Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 10
10 vtsm Föstudaginn 1. október 195# - ^ nrjvrj-LnjxrLrui' Tunglið var komið upp fyrir svo sem hálftíma en óð í skýj- -- " ' 34 lÁÍiiSttlÍ - - - datMÖur (Cftir /€ Pptter VVWWWWWV WWWWWWWWWWWNÍWWUVWWVUI líuwwwnivvyvwwwwvwfljwvvwiftwwvwwwwvwvsw og bölv og ragn. Það var tilviljun að eg skyldi hitta, með bil- aðri hendinni. \ Svo varð hljótt um stund fyrir innan hliðið. Eg taldi sekúnd- urnar. Reyndi að reikna hve langt Walter væri kominn með Hiram meðvitundarlausan í fanginu, og hve lengi eg ætti að bíða með að leggja á flótta. Ekki svo að skilja að eg ætlaði að verða þeim samferða í bílnum. Eg ætlaði að hjálpa þeim að komast í hann, en síðan ætlaði eg í geymsluhúsið í Merikoi og leita dr. Sehmjdt uppi. . Ljósrákin sást nú aftur í rifunni, og svo reyndu þeir gamla bragðið að láta einkennishúfu sjást á byssusting. En eg skaut á hana líka og hún hvarf aftur. Og enn varð kyrrt. Þegar eg hafði talið upp að hundrað þóttist eg viss um að þeir hefðu farið til að sækja stiga. Eg fór þvert yfir götuna og lauamðist svo áfram götuna í áttina á eftir Walter. Ég komst klakklaust yfir götuna, annað hvort vegna þess að Rússarnir höfðu vikið frá hliðinu eða að myrkrið hefur falið mig. Eg gat rakið spor Walters í snjónum, af því var eg að hugsa um hve langt eg mundi komast án þess að rekast á rússneska varðsveit. Þegar eg hafði gengið nokkra stund kom eg að lágum, opnum skúr við múrgarðinn. Eg var aðeins örfáa metra frá skúrnum er eg heyrði rödd Walters. Eg greikkaði sporið, því að eg hélt að hann væri að tala við Hiram. Þegar eg kom nær heyrði eg aðra rödd, og það var ekki rödd Hirams. Eg hafði heyrt rödd dr. Schmidts. 22. KAP. Eg stóð grafkyrr. Þegar Schmidt kom út úr skúrnum tók eg báðum höndum um skammbyssuna og snerti gikkinn. En ekk- ert skeði. Skammbyssan hafði klikkað. Eins og í draumi sá eg Schmidt ganga út á götuna. Eg horfði á hann þangað til hann hvarf mér sjónum í myrkrinu með- fram kirkjugarðsbyggingunni fyrir handan þrönga götuna. Eg fór til Walters. Það var rétt svo að eg gat grillt í Hiram þar sem hann lá eins og dauður á skúrgólfinu. Eg þurfti ekki að spyrja um hvort Schmidt hefði náð í um- slagið frá Marcel Blaye. Hann hefði ekki farið án þess að kom- ast yfir það. Hann hafði komið Walter í opna skjöldu þar sem hann rogaðist með Hiram í fanginu. Walter hafði vitanlega ekki haft tök á að ná til skammbyssunnar. Og Schmidt hafði líklega ekki þorað að drepa þá, af ótta við að þá mundu Rússar koma til skjalanna. Hann hlaut að hafa vitað í hvaða erindum við vorum þarna á brautarstöðinni. Við höfðum unnið erfiðasta verkið fyrir hánn. Eg laut niður að Hiram. Heyrði að hann dró andann ennþá. Eg tók skammbyssuna hans og sá að hún var í lagi. Svo sagði eg Walter að hann skyldi halda áfram með Hiram. Klukkan var fimm mínútur yfir sex. Walter yrði að athuga sér Hirams er þeir kæmu í bifreiðina. Væri eg ekki kominn klukkan sjö skyldu þeir aka upp í Budaásana án mín. Eg fór aftur yfir götuna og rakti för Schmidts í snjónum. um, svo að dimma og skíma skiptust á. Eg vissi að hvergi var undanfæri um hliðarsund þama nærri. Öðrumegin var hár múr- garður og hinum megin kirkjugarðsgirðingin. Schmidt mundi hraða sér eftir mætti, en hann vissi ekki að eg veitti honum eftirför. Eg varð að ná í hann áður en hann kæmist út á aðal- strætið, því að þar beið vitanlega bifreið eftir honum. Tunglið skein öðru hverju og þá sáust sporin hans greinilega. Þau voru einu sporin á þessari fáförnu götu. Þarna vom engin götuljós og þess vegna sá eg hann ekki. Nú var eg kominn nærri því götmia á enda. Eg fór að halda að hann hefði komist undan. Þá kom tunglið fram aftur. Og nú sá eg engin spor í snjónum. Fyrst í stað vildi eg ekki trúa mínum eigin augum. Eg sneri við, því að eg hélt að hann mundi hafa farið yfir götuna. Eg fann sporin aftur við kirkjugarðsgirðinguna. Þá skildi eg að hann mundi ætla á kaffihúsið hinumegin kirkjugarðsins. Þar gat hann fengið vernd. Hver veit nema Hermann biði hans þar? Það var styttra að ganga um kirkju- garðinn og miklu öruggara. Mér tókst að komast yfir girðinguna, en sárin á höndunum rifnuðu upp og nú blæddi ákaft úr þeim. Eg lenti á legsteini þegar niður kom og valt svo ofan í snjóinn. Málaskólinn Mímir Sólvallagötu 3. Kennsla hefst þ. 4. október í ENSKU — ÞYZKU — FRÖNSKU Samtalsflokkar og skuggamyndakennsla sem áður. Innritun daglega frá kl. 5—8 í síma 1311. Fyrri nemendur, er óskað hafa eftir framhaldsnám- skeiðum hringi helzt milli kl. 7—8. EINAR PÁLSSON, HALLDÓR DUNGAL. Frá skála Isaks Jónssonar. Starfsemi skólans hefst laugardaginn 2. október n.k. í nýja skólahúsinu við Bólstaðarhlíð. Börnin mæti samkvæmt bréfi til foreldra. Skóiustjóri. Upphitad geymslupláss óskast strax, má vera bílskúr. Upplýsingar í síma 6441. Á kvoldvðkunnl. Kennarinn reynir að gera börnunum skiljanlegt hver sé sérkenni mánaðanna. ,.T. d. má segja, janúar er kaldur, júlí er heitur. Getið þið sagt mér eitt-« hvað um aðra mánuði? spyr kennarinn. Já, það getur Frissi litli: „Já,. eg veit það kennari. Ágúst ep heimskur.1' i Frúin gat ekki þolað að mað- urinn hennar sækti nætur- klúbba. Eitt kvöld kemur hún að honum inni á ,,bar“ og] stendur viskíglas fyrir framan hann. Hún tekur það, bragðar á drykknum og segir: „Svei attan, hvaða óþverra sull er;' þetta!“ I, „Já þarna sérðu,“ segir bónd- inn. „Og þú hefir alltaf ímynd- að þér, að eg væri að skemmta mér!“ j • „Hefirðu heyrt að nýja húsið þarna hinum megin er hrunið?“|: „Æ, hvað er að heyra þetta. Veit eigandinn það? „Nei. En það eru komnir menn til þess að grafa hamx upp úr rústunum og segja hon- um frá því.“ ■ • Til fróðleiks. Enskur lífeðlisfræðingur, div Withof að nafni, hefir rannsak- að kvenhár nákvæmlega. Kon- ur hafa yfirleitt 300 grömm af' hári á höfðinu. Rautt hár err þynnst. Vegi hárið 300 gr. hafaí. rauðhærðar konur 80.000 hár á höfðinu, dökkhærðar hafa: 102.000 hár, jarphærðar 109.000' og ljóshærðar 140.000. „Ævi- skeið“ hvers hárs er 3 til 4 ár. Hvert hár vex daglega 2 til 3: tíunduhluta úr millimeter. Það vex meira um vor og sumar en um vetur og um daga meira en um nætur. Samanlögð lengd kvenhárs er 70 til 80 km. Ljóst hár getur orðið 110 km. að lengd, samanlagt. Sterkast er jarpt hár. Eitt einasta jarpt hár getur borið 200 grömm, en ljóst: hár aðeins 50 gr. • FIjúgandi diskar? Hagfræð- ingar hafa reiknað út, að á Frakklandi sé til jafnaðar brot- in 9 pund af diskum árlega á hverju heimili. Ekki er þess þó' getið við hvaða tækifæri disk- arnir fljúga. I6S7 „Eg hefi uppástungu fram að færa,“ sagði Lazarus. „Við getum komið hvor öðrum að, liði.“ í frumskpgunum, ameríkumaðúr. — Hann er mjög hættulegur svo eg þarf að fá hann handtekinn og færð- an hingað.“ „Lögreglustjóranum hefur ekki' tekizt að láta handsama hann, en hann er líka aumingi. En maður með þína krafta ætti að vera það hægur vandi.“ C & SuN-cuqk* „Færðu glæpamanmnn hingað til mín og verða þá allar kærur á þig látnar niður falla, annars verður þú leiddur fyrir dómstólana sem morð- ingi,“ hvæssti Lazar. , j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.