag, því að vegur- inn væri svo slæmur. Nú leizt mér ekki á blikuna, því að ég gat ekki hugsað mér að vera lengur í Mocoa. Eg fékk bílstjórann á almenningsbíln- um til að aka mér 10 km. á leið, og Alfredo bauðst til að koma með mér. Eftir nokkura bið við brúna, þar sem bíllinn nam staðar, kom annar bíll, og með honum komst ég til lítils þorps 10 km. vestar og þar komst ég á vörubíl, sem fór til Pasto. Þá þóttist ég góður, þegar ég sá fram á, að ég kæmist til Pasto um kvöldið. þurftum sjaldan að bíða. Fjallið, sem við fórum yfir, var hátt og enginn hiti þar, þótt sólin væri sterk. Loksins, eftir þriggja klukkutíma ferð, komum við tij San Francisco í Sibundoy-daln- um. Á leiðinni yfir dalsléttuna var ánægjulegt að sjá Indíán- ana, sem mér fannst taka fram, öllum hvítum mönnum á þess- um slóðum, sem voru þó engan veginn lélegir. Þorpin voru fá- tækleg, en þó miklu betri og hreinlegri en í Ecuador.' Þegar við komum til Engano, þurfti ég að nema staðar til að finna búðarkonuna, sem ég hafði beðið að geyma poka fyrir mig. Aldimmt var orðið, og það var engan veginn gaman að eiga að finna hér nokkurn. mann. Þorpið var koldimmt, hvergi nein týra, nema hvað kertaljós sást í einstöku kofa. Loksins kom til okkar kona, sem spurði hvort „Mister“ værii með bílnum, og þá var vandinrt leystur. í þessum þorpum virð- ist svo sem allt líf slokkni með dagsbirtunni. í flestum kofun- um var ekkert ljós nema kerti hjá Maríumyndinni, sem alls staðar hékk uppi á vegg. Klukkan var ekki nema 10 þegar við komum til Pasto um kvöldið og það var dásamleg tilfinning að komast aftur inn í menninguna, fá hreinan og góðan mat í Hotel Pacifico og geta sofnað í góðu og hreinu rúmi, þar sem maður þurfti ekki að búast við neinni skor- kvikindaárás um nóttina. Dauðinn í fárra þumlunga fjarlægð. Nú sá ég, hvernig vegurinn var. Aldrei hefi ég farið annan eins veg. Það er engum ofsög- um sagt að í tvo klukkutíma samfleytt var dauðinn aldrei nema nokkura þumlunga frá okkur. Hengiflug öðru megin, þar sem maður sá niður eftir fjallahlíðunum, eins og vegur- inn væri hengdur utan í bei-gið. Og ekki nóg með það, heldur lá'gu nýfallnar skriður úr fjalls- hlíðinni hér og hvar yfir veg- inn, en alls staðar voru menn Það áttiað ryðja þeim burt, svo að við Bílar gátu ekki mætzt. Snemma morguninn eftir lagði ég af stað með almenn- ingsbíl til Popayan. Það er 270 km. vegalengd, en ferðin tekur þó heilan dag. Ekki vorum við komnir nema klukkutíma ferð norður fyrir Pasto, þegar við þurftum að nema staðar rúman klukkutíma. Vegurinn er svo mjór og hættulegur, að ekki má aka nema í eina átt í senn, og nú voru bílar að koma á móti okkur, svo að við urðum að bíða. Loksins, þegar við kom- umst af stað, sá ég að biðin var ekki ástæðulaus. Vegurinn var hér «álíka og á Mocoa-fjallinu, hengdur utan í háa og bratta fjallshlíð og sannast að segja Frh. á 9. s. Westinghouse Kæliskápar Urn þessa helgi er væntanleg stór send- ing af Westinghouse kæliskápum. — Þeir viðskiptamenn vorir, sem hafa pantað iskápa ættu þess vegna að hafa samband fyrst, vegna væntanlégrar af- I \ i ! ÍVÍð j t r íi! isgréiðslu skáparia og tengingar þeirra. oss Vér getum enn bætt við nokkrum pönt- unum til afgreiðslu úr þessari sendingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.