Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 11
Föstudaginn 1. október 1954
vtsm
11
Lestrarhæfni barna
(Framh. af 4. síðu)
lœra að lcsa, mjög létt lestrar-
efni, þar sem lögð er áherzla á
stutt orð og sem skemmtilegasta
frásögn. Tíðni orðanna þarf að
vcra slík, að öll orð í byrjenda-
bók komi oftar en einu sinni fyr-
ir en á því er mikf.il misbrestur
í íslenzkum lesbókum og hlýtur
það að skapa óþai-fa örðugleika
við lestrarkennsluna. Telja sál-
fræðingar, sem mest hafa um
þessi mál fjallað, að þegar bam-
ið er komið á nokkurn rekspöl
með lestur í fyrsta bekk megi
hvert nýtt orð ekki koma þéttar
en á hver 40 þekkt, á þann hátt
telja þeir tryggast að venja börn-
in á hrukkulausan og eðlilegan
lestur.
Bækur Steingríms Arasonar
Norðurlandabúar hafa lagt
mikla áherzlu á að semja lesbæk-
ur, þar sem tíðni orðanna sé í
samræmi við þær kröfur, sem
rannsóknir hafa sýnt að eru rétt-
mætar og gætu slíkar bækur orð-
ið til fyrirmvndar þeim, sem
kynnu að vilja bæta úr bóka-
skorti okkar á þessu sviði. Af ís-
lenzkum lesbókum eru bækur
Steingríms heitins Arasonar
langnæst því að fullnægja þeim
kröfum, sem nú eru gerðar til
lesbóka, enda var þeim ágæta
kennara og sálfræðingi fátt ó-
kunnugt, sem máli skipti í
kennslu barna.
Ef barnið er komið á þann
aldur og hefur notið svo langrar
skólavistar að eðlilegt mætti telj-
ast., að það væri orðið læst er
víxlan bókstafa eitt öruggasta
merki þess að um lestrarörðug-
leika sé að ræða. Ég vil biðja
ykkur að veita því eftirtekt, að
ég nota orðið lestrarörðugleika
en ekki orðblindu, en það er orð,
sem vei’ður að teljast fi’æðilega
mjög vafasamt og ekki hefur
reynslan staðfest réttmæti þess,
því á norræna lestrarsérfræð-
ingaþinginu, sem haldið var í
Kaupmannahöfn dagana 18.—22.
ágúst í sumar treysti enginn fyr-
irlesari sér til þess að segja með
vissu um það hvort orðblinda
væri til nema sem hugtak.
Lestrarörðugleikar arfgengir?
þegar komið er að erfiðustu
dænium um lestrarörðugleika,
sem menn þekkja, ber læknum
og sálfræðingum ekki sem bezt
saman um orsakir til örðugleik-
anna. Um hagnýtar aðgerðir er
hins vegar enginn ágreiningui’.
Sumir lækna vilja halda því
fram, að lestrarörðugleikar séu
arfgengir eða stafi af sköddun á
heila. Til þess að bæta úr þeim,
telja þeir að finna þurfi veilur
i heilanum og lækna þær, ef til
vill með uppskurði. Rannsókn-
ir, er finnski prófessorinn Maki,
hefur gert á heila og lestrarhæfni
manna sem særðust á höfði í
síðustu heimsstyrjöld, virðist
benda eindregið til þess, að á-
koma á vissum svæðum hejlans
muni valda meiri lestrartnifl-
unum en ákoma á öðrum svæð-
um lrnns. Hugsanlegt er að rann-
sóknir Mákis og annarra vísinda-
manna sem eru sömu skoðunar
og hann, eigi eftir að leysa
vandamál lestrarörðugleikanna
að nokkru leyti; en þangað til sá
ánangur næst, ef hann næst þá
nokkurntíma, er ekki um annað
að ræða en nota þær kennslu- og
geðverndan’áðstafanir, sem þeg-
ar hafa sýnt sig að vera happa-
drjúgar.
Eitt af því sem teljast verður
grundvallaratriði þegar athuga
skal barn, sem á við lestrai’örð-
ugleika að etja er að athuga með
hvaða aðferð barninu hefur ver-
ið kennt og hvort hún hefur átt
við barnið. Orðmyndaaðferðin
eða sú aðferð sem hefst á því að
segja og skoða orðin áður en far-
ið er að hugsa um stafi eða hljóð
orðanna, er að því leyti eðlileg-
asta lestraraðferðin að takmark-
ið með lestrarkennslunni er, að
börnin lesi í orðmyndum. Reynsl-
an hefur samt sýnt, að ef barn-
ið á við sjónminnisörðugleika að
stríða er hrein orðmyndaaðferð
ekki heppileg en betra að nota
stöfunar- og jafnvel liljóðaaðferð
að mikiu leyti.
JJegar heymarminni er lélegt
Hafi barnið hins vegar lélegt
heyrnai-minni er hljóðaaðferðin
Iítt hæf eða réttara sagt óhæf.
Við slík börn er réttast að beita
orðmyndaaðferð og nota hljóða-
aðferðina aðeins sem hjálparað-
ferð ef menn telja sig hafa eitt-
livert gagn af að nota hana, en
gildi hennar er nú mjög dregið
í efa af fræðimönnum m. a. sök-
um þess að aðferðin er ekki eðii-
leg, fremur leiðinleg og auk þess
óhæf við kennslu barna, sem
hafa lélogt heymarminni. Ef
kennari, sem beitir annarri I
hvorri þessari aðferð einvörð- v
ungu, finnur að eitt eða fleiri
börn ná ekki þeim árangrí, sem
hann teldi æskilegan án þess þó, 1
að hann gruni þau um mjög litla
greind, er skynsamlegt að liafa
aðferðaskipti og þó oft gott að
reyna bæði stöfunar- og orð-
myndaaðferð og nota hljóðað-
ferðina sem hjálparaðferð. Að
vísu telja þjóðverjar og ensku-
mælandi þjóðir hljóðaðferðin
sé forkastanieg, Danir eru að
gefast upp á þvi að nota hana og
Svíar hafa sannað með rann-
sóknum á eineggjuðum tvíbur-
um, að jafnvel í Svíþjóð, þar sem
ritmál og talmál er í allgóðu
samræmi hvort við annað, hafi
aðferðin enga þá yfirburði, sem
réttlæti notkun herniar. Hafa
þessar niðurstöður orðið til þess,
að fyrstu orðmyndaaðferðarbæk-
umar hafa nú verið samdar á
sænsku og gefið góða raun.
Samanburður á tvíburum
Rannsóknin á gildi orðmynda-
og liljóðaaðferðarinnar var gerð
með þejm hætti að öðrum ein-
eggjaða tvíburanum var kennt
með orðmyndaaðferðinni en hin-
um með hljóðaaðferðinni. Sömu
kennarar kenndu tvíburunum og
voru þannig fengin beztu vís-
indalegu skilyrði, sem völ er á
til þess að reyna tvær mismun-
andi aðferðir. Tala tvíburanna
var 36. Rannsókninni, sem enn
er ekki að fullu lokið, stjórnar
fil. lic. Jon Næslund, ritari við
Pedagogiska Institutet í Stokk-
hólmi. Næslund taldi það mjög
varhugavert, að flestar lesb'ækui'
Svía miðist við hljóðaaðfeiðina
og kcnnslan í kennaraskólunum
sé einnig of hóð henni, úr þessu
verði að bæta á næ íu árum.
í lestrarbeklc er þó ekki nóg að
binda sig við eina ókveðna lestr-
araðferð, nær sanni er, að allar
liugsanlegar aðferðir beri að
reyna og öll þau hjólpartæki sem
reynslan hefur sýnt að koma að
gagni,
NiiSurlag.
Stúlka óskast
Café Höll,
Austurstræti 3, sími 1016.
fyrír
KjÖTVERZLANÍR.
þófSur HTeitíiOn Grettijjóíu 3, jimi 80360.
frá Innflutnmgsskrifstofunni.
Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desem-
ber 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjár-
festingamála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli’
nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. október til og'
með 31. desember 1954. Nefnist hann „FJÓRÐI1
SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“, prentaður á hvítan pappír j
með svörtum og rauðum lit. Gildir hann samkvæmt því, j
sem hér segir:
REITIRNIR: Smjörlíki 16—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir í’
500 grömmum af smjörlíki, hver reitur.
REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor fyrir sig fyrir 500 grömm-
um af smjöri (einnig bögglasmjöri).
J(a
aupi gull ocj áilj-ur
Kleppsholt!
Ef Kleppshyltingar þurfa
aS setja smáauglýsingu i
Vísi, er tehið viS henni I
Verzlun Guðmundar H.
Albertssonar,
Langholtsvegi 42.
Það borgar sig bezt að
auglýsa í Vísi.
Köflótt
kjólaefni
bentugt í skólakjóla.
Verð frá fcr. 15,25
pr. m.
VERZLff
Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur-
og rjómabússmjör, eins og verið hefur.
r „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ afhendist að-;
eins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað!
stofni af „ÞRIÐJA SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ ‘með!
árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári,!
eins og form hans segir til um.
Reykjavík, 30. september 1954.
Innflutningsskrifstofan
Tilkynning
Frá og með deginum í dag hættir Ferðaskrifstofa
ríkisins afgreiðslu á sérleyfisbifreiðum. Frá sama tíma
byrjar Bifreiðaafgreiðslan s/f afgreiðslu á sérleyfis- og
hópferðabifreiðum og verður í sömu húsakynnum og
Ferðaskrifstofan hafði áður.
Sími hinnar nýju afgreiðslu verður eftirleiðis 8 19 11.
Reykjavík 1. okt. 1954.
Ferðaskrifstofa ríkisins
Bifreiðaafgreióslan s.f.
Skrifstofnstúlka
helzt með verzlunarskólaprófi, óskast 1. nóvember. —
Þarf að hafa laglega rithönd. Tilboð auðkennt: „Skrif-
stofustúlka — 101“, sendist Vísi fyrir mánudags-
kvöld, 4 n. m.
1 e
Dtáfjhfog?
■ts
Wé
®r
MSÍ
vantar böm til þejs að bera blaðið út í
ýrns hverfi. Leitið upplysinga á afgreiðslu
blaðsins.